Þjóðviljinn - 30.05.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 30.05.1989, Blaðsíða 9
ERLENDAR FRETTIR Atlantshafsbandalag Bush býður fimmtungs fækkun í Bandaríkjaher Leggur til gagnkvæma fækkun íherjum risavelda í Evrópu og býður Sovétríkjunum upp á innflutning hátæknivarnings George Bush Bandaríkjaforseti flutti ræðu í gær. á leiðtoga- fundi Atlantshafsbandalagsins í Briissel og bauð þá meðal annars upp á að Bandaríkin fækkuðu í bardagahersveitum sínum um fímmtung. Er þetta það atriði í ræðu Bush, sem mesta athygli hefur vakið, en í Reutersfrétta- skeyti er komist svo að orði, að þetta tilboð og önnur i ræðunni hafi verið lögð fram með það fyrir augum að „vinna hjörtu og hugi Vestur-Evrópumanna." Bush kom einnig í ræðunni fram með þá uppástungu, að Bandaríkin næmu úr gildi núgild- andi bann sitt við því að flytja út til Sovétríkjanna hátæknilegan varning. Á sunnudag skrifaði Bandaríkjaforseti Gorbatsjov Sovétríkjaforseta bréf með nán- ari útskýringum á tillögum sín- um. Er litið á tillögur þessar sem djarflegasta frumkvæði Bush- stjórnarinnar í utanríkismálum hingað til, og tóku aðrir leiðtogar Atlantshafsbandalagsríkja vel undir þær í gær. Bush sagði ennfremur í ræð- unni að Atlantshafsbandalagið ætti að stefna að því að sam- komulag næðist í viðræðunum um hefðbundinn vígbúnað í Evr- ópu innan sex mánaða til árs og að niðurskurður sá á þeim víg- búnaði, sem samkomulag næðist um, yrði framkvæmdur eigi síðar en 1992 eða 1993. Er hér gert ráð fyrir allmiklu skemmri tíma til að koma þessu til leiðar en gengið hefur verið útfrá í tillögum Sovét- ríkjanna um þetta efni. Þá leggur Bush til að Bandaríkin og Sovétr- íkin skuli í framtíðinni hafa 275.000 manna lið í Evrópu hvor um sig. Að líkindum er Evrópuh- luti Sovétríkjanna ekki talinn hér með, enda þótt ekki komi það fram í frétt af ræðunni. Banda- ríkjaforseti kvaðst telja að staða Gorbatsjovs heimafyrir hefði styrkst undanfarið og sagðist vona að þessar tillögur sínar yrðu umbótafyrirætlunum hans til framdráttar. Bush leggur ennfremur til að skriðdrekar þeir og brynvagnar, er fluttir verði frá Evrópu sam- kvæmt tillögum hans, verði eyði- lagðir, sem og fallbyssur. Hann hvatti aukheldur í fyrsta sinn til þess að bæði Atlantshafsbanda- lagið og Varsjárbandalagið fækki herflugvélum sínum, þ.á m. her- þyrlum. Svo sem fyrr er að vikið túlka fréttaskýrendur ræðu Bush svo, að með henni sé hann að reyna að vinna hylli evrópskra banda- manna sinna í Atlantshafsbanda- laginu. Með henni sé hann að reyna að sýna þeim fram á, að hann sé maður til þess að gegna hlutverki leiðtoga bandalagsins. Einnig er ræðan túlkuð sem til- raun til að leiða athyglina frá deilunni innan bandalagsins um skammdrægar kjarnaflaugar á meginlandi Evrópu. Bush sagði í gær að hann hefði ekkert á móti viðræðum við Sov- étríkin um fækkun skammdrægra kjarnaflauga eftir að austur- og vesturblökk hefðu náð sam- komulagi um hefðbundin vopn og að nokkru komið því sam- komulagi í framkvæmd. Á tals- manni vesturþýsku stjórnarinnar var svo að heyra, að viðleitni Bush til að knýja fram samkomu- lag um hefðbundinn vígbúnað fyrr en áður hefði verið ráð fyrir gert gæti orðið til þess að jafna Bush - útbreiddur faðmur móti Evrópu og Sovétríkjum? ágreining Bandaríkjanna og Bretlands annarsvegar og Vestur-Þýskalands o.fl. ríkja á meginlandi Vestur-Evrópu hins- vegar um skammdrægu kjarna- flaugarnar. Leiðtogaráðstefna þessi er haldin í tilefni fertugsafmælis Atlantshafsbandalagsins og er því eðlilega reynt að bregða á hana nokkrum hátíðarblæ. Man- fred Wörner, hinn vesturþýski framkvæmdastjóri bandalagsins, komst svo að orði í setningarræðu að bandalagið hefði tryggt Evr- ópu lengra friðartímabil en sú heimsálfa hefði nokkru sinni not- ið frá því á tímum Rómaveldis. Wörner fórust ennfremur orð á þá leið, að nú, hálfri annarri öld eftir útkomu Kommúnista- ávarpsins, leitaði Austrið at- hvarfs hjá Vestrinu, og væri það merki þess að kommúnisminn hefði brugðist. Hvatti hann Atl- antshafsbandalagið til að láta ekki framhjá sér fara þau tæki- færi, sem breytingarnar austant- jalds byðu upp á. „Eftirstríðs- tímabilinu, eins og við þekkjum það, er að ljúka,“ sagði Wörner. Reuter/-dþ. Sovétþing Lúkjanov varaforseti Róttœkur minnihluti gegn Gorbatsjov Míkhafl Gorbatsjov Sovétríkjaforseta tókst í gær að fá frambjóðanda sinn til embættis fyrsta varaforseta, Anatólíj Lúkj- anov, kjörinn í það með miklum meirihluta atkvæða á fulltrúa- þinginu, sem nú er haldið í