Þjóðviljinn - 26.05.1989, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 26.05.1989, Blaðsíða 14
Waltraud Wagner - 100 manna bani? Maria Gruber - drap .ekki eins marga" og Waltraud. Irene Leidolt - bar sakir a Waltraud og Mariu. Stefame Mayer - drufusykur i æð sykursjuklings. „Vínamomimar“ fjórar Þær komu öllum fyrir sjónir sem kyrrlátar, siðprúðar og fremur óásj álegar hversdagsmanneskj ur. Engu að síður myrtú þessar fjórar austurrísku hjúkrunarkonur ánokkrumáruma.m.k. tugi ogsennilega hundruð gamalmenna Líklega er sakamál það, sem vakið hefur mesta athygli í Evrópu það sem af er árinu, mál „Vínarnornanna" fjög- urra, eins og þær hafa verið nefndar í einhverjum blöðum. Konur þessar, sem allar störf- uðu sem aðstoðarhjúkrunar- konur á Lainz-sjúkrahúsi í Vínarborg, hafa þegar játað á sig morð á 49 gamalmennum á einni ianglegudeild sjúkra- hússins, en vera kann að þær hafi flýtt fyrir fráfalli miklu fleiri. Samkvæmt því, sem fram hefur komið í málinu, virðast aðstoðar- hjúkkur þessar hafa lagt stund á þetta alla tíð frá árinu 1983, án þess að upp um þær kæmist, eða að minnsta kosti án þess að gaumur væri að gefinn. Það var fyrst á páskum s.l. ár, sem athygli fór að beinast að sumum aðstoð- arhjúkrunarkvennanna á Lainz sem hugsanlegum morðingjum. Þá var það einn daginn að saman sátu á veitingahúsi í Grinzing, borgarhluta þar sem mikið er um krár og skemmtan, Alois nokkur Waschnig, svæfingalæknir, og vinkona hans Dorah Eugenie Ferrado-Avendano, chilísk hjúkrunakona starfandi á Lainz. Þegar keimljúft hvítvín staðarins hafði liðkað á henni málbeinið • hrökk m.a. upp úr henni að á Deild D 1, langlegudeild á Lainz, þar sem hún sjálf vann, iðkuðu hjúkrunarkonur að sprauta í sjúklinga svefnlyfi, „til að þeir hefðu sig hæga“. „Norn“ á næturvakt Waschnig þótti sem hér væri ekki allt með felldu og sagði þetta Franz Xaver Pesendorfer, yfir- lækni 1. lyflækningadeildar á Lainz, en undir hann heyrði um- rædd langlegudeild. Svo vildi til að um það leyti, nánar tiltekið 19. apríl, andaðist þar 84 ára gömul kona, Anna Urban, og þótti það undarlega til bera. Blóðrannsókn leiddi í ljós að henni hafði veríð gefið inn róandi lyf, „án fyrir- mæla læknis“, eins og það var orðað í skýrslu frá sjúkrahúsinu. Pesendorfer læknir tilkynnti þetta rannsóknarlögreglunni og gaf í skyn grun um, að hér væri um að ræða glæpsamlegt athæfi „ákveðins starfshóps“ sjúkra- hússins. Lögreglan yfirheyrði Waschnig, en hann lét ekki upp nafn vinkonu sinnar. Niðurstöð- ur rannsókna á líki Önnu Urban, sem tóku æðitíma, urðu þær að hún hefði dáið af eðlilegum or- sökum. Þar með virtist málið úr sögunni. En 1. apríl s.l. var áttræður maður, Franz Kohout, sem feng- ið hafði snert af heiíablóðfalli, lagður inn á umrædda deild. Nokkrum stundum síðar kom í ljós að tvær aðstoðarhjúkrunar- konur, Waltraud Wagner, þrít- ug, og Stefanie Mayer, 49 ára, höfðu fært hann inn í annað her- bergi, þar sem hann var fallinn í dvala, og ekki tilkynnt læknum um versnandi líðan hans. Þá hafði Pesendorfer yfirlæknir aft- ur samband við rannsóknar- lögregluna, sem komst í þetta sinn að þeirri niðurstöðu, að furðumikið væri um dauðsföll að nóttu til á langlegudeild þessari. í ljós kom að fjórar aðstoðarhjúkr- unarkonur voru þar nær alltaf á næturvakt. Auk þeirra tveggja nýnefndu voru það Irene Leidolf, 27 ára, og Maria Gruber, 26 ára. Lögreglumenn þeir, er rannsóknina höfðu með hönd- um, komust á snoðir um orðróm, sem gekk meðal starfsfólks á sjúkrahúsinu, þess efnis að alltaf dæi einhver á langlegudeildinni, er „nornin“ væri þar á næturvakt. Sú sem svo var nefnd reyndist vera Waltraud (kölluð Traudl) Wagner. „Munnmeðferð“ Þær Stefanie Mayer voru nú yfirheyrðar, urðu tvísaga og innan skamms viðurkenndi Stef- anie, að hún hefði þegar fyrir tveimur árum veitt því athygli, að Waltraud banaði sjúklingum með aðferð, sem hún nefndi „munnmeðferð". Sjálf kvaðst Stefanie eitt sinn hafa sprautað í æð sykursjúklingi drúfusykri, „til að koma honum af stöðinni". Það varð hans bani. Eftir það leið ekki á löngu áður en Waltraud Wagner játaði á sig sakir. Hún kvað þetta hafa byrj- að með því að önnur hjúkrunar- kona hefði hvatt hana til að bana sjúklingum, „sem liði illa“, og hefðu drápin smámsaman orðið að vana hjá sér. Hjúkrunarkona sú, sem Waltraud sagði hafa hvatt sig til morðanna, reyndist vera engin önnur en Dorah Eug- enie Ferrado-Avendano, sem