Þjóðviljinn - 30.05.1989, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 30.05.1989, Blaðsíða 15
Fótboltinn er heillandi... ___________LJÓSVAKINN Fótbolti, Frakkar og fréttir Guðmundur Andri Thorsson Úrslitaleikur í enska boltanum milli Liverpool og Arsenal er kann- ski ekki sá heimssögulegi viðburð- ur að taki því að færa sjónvarps- fréttir aftur um tæpan klukkutíma, eins og gerðist síðasta föstudag. Á móti kemur hitt að sjónvarpsfréttir eru ekki með slíkum ágætum að maður sitji í ofvæni og nagi negl- urnar eftir þeim - vilji maður fræðast um þá heimssögulegu við- burði sem nú eru að gerast í Sovét og Kína les maður erlend blöð eða þá Dag og Árna í Þjóðviljanum. Og enski fótboltinn er satt að segja ekki með þeim tilþrifum að taki því að setja hánn í það öndvegi sem hann skipar hjá sjónvarps- mönnum, þetta eru hrindingar og pústur, kýlingar, hlaup og þrusur og lítið um fagurlega hugsaðar fléttur og bróderí með boltann, oft- ar en ekki ys og þys út af engu. Á móti kemur hitt að ólíkt því sem gerist í íslenska boltanum hendir það stöku sinnum að leikmaður hitti á samherja, boltinn berst frá einum vallarhelmingi á hinn en fykur ekki útaf á fimm mínútna fresti og sóknirnar eru sóknir en ekki kraðak óðra manna í teignum. Allt er afstætt. Og úrslitaleikur - það er alltaf eitthvað ólýsanlegt við úrslitaleik. Allt fer í brennidepil. Hver send- ing, hvert innkast, hvert skot hefur dýpri merkingu en í venjulegum leik, altækari tilgang. Hver hreyf- ing er þrungin ætlun. Allt er lagt undir, stundin er runnin upp, keppt er um sjálfan Graal - Bikar- inn bíður. Um daginn var klippt og skorin grein eftir Dana einn hér í blaðinu um nýliðin stórslys á áhorfenda- pöllum og var inntak greinarinnar að fótboltinn dræpi, ekki húligan- ar, meinið væri í sjálfri íþróttinni sem drægi fram allt það versta í fari menningar karla, espaði upp drápsfýsn þessa kyns. Ég hélt að af væri sú tíð að skandinavískir vinstri sinnaðir menningarhegrar litu nið- ur á íþróttir og héldu að mannlífið gjörvallt væri skeiðvöllur einnar allsherjar diskúsjónar. Ég lenti á samnorrænu málþingi um bók- menntir kringum síðustu heims- meistarakeppni í knattspyrnu þar sem bókmenntadiskúsjónin var hespuð af í flýti svo allir gætu farið að horfa á fótbolta og diskútera ýmis mótíf og þemu í hinu ■ I ! ___l_- ' ' póstmódemíska miöjuspili dan- ska landsliðsins, sem var allt að því meta-knattspyrnulegt í gáska sínum og fínlegri íróníu og hafði enginn dýpri og óskiljanlegri te- óríur um það en stórdönsk skáld- kona og femínisti í gulbrúnni mussu; hún sat með aðra löppina dregna undir sig en hinni veifaði hún svo sem til áhersluauka orð- um sínum og peðraði út úr sér knattspyrnukenningum milli þess sem hún brældi daunilla pípu. En svo töpuðu Danirnir og þá hefur kannski viðhorfið breyst hjá dönsku intellígensíunni. En fótboltinn er heillandi sam- bland af reglu og framtaki, hugsun og tilviljun, aga og óbeisluðum til- finningum, drengskap og klækja- brögðum. Hann er einn af leikjum mannsins, hann er ritúal, ein af að- ferðum mannsins til að tjá líf sitt í táknum - hann er skemmtilegur og spennandi, sannkölluð alþýðu- skemmtun. f sjúku samfélagi eins og því enska getur hann snúist upp í eins konar ættbálkaerjur en þegar slíkt gerist hefur leikurinn sjálfur úrkynjast, þá er þetta ekki lengur fótbolti heldur eitthvað annað. Allabaddarí fransí Ég missti af fyrri þættinum sem Viðar Víkingsson gerði um Frakka og íslendinga og menningartengsl þeirra en sá seinni var um sumt dæmigerður fyrir það íslenska efni sem okkur hefur verið boðið upp á í seinni tíð í stórauknum mæli, sem er þakkarvert: hann var sem sé ágætlega gerður, þarna voru fal- legar tökur og góðar klippingar og músíkin eftir Eric Satie á sínum stað til að ljá öllu elegant svip, við- mælendur komu vel fyrir og voru áhugasamir um menningartengsl íslands og Frakklands, en maður var samt allan tímann örlítið ráð- villtur því þátturinn var ómarkviss, vaðið