Þjóðviljinn - 26.05.1989, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 26.05.1989, Blaðsíða 20
SKÁK HELGI ÓLAFSSON Fischer lærði af gömlu meisturunum Þó langt sé nú liðið síðan þeir tefldu í Laugardalshöllinni Fisc- her og Spasskí er þetta merka einvígi mönnum enn mikið um- hugsunarefni. Sovétmenn tóku það afhroð sem þeirra maður Boris Spasskí galt í einvíginu afar alvarlega. Kollegar hans, stór- stjörnur á sovéskan mælikvarða Tigran Petrosjan, heimsmeistari 1963-1969 og Mark Taimanov fengu jafnvel enn harkalegri meðferð. Taimanov hefur ekki borið sitt barr og Petrosjan er látinn. Margur reyndi að spá í vinnu- brögð Fischers. Hvað var það sem gerði hann slíkan yfirburða- mann? Þar er auðvitað ekkert eitt svar. Það nær enginn annar eins einbeitni og Fischer, sagði Ro- bert Byrne skömmu eftir einvíg- ið. Mótsgestir í Laugardalshöll muna það e.t.v. að Spasskí var dálítið órór í sætinu, stóð upp eftir svo til hvern leik en Fischer hreyfði sig ekki. Þó var það ekki vani Spasskís að vera mikið á röltinu. Hann stóð svo til aldrei uppfrá borðinu er hann vann titil- inn af Petrosjan í einvígi í Mos- kvu 1969. Það var ekki mikið uppúr Fischer að hafa um vinnu- brögðin. Biaðamenn höfðu held- ur ekki neinn sérstakan áhuga á nákvæmum útlistunum á slíku þó á því væru nokkrar undantekn- ingar. Júgóslavneski stórmeistar- inn Svetozar Gligoric sem dvaldi hér á landi sem blaðamaður hafði það uppúr Fischer að hugmynd- ina af leikaðferð í síðustu skákum einvígisins hefði hann fengið í meira en 100 ára gamalli skák þýsks meistara, Adolph Ander- sens, eins hinna óopinberu heimsmeistara. Við skulum líta á þessar tvær skákir til samanburð- ar: Reykjavík 1972 21. einvígisskák: Spasskí - Fischer Sikileyjarvörn 1. e4-c5 2. Rf3-e6 3. d4-cxd4 4. Rxd4-a6 5. Rc3-Rc6 6. Be3-Rf6 7. Bd3-d5 8. exd5-exd5 9. 0-0-Bd6 Viðtal eftir einvígið eins og það birtist í einvígisútgáfu Skákar þar sem Gligoric var skákskýrandi: Gligoric: „...svo21. skákin-mér fannst hún kraftaverk, hvernig þú fannst lausnina - ég var ákaf- lega hrifinn, þetta var algerlega nýstárlegt." Fischer: „Ja, ekki svo nýstárlegt. Ég fann þessa sömu byrjun - ég var að Iesa bók- ina hans Andersens. Það var líka svona sem þeir léku peðunum í gamla daga - peð til d5, biskup til e6 og d6“. 10. Rxc6-bxc6 11. Bd4-0-0 12. Df3-Be6 Eftir skákina kom í ljós að 12. ..Rg4 hefði gefið svörtum hartnær unnið tafl. 13. Hfel-c5 14. Bxf6-Dxf6 15. Dxf6-gxf6 16. Hadl-Hfd8 17. Be2-Hab8 18. b3-c4 abcdefgh 19. Rxd5! Tvímælalaust besti kosturinn. Með því að gefa skiptamun trygg- ir Spasskí sér jafnt tafl. En vinn- ingstilraunir síðar í skákinni, 30. g4, leiddu hann í ógöngur. > J 19. ..Bxd5 20. Hxd5-Bxh2+ 21. Kxh2-Hxd5 22. Bxc4-Hd2 23. Bxa6-Hxc2 24. He2-Hxe2 25. Bxe2-Hd8 26. a4-Hd2 27. Bc4-Ha2 28. Kg3-Kf8 29. Kf3-Ke7 30. g4?-f5! 