Þjóðviljinn - 30.05.1989, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 30.05.1989, Blaðsíða 8
Andfætlingar í ævintýralegri útilegu Sólveig Einarsdóttir skrifar frá Ástralíu. 5. pistill Brennt brauð, beikon og egg til morgunverðar. Sólveig eldar, John Meredith tók myndina. Billy-brúsarnir til hægri. (Fyrst fréttir) í stuttu máli Þá er haustið að nálgast og jafnvel komið. Að vísu er það torskilið því að þvotturinn þornar enn á 10 mínútum úti á snúru í sól og 24 °C hita en þó má merkja ýmsar breytingar. Hin langþráða rigning steyptist yfir með tilheyrandi þrumum og eldingum. Allir hér í Nýja Suður Wales glöddust, nema bómullar- bændur sem þótti vætan heldur mikil. Norður í Queenslandi urðu skelfileg flóð og vatnavextir í kjölfar rigninganna. Það var full mikið að fá 400 mm einn og sama daginn! Mátti sjá í sjónvarpinu hinar furðulegustu myndir af fólki sem ýmist synti eða reri eftir aðalgötunum og bætti síðan ekki úr skák að ægilegur fellibylur kom og svipti þökum af húsum, reif tré upp með rótum og olli neyðarástandi þar sem áhrifa hans gætti mest. Risastór litfögur fiðrildi sveima um í garðinum og köngu- lær af öllum stærðum og gerðum eru hér allt um kring. Ein þeirra ber hið broslega nafn „lqngleggj- aði pabbi“ og búa nú þrír „lang- leggjaðir pabbar" hér úti á ver- öndinni. Agnarlitlum músum er kalt og þær sækja inn, m.a s. froskur af minnstu gerð álpaðist hér inn í hús. Tókst að koma hon- um út, þótt hann stykki í allar áttir. Á fimmtudagskvöldum er tal- að spekingslega í sjónvarpinu um nýjar kvikmyndir. Sýnt úr þeim og þeim gefnar umsagnir. Síðgn er sýnd áströlsk kvikmynd og eru margar þeirra prýðisgóðar t.d. „The sentimental Bloke“, „The man from Snowy River“ og „Dis- placed persons" sem er látin ger- ast 1945 og fjallar um innflytjend- ur frá A-Evrópu til Ástralíu. Atvinnuleysi í Nýja Suður Wa- les er nú 6.6% og hefur ekki verið lægra síðan 1974. Skoðanakönnun meðal for- eldra skólabarnaíN.S.W. leiddií ljós að rúmlega 50% foreldranna æsktu þess að pískurinn yrði aftur tekinn í gagnið við kennsluna. Hélt ég þó að notkun hans hefði næsta lítinn árangur borið, ef nokkurn hér áður fyrr. Sjónvarpsáhorfendur fylgdust nokkur kvöld með spennandi elt- ingarleik lögreglunnar við hátt- settan embættismann sem hafði stungið af með nokkra tugi milljóna dollara. Barst leikurinn víða um landið og var sökudólg- urinn loks handsamaður á stutt- buxum með hatt, búinn að láta raka af sér bæði hár og skegg. Einn saklaus ferðalangur hafði verið stöðvaður 8-9 sinnum á leið sinni, því að hann var sköllóttur og lfktist bófanum ótrúlega. Bóf- inn reyndist svo vera svikari frá Vestur-Þýskalandi og hafði kom- ið til Ástralíu fyrir nokkuð mörg- um árum á 72 klukkustunda veg- abréfsáritun! Einkar traustvekj- andi og alúðlegur maður að sögn þeirra sem töldu sig þekkja manninn! Allar slöngur eru skriðnar í fel- ur, kengúrurnar koma nú alla leið að girðingunni við húsið, en fallegi villikötturinn minn „Vinstra auga“ er týndur og veit enginn hvar hann er niðurkom- inn. Myrkrið skellur á klukkan rúmlega sex á kvöldin og er bik- svart og kæmi sér vel að geta séð gegnum holt og hæðir. í útilegu Ekki er laust við að það sé dá- lítið öðruvísi og merkilegt að fara í útilegu hér í henni Ástralíu en heima á Fróni. Hitinn er u.þ.b. 20°C, allt drykkjarvatn verður að taka með og úðabrúsanum með flugna- eitrinu má ekki gleyma (Það ótrúlega gerðist þó að ekki þurfti að grípa til brúsans, moskítóflug- unum fannst nefnilega of kalt!). 