Þjóðviljinn - 26.05.1989, Blaðsíða 29

Þjóðviljinn - 26.05.1989, Blaðsíða 29
MINNING Ester Karvelsdóttir kennari við Grunnskóla Njarðvíkur er látin. Hún fékk hjartaáfall föstudag- inn 12. maí. Við rannsókn kom í ljós að hér var um alvarlegt áfall að ræða. Hún var í skyndi flutt til London þar sem hún gekkst undir erfiða aðgerð og þar lést hún hinn 15. maí. Saga Esterar Karvelsdóttur var öll. Nóbelsverðlaunaskáldið Már- quez sagði einhvern tíma að það óréttlátasta í þessum heimi væri dauðinn. Hann reiddi hátt til höggsins í þetta skiptið. Dauðinn er svo sannarlega óréttlátur þeg- ar fólk er hrifið á burt mitt í önn dagsins. Óvænt kveðjum við traustan vin og samkennara. Ester Karvelsdóttir verður til moldar borin frá Ytri-Njarðvík- urkirkju í dag. Ester fæddist á Hellissandi 23. ágúst 1933. Foreldrar hennar voru hjónin Anna Margrét Ol- geirsdóttir og Karvel Ögmunds- son. Ester ólst upp í Ytri-Njarðvík og gekk í Njarðvíkurskóla. Hún tók gagnfræðapróf frá Flensborg- arskóla árið 1950 og kennarapróf tók hún frá Kennaraskóla fslands árið 1956. Þá lá leiðin aftur hing- að suður með sjó. Hún kenndi eitt ár við Barnaskóla Keflavíkur en árið eftir hóf hún starf við Njarðvíkurskóla eða Grunnskóla Njarðvíkur eins og hann heitir nú. Hún var aftur komin í sinn gamla skóla, nú sem kennari og þar starfaði hún alla tíð þar til yfir lauk. Ester Karvelsdóttir tók sér leyfi frá kennslu skólaárið 1977- 1978 til þess að stunda framhalds- nám við Kennaraháskóla íslands. Á kennsluferli sínum sótti hún fjölda námskeiða og lýsir það Ester vel hversu mikla áherslu hún lagði á endurmenntun og sí- menntun. Hún varð sérkennari skólans. Árið 1954 giftist hún Sigmari Ingasyni verkstjóra hjá Njarðvík- urbæ. Pau eiga tvo syni, Olgeir og Bjarnþór. Ég kynntist Ester Karvelsdótt- ur fyrst í pólitísku samstarfi hér suður með sjó og einnig í starfi í samtökum kennara. En árið 1983 kem ég að Grunn- skóla Njarðvíkur og þar kynnist ég Ester á nýjum vettvangi sem duglegum og traustum kennara, sem lagði allan sinn metnað í starfið. Ester var unnandi góðra bóka og var mjög vel lesin. Þá var hún kvenréttindakona í þess orðs bestu merkingu. Hún vann ötul- lega í allri kjarabaráttu kennara. Því var hún trúnaðarmaður þeirra um árabil og var enn. Ester var einstaklega mannleg í öllum samskiptum við okkur hin, sýndi ætíð áhuga á því sem aðrir voru að gera og kunni að hrósa því sem vel var gert. Hún hafði ákveðnar skoðanir og lét þær hiklaust í ljós. Það var aldrei nein lognmolla í kringum Ester Karvelsdóttur. Hún var nákvæm og vandvirk í starfi sínu og úr- ræðagóð. Hún var fagmaður. En umfram allt vildi hún veg skólans sem mestan og bestan og bar metnað hans fyrir brjósti. Ester var einn af máttarstólpum skólans. Sæti hennar verður vandfyllt. Ester Karvelsdóttir sérkennari Fædd 23. ágúst 1933 - Dáin 15. maí 1989 Mér er sérlega minnisstætt hversu vel hún náði til skjólstæð- inga sinna og hversu vænt þeim þótti um hana. Daginn eftir lát hennar stóðu þeir í hóp framan við skrifstofu skólans og vissu vart hvert framhaldið yrði. Þeir