31. gxf5-f6 32. Bg8-h6 33. Kg3-Kd6 34. Kf3-Hal 35. Kg2-Ke5 36. Be6-Kf4 37. Bd7-Hbl 38. Be6-Hb2 39. Bc4-Ha2 40. Be6-h5 41. Bd7 Þetta er biðleikur Spasskís en hann gafst upp án þess að tefla frekar. Rannsóknir Fischers á skákum gömlu meistaranna báru árangur í þessari skák. Það er ekki minnsti vafi á því að hugmyndina fékk hann úr eftirfarandi skák Andersens: London 1861 7. einvígisskák: Kolic - Andersen Sikileyjarvörn 1. e4-c5 5. Bd3-Rc6 2. Rf3-e6 6. Be3-d5 3. d4-cxd4 7. exd5-exd5 4. Rxd4-Rf6 8. ,0-0-Bd6 Á sama hátt fór Fischer að en brátt tekur skákin aðra stefnu. 9. h3-h6 10. c4-0-0 11. Rc3-Be5! 12. Rf3-Bxc3 13. bxc3-Be6 14. cxd5-Rxd5 15. Dd2-Df6 16. Rd4-Re5 17. Bc2-Hfd8 18. Rxe6-fxe6 19. Bd4-Rxc3! Þeir höfðu gott auga þessir karl- ar. Með þessari glettu vinnur svartur peð og Andersen vinnur svo skákina tiltölulega auðveld- lega. 20. Dxc3-Hxd4! 21. Hael-Hc4 22. Dxe5-Dxe5 23. Hxe5-Hxc2 24. Hxe6-Hxa2 25. He7-b5 26. Hcl-Hf8 27. Hcc7-Hfxf2 28. Hxg7+-Kf8 29. Hxa7? Betri vöm var fólgin í 29. Hh7. 29. ..Hxg2+! 30. Hxg2-Hxa7 31. Hg6-Hg7 - og svartur gafst upp. Þessi vinnuaðferð Fischers að grandskoða skákir gömlu meist- aranna skiluðu sér vel. Petrosjan tapaði t.d. 8. einvígisskák sinni fyrir Fischer í Buenos Aires 1971 á svipaðan hátt og Kembrinsky nokkur gegn Tarrasch sama ár og fyrsti bíllinn kom til íslands, 1904. Alslemma um land allt Fyrsta Alslemmu-mótið af átta, Reykjavíkurslemman, var spiluð í Gerðubergi um síðustu helgi. 60 spilarar tóku þátt í mót- inu, sem er sæmileg þátttaka. Ör- uggir sigurvegarar urðu Anton R. Gunnarsson og Friðjón Þór- hallsson Reykjavfk, sem skomðu 1358 stig sem gerir 62,18% skor. Næstir komu Hermann Lárusson og Jakob Kristinsson með 1310 stig og í þriðja sæti urðu Sigurður Vilhjálmsson og Júlíus Sigurjóns- son með 1270 stig. Veitt voru þrenn verðlaun, fyrir efstu sætin, samtals að upp- hæð kr. 100 þúsund. Mótið var vel skipað spilurum, aðallega af höfuðborgarsvæðinu. Búast má við að í næstu mótum snúist dæmið við, að uppistaða þátttakenda verði af svæðunum þarsem mótin fara fram, auk þess kjarna sem mun fylgja mótunum um land allt. Næsta mót verður haldið á Kirkjubæjarklaustri helgina 10.—11. júní og er skrán- ing þegar hafin hjá Forskoti í síma 91-62 33 26 (Jakob). Spilað er um silfurstig í öllum mótunum, auk þess sem boðið er upp á afar mikil heildarverðlaun. Þátttakendur eru minntir á að panta gistingu beint til viðkom- andi Eddu-hótela, en boðið verð- ur upp á rútuferðir á öll mót utan Reykjavíkursvæðisins. Nú þegar sumarið fer í hönd og dagurinn lengist, er ekki úr vegi fýrir bridgeáhugafólk um land allt að íhuga hvort ekki sé tíma- bært að efla félagsleg samskipti, með þátttöku í Alslemmu. I mótunum eru margir af snjöi- lustu spilurum landsins, sem sumir hverjir hafa lítið sem ekk- ert gert af því að iðka íþróttina utan Reykjavíkursvæðisins. Er ekki kominn tími á slíkan gang mála? Veitt verða sérstök verðlaun í Alslemmu-mótunum (utanlands- ferð 1990) fyrir hæstu skor í ein- stakri umferð (lotu) í einhverju mótanna. í Reykjavíkurslemm- unni tóku þeir Hermann Lárus- son og Jakob Kristinsson hæstu skorina eða 465 stig, eða 63,90 % skor. Eftir 5 spilakvöld í Sumar- bridge, er meðalþátttaka komin í 72 spilara á kvöldi. í stigakeppni (flest meistarastig veitt fyrir ár- angur) er staða efstu manna þessi: stig Þórður Björnsson 104 Jakob Kristinsson 72 Lárus Hermannsson 64 Óskar Karlsson 64 EiðurGuðjohnsen 64 GunnarBragi Kjartanss. 