3ja manna tjald með himni kostar hér rúmlega 5000 kr. ís- ienskar og er langt í frá að Ástral- ir geri sömu kröfur til viðlegu- búnaðar og við íslendingar, enda kannski ekki ástæða til. Margir velja þann kostinn að búa í hús- vagni og á þessum sérstöku hjól- húsasvæðum þar sem hver er ofan í öðrum og jafnvel tjöld þar inni á milli. Á ég erfitt með að setja orðið útilegu í samband við að gista á stað þar sem tugir ef ekki hundruð hjólhýsa standa í röðum og langar biðraðir mynd- ast til þess að ná í vatn eða fara á- salerni. En nóg um það. Hér er hægt að kaupa „sturtu“ til að hafa með sér í útileguna. Hún er gerð úr þykku bómullarefni og er í laginu eins og hálf tunna. Maður fyllir þessa tunnu af vatni og hengir upp í tré í sólinni svo vatn- ið hitni, tekur síðan tappann úr og fær dásamlega bunu af volgu vatni! Ástralir geta með engu móti drukkið volgan bjór svo það þarf að vera hægt að halda bjórnum köldum og auðvitað matnum því að útilega í vikutíma býður volg- um bjór heim og matarskemmd- um og enginn er harðfiskurinn, hangikjötið eða flatbrauðið. (Reyndar er til hér það sem Ástr- alir kalla vasabrauð (pocket- bread) og minnir dálítið á flat- brauð - í laginu a.m.:.). Nú, nú, til þess að bjarga l jórnum og matnum eru fryst ókiör af ís sem raðað er utan um bj ir og mat í stórum frystiboxui t, svipuð þeim,sem notuðeru heima. Þessi ís bráðnar að vísu smátt bg smátt en helst þó alveg furðanlega og síðasti bjórinn er jafnkaldur og hinnfyrsti! Ævintýraskógur- inn í vatninu Um tveggja stunda akstur í suðurátt frá bænum Horsham í Victoríu-fylki liggur vatn eitt mikið, sem myndaðist við mikla stíflu- og mannvirkjagerð, Rock- lands reservoir árið 1953. Hið undarlega við þetta vatn er að eitt sinn stóð þarna mikill skógur og standa nú nakin gráhvít trén upp úr vatninu. Sum þeirra eru að falli komin og rugga til í vindin- um, önnur standa enn sem risa- vaxin minnismerki um iðjagræn- an skóg og fuglasöng. Handan vatnsins gnæfir svo hinn mikil- fenglegi fjallgarður, The Gram- pians, sem er kapítuli út af fyrir sig. Til þess að komast að vatninu þarf að aka hlykkjóttan „fjall- veg“ langa leið í gegnum skóg og þeir eru ekki margir sem hætta sér á þessar slóðir því að lítið þyrfti að rigna til þess að vegur- inn yrði ófær og inni í skóginum geta leynst margvíslegar hættur. Á undanförnum árum hafa fáir vitað um þennan stað en við sjáum ein 10 tjöld áður en við finnum stað þar sem enginn er (M.a s. Japanir eru farnir að fal- ast eftir landi sem liggur að vatn- inu). Það eru helst menn sem hafa gaman af að reyna að veiða hér í vatninu á litlum bátum sem hingað koma. (Hér veiðast fiskar með nöfnum eins og redfin, brown trout og trout sem geta orðið 7 kg að þyngd, og þykja hið mesta lostæti.) Veiðileyfi í öllum ám og vötnum í Viktoríufylki í eitt ár kostar 400 kr. ísl. Hornafjarðar- máninn Tjöldum er ætlað að vera í 20 metra fjarlægð frá vatnsbakkan- um og eldstæði á að vera 12 cm djúptogauttsvæðiíkring. Það er óneitanlega dálítið skrítið að vera send út í skóginn að safna viði í eldinn, þegar búið er að slá upp tjöldunum. Jörðin er ákaflega þurr, engin blóm, og ekki þarf annað en fara smáspöl til þess að finna nægan eldivið. Það þýtur í krónum trjánna, myrkrið skellur snögglega á og golan er næstum köld. Því er það einkar notalegt að setjast við eldinn, borða ljúf- fengan glóðarsteiktan mat og horfa á mánann speglast á gárótt- um vatnsfletinum. Trúi því hver sem vill, en mér finnst nú tunglið vera gulara og stærra hér! (Datt nokkrum Hornafjarðarmáninn í hug?) Eins gott að lokið detti ekki af Stundvíslega klukkan sex vek- ur hláturfuglinn þig af værum svefni og síðan taka aðrir fuglar við hver af öðrum. Það væri óráð að sofa lengur og missa af sólar- upprásinni