árið áður hafði vakið illan grun hjá Waschnig lækni neð frásögn yfir hvítvíni úti í Giinzing. Hún var yfirheyrð lengi, en ekkert Meðalaldur sjúklinga á umræddri langlegudeild á Lainz er tæp 85 ár og batavonir flestra hverfandi. Dorah Eugenie Ferrado- Avendano - sagan komst á kreik yfir vínglasi úti í Grinzing. sannaðist á hana og var henni því að lokum sleppt. Að jafnaði þrír á mánuði Waltraud hélt hinsvegar áfram að játa og kvaðst frá þvf s.l. sumar hafa drepið að jafnaði þrjá sjúklinga á mánuði, þ. á m. nokkra sem hún kvað hafa verið úr hófi fyrirhafnarsama, skömm- ótta og illviljaða. Að lokum ját- aði hún á sig morð á alls 39 sjúk- lingum. Hún gaf einnig upp að Irene Leidolf væri sér meðsek, og Irene nefndi til Mariu Gruber. Þær játuðu á sig morð og báru sakir hvor á aðra. Irene kvað Maríu hafa orðið mörgum sjúk- lingum að bana, þó ekki eins mörgum og Waltraud, sem síð- ustu tvö árin hefði „drepið um 100 sjúklinga". Lögreglan hafði nú einnig tal af sjúklingum þeim á deildinni, er hressastir voru, og skýrði einn þeirra, Ernst Szeiferth að nafni, svo frá, að í júní s.l. hefði legið í næsta rúmi við hann Josef Weins, 86 ára, er stöðugt hefði verið að hringja á hjúkrunarkonurnar. Nótt eina, er Weins hafði verið sofandi, hafði Waltraut komið að rúmi hans, vakið hann, gefið honum eitthvað inn og sódavatn á eftir að drekka. Þetta hefði hún gert öðru sinni skömmu síðar og sagt við Weins, að þetta væri svefnmeðalið hans. Þótti Szeiferth það með ólíkindum, að maður skyldi vera vakinn til að taka svefnlyf. Að síðari inngjöf- inni lokinni hefði Waltraud bundið við fót Weins spjald af því tagi, er regla var að merkja með þá sem voru látnir, og hefði öld- ungurinn þá enn dregið andann. Venju fremur kyrrlátar Á langlegudeildinni, þar sem morðin fóru fram, er meðalaldur sjúklinga tæp 85 ár. Flestir þeirra eru farlama með öllu og margir ruglaðir eða sjaldnast með rænu. „Nornirnar“ réðu flestum þeirra, sem þær myrtu, bana með því að gefa þeim inn stóra skammta af svefnlyfinu rohypnol, sprauta ýmsum efnum í æðar þeim eða drekkja þeim - síðastnefnda að- ferðin var „munnmeðferðin“ svokallaða. Hún var á þá leið að vatni var hellt niður í lungu sjúkl- ingunum, og um helmingur hinna myrtu hafði látið lífið á þann hátt. Sjúklingum þeim, sem nutu umönnunar kvennanna fjögurra og lifa þó enn, ber saman um að þær hafi ætíð verið umhyggju- samar, vingjarnlegar og nær- gætnar. Þær áttu ýmislegt sam- eiginlegt. Waltraud Wagner, sem virðist hafa haft forustu fyrir hin- um um morðin, er af lágum stig- um utan úr sveit, fór í hjúkrunar- skóla en stóðst ekki prófin þar. Síðan hún var 17 ára hefur hún unnið á Lainz sem aðstoðar- hjúkrunarkona og frá því árið 1982 á langlegudeild þeirri, sem hér um ræðir. Um hinar er svipað að segja, hvað uppruna snertir og menntun. Samverkafólki þeirra og nágrönnum ber saman um að þær hafí allar verið venju fremur kyrrlátar, engin stásskvendi, lítið úti á lífinu og alltaf kurteisar. Dauöaenglar að nóttu Þar sem þær voru ekki fullgildar hjúkrunarkonur, máttu þær eiginlega reglum samkvæmt ekki gefa sjúklingum lyf eða sprautur. En vegna skorts á starfsfólki voru þær látnar ganga í þessi störf og þannig er það um allt Austurríki og víðar. Væri far- ið nákvæmlega eftir reglunum, hryndi allt heilbrigðiskerfið eins og spilaborg, er haft eftir austur- rískum forustumanni. Sálfræðingar gefa einna helst þær skýringar á þessum ósköpum að konurnar fjórar, allar tak- mörkuðum gáfum gæddar, neð- arlega í mannfélagsstiganum og haldnar minnimáttarkennd, hafi ekki risið til lengdar undir því álagi sem því fylgir að umgangast sífellt dauðvona og deyjandi fólk. Um flestalla sjúklinga þeirra var ljóst, að batavonir þeirra voru engar, og þær hafi því smám- saman komist að þeirri niður- stöðu, að ekki gæti talist neinn stórglæpur að flýta fyrir héðan- ferð þeirra. Mikið vinnuálag og ógeð á gamalmennum sem slík- um hafi og komið inn í þetta, einkum gagnvart erfíðum og fyrirhafnarsömum sjúklingum. Þá kunni konurnar, sem hvers- dagslega hafi ekki haft háar hug- myndir um sig sjálfar og verið litnar smáum augum af öðrum, að hafa notið þess að gerast á næturvöktunum á langlegu- deildinni einskonar dauðaenglar eða örlaganornir með vald yfir lífi og dauða. Stern/-dþ. 14 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 26. maí 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.