Þjóðviljinn - 30.05.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.05.1989, Blaðsíða 4
I'lt iCþ. fh / Ólafur Hjörleifur Alþýðubandalagið - Fundur um utanríkismál: Störf Alþingis og stefna ríkisstjórnarinnar Alþýðubandalagiö boðar til fundar um utanríkis- mál þriðjudaginn 6. júní kl. 20:30 í Miðgarði, Hverf- isgötu 105. Dagskrá: 1. Stjórnarsáttmálinn og framkvæmd utanríkis- stefnu. Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubanda- lagsins og fjármálaráðherra. 2. Alþingi og utanríkismál. Hjörleifur Guttormsson alþingismaður. 3. Hver er stefna Alþýðubandalagsins? Vigfús Geirdal sagnfræðingur. 4. Umræður. Starfshópur um utanríkismál Móðir okkar Helga Þórarinsdóttir frá Grindavík lést á Hrafnistu í Hafnarfirði laugardaginn 27. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Börn hinnar látnu Hjartkær eiginmaður minn og faðir okkar Jón Haraldsson arkitekt Bergstaðastræti 83 lést á Borgarspítalanum 28. maí. Áslaug Stephensen Gyða, Haraldur, Stefán og Edda Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Guðmundur Jónas Helgason Seivogsgrunni 5, áður Hátúni 33 verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 31. maí kl. 15.00. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Sjálfsbjörg, félag fatlaðra í Reykjavík og nágrenni. Guðríður Guðmundsdóttir Helga Guðmundsdóttir Helgi Ingvar Guðmundsson Gísli Guðmundsson Jónas Gunnar Guðmundss. Finnur Guðmundsson Sigurþór Guðmundsson Sverrir Guðmundsson Guðmundur Tómas Guðmundss. barnabörn og barnabarnabörn Friðrik Sigurðsson Halidór Þorvaldsson Nanna Þorleifsdóttir Eyrún Þorleifsdóttir Sigurrós M. Sigurjónsd. Margrét Þóroddsdóttir Kristín Aðalsteinsdóttir Guðrún Aðalsteinsdóttir Sólbjört Aðalsteinsd. Kveðjur og þakklæti sendi ég öllum þeim sem sýnt hafa mér og fjölskyldu minni samúö og veitt margvíslega hjálp vegna fráfalls og útfarar konu minnar Esterar Karvelsdóttur Samhugur ykkar er okkur ómetanlegur styrkur. Sigmar Ingason FRÉTTIR Blindrafélagið 50 ára afmæli í sumar Afmœlisins minnst með margvíslegum hætti í tilcfni 50 ára afmælisins hefur félagið látið hanna mjög fallcga borðklukku sem hentar jafnt sjá- andi sem blindum. Klukkuskífan er prýdd merki félagsins. Þeir sem vilja styrkja félagið geta aflað sér slíkrar klukku á skrif- stofu þess að Hamrahlíð 17. For- seti íslands frú Vigdís Finnboga- dóttir sýndi blindum þá vinsemd að þiggja til eignar fyrstu klukk- una sem látin var af hendi. Blindrafélgið hefur einnig hannað lyklakippur með merki Ferðalög Lækningar í Búlgaríu Hingað til lands eru nú komnir fulltrúar frá Búlgaríu, í boði ferðaskrifstofunnar Ferðavals, til að kynna starfsemi lækningamið- stöðvanna og sumardvalarstað- anna í Sandanski og Elenite, þau Totev, forstjóri lækningamið- stöðvanna í Sandanski, Bakalova yfirlæknir og Dramov, fram- kvæmdastjóri Balkan Holidays í Kaupmannahöfn. f tengslum við heimsókn þre- menninganna verða haldnir kynningar- og fræðslufundir á Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi, Vestmannaeyjum og í Reykja- vík. Ferðaskrifstofan Ferðaval hefur á undanförnum árum skipulagt og annast hópferðir til Elenite og Sandanski og þeim ís- lendingum fjölgar stöðugt sem- fara til Búlgaríu sér til heilsubót- ar og lækninga, með góðum ár- angri, við ólíkustu kvillum eins og t.d. asma og öðrum öndunar- sjúkdómum, hrörnunarsjúkdóm- um, psoriasis, gigt, liða-, beina- og taugakvillum, til megrunar og líkamsræktar og til tannlækn- inga. Allar upplýsingar um þessar ferðir verða gefnar á fundunum og á skrifstofu Ferðavals í Reykjavík. Fegrun Hreinir hreppar Nú hafa nokkrir aðilar samein- ast um fegrunarátak í sveitum landsins á sumri