Þjóðviljinn - 30.05.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 30.05.1989, Blaðsíða 11
MINNING þangað úr gróðrarstöð þeirra hjóna, Sigurbjörns og Fanneyjar. Þegar Sigurbjörn sá að hverju stefndi, keypti hann V2 ha. í Helg- adal í Mosfellssveit. Þangað náð- ist með harðfylgi að bjarga nokkrum stórum trjám og plöntusafni stöðvarinnar. Margt fallegt tréð mun þó hafa horfið undir ýtutönn. Þessi aðför að lífsstarfi hans varð honum mjög þungbær og sat í honum alla ævi. Landskikinn í Helgadalnum sem fékk nafnið Hreggstaðir, var aldrei sem gróðrarstöð. En rækt- unaráhuginn var slfkur, og gleðin yfir að sjá trén vaxa og dafna, að hann gat ekki hætt að rækta. Hann keypti því aðliggjandi landspildur þegar honum buðust þær. Nú rúmum tveim áratugum síðar er þar glæsileg gróðrarstöð og skógrækt á nær 9 ha, svæði. Eru aðstæður þó allt aðrar og erf- iðari en í Fossvoginum. Björn sonur þeirra, sem byggði þessa stöð upp með foreldrum sínum, er tekinn við henni fyrir nokkrum árum. Ber gróðrarstöðin nú nafn- ið Gróandi. Yfir vetrartímann bjó Sigur- björn í Fossvoginum og fór hann þá gjarnan langar gönguferðir um dalinn og nágrenni. Á vorin tóku þau hjónin sig upp og fluttu upp að Hreggstöðum. A yfirferð sinni kom hann gjarnan við í einhverri af gróðrar- stöðvunum á svæðinu. Fátt fór fram hjá honum og svo næmur og athugull var hann á ástand og líð- an gróðurs, að undravert var. Hann var einnig fljótur að átta sig á hagkvæmni í verkum og skipu- lagningu. Fróðleiksbrunnurinn var sjaldan tómur hjá honum, en einnig átti hann það til að veita áminningu ef honum fannst eitthvað miður fara. Við eigum eflaust eftir að sakna þess að finna ekki lyktina af pípureyknum, sem oftast boð- aði komu Sigurbjörns Við vottum fjölskyldu hans, eiginkonu, börnum og barna- börnum samúð okkar. Félag garðplöntuframleiðenda Jon Hjalmarsson skósmiður Fæddur 27. mars 1909 Dáinn 29. apríl 1989 Laugardaginn 29. apríl sl. andaðist að heimili sínu vinur minn og mágur Jón Hjálmarsson skósmiður, Hverfisgötu 15, Siglufirði. Andlát hans kom óvænt, a.m.k. okkur, sem ekki höfðum fylgst með heilsufari hans þá að undanförnu, en þau hjónin höfðu dvalið í Reykjavík um tíma, þar sem þau voru við fermingu sonar- dótturinnar, Sigríðar Erlu, um miðjan apríl. Jón varð áttatíu ára þann 27. mars sl., honum þótti ævidagur að kveldi kominn og var sáttur við lífið og tilveruna. Pau voru komin heim í litla húsið sitt, þau höfðu verið viðstödd fermingu Sirrýar, sem var þeirra uppáhald og augasteinn, og notið samvista við fjölskyldu hennar og vina- fólk. Slæmt kvef og þyngsli fyrir brjósti höfðu angrað Jón síðustu dagana og að morgni laugardags þyngdi honum nokkuð og ein- kenni sjúkleika, sem í nokkur ár hafði búið með honum, gerðu nú vart við sig. Hann færði sig því af svefniofti og niður á hæðina og lagðist fyrir á dívan, eins og hann oft hafði gert þegar líkt stóð á. En nú dugðu hjartatöflurnar ekki til að lina takið, hann sofnaði í ró- semd og friði, og var liðinn um það bil sem læknirinn kom. Slíkr- ar brottfarar af þessum heimi hafði hann oft óskað sér, að fara fljótt og þjáningalaust. Útför Jóns var gerð frá Siglu- fjarðarkirkju þ. 6. maí að við- stöddu fjölmenni. Sr. Stína Gísladóttir jarðsöng. Jón Hjálmarsson var fæddur 27. mars árið 1909 að Stóra-Holti í Fljótum. Foreldrar hans voru Hjálmar Jónsson, bóndi þar, og Sólveig Jónsdóttir, ráðskona hans. Hjáþeimvar Jóntiltveggja ára aldurs, en var þá komið í fóst- ur til Marsibilar Sigurðardóttur og Sigurðar Jónssonar, sem gengu honum í foreldra stað. Hjá þeim ólst hann upp. Bernskuárin á Siglufirði