úr einu í annað og talið á köflum býsna almennt, svo minnti jafnvel á ræður Rússa hér áður um Mír og Drúsba. En framtakið var að sönnu jákvætt og vitaskuld er brýnt að hafa gluggann opinn fyrir sunnanvindinum, ég minni bara á hvað það var gaman hér á Listahá- tíð þegar vart varð viðleitni í þá átt að flytja inn eitthvað annað en klassískar mörgæsir, það þurfti ekki nema einn spænskan leikhóp til að sólin skini gjörvallt sumarið. Maður varð var við það í þættinum að menn höfðu áhyggur af því að franskra áhrifa gætti hér of lítið, í samanburði við engilsaxnesk og norræn og það má rétt vera, en í auglýsingum á undan þættinum var þó viss vitnisburður um að sumir líta til Frakklands eftir innblæstri. Auglýsingin um nýtt tónlistarhús er sem sé þaðan komin, upphaflega gerð af frönskum sósíalistum fyrir síðustu forsetakosningar, og þótti svo sérstæð og vel gerð að Árni Snævarr sýndi hana í fréttatíma hér. Nú er manni svo sem nokk sama um auglýsingar og málefnið er vissulega göfugt, en ekki er hægt að segja að út úr svona framtaki skíni faglegur metnaður. Stöð 2 er annað dæmi um innflutning franskra áhrifa, hún er ekki sniðin eftir amerísku sjónvarpi heldur franskri einkastöð.Og svomaður ljúki upptalningu á dæmum um latnesk áhrif í íslenskum fjölmiðl- um þá hefur það ekki leynt sér í Kviksjár- og Sinnuþáttum útvarps- ins að Halldóra Friðjónsdóttir er menntuð á Ítalíu og Friðrik Rafns- son í Frakklandi, svo dugleg hafa þau verið að segja okkur tíðindi af menningarlífi í þessum löndum. Leiðist öllum? Eins og fram hefur komið: mað- ur bíður ekki í ofvæni eftir fréttum ríkissjónvarpsins. Á stöð tvö verð- ur maður var við metnað og ákveð- inn ferskleika í vinnubrögðum þótt fólkið þar verði stundum pínulítið spaugilegt í ákefð sinni að sýnast pottþétt, en ég yrði ekki hissa þótt ég sæi fréttamann á ríkissjónvarp- inu fara að geispa í miðri frétt, slík- ur er doðinn. Innskot fréttamanna eru oft óhemjulöng, þau eru alltaf um pólitík og efnahagsmál að ó- gleymdum hinum dularfulla og þráláta fréttaflutningi af stang- veiði. Málfarið er embættismanna- legt, ópersónulegar og meining- arsnauðar nafnorðahrúgur og það er alveg með ólíkindum hve frétta- menn eru heillaðir af fundum þar sem sitja fimmtíu sextugir kallar með bindi. Fréttastofa sjónvarps- ins þarf á fleiri konum að halda, hugmyndaríkara fólki, fleiri frétta- menn og færri vonda lesara að stauta sig fram úr ráðuneytistext- um. I DAG þlÓÐVIUINN FYRIR50ÁRUM Þingvellir eru í dag helgaðir æsku, frelsi og menningu lands vors. Á þriðja hundrað manns fóru austurígær. Þjóðabandalagið neitar að beita Japani refsiaðgerðum. K.R. og Víkingur keppa á ann- an. (28.5.) 30. MAI þriðjudagur í sjöundu viku sumars, ellefti dagur skerplu, 150. dagur ársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 3.28 en sest kl. 23.25. Tungl minnkandi áfjórða kvartili. VIÐBURÐIR Eggert Ólafsson drukknar á Breiðafirði 1768. Félag garð- yrkjumanna stofnað 1943. DAGBÓK APÓTEK Reykjavik. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúða vikuna 26. maí-1. júní er í Ingólfs Apóteki og Lyfjabergi. Fyrrnef nda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 frídaga). Siðarnefnda apótekið er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík sími 1 11 66 Kópavogur...........simi 4 12 00 Seltj.nes...........slmi 1 84 55 Hafnarfj............sími 5 11 66 Garðabær............sími 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabílar: Reykjavik...........sími 1 11 00 Kópavogur...........simi 1 11 00 Seltj.nes...........sími 1 11 00 Hafnarfj............simi 5 11 00 Garðabær............simi 5 11 00 UEKNAR Læknavakt fyrir Reykjavík, Sel- tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiönir, símaráðleggingar og tima- pantanir í síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í sím- svara 18888. Borgarspítalinn: Vaktvirkadagakl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspít- alinn: Göngudeildin eropin 20-21. Slysadeild Borgarspitalans: opin allan sólahringinn simi 696600. Hafnarf jörður: Dagvakt, Heilsugæslan simi 53722. Næturvakt lækna simi 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöts. