Þjóðviljinn - 30.05.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 30.05.1989, Blaðsíða 2
FRETTIR Ríkisstjórnin samþykkti uppbyggingu nytjaskógræktar á Fljótsdalshéraði. Á annað hundrað býli taki upp skógrœkt ístað hefðbundins landbúnaðar Bókasöfn Myndbönd til útláns Borgarbókaverðifalið að útvega barnaefni á myndböndum til útláns. Tillagafráfulltrúum stjórnarandstöðunnar. Lélegt úrval barnaefnis hjá myndbandaleigum Menningarmálanefnd hefur falið borgarbókaverði að út- vega barnaefni á myndböndum til útláns á bókasöfnum borgarinn- ar. Tillagan kom frá fulltrúum stjórnarandstöðu í borgarstjórn sem leggja til að borgarbókavörð- ur athugi hvort semja megi við sjónvarpsstöðvarnar um að fá frá þeim barnaefni með íslenskum texta á myndböndum. Ástæðan til þessa er sú að lítið úrval er á myndbandaleigum af barnaefni, sem þar að auki er ekki allt með íslensku tali, en báðar sjónvarps- stöðvarnar bjóða upp á talsvert efni handa börnum. „Við erum að byrja að byggja upp myndbandakost okkar,“ sagði Þórdís Þorvaldsdóttir borg- arbókavörður. „Ennþá eigum við ósköp lítið, fyrst og fremst fræðsluefni sem við höfum fengið frá Námsgagnastofnun með sömu skilyrðum og skólarnir. Örfá myndbönd höfum við keypt frá Englandi, en það efni er auðvitað ekki með íslensku tali og við hljótum að falla undir sömu reglur og sjónvarpið. í Gerðubergi er tónlistardeild Borgarbókasafnsins til húsa og þar má fá leigðar óperur, ballett og söngleiki á myndböndum og kasettum." Er mikil eftirspurn eftir mynd- böndum hjá ykkur? „Við höfum ekkert auglýst þetta ennþá vegna þess hvað framboðið er lítið hjá okkur, en eftirspurnin hefur.samt verið dá- lítil. Mörg safnanna í nágranna- byggðarlögunum hafa lengi leigt út myndbönd, þess vegna spyr fólk um þau hér.“ Hvað kostar að leigja mynd- band hjá ykkur?_____ „Það kostar 100 krónur í þrjá sólarhringa, og lántakandi þarf að hafa bókakort." SA Sigrún og „Samstaða". Sigrún Eldjárn hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni um listaverk við íþróttam- annvirkin í Laugardal, sem íþróttasamband íslands stóð fyrir. Alls bárust 14 tillögur í samkeppnina. Fyrir verk sitt Samstöðu hlaut Sigrún 450 þúsund krónur, en í öðru sæti varð tillaga Ragnhildar Stefánsdóttur og í því þriðja tillaga Björgvins Gylfa Snorrasonar. Auk þess verða keypt verk eftir Sóleyju Eiríksdóttur og Magnús Tómasson. A myndinni er Sigrún við verk sitt. Mynd: ÞÓM. r Eg tel þetta vera mjög merka samþykkt og tímamótamál í sambandi við skógrækt hér- lendis. Þarna er dreginn rammi um stærri framkvæmdir í nytja- skógrækt hérlendis en hér hafa sést áður og tekið undir með bændum á Fljótsdalshéraði sem hafa lýst sig reiðubúna að breyta um búskaparhætti og leggja land sitt undir nytjaskógrækt, segir Hjörleifur Guttormsson alþm. um samþykkt þá er ríkisstjórnin gerði á fundi sínum á Þingvöllum sl. laugardag, um að hefja skuli átak til ræktunar nytjaskógar á Fljótsdaishéraði. Það var Steingrímur J. Sigfús- son landbúnaðarráðherra sem lagði tillöguna fyrir ríkisstjórnina en gert er ráð fyrir að nærri 130 býli sem nú eru í byggð í 6 hrepp- um á Fljótsdalshéraði, leggi af hefðbundinn búskap að öllu eða mestu leyti og taki upp nytja- skógrækt í staðinn. Um er að ræða landsvæði á of- anverðu Héraði en yfir 60 bænd- ur á þessu svæði hafa þegar lýst áhuga sínum á að taka upp nytja- skógrækt. Gerir ætlun ríkis- stjórnarinnar ráð fyrir að hægt verði að taka allt að 500 hektara af landi undir skógrækt á þessum slóðum. - Það skiptir afar miklu máli að þessu verði fylgt eftir með skil- merkilegum hætti, bæði af hálfu ríkisins og eins á vegum samtaka bænda hér eystra, segir Hjör- leifur. Undirbúningur skógræktar- átaksins á Héraði mun hefjast þegar í sumar en