Þjóðviljinn - 31.05.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 31.05.1989, Blaðsíða 12
—SPURNINGIN— Hverju spáir þú um úr- slitin í landsleik ís- lands og Sovétríkj- anna í dag? Ómar Svavarsson nemi: Ég spái 3-1 fyrir Sovétríkjunum. Islendingar skora í mesta lagi 1 mark, og þaö verður þá Ásgeir sem skorar ef hann leikur meö. Oliver Þórisson vinnur á þvottastöð: Ég hef ekkert vit á þessu, en spái 3-2 fyrir Sovétríkjunum. Þórhildur Þórhallsdóttir er heima með börnin: Hef ekki hugmynd. En viö töpum samt örugglega. Ólafur Hreiðarsson verkstjóri á Morgunblaðinu: Ég held aö það fari 2-1 fyrir Sov- étríkjunum. Annars fylgist ég lítiö meö íþróttum, ég er antisportisti. Reynir Heide úrsmiður: Það fer 3-2 fyrir Sovétríkjunum, við eigum lítinn möguleika. Þeir eru alltaf að verða betri og betri. JÓÐVILJINN Mlðvikudagur 31. maí 1989 96. tðlublað 54. ðrgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN eo4 <>40 Á LAUGARDÖGUM 681663 Alþjóðlegur tóbaksvarnadagur Konum gengur vel að hætta Kannanir sýna að konum gengur ekki verr að hœtta reykingum en körlum. Hlutfallslegafleiri konur reykja hérlendis en í öðrum Evrópulöndum Idag, 31. maí, hefur Alþjóða heilbrigðismálastofnunin á- kveðið að efna til alþjóðlegs tó- baksvarnadags með sérstaka áherslu á reykingar kvenna. Því hefur lengi verið haldið fram að konum gangi verr að hætta að reykja en körlum. Nið- urstöður úr könnunum sem Hag- vangur hefur gert fyrir tóbaks- varnanefnd sýna að svo er ekki. Altént ekki konum undir fert- ugtu. Sem dæmi um það má nefna, að af þeim konum á þrít- ugsaldri sem einhvern tíma hafa reykt, er nær þriðja hver kona hætt, á meðan fjórði hver karl- maður er hættur. Konur nær eingöngu í sígarettum Um fertugsaldurinn breytist þetta hinsvegar og svo virðist sem karlar yfir fertugt eigi auðveldara með að hætta að reykja en konur. Ástæðu þessa telur tóbaksvarna- nefnd m.a. vera þá, að karlar á þeim aldri reyki mikið pípur og vindla, og mun auðveldara sé að hætta slíkum reykingum heldur en sígarettunotkun. Konur aftur- ámóti reyki nær eingöngu síga- rettur. Þótt dregið hafi úr reykingum kvenna í flestum aldurshópum á undanförnum árum, þá virðist sem sú breyting hafi orðið síðar heldur en hjá körlum, og þróunin verið hægari. Á meðan konur hafa dregið úr reykingum, hefur tíðni lungna- krabbameins fjórfaldast síðasta aldarfjórðung og er með því hæsta sem þekkist í heiminum. Að meðaltali hafa greinst 37 kon- ur með þennan sjúkdóm á ári síð- ustu fimm árin, og talið er að á annað hundrað íslenskar konur deyi árlega af völdum reykinga. Reykingar eru stéttskiptar Svo virðist sem reykingar kvenná séu mismiklar eftir bæði Sífellt fleiri konur hætta aö reykja og gengur alveg bærilega. Mynd: Jim Smart. stéttum og búsetu. Til dæmis reykir um helmingur þeirra kvenna sem vinna við sjávarút- veg, en fjórðungur þeirra sem vinna við landbúnað. Konur í þéttbýli reykja meira en þær í dreifbýli. Reykingar, hvort sem um er að ræða kvenna eða karla, eru mismiklar eftir menntun. T.d. reykja 26,5% þeirra sem hafa próf á háskólastigi á meðan 36,0% þeirra sem hafa skyldu- nám að baki reykja. Hlutfallslega fleiri konur reykja á íslandi en í flestum öðr- um löndum Evrópu. Um 34% kvenna reykja daglega, 20% eru hættar að reykja og 43% hafa aldrei reykt. Þetta er í annað sinn sem Al- þjóða heilbrigðismálastofnunin beitir sér fyrir tóbaksvarnadegi sem þessum, en sá fyrri var 7. apríl í fyrra. í ár var haldinn hér- lendis reyklaus dagur sem var 12. apríl, og í könnun sem Hagvang- ur gerði eftir þann dag, kom í ljós að um 2,7% reykingamanna hætti að reykja þann dag. Það jafngildir því að um 1600 af 60 þúsund reykingamönnum íslands hafi hætt reykingum. Þá má nefna það að konur nýttu sér reyklausa daginn mun betur en karlar, sérstaklega þær yngri. KONUR HAFA ALDREI REYKT 43% REYKJA DAGLEGA 34% REYKJA STUNDUM 3% HÆTTAR AÐ REYKJA 20% BÖKLEGT FRAMHALDSNAM HÁSKÓLAPROF STÚDENTSPROF VERKLEGT FRAMHALDSNAM SKYLDUNAM GAGNFRÆDAPROF EDA LANDSPR0F

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.