söknuðu vinar í stað. í vetur vann hún að stofnun Nemendaverndarráðs við skól- ann. Hún lagði áherslu á að ljúka því verki fyrir lok skólaársins. Upphaflega átti nafnið að vera annað, en Ester vildi einmitt þetta nafn, því ráðið átti fyrst og fremst að huga að vernd nem- enda. Þar átti að fara fram eins konar forvarnarstarf fyrir þá nemendur sem þurftu hjálpar við. Þá var hún einnig að skipu- leggja sérdeild. Reyndar var hún að skipu- leggja alla sérkennslu skólans fyrir næsta vetur. Skipulagshæfi- leikar hennar voru ótvíræðir. Óvænt er nú komið að kveðju- stund. Við, starfsfólk Grunn- skóla Njarðvíkur, litum björtum augum fram á veginn og brostum mót hækkandi sól. Sumar var loks að koma með sólskin og bjartar vonir. En þá kom hel- fregnin. „Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígju- strengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn og blómgast œvinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. “ (Tómas Guðmundsson) Eiginmanni, sonum, föður og öllum öðrum ættingjum og tengdafólki votta ég einlæga sam- úð mína. Kahlil Gibran segir: „Skoðaðu hug þinn vel þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu þá aftur huga þinn og þú muntsjá, aðþú græturvegnaþess sem var gleði þín.“ Að leiðarlokum vil ég þakka Ester Karvelsdóttur vináttu, hlýju og hjálpfýsi og einstakt starf við Njarðvíkurskóla öll þessi ár. Ég þakka trausta sam- fylgd og samvinnu. Ég veit að allt starfsfólk Grunnskóla Njarð- víkur tekur heils hugar undir. Við söknum góðs vinar og félaga. Blessuð sé minning hennar. Gylfi Guðmundsson Um þær mundir, sem árlega kraftaverkið gerist á íslandi, sól- in er að nálgast hápunktinn á fest- ingunni og dulúðug næturbirtan lengir dagana í einn langan, ljós- an dag; þegar lággróðurinn færir landið okkar í græna möttulinn og brumin springa, þá allt í einu er skjaldmær frá fallin í Ytri- Njarðvík. Hinn 12. þessa mánaðar hafði hún fylgt vinnufélaga og vini síð- asta spölinn þegar kvaðningin kom. Upp var tekin hörð og snörp barátta upp á líf og dauða. Annan í hvítasunnu var barátt- unni lokið, „rofinn skjöldur, sundrað sverð“ og hún „var kom- in að vaðinu á ánni“. í gegnum lífið var Ester vön vopnaburði, í starfi sínu í þjón- ustu við þá, sem í erfiðleikum áttu í náminu. í þjóðmálabarátt- unni í vinstri hreyfingunni, sem öðru fremur er helguð þeim, sem standa höllum fæti - og þjóð- frelsi. Sjálf gekk hún ekki alltaf heil til skógar. En hvar sem hildin var háð var Ester alltaf glöð og reif. Hún bognaði ekki. Þar sem hún lét að sér kveða standa eftir vandfyllt skörð. Við hjónin áttum því láni að fagna að kynnast henni Ester og fleiri hliðum en kynntar eru í amstri daganna. Mikils var um vert að eiga þau Sigmar fyrir ná- granna við Grundarveginn. Fyrst þegar við vorum að basla við að byggja og síðan eftir að veggir og þök skýldu okkur. Þá var alltaf hátíð að koma til þeirra, heimilið smekklegt og þelið svo hlýtt og sérstakt. Ég hefi stundum leitt hugann að því hvaðan ykkur hafi borist sá auður, sem þið gátuð alltaf ausið af. Gjarnan hefir mér dottið í hug að þetta væri eitthvað, sem ykkur hafi auðnast að hafa með ykkur undan Jökli og frá Dyrfjöllum. Heiðnkjan og festan þótt á móti blási. Yndislegt var að fara með ykk- ur.