fyrstu beinu framkvæmdir væntanlega á næsta ári. - Öll ræktun af þessu tagi tekur sinn tíma og það er Ijóst að tryggja verður þeim sem að þessu starfa tekjur og það ætti að vera mjög eðlilegt að koma þar til móts við því þetta mun létta á móti á útgjöldum sem eru vegna umframframleiðslu í sauðfjáraf- urðum, segir Hjörleifur Gutt- ormsson. -lg- Iðnó Áfram leikhús Leikarar skora á yfirvöld menntamála að leiklistarstarf- semi fái að halda áfram í Iðnó en eigendur hússins hafa sett það á sölu. Undirskriftarlistar eru nú í gangi meðal leikara og annars áhugafólks þar sem skorað er á yfirvöld að koma í veg fyrir það menningarlega slys sem sala Iðn- ós undir aðra starfsemi hefði í för með sér. eb Skógrœkt Stórátak á Héraði Frá v. Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður, Guðlaug Karlsdóttir dóttir tónskáldsins, Einar Þorsteinsson eiginmaður hennar og Grímur M. Helgason deildarstjóri á handritadeild. Tónlistarhandrit á Landsbókasafn Ættingjar Karls Ó. Runólfssonar tónskálds hafa afhent Landsbóka- safninu að gjöf handrit tónskáldsins, en Karl hafði á sínum tíma óskað eftir því að þau gengju að sér látnum til safnsins. f frétt frá safninu segir að því sé mikill fengur í þessari góðu gjöf, en það varðveitir fyrir handrit margra íslenskra tónskálda. Steinunn Helga skipuð Menntamálaráðherra hefur skipað Steinunni Helgu Lárus- dóttur skólastjóra Æfingaskóla Kennaraháskóla íslands. Skipun- artíminn er 5 ár og gildir frá 1. september n.k. Umsækjendur um stöðuna voru tveir auk Steinunnar Helgu, Hannes Sveinbjörnsson og umsækjandi sem óskaði nafnleyndar. Sakaður um íkveikju Ungur maður á Stöðvarfirði var í gær úrskurðaður í tveggja vikna varðhald, en hann er grun- aður um að hafa kveikt í saltfisk- verkunarhúsi í plássinu á sunnu- dag. Töluvert tjón varð í eldsvoð- anum. Fjármagnsgjöld hærri en launakostnaður í ársreikningi Kaupfélags Þingey- inga fyrir síðasta ár kom fram að vaxtagjöld, verðbætur og gengis- munur eru 165,6 miljónir kr. og er nú svo komið að þessi kostnað- arliður er orðinn hærri en launa- kostnaður félagsins, segir í álykt- un sem samþykkt var á aðalfundi kaupfélagsins. Átelur fundurinn seinagang stjórnvalda við fram- kvæmd þeirrar yfirlýstu stefnu að lækka fjármagnskostnaðinn í Iandinu. Ef svo haldi frarn sem horfir, muni rekstur sjálfkrafa sigla í strand og lýsir fundurinn ábyrgð á hendur stjórnvöldum ef ekki verður gripið til aðgera til að ná niður vaxtastiginu. Páll P. austurrískur prófessor Forseti Austurríkis hefur veitt Páli A. Pálssyni tónskáldi próf- essorstitil við hátíðlega athöfn í austurríska menntamálaráðu- neytinu. Páli er sýnd þessi viður- kenning fyrir tónlistarstörf og þátt hans í að efla menningarsam- skipti íslands og Austurríkis. 260 nýstörffyrir borgarbörn Borgaryfirvöld hafa ákveðið að veita 55 miljónum til viðbótar til að fjölga sumarstörfum fyrir ung- linga hjá borginni, en ráðgert er að sú ráðstöfun muni gefa um 260 ný störf til viðbótar við 800-900 sem ráðgerð voru á vegum borg- arinnar í sumar. Af viðbótar- störfum er ráðgert að 100 verði í gatnagerð, 90 hjá Skógræktarfé- lagi Reykjavíkur og um 60 hjá garðyrkjustjóra borgarinnar. Vöruskiptin hagstæð Fyrstu tvo mánuði þessa árs voru fluttar út vörur fyrir rúma 9,8 miljarða en inn til landsins fyrir rúma 8 miljaðar. Vöruskipta- jöfnuðurinn á þessum tíma var því hagstæður um rúman 1,7 milj- arð, en á sama tíma í fyrra var hann óhagstæður um rúma 2,3 miljarða á sama gengi. Verðmæti vöruútflutnings í janúar og febrú- ar var um 41% meira á föstu gengi en á sama tíma í fyrra, en verðmælti vöruinnflutnings um 13% minna. 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 30. mai 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.