urðu honum oft um- ræðuefni, minningar úr barna- skóla voru honum ríkar í huga sem og minningar unglingsár- anna í vaxandi bæjarlífi Siglu- fjarðar um og upp úr 1920. Eins og aðrir unglingar fór hann að vinna strax og getan leyfði. Hug- urinn stóð þó fljótt til þess að læra eitthvað og skapa sér fastan grundvöll til framtíðar. Þegar aldur og aðstæður leyfðu hóf Jón iðnnám, gerðist lærlingur í skósmíðaiðn hjá Guðlaugi Sig- urðssyni skósmíðameistara á Siglufirði. Og því námi lauk hann með sveinsprófi og burtfararprófi frá Iðnskóla Siglufjarðar. Nokkru síðar veiktist hann af berklum og varð næstu árin á eftir að dveljast á Kristnesi í Eyjafirði. Dvöiin á Kristnesi veitti Jóni sæmilega heilsubót, en afleiðing- ar berklaveikinnar fylgdu honum þó til æviloka. Með tilliti til heilsunnar hóf Jón nám í húsasmíði, og var það von hans að útivinna myndi eiga betur við heilsufarið eins og því var komið. Ekki varð þó langt í því námi, heilsan þoldi ekki það álag sem slíkri vinnu fylgdi. Og sneri hann þá aftur að skósmíði, flutti til Dalvíkur, stofnaði þar vinnustofu í félagi við tvo vini sína. Störfuðu þeir þar í nokkur ár, en flutti sig svo með vinnu- stofuna til Siglufjarðar og unnu þar saman í hart nær áratug. Jón var svo síðast orðinn einn eftir, og starfaði við iðn sína allt til árs- ins 1982 að hann varð að hætta vegna heilsubrests. Skömmu eftir að Jón flutti frá Dalvík til Siglufjarðar kynntist hann systur minni, Sigríði, og leiddu þau kynni til þess að þau gengu í hjónaband árið 1948 og stofnuðu heimili hér í bæ. Þeim varð tveggja sona auðið, Hjálm- ars og Magnúsar, sem báðir eru efnis- og sæmdarmenn. Hjálmar varð búfræðingur frá Hólaskóla, síðar starfsmaður í álverinu í Straumsvík um langt árabil og seinna byggingaverkamaður hér í bæ. Hann kvæntist Hólmfríði Hafberg, þau eignuðust dóttur, Sigríði Erlu, sem varð, svo sem áður er sagt, yndi og augasteinn afa og ömmu. Hjálmar og Hólm- fríður slitu hjónabandi fyrir nokkrum árum, og flutti hann þá heim til foreldra sinna og hefur búið með þeim síðustu árin. Magnús fetaði iðnbrautina, lauk námi í rafvirkjaiðn á Akur- eyri og hefur starfað þar að iðn sinni. Hann er ókvæntur. Þau Jón og Sigríður hafa allan sinn búskap átt hlýlegt og vina- legt heimili. Lengst hafa þau búið í litla húsinu sínu á Hverfisgötu 15, þar hefur snyrtimennska og hirðusemi ráðið ríkjum utan dyra sem innan og voru þau mjög sam- hent í því sem öðru. Jón Hjálmarsson var félags- lyndur maður. Hann tók veru- legan þátt í félagslífi bæjarins, og þá helst því, sem höfðaði til áhugamála hans. Hann var virkur í starfi Iðnaðarmannafélags Siglufjarðar meðan það var starf- andi. Hann hafði róttækar skoð- anir á þjóðmálum og starfaði í sósíalistasamtökum bæjarins. Hann var einn af stofnendum Kvæðamanna- og hagyrðingafé- lagsins Braga, sem starfaði allvel í nokkur ár. Og síðustu árin hefur Jón verið virkur félagi í Félagi eldri borgara og að auki tekið ríkulegan þátt ásamt konu sinni í tómstundastarfi eldra fólksins. • Jón var fróðleiksfús og las mikið fræðandi bækur, enda átti hann orðið gott bókasafn. Hann var með afbrigðum ljóðelskur maður, átti auðvelt með að læra ljóð utanað og hafði ótrúlega gott minni á ljóð og vísur til hins síð- asta. Hann kunni feiknin öll af lausavísum og var minnugur á ti- lefni vísna. Hann var „hafsjór" af vísum, eins og kunningjarnir sögðu, og hafði gaman af að fara með vísur og kveðskap. Eigin hagmælsku flíkaði hann lítt, en gat vel kastað fram stöku, ef svo bar undir. Þegar ég lít til liðinna ára og sambands okkar systkinanna við mág okkar, Jón, þá verður efst í