Þjóðviljinn - 30.05.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.05.1989, Blaðsíða 1
BSRB Ríkisstjómin vömð við Hefurekki staðið við ákvœði nýgerðs kjarasamnings. Framundan eru viðrœður við stjórnvöld um aðgerðir sem stuðla eiga að þvíað grundvöllur kjarasamninganna haldist. BSRB vill að lífeyrisþegarfái 6500 króna orlofsuppbót BSRB hefur sent frá sér ályktun þar sem ríkisstjórnin er alvar- lega vöruð við afleiðingum þeirra verðhækkana sem „nú dynja á þjóðinni.“ Sagði Ögmundur Jón- asson, formaður BSRB, í samtali við Þjóðviijann að svo virtist sem ríkisstjórnin tæki nýgerða kjara- samninga ekki nægilega alvarlega og beitti ekki verðlagseftirliti eins og ætlast hefði verið til. Þá beinir BSRB því til stjórnvalda að 6500 króna orlofs- uppbót sú sem um var samið í nýgerðum kjarasamningum BSRB „verði látin ganga til eftir- launafólks og þeirra sem taka ör- orkubætur og annan lífeyri. “ „Mér finnst það vera sjálfsagt réttlætismál að komið verði fram við þetta fólk á þennan hátt. Þetta fólk verður ekki síður fyrir barðinu á verðhækkunum en aðr- ir í þjóðfélaginu og má kannski síst við þeim,“ sagði Ögmundur. f aðvörun BSRB til ríkisstjórn- arinnar segir að breytingar á gengi krónunnar, skattahækkan- ir og tíðar verðhækkanir að und- anförnu hafi rýrt kaupmátt umsa- minna launa og brjóti í bága við samninga BSRB og ríkisins. Verðlagi hafi ekki verið haldið stöðugu og verðstöðvun af hálfu Forsœtisráðherra Viðræður um vígbúnað hafsins Bush skákar Gorbatsjov á leiðtogafundi Nató Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra lagði áherslu á mikilvægi þess að viðræður hæfust hið allra fyrsta um afvopnun á og í höfunum á leiðtogafundi Nató í gær. Var hann eini þjóðhöfðinginn sem vék að víg- búnaði sjávarins á þessum fyrsta degi 40 ára afmælisfundar hernaðar- bandalagsins. Annars er kryturinn um skamm- drægu kjarnorkuflaugarnar í brenni- depli fundarins, viðræður um eyðingu þeirra og ákvörðun um endurnýjun, auk nýrra tillagna Georges Bush Bandaríkjaforseta um samdrátt í hefðbundnum herafla. En í gær gerði hann heyrinkunnugt að stjórn sín væri reiðubúin að fækka hermönnum sínum á meginlandi Evrópu um 20 af hundraði eða þannig að þeir yrðu ekki fleiri en 275 þúsund. Á móti kæmi að Sovétmenn fækkuðu dátum sínum í Evrópuríkjum utan heimal- andsins niður í 325 þúsund. Þótt íslenskir ráðamenn hafi vakið máls á nauðsyn samdráttar í vígbún- aði hafsins á Natófundi er afar óvenjulegt að þeir láti að sér kveða á þeim vettvangi. Enda skortir mjög að Islendingar hafi þekkingu á málum bandalagsins og geta því hæglega sett ofan fari þeir að láta til sín taka um mál sem þeir bera ekki skynbragð á. Er haft eftir ónefndum starfsmönnum utanríkisráðuneytisins í nýrri skýrslu frá Öryggismálanefnd. Sjá síður 3 og 9 hins opinbera hafi ekki gengið eftir. Enn sé von á auknum verð- hækkunum og er sérstaklega bent á fyrirhugaða verðhækkun á bensíni. Samkvæmt kjarasamn- ingum BSRB og ríkisins munu aðilar setjast saman til viðræðna „um þróun verðlagsmála og ræða um aðgerðir sem stuðli að því að grundvöllur kjarasamninganna