Þjóðviljinn - 31.05.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 31.05.1989, Blaðsíða 2
FRETTIR Þióðviljinn Endurráðning afþökkuð Bréfstarfsmanna til útgáfustjórnar og svör þeirra Silju Aðalsteinsdóttur og Marðar Árnasonar til starfsmanna þarsemþau afþakka endurráðningu Afundi stjórnar útgáfufélags Þjóðviljans í gærkvöldi kynnti Helgi Guðmundsson for- maður stjórnarinnar svohljóð- andi bréf frá starfsmönnum á rit- stjórn Þjóðviljans: „Til stjórnar útgáfufélags Þjóðviljans. Starfsmenn á ritstjórn Þjóð- viljans mælast til þess við útgáfu- stjórn að hún fari þess á leit við þau Mörð Árnason og Silju Aðal- steinsdóttur að þau gegni bæði áfram ritstjórastörfum fyrst um sinn, þar sem ljóst virðist að innan stjórnarinnar ríkir alger óvissa um hvernig ritstjóramál- um skuli háttað í sumar og um næstu framtíð." í framhaldi af því að bréf þetta var lesið upp kynnti fulltrúi starfsmanna á ritstjórn í stjórn blaðstjórnar að þau Mörður og Silja hefðu þegar svarað starfs- mönnum á ritstjórn því bréflega að þau gæfu ekki kost á sér. Svar Silju til starfsmanna var svohljóðandi: „Kæru samstarfsmenn. Einlægar þakkir fyrir bréfið, þó að ég kjósi því miður að svara því neitandi. Vinnan við blaðið hefur verið lærdómsrík, spenn- andi og skemmtileg - og ég von- ast til að halda henni að einhverju leyti áfram í frjálsu formi. En af ýmsum orsökum Jcýs ég að fara af vettvangi núna. Með söknuði og þökk fyrir þessa mánuði.“ Skortir forsendur Mörður Arnason gaf starfs- mönnum eftirfarandi yfirlýsingu: „Ég vil í tilefni af samþykkt ykkar frá því á mánudag segja þetta: Nýjar upplýsingar um stöðu Þjóðviljans og umræður meðal aðstandenda blaðsins síðustu vik- ur og daga bera því miður með sér að nú skorti bæði rekstrar- legar og pólitískar forsendur til þess að Þjóðviljinn geti orðið það blað sem minn faglegi metnaður stendur til fyrir hans hönd og vinstrihreyfingarinnar í landinu. Ég hef því ákveðið að leggja niður störf sem ritstjóri Þjóðvilj- ans. Ég met mikils það traust og þann stuðning sem ég hef nú og fyrr fundið fyrir hjá starfsmönn- um Þjóðviljans og lesendum. Ég Aðalfundur Alþýðubandalags- ins í Reykjavík verður hald- inn í kvöld. Fyrir fundinum liggur tillaga um skipan stjórnar frá uppstillingarnefnd, en ekki náðist full samstaða innan nefnd- arinnar um þá tillögu. Tillagan er um þau Stefaníu Traustadóttur sem formann og er út af fyrir sig reiðubúinn til að leggja Árna Bergmann og öðrum félögum mínum lið einhverjar stundir frammá sumarið ef þeir telja það æskilegt, en ég álít hins- vegar ekki rétt að ganga til samn- inga við blaðstjórn um neinskon- meðstjórnendur þau Guðrúnu Guðmundsdóttur, Sólveigu Ás- grímsdóttur, Ástráð Haraldsson, Sigrúnu Valbergsdóttur, Guð- mund Albertsson og Ragnar Stefánsson. Þessi tillaga er borin fram af þeim Birnu Þórðardóttur, Dag- nýju Haraldsdóttur og Pálmari Halldórssyni en Mörður Árnason ar skammtímaráðningu af form- legu tæi. Að þessum lokum þakka ég fimm ára snarplegt og skemmti- legt samstarf á Þjóðviljanum og óska blaðinu og starfsmönnum þess bæði gæfu og gengis.“ einn fulltrúi í nefndinni stendur ekki að tillögunni. Þá liggur einnig fyrir aðalfund- inum lagabreytingatillaga frá Haraldi Jóhannessyni um lág- markstíma á félagsskrá til að öðl- ast rétt til þátttöku í forvali. Fundurinn verður haldinn að Hverfisgötu 105 og hefst kl. 20.30. _i„. Sjávarútvegsráðuneyti Sumargotssíld í fiskeldisfóður Þrír bátar að hefja síldveiðarfyrir jafnmargar bræðslur Sjávarútvegsráðuneytið hefur úthlutað þremur fiskimjölsverks- miðjum 2 -3 þúsund tonna kvóta af sumargotssfld sem ætlunin er að veiða til bræðslu. Mjölið er síðan selt fiskeldisstöðvum sem hágæða fiskeldisfóður. Verksmiðjurnar sem hér um ræðir eru Krossanesverksmiðjan í Eyjafirði, Lýsi og mjöl í Hafnar- firði og Fiskimjöl og lýsi í Grinda- vík. Þrír bátar munu stunda veiðarnar fyrir verksmiðjurnar og greiða þær um 4.200 krónur fyrir tonnið. Eftirlitsmaður frá veiðieftirliti sjávarútvegsráðu- neytisins mun fylgjast með veiðunum. Á þessum árstíma er stutt í að síldin fari að hrygna en það gerir hún um mánaðamótin júní - júlí. Af þeim sökum er hún horuð enda nýbyrjað að vora í sjónum. -grh Ölduselsskóli Reynir Daníel ráðinn Menntamálaráðherra setur skólastjóra í