fyrsta sinn. Áður hafði þingið endur- kjörið Gorbatsjov í embætti fors- eta. Samkvæmt gamla stjórnkerf- inu var forsetaembættið því sem næst valdalaus virðingarstaða, en frá því að víðtækar breytingar á stjórnarskrá gengu í gildi þar ey- stra hefur Sovétríkjaforseti hlið- stæð völd og Bandaríkjaforseti. Hinsvegar er ekki fýllilega ljóst ennþá á hvaða þrepi fyrsti varaf- orsetinn lendir í valdastiganum. Af 2250 þingmönnum fulltrúa- þingsins greiddu aðeins 179 at- kvæði gegn Lúkjanov, sem var einn í framboði, og 137 sátu hjá. Þeir Gorbatsjov og Lúkjanov hafa að sögn verið kunningjar frá því fyrir yfir 35 árum, er þeir lásu saman lög við Moskvuháskóla. Málin á fulltrúaþinginu, sem sett var á fimmtudaginn, þykja yfirleitt hafa gengið Gorbatsjov í vil, en hann hefur þó mætt þar vissri andstöðu frá tiltölulega rót- tækum þingmönnum, um 300- 400 að tölu, flestum frá Moskvu, Leníngrad og baltnesku lýðveld- unum þremur. Reuter/-dþ. Kína Öldungaræði komið á? Flokksleiðtogar á nírœðisaldri sameinast um hert tök á stjórnartaumum. Li Peng talinn leppurþeirra. Sjávofu Dullesar ganga Ijósum logum Fréttir frá Kína benda helst til þess, að háaldraðir forustu- menn kommúnistaflokksins, sem áður höfðu að mestu látið af völd- um, a.m.k. formlega, og lítið hafa haft sig í frammi síðustu ár, hafi nú skipað sér í fylkingu með Deng Xiaoping með það fyrir augum að bæla niður mótmælaöldurnar miklu, er gengið hafa yfir landið frá því laust fyrir miðjan s.l. mánuð. Til þessa þykir ásamt með öðru benda leyniræða, flutt af Yang Shangkun, Kínaforseta, en að sögn hafa mótmælastúdent- ar komist yfir eintök af ræðunni og dreift henni meðal frétta- manna. Yang, sem sjálfur er 82 ára að aldri, á að hafa flutt ræðuna yfir hermálanefnd kommúnista- flokksins 24. þ.m., fjórum dögum eftir að herlögum var lýst yfir í Peking. í ræðunni er m.a. komist að orði á þá leið að „engin undanhaldsleið sé fær,“ sem og að „saga alþýðulýðveldisins sé s'enn á enda“ og að „kapítalism- inn verði endurreistur,“ ef hið minnsta sé látið undan kröfum mótmælafólksins. „Þetta er ná- kvæmlega það, sem Dulles hinn bandaríski gerði sér vonir um,“ á Yang einnig að hafa sagt. f gær var útvarpað ræðu fluttri af Peng Zhen, 89 ára gömlum fyrrverandi stjórnmálaráðsfull- trúa, og fór hann í ræðunni hörð- um orðum um þá landa sína er hann kvað aðhyllast „borgara- lega frjálshyggju." Með þeim fra- sa er í Kína að jafnaði átt við vestrænar hugmyndir almennt, þegar fjallað er um þær í nei- kvæðri merkingu, og er þetta í fyrsta sinn í tvö ár, sem svo er gert af opinberri hálfu þarlendis. Það að Yang skuli rifja upp óskemmtilegar endurminningar Kínverja um John Foster Dulles, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, sem mest kvað að sem óvini „heimskommúnismans" og ekki síst kínverskra kommúnista meðan hann var og hét, bendir ásamt með öðru til þess að elsta kynslóð flokksforustunnar, mótuð á þeim áratugum er flokk- urinn barðist fyrir lífi sínu f harðvítugum og langvinnum stríðum við svokallaðan þjóðern- issinnaflokk Sjang Kaisjeks og Japani, þykist nú sjá fram á að öllu því, sem hún barðist fyrir, sé ógnað, og hafi því skipað sér sam- an um að herða tökin á stjórnar- taumunum. Er sumra ætlan að Li Peng forsætisráðherra, sem lýsti yfir herlögunum og hefur hingað til verið talinn helsti andstæðing- ur mótmælafólksins, sé aðeins leppur öldunganna. Enn sem fyrr er margt óljóst um framvindu mála í Kína. Old- ungarnir eru sagðir byggja traust sitt einkum á hernum, en ekki er talið öruggt að hann sé einhuga að baki þeim. Almennt er talið að Zhao Ziyang flokksaðalritari, sem er „aöeins" 69 ára, sé orðinn undir í valdabaráttunni, en ekki hefur verið tilkynnt opinberlega að hann hafi sagt af sér og hann kvað hafa talsvert fylgi í flokkn- um, dþ. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 VANNSTU NUNA? TIL HAMINGJU! (28) N (S) I J \® (32J B1,1 1 __L (S1 (S) j— BÓNUSTALA | Þetta eru tölurnar sem upp komu 27. maf. Heildarvinningsupphæö var kr. 4.636.212. 1. vinningur var kr. 2.134.062. 1 var með fimm tölur réttar. Bónusvinningurinn (fjórartölur + bónustala) varkr. 370.725, skiptistá3 vinningshafaog fær hver þeirra kr. 123.575. Fjórar tölur réttar, kr. 639.431, skiptast á 101 vinningshafa, kr. 6.331 á mann. Þrjár tölur réttar, kr. 1.491.994 skiptast á 3002 vinningshafa, kr. 497 á mann. Sölustaðir eru opnir frá mánudegi til laugardags og er lokað 15 mfnútum fyrir útdrátt. Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.