haldist," eins og segir í sérstakri yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Búist er við að þær viðræður fari fram í byrjun næsta mánaðar og er ta.lið líklegt að BSRB leiti þar leiðréttingar vegna framan- greindra atriða, nema á móti komi alvarleg bragarbót af hálfu stjórnvalda. phh Viðskiptavinur Ágætis nær í einn af síðustu pokunum af útsæðiskartöflum. Birgðir eru á þrotum hjá flestum viðurkenndum söluaöilum útsæðis. Mynd: ÞÓM. Kartöflur Allt útsæði nær uppurið Kartöflurœktendur í vandrœðum. Allt útsœði áþrotum. Slegist um síðustu kartöflurnar. Hollustuvernd varar við útsœðifráÞykkvabœ tr Utsæðiskartöflur hafa runnið út síðustu dagana og það eru ekki nema örfáir pokar eftir, sem klárast, sagði starfsmaður hjá Ágæti í gær. Hjá öðrum söluaðil- um útsæðis var sömu sögu að segja og reyndar voru allar kart- öflur uppseldar fyrir nokkru hjá sumum. Vegna þessa skorts á löglegu og viðurkenndu útsæði hefur bor- ið á því að seljendur matarkart- afla á höfuðborgarsvæðinu, sem ekki hafa leyfi til sölu á útsæðisk- artöflum, hafi selt „útsæði". Rannsóknastofnun landbún- aðarins hefur sent frá sér yfirlýs- ingu þar sem alvarlega er varað við slíkum útsæðiskaupum og sérstaklega tekið fram að enginn ræktandi í Þykkvabæ hafi leyfi yfirvalda til að láta frá sér útsæði til almennrar dreifingar. Vegna nýafstaðins verkfalls fé- lags íslenskra náttúrufræðinga gat Rannsóknastofnun landbún- aðarins ekki fylgst með sölu kart- öfluútsæðis í vor, en einungis viðurkenndir ræktendur og dreif- endur mega selja útsæði til al- mennings. Er það gert til að hefta útbreiðslu ýmissa skaðvalda í kartöflurækt s.s. hringrots og kartöfluhnúðorms. Þeir aðilar sem hafa heimild til sölu á útsæði á Reykjavíkursvæð- inu eru Ágæti, Blómava), Ey- firska kartöflusalan, Mata og Sölufélag garðyrkjumanna, en því miður eru útsæðið búið eða á þrotum hjá öllum þessum viður- kenndu söluaðilum. -ns. Sykurmolarnir 3 tónleikum aflýst Yfirvöld íLeníngrad bönnuðu hópsamkomur af ótta við uppþot eftir kosningar rennum tónlcikum sem Syk- urmolarnir ætluðu að halda í Leníngrad á dögunum var frestað eftir úrslit kosninga til Æsta ráðs Sovétríkj anna. Yflrvöldóttuðust uppþot og því voru allar hópsam- komur bannaðar. Að sögn Árna Benedikts- sonar, framkvæmdastjóra Syk- urmolanna, höfðu selst 106 þús- und miðar á þrenna tónleika og urðu tónleikahaldarar að endur- greiða þá alla. Þetta kemur sér að sjálfsögðu afar illa fjárhagslega fyrir hljómsveitina, sem þarna tapa þónokkrum fjárhæðum. Auk þeirra óþæginda var búið að afbóka hótelgistingu Molanna og stóðu þeir því á götunni. Sendi- ráð íslands gat þó útvegað þeim far til Eistlands og þaðan til Hels- inki. Þar halda Sykurmolarnir aukatónleika á morgun, en fara síðan í tónleikaferð um Evrópu. Eftir það liggur leiðin til Banda- ríkjanna þar sem þeir leika í Los Angeles með ekki ófrægari hljómsveitum en Public Image og New Order. Að sögn Árna seld- ust allir miðar upp á þá tónleika, eða um nokkur.hundruð þúsund miðar, á einum klukkutíma, -ns.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.