í sumarleyfisferðir eftir að við höfðum eignast sæmilega ferða- bfla. Ofarlega er í huganum sumarfrí á Vestfjörðum. Slegið tjöldum og skoðað skipulega næsta umhverfi í nokkra daga, síðan flust um set og skoðað það- an. I Barmahlíð, við Pennu á Vé- bjarnareyri og á Nauteyri. Við Sigmar prfluðum upp á fjalla- toppa svo sem Hornatær og Drangajökul. Það fór straumur um bakið þegar við sáum til Grænlands, ekki af því það væri svo stórlegt, heldur hitt hvað sjóndeildarhringurinn getur ver- ið víður á íslandi ef verið er á réttum stað á réttum tíma. Ester og Fjóla voru ekki með okkur á tindum. Þær höfðu öðru að sinna á meðan á strönd og í hlíðum. Allt var þetta eins og óslitinn draumur í landinu bláa. Allt þetta þurftum við að rifja upp þegar fundum okkar bar saman næst. Mikill má harmur ykkar vera, eiginmanns, sona, aldins föður, tengdamóður og systkina. En eins og birtuna af Jöklinum ber á Flóann, fölskvast minningin um Ester ekki. Guð blessi hana. Oddbergur Eiríksson í dag verður borin til moldar Ester Karvelsdóttir kennari í Njarðvík. Hún kvaddi okkur óvænt á annan dag hvítasunnu. Ester fæddist á Hellissandi 23. ágúst 1933, fjórða dóttir hjón- anna Önnu Olgeirsdótturog Kar- vels Ögmundssonar. Þau hjón voru upprunnin þar á Snæfells- nesi af hraustum stofnum Snæf- ellinga og Breiðfirðinga. Karvel stundaði sjómennsku og útgerð á Sandi. Litlu eftir að Ester fæddist tók fjölskyldan sig upp, yfirgaf hús og eignir og flutti til Njarðvíkur. Narfakot í Innri-Njarðvík var fyrsti áfangastaður fjölskyldunn- ar og nokkrum árum síðar flutt- ust þau til Ytri-Njarðvíkur í nýtt hús sem þau nefndu Bjarg. Ester ólst þarna upp í foreldrahúsum í stórum systkinahópi. Strax í bernsku komu fram þeir eiginleikar sem einkenndu hana alla tíð. Það var þessi trausta skapgerð, umhyggja fyrir öðru fólki, brjóstheilindi sem ekki brugðust, að játast aldrei undir rangindi, né sýna öðrum slíkt. Til slíkra sækja margir traust. Ester fór í Kennaraskólann þegar hún hafði aldur til. Þá kynntist hún manni sínum Sig- mari Ingasyni sem kominn var austan úr Borgarfirði að læra vél- virkjun í Reykjavík. Mikið geta forlögin verið skynsöm stundum. Þau prýddu hvort annað svo að tæplega verður á betra kosið. Þau eignuðust tvo kjörsyni, Olgeir og Bjarnþór. Olgeir er jarðfræðing- ur. Hann er kvæntur Hildi Al- bertsdóttur. Þau eiga tvo syni, Frosta og Loga. Bjarnþór stund- ar nám í matreiðslu. Bróður- sonur Esterar, Karvel Ögmunds- son, var líka hjá þeim um árabil. Nú eru liðin tuttugu og níu ár frá því sá er þetta ritar tengdist þessari fjölskyldu. Náinn sam- gangur hefur verið milli hemil- anna og áður fyrr dvöldum við langdvölum hjá þeim. Líka fór- um við með þeim um landið, fyrst til að skoða það sem fyrir augu bar og síðan bættist veiðiskapur við. Ester náði fljótt góðum tökum á stangveiði, varð eigin- lega veiðikló og naut þess ríku- lega. Þó hygg ég að mannfélagið í