samrœmi við vilja kennara ogforeldra- félags Menntamálaráðherra setti í gær Reyni Daníel Gunnarsson yfirkennara í stöðu skólastjóra Ölduselsskóla til eins árs frá 1. ágúst. Styr hefur staðið um þessa stöðu og mælti meirihluti fræðsluráðs Reykjavíkur með Valgerði Selmu Guðnadóttur í embættið. Minnihluti fræðslu- ráðs studdi Daníel, það gerir fræðslustjórinn í Reykjavík einn- ig og kennarafulltrúarnir í fræðsluráði. Ekki varðar minnstu að for- eldrafélag Ölduselsskóla lýsti stuðningi við Reyni Daníel, eins og það gerði einnig í fyrra þó að hann væri ekki ráðinn til starfans þá. Ennfremur lýsir meirihluti kennara yfir stuðningi við hann, en í fyrra óskuðu allir starfsmenn skólans eftir því að hann yrði ráð- inn skólastjóri. SA Dorgað á kajanum. Fátt þykir ungum drengjum í Grindavík skemmtilegra en að renna fyrir fisk þegar færi gefst. Skiptir þá engu þó að ekkert sé að fá nema marhnút, þann fisk sem upprennandi sjómannsefni komast fyrst í kynni við. Mynd: Jim Smart. ABR Aðalfundur í kvöld Þorvarður við Ghanalist. Ghanamyndir á Mokka Þorvarður Árnason opnar á morgun á Mokkakaffi sýningu á ljósmynd- um frá Vestur-Afríkuríkinu Ghana, en þar dvaldi Þorvarður við kennslu í eitt ár á vegum AFS. Þetta er önnur einkasýning Þorvarðar en hann hefur fengist við ljósmyndun í hartnær áratug. Sýningin á Ghanamyndunum á Mokka stendur til 23. júní n.k. Island - V.-Þýskaland jafntefli 1-1 íslenska landsliðið skipað leik- mönnum 21 árs og yngri gerði jafntefli 1-1 við landslið V.-Þýskalands á Laugardalsvelli í gærkvöld. Bæði mörkin voru skoruð í síðari hálfleik. Árangur íslenska liðsins er mjög góður. Bubbi á Borginni Bubbi Morthens heldur tónleika á Hótel Borg annað kvöld en þessir tónleikar eru þeir síðustu í tónleikaför hans um landið sem hófst 15. apríl sl. Gestir hans á tónleikunum á Borginni verða Megas og Siggi Björns. Á tón- leikunum verður m.a. kynnt efni af tveimur nýjum hljómplötum sem koma út í sumar og fyrir næstu jól. Kjarrhólmi gegn hraðbrautinni Fulltrúafundur Húsfélagsins Kjarrhólma 2-38 (Kínamúrsins) hefur skorað á borgaryfirvöld í Reykjavík og bæjaryfirvöld í Kópavogi að finna lausn á deilu sinni um framtíð Fossvogsdals- ins. Þá lýsir fundurinn yfir stuðn- ingi við bæjarstjórn Kópavogs gegn lagningu hraðbrautar í Foss- vogsdal. Vilja íbúar f Kínamúrn- um við Fossvogsdalinn að stjórn- endur bæjarfélaganna láti hlut- lausan aðila skoða þessi mál van- dlega. Steingrímur á móti Noriega í sérstöku svarbréfi forsætisráð- herra til Bush forseta Bandaríkj- anna vegna stjórnmálaástandsins í Panama, segir Steingrímur Her- mannsson að íslendingar styðji heilshugar hverja þá aðgerð sem verða má til að koma á lýðræðis- legri stjórn í Panama. „Sam- kvæmt ofansögðu munum við styðja allt sem gert er friðsamlega eftir pólitískum og diplómatísk- um leiðum til að knýja Noriega hershöfðinga til að hlíta vilja Panamabúja, svo sem þér leggið áherslu á í yfirlýsingu yðar“, segir í svari Steingríms sem lýkur bréfi sínu með að óska Bush velfarnað- ar „í því verkefni að koma á þing- bundinni stjórn í Panama." Skólagarðar á sjö stöðum Innritun í skólagarða Reykjavík- ur er á morgun og föstudag en að þessu sinni verða skólagarðar á sjö stöðum í borginni við Sunnu- veg í Laugardal, í Arbæ vestan Árbæjarsafns, við Ásenda, við Jaðarsel og Stekkjarbakka í Breiðholti, í Skildinganesi við Skerjafjörð og í Foldahverfi (Kotmýri) austan við Logafold. Innritun hefst kl. 8 árdegis en að þessu sinni verður 8 ára börnum gefinn kostur á að vinna í görðun- um. Hestamenn í ÍSÍ Nýstofnuðu Hestaíþróttasam- bandi íslands hefur verið veitt að- ild að íþróttasambandi íslands og er það 20. sérsamband innan ÍSL Skráðir iðkendur hestaíþrótta víðsvegar um landið eru nú rösk- lega 3000. í fyrstu stjórn hesta- íþróttasambandsins eiga sæti þau Pétur Jökull Hákonarson form., Lísbet Sæmundsdóttir, Hákon Bjarnason, Hrafnkell Guðnason og Þorsteinn Hólm Stefánsson. Bensínhækkun Verðlagsráð heimilaði í gær hækkun á bensíni og gasolíu. Bensín hækkar um tæp 19%, úr kr. 43.80 í 52.00 kr. Gasolían hækkar um tæp 13%, úr kr. 10.90 í 12.30. Hækkunin tekur gildi á morgun. / / / 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Mlðvikudagur 31. maí 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.