komanda. Hefur átakið borið nafnið „Hreinir hreppar" og beinist einkum að því að fjarlægja af jörðum bænda óþarfa og ónýta hluti, hreinsa strendur og útvistarsvæði og fegra heimreiðir, auk þess að mála byggingar og vélar. Mörg önnur verkefni koma til greina, t.d. fegrun á eyðibýlum og kirkjugörðum. Eftirtaldir aðilar hafa tilnefnt fulltrúa í Framkvæmdanefnd átaksins „Hreinir hreppar": Bún- aðarfélag íslands, Stéttarsam- band bænda, Kvenfélagasam- band íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga og landbúnaðar- ráðuneytið. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN félagsins. Annarsvegar er á þeim áletrun á venjulegu letri og hins- vegar á blindraietri. Einnig hefur verið gefinn út upplýsingabæk- lingur um starfsemi félagsins að Hamrahlíð 17. Aðalfjáröflun Blindrafélagsins er happdrætti. Nú er í gangi af- mælishappdrætti sem dregið verður í á afmælisdaginn 19. ág- úst. Um leið og landsmönnum eru færðar þakkir fyrir góðar undirtektir á liðnum árum væntir félagið þess að tekið verði vel á móti sölufólki í sumar. Þá hefur Þórhallur Guttorms- son sagnfræóingur verið ráðinn til að rita sögu blindra og er stefnt að því að hún komi út í haust. Hann hefur viðað að sér miklu efni og er lagt allt kapp á að gera ritið sem vandaðast á allan hátt. Á afmælisdaginn, laugardag- inn 19. ágúst, verður opið hús í Hamrahlíð 17 og almenningi á þann hátt gefinn kostur á að kynnast allri þeirri starfsemi sem fram fer í húsi Blindrafélagsins. Einnig verða hátíðahöld í garðin- um og veisla um kvöldið. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Hafnarfirði Bæjarmálaráðsfundur Fundur verður haldinn í bæjarmálaráði ABH, þriðjudaginn 30. maí kl. 20.30 í Skálanum, Strandgötu 41. Dagskrá: 1 jStaðan í bæjarmálunum. 2) Útgáfumál. 3) Félagsstarfið Formaður Alþýðubandalagið Akureyri Aðalfundur ABA Aðalfundur Alþýðubandalagsins á Akureyri verður haldinn þriðjudaginn 30. maí kl. 20.30 í Lárusarhúsi. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. , Mætum öll. Stjórnin Alþýðubandalagið í Reykjavík Aðalfundur ABR Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Reykjavík verður haldinn miðvikudaginn 31. maí kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Skýrsla formanns. Reikningar og tillaga um árgjald 1989. Lagabreytingar. Kosning stjórnar Önnur mál. Félagar fjölmennið og munið félagsgjöldin. Stjórn ABR ABR Tilkynningar vegna aðalfundar ABR Vegna aðalfundar ABR 31. maí nk. tilkynnist eftirfarandi: 1) Frestur til að skila inn tillögum vegna lagabreytinga rann út 24. mai. Framkomnar tillögur liggja frammi á skrifstofu félagsins frá og með deginum í dag. 2) Tillaga uppstillingarnefndar vegna stjórnarkjörs mun liggja frammi á skrifstofu félagsins frá og með sunnudeginum 28. maí. Skrifstofan verður opin frá kl. 16-18 þann dag. Frestur félagsmanna til að leggja fram aðrar tillögur rennur út þriðjudaginn 30. maí kl. 20.30 Félagar munið að greiða félagsgjöldin. Opið alla virka daga frá kl. 16-18 fram að aðalfundi. Ath: Breyttan skrifstofutíma Stjórn ABR Fundir á Austurlandi Hjörieifur Guttormsson alþingismaður verður á opnum fundum á Austurlandi á næstunni sem hér segir: Fáskrúðsfirði, verkalýðshúsinu, þriðjudaginn 30. maí kl. 20.30. Neskaupstað, Egilsbúð, miðvikudaginn 31. maí kl. 20.30. Egiisstöðum, Valaskjálf, fimmtudaginn 1. júní kl. 20.30. Breiðdal, Staðarborg, föstudaginn 2. júní kl. 20.30. Höfn í Hornafirðl, í Miðgarði, laugardaginn 3. júní kl. 13. Fundarefni: StörfAlþingis og hagsmunamál byggðarlaganna - Fyrirspurnir og umræður. Allir velkomnir. Álþýðubandalaglð Hjörleifur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.