kringum veiðiskapinn hafi alltaf skipað hærri sessinn. Minningarnar hrannast upp. Ein er að Ester kom og sagði eitthvað á þessa leið: „eigið þið ekki börn að lána mér í nokkra daga? Það er bfll hérna úti. í hon- um er viðlegudót. Þið vilduð kannski skreppa í Húsafell?" Engan áttum við bflinn þá og þetta er dæmi um það hvernig hún var veitandi í vináttu sinni við fólk. Allt í kringum hana voru ungir og aldnir sem höfðu af henni traust, einskonar haldreipi í lífinu og þó sagt sé með réttu að maður komi í manns stað hygg ég að erfitt verði að fylla það skarð sem nú er fyrir skildi í lífi þeirra. Það var líka henni líkt að „bogna ekki en brotna í bylnum stóra seinast". Hún vann sína vinnu á föstudegi og lést næsta mánudag á eftir, úr sjúkdómi sem lækna- vísindin réðu ekki við. Hugurinn leitar núna norður á Breiðafjörð. Þar bjó Ingjaldur í Hergilsey sem Stefán G. orti svona um: Því sál hans var stœlt af því eðli, sem er í œttlandi hörðu, sem dekrar við fátt, sem fóstrar við hœttur - því það kennir þér að þrjóskast við dauðann með trausti á þinn mátt, í voðanum skyldunni víkja ei úr ög vera í lífinu sjálfum þér trúr. Já, margir misstu mikið við frá- fall Ésterar, mest þó fjölskyldan hennar. Hjá þeim dvelur nú hug- urinn fullur samúðar. Við sökn- um hennar öll. Hærra ber þó þakklætið fyrir mannbætandi samfylgd. Sigurður Pálsson Gat nokkurn grunað, á vor- fundi Kvenfélagsins Njarðvík, 8. maí síðastliðinn að þetta væri síð- asti fundur Esterar með okkur? Nei, við erum alltaf jafn óviðbúin því, að fólk sem okkur finnst á besta aldri sé svo snögglega hrifið burt. Ester var á þessum fundi full áhuga á starfinu framundan og fyrirhugaðri sumarferð sem verið var að ræða. Hún hafði mikinn áhuga á fé- lagsstarfinu og var ávallt reiðubú- in til starfa. Hun var um tíma í stjórn félagsins og virk í mörgum nefndum. Það skipti raunar ekki máli hvort hún var í einhverri nefnd; ef spurning vaknaði eða vandamál kom upp, var oft leitað til hennar um úrræði. Alltaf gaf hún sér tíma til að athuga málið og finna lausn. Ester var mjög vandvirk og kastaði ekki höndun- um til þess sem hún gerði. Við þökkum samfylgdina og gott samstarf. Fjölskyldu hennar vottum við innilegustu samúð. Fyrir hönd Kvenfélagsins Njarðvík Rebekka Guðfinnsdóttir íþróttakennarar [þróttakennara vantar til starfa við Vopnafjarð- arskóla næsta skólaár. Kennt er í nýju og fullkomnu íþróttahúsi. Húsnæðisfríðindi í boði fyrir réttindakennara. Upplýsingar veitir skóla- stjóri í síma 97-31256 eða 97-31218. Skólanefnd Þungur bfll veldur þunglyndi ökumanns. Vejjum og hööium hvað 'ý nauðsynlega þarf að vera með í ferðalaginu! llSE™ PAGVI8T BARIV'A Forstöðumaður óskast Dagvist barna auglýsir stöðu forstöðumanns á dagheimilinu Laugaborg lausa til umsóknar. Staðan veitist frá 1. ágúst n.k. Umsóknarfrestur er til 15. júní. Fóstrumenntun áskilin. Upplýsingar veita framkvæmdastjóri og um- sjónarfóstrur í síma 27277. Umsóknareyðublöð liggja frammi á afgreiðslu Dagvistar barna, Hafnarhúsi við Tryggvagötu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.