sem varpar gulum og appelsínugulum litbrigðum á himinhvolfið ogm.as. ströngustu vísindamenn verða rómantískir í framan. Sá sem er fyrstur á fætur, kveikir upp og hitar vatn að hætti hinna hvítu landnema. Það er gert í tveimur tveggja lítra blikkbrúsum sem kallast Billy. í öðrum þeirra er drykkjarvatn en uppþvottarvatn í hinum. Síðan er búið til Billy-te sem felst í því að telauf eru sett út í sjóðandi drykkjarvatnið og soðin um stund. Síðan er brúsanum svei- flað með útréttum armi í nokkra heila hringi. Teið er tilbúið og laufin öll á botninum. . Að sigla í skógi Að sigla á vatninu innan um öll þessi tré er eins og að vera í ævin- týraleik. Þessi veröld er óraun- veruleg og dálítið ógnvekjandi því að sumir trjástofnarnir eru rétt undir vatnsyfirborðinu og auðvelt að stíma á þá og betra að fara varlega. Þó er vart hægt að hugsa sér nokkuð meira afslappandi en sitja svona og dorga, hludta á öldurnar, horfa á fuglana fljúga, og virða fyrir sér fjöllin og fegurð himinsins. Þarna má sjá erni og hreiður eins þeirra er þarna hátt uppi í tré langt úti á vatninu. Þegar komið er í land, er veiðin verkuð, krydduð með pipar og sítrónukryddi, vafin í álpappír og sett á eldinn. Eins og gefur að skilja bragðast fiskurinn firnavel. Langt, langt inn í skóginn Á gönguferð um skóginn geng ég fram á fyrstu kengúrurnar sem ég hef séð. Þær eru þrjár saman og verða mín strax varar. Þetta eru fælin dýr og þau stökkva strax burt. Hreyfingar þeirra eru tígu - legar og eins og þær svífi í loftinu, einkum þegar þær stökkva yfir trjástofna eða runna. Ég stari frá mér numin á þessar gráu furðu- skepnur hverfa úr augsýn. Ekki að undra að ástralska flugfélagið Quantas, hefur valið svífandi kengúru sem merki sitt. Á kvöldin þegar allir eru skriðnir ofan í poka, má heyra til kengúranna þegar þær koma í hópum niður að vatninu til þess að fá sér að drekka. Þá dunar jörðin af taktföstum stökkvum þeirra. Það er ólíkt skemmtilegra að sjá og heyra þessi dýr lifandi í skóginum en sjá hræ þeirra á þjóðveginum. Kengúrur stökkva nefnilega oft skyndilega í veg fyrir bfla og er ekki hættulaust að aka gegnum skóglendi að kvöld- lagi. Ef illa fer, getur maður feng- ið þessa skepnu inn um fram- rúðuna hjá sér. Heldur ónotaleg reynsla það. Því eru víða aðvör- unarmerki með mynd af kengúru á þjóðvegum Þyrst vespa Ekki var laust við að fleiri hefðu áhuga á bjórnum. Sérstök tegund af illræmdri, evrópskri vespu skynjaði rakann og smeygði sér ofan í eina bjór- dósina. Grandalaus öldrykkju- maðurinn sem fékk sér sopa var snöggur að spýta úr sér og var heppinn því stunga þessarar vesputegundar getur reynst mjög hættuleg. í maí til september er hér kalt og blautt en yfir sumarið er oft svo heitt að karlarnir sitja hálf- naktir úti í vatninu og veiða frá vatnsbakkanum og fá sér bjór. Vatnið er hreint og óhætt að drekka það. Undirrituð var sú eina sem fékk sér hressandi sundsprett í vatninu. Qllum öðr- um fannst það kalt og hin mesta hetjudáð að hætta sér út í. Var það þó lítið mál þegar hægt var að orna sér við snarkandi bálið á eftir. Þessi útileguparadís var síðan yfirgefin og þess vandlega gætt að engin ummerki mannaferða sæj- ust. Eftir næturgistingu í Horsham, lá leiðin heim yfir sléttur og víð- áttur umgræna dali þar sem fjalls toppar lyftu höfði upp úr þoku- bökkunum og nautgripahjarðir voru á beit. Að loknum þrettán tíma nánast óslitnum akstri var gott að koma aftur heim í sveitina í Narrabri. Með kveðju heim. Narrabri, 13. aprfl ’89 Sólveig Einarsdóttir 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 30. maí 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.