huga minningin um það hve elskulegt og traust samband hans var við foreldra okkar, meðan bæði lifðu, og við föður okkar meðan hann lifði til hárrar elli. Jón varð strax sem eitt af systkinunum. Og þau okkar sem fjarri bjuggu, mátu hann ekki síður en við, sem höfðum nánara samneyti víð þau hjónin. Hann var sem einn bróðirinn í systkinahópnum. Hans er því sárt saknað nú, þegar hann er ekki lengur með á vegferð lífsins. En minningin um góðan og elskurfkan samferða- mann og lífsförunaut, föður og afa, mun lifa og sefa söknuð og trega okkar, sem áfram höldum á lífsins göngu. Blessuð sé minning Jóns Hjálmarssonar. Einar M. Albertsson AUGLYSING - A Menntaskólinn í Kópavogi Innritun fyrir næsta skólaár 198&-1990 fer fram í Menntaskólanum í Kópavogi dagana 1 -5. júní (aö báðum dögum meðtöldum). Við skólann eru eftirtaldar námsbrautir: Eðlisfræðibraut Félagsfræðibraut Ferðabraut Hagfræðibraut Málabraut Náttúrufræðibraut Tölvubraut Tónlistarbraut Fornám Innritun í fornám fer fram á sama tíma. Námsráðgjafi verður til viðtals innritunardag- ana og eru nemendur hvattir til að notfæra sér þessa þjónustu. Öllum umsóknum fylgi staðfest afrit prófskír- teinis auk Ijósmyndar. Þeir sem sækja eftir tilskilinn umsóknarfrest geta ekki búist við að fá skólavist. Skólameistari AUGLYSINGAR Flensborgarskólinn í Hafnarfirði Frá Flensborgarskóla Innritun nýnema í dagskóla fer fram í Flens- borgarskólanum fimmtudaginn 1. júní og föstu- daginn 2. júní kl. 13-18 báða dagana. Við innritun þurfa nemendur að skila útfylltu um- sóknareyðublaði og afriti af grunnskólaprófi. Starfsmenn skólans veita aðstoð og leiðbeiningar við námsval innritunardagana og eru nemendur hvattir til að notfæra sér þá þjón- ustu. Innritun í öldungadeild fer fram í ágúst og verður nánar auglýst síðar. Skólameistari Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, óskar eftir til- boðum í sérútbúinn vagn með tækjum til sjálf- virkra mælinga á loftmengun í ytra umhverfi. Búnaðinum er ætlað að mæla mengun af völd- um svifryks, köfnunarefnisoxids og kolsýrlings, auk þess að mæla veðurþætti. Hann á að nota til að fylgjast með umferðarmengun í Reykjavík. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað priðjudaginn 4. júlí kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fnkirkjuvegi 3 Simi 25800 Frá mennta- málaráðuneytinu: Lausar stöður við framhaldsskóla Við Fjölbrautaskóla Vesturlands eru eftirtaldar stöður lausar til umsóknar: franska, íslenska og saga (Vfe staða), sálar- og uppeldisfræði og náttúrufræði. Þá vantar náms- ráðgjafa í hálfa stöðu og stundakennara í ýmsar greinar. Við Fjölbrautaskólann í Breiðholti er starf skrifstofustjóra laust til umsóknar. Að Menntaskólanum á Egilsstöðum vantar enskukenn- ara í hálfa stöðu. Við Stýrimannaskólann i Reykjavík er laus til umsóknar staða í íslensku. Þá er laus til umsóknar staða kennara í myndíð við Fóstur- skóla íslands og stundakennarastöður í heilbrigðisfræði, félagsfræði og íslensku. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 20. júní nk. Umsóknir um stundakennslu sendist skólameistara við- komandi skóla. Þá er umsóknarfrestur um eftirtaldar kennarastöður fram- lengdur til 6. júní: Að Fjölbrautaskóla Vesturlands vantar kennara í stærð- fræði og rafeindavirkjun. Við Menntaskólann á Egilsstöðum eru lausar stöður í frönsku, dönsku, stærðfræði, tölvufræði og viðskiptafræði. Að Framhaldsskólanum á Húsavík vantar kennara í ís- lensku, stærðfræði og myndmennt. Þá vantar kennara að Fjölbrautaskóla Suðurnesja í dönsku og íslensku. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.