64 GunnarK. Guðmundss. 64 Lovísa Eyþórsdóttir 52 Guðmundur Páll Arnarson og Þorlákur Jónsson taka ekki þátt í afmælismóti danska bridgesam- bandsins, einsog greint var frá í síðasta þætti. í þeirra stað munu Björn Theodórsson og Jón Bald- ursson verða þriðja par, ásamt hinum tveimur landsliðspör- unum. Alls taka 20 pör þátt í þessu móti, sterkustu pör Norð- urlanda. Spiluð verða 10 spil milli para, alls 190 spil. Spilað verður um næstu helgi. Skráningu í Bikarkeppni Bridgesambandsins lýkur 10. júní. Gert er ráð fyrir að 1. um- ferð ljúki 30. júní, 2. umferð ljúki 20. júlí, 3. umferð ljúki 10. ágúst og 4. umferð 30. ágúst. Undan- rásir verða síðan á dagskrá 9.-10. september og úrslitaleikurinn 22. september. Þessar dagsetningar miðast við þátttöku allt að 64 sveitum, en er þetta er skrifað eru aðeins 11 sveitir skráðar til leiks. Það verð- ur að segjast, að staðan í Bikar- keppni BSÍ hefur aldrei verið eins dökk og þetta árið, hverju sem um er að kenna. Óuppgerð- ur ferðakostnaður sveita frá fyrra ári kann þó að ráða mestu. Þó er aðeins verið að ræða um 150-180 þús. kr. Er þetta hægt? Forskot sf., framkvæmdaaðili að Alslemmu-mótunum, eigandi Magnús Ólafsson (spilari í sveit Modern Iceland) og útgefandi tímarits með sama nafni, hefur í hyggju að færa út kvíarnar í bridgelífi okkar íslendinga. Fyr- irtækið mun bjóða upp á kennslu/ leiðbeiningar fyrir félög, fyrir- tæki, skóla, stofnanir, einstak- linga, í íþróttinni, auk þess sem boðið verður upp á leiðsögn í mótahaldi, lögum leiksins, þátt- töku í skipulögðum keppnishópi og almenna aðlögun að nútíma spilamennsku. Einkum verður sinnt þeim málaflokki sem Bridgesamband íslands hefur ekki komist yfir að sinna með góðu móti. ' Nánar síðar. ★ ★ ★ „Djöflabragðið" í bridge er afar sjaldséður viðburður við græna borðið. Margir af afkasta- mestu spilurum landsins hafa aldrei upplifað þá stöðu, sem gef- ur af sér „djöflabragðið". BRIDDS Ólafur Lárusson Lítum á hvernig það virkar: S: Á1064 H: DG3 T: 6 L: KD982 S: D85 S: G7 H: K95 H: 8764 T: 832 T: ÁDG109 L: Á754 L: 103 S: K932 H: Á102 T: K754 L: G6 Suður er sagnhafi í 4 spöðum. Útspil Vsturs er tígulátta, upp á ás, hjartasjö til baka, hleypt yfír á kóng, tekinn laufaás áður en meira hjarta var spilað. Tekið í borði og kóngur/drottning í laufí spilað. Austur henti hjartaáttu í drottninguna og sagnhafi ásnum í hjarta. Þá var hjarta trompað heim, tekinn tígulkóngur og meiri tígull trompaður, lauf trompað heim og staðan var þessi: S: Á106 H: 7 T: - L: - S: D85 S: G7 H: - H: - T: - T: 9 L: - S: K9 H: - T: 7 L: - L: - Nú kom tígulsjöan frá sagn- hafa og vörnin er hjálparlaus. Gullfallegt spil (höfundur Dumb- ovich, frá Ungverjalandi). En sást þú vörnina? Jamm, ef austur hendir tígli og heldur áfram að henda tígli, þá nær Suður aldrei þessari enda- stöðu. Ath. 20 SÍÐA - NYTT HELGARBLAÐ ' Föstudagur 26. maí 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.