Þjóðviljinn - 01.06.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 01.06.1989, Blaðsíða 1
ASI/BSRB Forsendumar em brostnar Gífurleg óánœgja ríkir meðal launafólks útafþeim verðhœkkunum sem heimilaðar hafa verið á bensíni, olíu, hita, rafmagniogfargjöldum bíla ogflugfélaga. ASÍogBSRB halda sameiginlegan mótmœlafundá Lœkjartorgiídagklukkan 16. Fjármálaráðherra: Hœkkanirnar óhjákvœmilegar vegna erlendra hœkkana og verðbreytinga á alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum. Ekkibrotánýgerðum kjarasamningum Gífurleg óánægja er meðal launafólks vegna þeirra verð- hækkana sem heimilaðar voru á fundi Verðlagsstofnunar í fyrra- dag á bensíni, gasolíu, hita og raf- magni og á fargjöldum bfla og flugfélaga sem taka gildi í dag. Þá bendir allt til þess að búvöruverð hækki einnig í dag. Til að mót- mæla þeim standa ASÍ og BSRB fyrir sameiginlegum mótmæla- fundi á Lækjartorgi í dag klukk- an 16 og hvetja launþegasamtökin allt launafólk til að taka sér fri frá vinnu klukkan 15.30. Þá hafa þeir Ásmundur Stef- ánsson forseti ASÍ, Einar Ólafs- son fulltrúi BSRB og Magnús Geirsson fulltrúi ASÍ ákveðið að mæta ekki á fundi Verðlagsráðs að svo komnu máli. Þetta gera þremenningarnir til að undir- strika mótmæli miðstjórnar ASÍ og stjórnar BSRB vegna þeirrar verðhækkunaröldu sem nú gengur yfir landsmenn. Á sameiginlegum blaða- mannafundi ASÍ og BSRB í gær sagði Ásmundur Stefánsson for- seti ASÍ að með þessum hækkun- um hefði ríkisstjórnin brugðist með alvarlegum hætti því trausti sem til hennar var borið vegna yfirlýsinga ráðherra við síðustu samningagerð um að hamla gegn verðhækkunum. Þá mótmælir miðstjórn ASÍ harðlega þeim stórfelldu verðhækkunum sem Veðrið Sumar ogsól Líkurágóðu veðri framaðhelgi Það má með sanni segja að fyrsti alvöru sumardagurinn hafi verið í gær. Hitinn var víða 10-15 stig og í Reykjavík mældist 9 stiga hiti kl. 9. Að sögn Páls Bergþórssonar veðurfræðings megum við þakka háþrýstisvæði og hlýju lofti hátt yfir landinu þetta góða veður. Það er hæg suðaustan átt og jafnvel líkur á að þetta haldist fram að helgi. Páll sagði sumarið vera seinna á ferð en undanfarin ár. Það munaði um hálfum mánuði þegar til skemmri tíma væri litið, en ekki nema viku samkvæmt lang- tímameðaltali. Aðspurður um hvernig jörðin væri á sig komin fyrir sumarkom- una, sagði Páll að hún væri í góðu lagi. Það væri ekki frost í jörðu og hún væri tilbúin að blómstra svo fremi sem hún fengi daga eins og daginn í gær. Menn myndu sjá dagamun á gróðri eftir þennan hlýja sumardag. nú ganga yfír landsmenn. Ög- mundur Jónasson formaður BSRB tók í sama streng og sagði hækkanirnar ekki í neinu sam- ræmi við forsendur nýgerðra kjarasamninga. Ögmundur sagði að ríkisstjórnin hefði með þeim ákveðið að efnahagsreikningar fyrirtækja nytu forgangs á kostn- að efnahagsreikninga heimilanna í landinu. Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra sagði það ekki vera skemmtilegt að til þessara verð- hækkana hafi þurft að koma en því miður hafi þær verið óhjá- kvæmilegar og alls ekki brot á forsendum nýgerðra kjarasamn- inga. „Að halda því fram að ríkis- stjórnin hafi gengið á bak orða sinna, eins og haldið hefur verið fram, er rangtúlkun á þeim fyrir- heitum sem við gáfum," sagði fj ármálaráðherra. Ráðherra sagði ástæður þess- ara verðhækkana vera einkum erlendar verðhækkanir og verð- breytinga td. á dollar á alþjóð- legum gjaldeyrismörkuðum. Ólafur Ragnar sagði að það hefði verið skýrt tekið fram við gerð síðustu kjarasamninga að ríkis- stjórnin ætlaði ekki að greiða nið- ur áhrif erlendra verðhækkana. „Þó að við séum eyland í land- fræðilegum skilningi erum við það ekki í efnahagslegu tilliti," sagði Ólafur. Varðandi hækkun á landbún- aðarvörum sagði fjármálaráð- herra að ríkisstjórnin hefði lýst því yfir við gerð kjarasamning- anna að hún myndi halda áfram þeim niðurgreiðslum sem áttu að falla niður við lok verðstöðvun- artímabilsins. Til þess ákvað ríkisstjórnin að verja 600 miljón- um umfram það sem var á fjár- lögum í ár. „Hinsvegar lá það ljóst fyrir að á þessu ári myndu verða ýmsar hækkanir á landbún- aðarvörum umfram þetta," sagði Ólafur Ragnar. _________________________-grh Sjá síðu 3 Ásmundur Stefánsson forseti Alþýðusambands íslands og Ög- mundur Jónasson iormaöur BSR8 hvetja allt launatólk til að íjöl- menna á Lækjartorgi í dag klukkan 16 til að mótmæla kröftuglega þeirri verðhækkunaröldu sem nú gengur yfir landsmenn. Mynd". ÞÓM. Fótbolti Stefnan sett á Italíu ísland náði öðru sinnijafntefli gegn Sovétmönnum íforkeppni HM I slenska landsliðið í fótbolta gerði jafntefli við það sovéska í landsleik sem háður var í Moskvu í gær. Leikurinn er í undan- keppni heimsmeistarakeppninn- ar og er Island eina liðið í riðlin- um sem náð hefur stigi í viðureign gegn Sovétmönnum. Tæplega 100 þúsund áhorfend- ur voru á Lenín-leikvanginum í Moskvu í gær. Leikurinn var lengst af í jafnvægi en Sovétmenn þó ávallt meira með knöttinn. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en ekki var langt liðið á þann síðari er heimamenn höfðu náð forystunni. Eftir það þóttust silfurhafarnir í Evrópukeppninni hafa sigurinn í hendi sér en landinn var á öðru máli. Þegar aðeins þrjár mínútur voru til leiksloka náði Halldór Áskelsson að jafna metin með glæsilegu skoti úr miðjum víta- teig. Sovétmenn, sem reynt höfðu að tefja leikinn síðustu mínúturnar, sátu eftir með sárt ennið en íslendingar fögnuðu á- kaft. Halldór hafði ásamt Rúnari Kristinssyni komið inná sem varamaður og hléyptu þeir nýju blóði í leik fslendinga. Með jafnteflinu eykst von ís- Iendinga um að ná öðru af tveimur efstu sætunum í 3. riðli og tryggja sér þannig þátttöku- rétt í úrslitakeppninni á ítalíu. ís- land á eftir að leika gegn Tyrk- landi, A-Þýskalandi og Austurr- íki hér heima og gegn þeim síð- asttöldu ytra. Staðan í riðlinum er þannig: Sovétríkin............. 5 3 2 Tyrkland...............5 2 1 Austurríki.............3 1 1 (sland..................4 0 3 A-Þýskaland.........5 1 1 0 8-2 2 8-6 1 4-5 1 3-5 3 4-9 -þóm Halldór Áskelsson var hetja ís- lenska liðsins í Moskvu í gær.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.