Þjóðviljinn - 26.05.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 26.05.1989, Blaðsíða 12
Umsjón: KRISTÍN VALSDÓTTIR ANDRÉS GUÐMUNDSSON BARNAKOMPAN Flugdrekar eru gamalt leikfang því í Kína, Japan og Kóreu hefur flugdrekasmíði verið stunduð í meira en tvö þúsund ár. Þar eru drekarnir búnir til úr bambus og silki eða pappír. Drekarnir eru skreyttir á ýmsan máta og oft eru þeir í útliti líkir dýrum oa fuglum. Sumir kínverskir flugdrekar voru útbúnir þannig að á þeim voru pípur sem mynduðu hljóð þegar vindurinn blés í gegn um þær. Flugdrekar voru notaðir til að flæma burt illa anda í Japan og seinna voru flugdrekar notaðir til til- rauna í vísindum. Það er auðvelt að búa til flug- dreka. Efnið er hvorki dýrt né erfitt að ná í það og smíðin sömuleiðis nokkuð auðveld. Efni í flugdreka 2 bambusstangir eða trélist- ar 61 sm langir. Umbúðapappír eða plast- dúkur. Lím og heftari. Löng lína til að stjórna drek- anum. Sterk en grönn snúra í grind- ina. Smíðin: - Þú byrjar á því að saga aðra spýtuna þannig að hún verði 40,5 sm löng. Þá eru komin rétt hlutföll í flugdrek- ann. - Síðan límir þú listana saman og til öryggis getur þú vafið samskeytin með bandi og hnýtt vel í lokin. - Þar næst skaltu fá þér þjöl eða sandpappír og gera litlar klaufir í spýtuendana. - Pappírinn er festur með því að líma það sem gengur af yfir snúruna og styrkt með nokkrum heftum ef þurfa þyk- ir. - Halalaus getur drekinn ekki flogið. í halann þarf snúru sem er fimm sinnum lengri en drekinn sjálfur eða um 3 metr- ar. - Á þessa snúru eru bundn- ar pappírsræmur 20x5 sm með 20 sm millibili. - Að lokum er bundin snúra milli listaendanna langsum og þversum og gjarnan þrædd í gegn um hring í miðjunni. - ( þennan hring er síðan bundin línan sem tengir drek- ann og stjórnanda hans. Ef þessi vinnulýsing nægir ekki skaltu snúa þér til ein- hvers fullorðins og fá aðstoð. Þú finnur örugglega einhvern sem kann að búa til flugdreka og er fús að aðstoða. lllft Þessir krakkar eru búnir að smíða sér flugdreka en línurnar hafa ruglast í rokinu. Getur þú greitt úr flækjunni og fundið út hver á hvern? Svarti kötturinn myndi breyta um nafn á kettinum og kalla hann Gretti. Þetta fannst öllum miklu betra og frá og með þessum degi var hann kall- aður Grettir. Hrafnhildur Ólafsdóttir 8 ára -1 þessa klauf setur þú síð- an sterka snúru sem er strengd allan hringinn eins og sýnt er á myndinni. Þá er grindin í flugdrekann tilbúin. - Pappírinn eða plastið er sniðið til og haft nokkuð stærra en grindin. - Klipptu síðan V inn að hverjum listaenda. Feiti-Gulli Einu sinni var lítill köttur sem hét Stebbi. Krakkarnir í hverfinu voru alltaf að stríða Stebba af því að hann hét Stebbi en eigand- anum fannst þetta ekkert skemmtilegt. En þá datt honum ráð í hug. Hann Feiti-Gulli er fugl sem ég þekki. Hann á heima hjá afa. Einu sinni var hann að kroppa mola sem hún Þyrí hafði gefið honum. Þá kom köttur en Feiti-Gulli fór ofan í bréfpoka á meðan köttur- inn var nálægt. Þegar kötturinn fór flögraði Feiti- Gulli upp úr pokanum og hélt áfram að kroppa mol- ann. Helgi Sigurbjörnsson 8 ára Stelpan Einu sinni var stelpa. telpan var rauðhærð og eknótt en vildi það ekki ví að krakkarnir sögðu að ún væri rauðhaus. Henni þótti það svo leiðinlegt að hún litaði á sér hárið. Guðrún Dalía Salómons- dóttir 9 ára 12 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 26. maí 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.