Þjóðviljinn - 26.05.1989, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 26.05.1989, Blaðsíða 15
Viðtal við Arna Björnsson yfirlækni um lýtalækningar, menningu og framtíð mannkynsins Árni Björnsson eryfirlæknirá lýtalækningadeild Landspítalans og hefur veriö formaöur læknaráðs Landspítalans síðastliðin þrjú ár-sem þýðirþað að hann ereins konaryfirlækniralls spítalans eins og er. Ótalmargirlandarhans eiga honum aðþakka að þeirgeta gengið um án þess að minnkastsín vegna útlitslýta, en hann hefurlíka eins og margir starfsfélagar hans lifandi áhuga á menningarmálum og framtíð mannlífs á jörðinni. Nýtt Helgarblað heimsóttiÁrna f fallega húsið, semþau hjónin reistu séráÁlftanesi, íslagveðursrigningu í vikunni sem leið. Við settumst að f stórri baðstofu uppi á lofti, í gömlum stfl með þykkum loftbitum og hjónakamesi inn afeins og tfðkaðistá sveitabæjum tilskamms tfma. Og við byrjum á þessu venjulega: Hvar ertu fæddur, Árni? „í Reykjavík.“ Og alinn upp þar? „Ekki alveg. Foreldrar mínir bjuggu í Reykjavík þegar ég fæddist; móðir mín var austan úr Fljótshlíð og faðir minn frá Móum á Kjalarnesi. Hann var sjómaður og drukknaði í Halaveðrinu svokallaða þegar ég var tveggja ára. Nokkru síðar flutti móðir mín með okkur systkinin tvö sem þá vorum austur í Fljótshlíð. Við komum aftur til Reykjavíkur þegar ég var níu ára. Ég varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1943 og fór svo í læknisfræði hérna heima, lauk læknaprófi veturinn 1951. Næstu ár vann ég á ýmsum deildum Landspítalans og var héraðslæknir í Keflavík í eitt ár fyrir Björn Sigurðsson. Það var ekki fyrr en 1955 sem ég fór út til Svíþjóðar í sémám, fyrst Föstudagur 26. maí 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.