Þjóðviljinn - 31.05.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 31.05.1989, Blaðsíða 4
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkaiýðshreyfingar Stjómarskrá grunnskólans Aöalnámskrá grunnskóla er samningur milli fræöslu- yfirvalda og þjóðarinnar um menntun og starfiö í grunn- skólum landsins. Hún er eins konar stjórnarskrá grunn- skóla. í lögum er kveöið á um rétt einstaklings til menntunar og skyldu ríkisins til að stuðla aö því aö allir njóti jafnréttis til menntunar og fái jöfn tækifæri. Aðal- námskráin er meðal annars stjórntæki til aö jafna aö- stöðu og samræma menntun barna og unglinga á grunnskólastigi. í aöalnámskrá er settur fram starfs- rammi fyrir grunnskólana um skipulagningu, fram- kvæmd og mat á skólastarfi. í gær var kynnt á blaðamannafundi ný aðalnámskrá grunnskóla sem tekur viö af námskránni frá 1976, en samkvæmt lögum á að endurskoða aðalnámskrá á fjögurra ára fresti. Námskráin er mikil bók og í sam- ræmi við inntak hennar og tilgang er káputeikningin litrík mynd af lífinu á skólavellinum eftir 9 ára listamann. Endurskoðun námskrárinnar hófst ekki fyrr en 1980 og hún skilaði ekki árangri í tíð frjálshyggjustjórnar Þorsteins Pálssonar vegna þess að menntamálaráð- herrar áttu í stöðugu stríði við skólafólk í landinu, og hvað eftir annað var námskrárvinnan stöðvuð. Þegar Svavar Gestsson og samstarfsmenn hans komu til starfa í menntamálaráðuneytinu var breytt um stefnu. Starfsfólki skólaþróunardeildar ráðuneytisins var þá einfaldlega treyst til að ráða málum til lykta án eftirlits sérstakrar nefndar á borð við þá sem Birgir ísleifurskipaðiundirforustuGuðmundarMagnússonar aðstoðarmanns síns. í samræmi við lýðræðislegan kjarna aðalnámskrárinnar var kallaður til samráðs hóp- ur fagmanna, tilnefndur af þeim sem málið er skyldast: kennarasamtökunum, kennaramenntunarstofnunum og foreldrafélögum. Þessir aðilar ásamt skólaþróunar- deild tóku af skarið um öll meginmál. Þessi breiða samvinna gerir aðalnámskrána að óvenjulegri reglugerð, eins og menntamálaráðherra kemst að orði í inngangi hennar: „Þetta er gert til að ítreka þau faglegu sjónarmið sem aðalnámskrá verður að byggjast á og um leið að fjarlægja svo sem kostur er hið pólitíska framkvæmdavald.“ " Brýna nauðsyn ber til að þjóðarsamstaða sé um skóla og skólamál. Við verðum að hugsa um heildina en megum ekki festast í ófrjóu og þröngsýnu karpi um smáatriði. Miklu máli skiptir að menntun verði for- gangsatriði, ekki síst fjárhagslega, á henni byggist líf okkar og velferð. Menntamálaráðherra vill draga úr pólitísku valdi, þess vegna vísaði hann ákvörðunum um málefni Öldu- selsskóla til fólksins sem þarf að una við þær. Hann hefur nú skipað Reyni Daníel Gunnarsson yfirkennara þar skólastjóra, í trássi við flokksræði borgarstjórnar- meirihlutans en í samræmi við vilja foreldrafélagsins við skólann og kennaranna. Kennarafulltrúar í fræðslu- ráði sem sitja þar fyrir hönd almennra grunnskólakenn- ara í Reykjavík hafa líka lýst stuðningi við hann, og þar að auki fræðslustjórinn í Reykjavík. Það er við hæfi að Reynir Daníel skuli vera skipaður skólastjóri Ölduselsskóla sama dag og grunnskólarnir eignast nýja. stjórnarskrá. Við óskum báðum aðilum til hamingju. SA KLIPPT OG SKORIÐ torgi hins himneska friðar Á þessu ári er haldiö upp á mörg j merk afmæli. Tvö hundniö ár eru j liðin frá frönsku sljómarbylting- j unni, Sjálfstæðisflokkurinn er sex- I tiu ára og ég sé ekki betur en aö I byltingin í Kína geti haldiö upp á | andlát sitt á þessu herrans