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsími vaktlæknis 985-23221. Keflavik: Dagvakt. Upplýsingar s. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvaktlæknas. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspítalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspftalinn: virka daga 18.30-19.30, helgar 15-18, og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öidrunarlækningadeild Land- spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: virka daga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg opin alla daga 15-16og 18.30-19.30. Landakotsspítali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadelld: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspítali Hafnarfirði: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spítallnn: alla daga 15-16 og 18.30-19. Sjúkrahúsið Akureyri: alladaga 15-16 og 19.19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alla daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húslð Húsavík: alladaga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrir ung- linga Tjarnargötu 35. Sími: 622266, opið allansólarhringinn. Sálfræðistöðin. Ráðgjöf í sálfræðilegum efnum. Sími 687075. MS-félagiðÁlandi 13. Opið virkadagafrá kl. 8-17. Síminn er 688620. Kvennaráðgjötin Hlaðvarpanum Vestur- götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, sími 21500, símsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum, s. 21500, símsvari. Upplýsingar um eyðni. Sími 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarfræðing á miðvikudögum kl. 18-19, annars sím- svari. Samtök um kvennaathvarf, sími 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökin ’78. Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsima félags lesbía og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21- 23. Símsvari á öðrum tímum. Síminn er 91-28539. Félag eldri borgara. Opið hús i Goðheim- um, Sigtúni 3, alla þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga kl. 14.00. Bllanavakt (rafmagns- og hitaveitu: s. 27311. Rafmagnsveita bilanavakt s. 686230. Vlnnuhópur um sif jaspellamál. Simi 21260allavirka dagakl. 1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt í síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 á fimmtudagskvöldum. „Oplð hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlið 8 er „Opið hús“ fyrir alla krabb- ameinssjúklingaog aðstandendur þeirra á fimmtudögumkl. 17.00-19.00. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið i sima 91 - 22400 alla virka daga. GENGIÐ 29. maí 1989 kl. 9.15. Sala Bandarikjadollar ... 57,34000 Sterlingspund ... 89,96600 Kanadadollar ... 47,63600 Dönsk króna ... 7,32550 Norskkróna ... 7,92650 Sænskkróna ... 8,49990 Finnsktmark 12,82770 Franskurfranki ... 8,43050 Belgískurfranki ... 1,36250 Svissn.franki ... 32.66310 Holl.gyllini ... 25,31180 V.-þýskt mark ... 28,52740 Itölsklíra ... 0,03949 Austurr. sch 4,05270 Portúg.escudo .... 0,34570 Spánskurpeseti .... 0,45250 Japanskt yen .... 0,40203 Irsktpund .... 76,26500 KROSSGATA 1 12 ■3 n 4 6 1 . LJ 1« 9 10 11 12 13 14 • LJ 18 18 r^i L J 17 18 r^ LJ 19 20 n 22 Í3 n 55 □ • I □ Lárétt: 1 manneskjur4 stork 8 sóunin 9 guðir 11 bátur12raupar14 fljótræði 15 hreyfist 17 sæti19skvetti21 ofna 22 frumeind 24 hluta 25 viðbót Lóðrétt: 1 þekkt2jarð- vegur 3 yf irhöfn 4 æpa 5gegnsæ6trjónu 7ávöxtur 10 myrkvast 13heiðra16munn- tóbak 17 vönd 18 hræðist 20 tóna 23 oddi Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1 póll 4 glæp 8 einlægi 9 löst 11 ósir12 starfs14rr15þjóð17 slaka19urð21 eik22 máni 24 kram 25 satt Lóðrét: 1 púls 2 lesa 3 litrík 4 glósa 5 læs 6 ægir7pirruð10ötulir 13farm16nma17sek 18aka20rit23ás Þriðjudagur 30. maí 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.