ári. Nú I er þaö kannske móögun viö bylt- j ingarmenn aö nefna Sjálfstæöis- I flokkinn í sömu andránni, eða þá | aö sjálfstæðismenn taki það óstinnt upp aö láta bendla sig viö bylting- arafmæli. En bæði byltingar og i flokkar eiga þaö sameiginlegt aö ráöa litlu um tilurö sína, enda veró- inguna aö bræður böröust og til- viljun réö hvaö viö tók? Með öörum oröum: bylting ein og sér er afleiðing, gosið sem leitar útrásar, eftir aö kraftur, óánægja eöa múgsefjun hefur safnast saman á löngum tíma. Hvaö viö tekur aö henni lokinni er annað mál og ekki alltaf i samræmi við óskimar sem aö henni stóöu. Þannig hafa bylt- ingar tilhneigingu til aö éta bömin sín, snúast jafnvel upp í andhverf- ur sínar og veröa vatn á myllu þeirra sem síst skyldi. Eöa skyldi Lenin hafa hugsaö sér aö bolsé- amir hafa breyst í martröö. Þaö er núna fyrst sem Kínveijar þora aö segja það upphátt, þora aö bjóða maoismanum og kommúnisman um og frelsisskeröingunni birginn og vflja hrista okið af sér. Og hvað er þá oröiö um gömlu byltinguna, sem þótti allra byltinga merkileg- ust? Var hún til einskis eftir allt, bölvun fyrir Kinverja, tíma- skekkja, orsök eöa afleiðing? Þaö er næsta auövelt aö segja: Þama sjáiö þiö, Kínveijar hafa eytt (Jömtiu ámm af ævi sinni til aö þrauka misheppnaða byltingu. Þaö Framtíð Sjálfstæðisflokksins er P því aðeins í hættu aö hann tapi átt- | um og losni úr tengslum viö almúg- ann. Gleymi sér í hagsmunagæsl- unni og hátíöahöldunum og þyki V svo vænt um fortíð sina aö hann I gleymi framtíðinni. Falli í sömu | gryfju og byltingamar sem staöna | í upphafi sínu og gripa til menning- arbyltinga til aö sýnast. Endur- I hæfing Sjálfstæðisflokksins þarf J hvorki að felast í menningarbylt- ingum né hugmyndaþlngum. End- . nrhcnfíno of hví taoi pr.rútt PÍtK OP : heiisubót á tyllidögumi Lífskraftur mxétt i njLífsi Hin sextuga framtíðarsýn Sextugsafmæli eru svolítið brothættir atburðir. Á þeim er yf- irleitt mun virðulegri blær en fyrri stórafmælum á mannsævinni, - en sá virðuleiki markast oftar en ekki af því að ekki er búist við miklu fleiri stórafrekum af af- mælisbarninu en þegar hafa verið drýgð. Einhvern veginn tókst skrauthátíðinni á afmæli Sjálf- stæðisflokksins í fyrri viku að bera öll dauflegustu einkenni sextugsafmæla úr mannsævinni. Þar sveif virðuleikinn yfir vötnum einn saman og hljómur- inn íþeim framtíðarbumbum sem forystumenn börðu í ræðustólum og fjölmiðlum minnti mjög á þá framtíðarsýn sem blasir við þeim sem eru að komast á sjötugsald- urinn í mannlífinu: starfslok, tómstundaiðja og steinninn helgi. Yngri en fimmáraáætlunin Ellert Schram hefur stundum verið að hlaupa útundan sér um Sjálfstæðisflokkinn síðan hann hætti vafstri á þingi og er sumt af þeim blekburði með því besta sem Ellert hefur unnið utan vall- ar, kannski vegna þess að stíll og efnismeðferð mótast af hugar- ástandi sem stundum er kennt við að vera í senn sleppt og haldið. Þannig játar Ellert flokknum ást sína í DV í fyrri viku með því að saga hans sé „fánum prýdd", hvað sem það nú þýðir á sextugu dýpi líkingamálsins, og hérumbil á sama stað finnur fyrrverandi þingmaður Reykvíkinga Sjálf- stæðisflokknum sínum til hróss að hann sé „sextíu ára fjölda- hreyfing. Hann er eldri en bylt- ingin í Kína“. Sjálfstæðisflokkurinn var orð- inn tvítugur þegar Maó fór að ganga, - og væri kannski nær að setja flokkinn í samhengi við næstmerkilegustu pólitíska við- burði afmælisársins: Sjálfstæðis- flokkurinn er nefnilega lítið eitt yngri en fyrsta fimmára áætlunin í Sovét, en einu heitu sumri eldri en heimskreppan mikla. Er hérmeð gerð sú viðeigandi tiilaga að þessara þriggja viðburða í mannkynssögunni verði héreftir minnst undir einum hatti. Fáir prúðbúnir Tímarnir hafa breyst síðan í kreppu og fimmára áætlun, og Ellert stegir í DV-leiðara í fyrra- dag að Sjálfstæðisflokkurinn eigi sér ekki „sömu vígamennina, sömu áköfu fylkinguna og áður. Það kemur kannski best fram í því að á hátíðarsamkomu sjálf- stæðismanna í Háskólabíói í síð- ustu viku mæta fáir og prúðbúnir gestir en ekki óvígur her óbreyttra liðsmanna". Við þetta er fáu að bæta nema því að gestirnir munu hafa verið þeim mun færri sem þeir voru prúðbúnari, og kannski því að í nýbirtum skýrslum var einmitt haft á orði eitthvað nálægt því að í Valhöll flokksins ríki einmitt meiri gleði yfir einum prúðbún- um en níutíu og níu réttlátum. Að því tilskildu að hann kunni á skrifstofuumferðarmerkin hjá bankastjóraígildunum í flokks- forystunni. Nýju fötin keisarans Annars á Ellert það ekki skilið að vera beittur hinu tvíeggja vopni útúrsnúninganna. Hann á nefnilega til að orða hlutina með einföldum hætti og skýrum þrátt- fyrir Heimdallaruppeldið. Það er til dæmis erfitt að komast öllu nær kjarna málsins í umfjöllun um sextugsafmæli Sjálfstæðis- flokksins en Ellert gerir um síð- ustu helgi: „Það er hinsvegar táknrænt fyrir þann króniska veikleika, sem meðal annars lýsir sér í sjáif- umglöðum byltingarforingjum og flokksforingjum, að baða sig í ljósi sinnar eigin dýrðar. Blása í lúðra og slá sér á brjóst. Efna til skrautsýninga og hátíðarsam- kvæma og hrópa húrra fyrir sjálf- um sér. Miklast af eigin verð- leikum. Hér er ég, stór og sterk- ur. Halda að lýðurinn hylli sig með því að klæðast nýju fötum keisarans." Aumingja Þorsteinn og Frið- rik. Salt í sárin eftir naflaskoðun- arupprifjun Pressunar - sem Mogginn hefur nú hugsað sér að hefna fyrir með árásum á alsak- lausa fréttastofu útvarps. Stöðnun og sjálfumgleði Framhald á þessari lexíu Ell- erts Schram fyrir gamla flokkinn sinn getur svo að breyttu breytanda átt við aðra flokka . engu síður: „Lífskraftur stjórnmálaflokks er sífelld og þrotlaus gagnbylting andans, endalaust uppgjör við sjálfan sig og samtíðina, upp- spretta frjórra hugmynda. Stöðnun og sjálfumgleði eru hættulegustu óvinir félagsmála- hreyfingar. Þá hættir hún að vera fjöldahreyfing og breytist í dauða stofnun. Þá þyrpist fólkið útá torg hins himneska friðar og bið- ur um nýjan flokk og nýja bylt- ingu.“ Gáum að því, - einsog góður vinur klippara er vanur að segja þegar hann hefur hugsað eitthvað spaklegt á prenti. -m Þjóðviljinn Síðumúla 6 -108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandl: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, MörðurÁrnason, SiljaAðalsteinsdóttir. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Aðrlr blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Elísabet Brekkan, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), KristóferSvavarsson, ólafurGíslason, Páll Hannesson, SigurðurÁ. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaðs), Þor- finnurómarsson (íþr.), ÞrösturHaraldsson. ^ Framkvœmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. • Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Erla Lárusdóttir Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð I lausasölu: 80 kr. Nýtt Holgarblað: 110 kr. Áskr iftarverð ó mánuði: 900 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miftvikudagur 31. maí 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.