Þjóðviljinn - 01.06.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 01.06.1989, Blaðsíða 7
Óeirðir í Argentínu Miklar óeiröir með ránum og rupli hafa undanfarna daga geisað í Argentínu, einkum í Ros- ario og ýmsum útborgum höfuð- borgarinnar Buenos Aires. Á annan tug manna hafa verið drepnir. Ástæðan að baki virðist vera mögnuð óánægja með hríð- versnandi lífskjör af völdum óða- verðbólgu. Raul Alfonsín, Argentínuforseti, lýsti yfir neyðar- ástandi í mánuð á þriðjudag og fyrirskipaði þak á verðhækkanir á ýmsum matvörum. Verslanir voru mikið rændar í óeirðunum, sem nú hefur dregið úr, en einnig heimili. Vissir ráðamenn saka trotskiistahóp nokkurn um að hafa spanað fólk til óspekta, en hópurinn ber af sér þær sakir. Við algeru öngþveiti virðist nú liggja þarlendis vegna efnahagsvand- ræða. Börn á 800.000 kr. Grunað er að um 200 salva- dorsk börn að minnsta kosti hafi verið seld ítölskum hjónum á allt að 800.000 kr. barnið. Hefur ít- ölsk lögregla nú málið til rann- sóknar. Grunaðir kaupendur eru hjón, sem vilja ættleiða börn. Fæðingartala hefur lækkað mjög undanfarna áratugi á (talíu, sem einu sinni var fræg fyrir barna- mergð, og er því erfitt orðið fyrir fólk, sem taka vill börn í fóstur eða ættleiða þau, að afla sér þeirra innanlands. Ættleiðingar- lög Ítalíu eru ströng, einkum þeg- ar um það er að ræða að ættleiða börn erlendis frá. í mörgum þriðjaheimslöndum, þar sem fæðingartala er há og fátækt mikil, er auðvelt að fá börn til kaups, og hefur oft komið á dag- inn að vissir bisnissmenn hafa tekið að sér milliliðahlutverk í slík- um viðskiptum og grætt verulega á því. Heróínsalar gripnir Spænska lögreglan tilkynnti í gær að hún hefði fundið í Madríd heróínbirgðir, sem hún metur á næstum hálfan annan miljarð króna. Heróíninu var smyglað til Spánar frá Bombay í Indlandi gegnum Ítalíu, að sögn lögreglu- talsmanna, og falið í rafleiðslum. Sex menn, grunaðir um aðild að smyglinu, hafa verið handteknir, þrír Afganar, tveir Indverjar og einn Pakistani. Holiandsstjórn lofar umhverfishreinsun Hollenska stjórnin hét nýlega ráðstöfunum, sem bera muni þann árangur að úr mengun dragi þarlendis um 70 af hundr- aði til ársins 2010. Segir stjórnin að þetta sé umfangsmesta áætl- un um umhverfisvernd- og hreinsun, sem nokkur ríkisstjórn hafi nokkru sinni lagt fram. Til stendur að fjárframlög til um- hverfisverndar verði hækkuð um helming frá því sem nú er til árs- ins 1994, og er ætlunin að Hol- lendingar verji þá til þessa um 360 miljörðum króna. Hreinsun- aráætlun þessi tekur ekki ein- ungis til iðnaðar og landbúnaðar, heldur og heimila. 500 Palestínu- menn drepnir Tala þeirra Palestínumanna, sem látið hafa lífið í viðureignum við ísraelska her- og lögreglu- menn þá 18 mánuði, sem indifa- da (uppreisn Palestínumanna í Vesturbakkahéruðum og Gaza) hefur staðið, er nú komin yfir 500. Ekkert lát er á róstum á svæðum þessum og virðist harkan í þeim jafnvel heldur færast í aukana. Hjartkær eiginmaöur minn og faðir okkar 11B Bílastæðasjóður \lr Reykjavíkurborgar Jón Haraldsson Borgarstjórn hefir samþykkt eftirfarandi arkltekt breytingar á innheimtukerfi stööumæla- og Bergstaðastræti 83 stööubrotasekta: verður jarösunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 2. júní kl. Frá 1. júní n.k. helst sektarupphæð óbreytt fram til 7. næsta mánaðar eftir aö viðkomandi brot á 10.30. sér staö. Áslaug Stephensen Gyða, Haraldur, Stefán og Edda. Áöur hækkaði sektarupphæðin aö tveim vikum liönum frá broti. Gatnamálastjóri FRJÁLSI LÍFEYRISSJÓÐURINN HEFUR ÞÚ HUGSAÐ FYRIR ÞVÍ Nú á tímum eru margir farnir að huga að því hvort þeir muni geta haldið þeim lífsgæðum sem þeir njóta í dag þegar að því kemur að þeir láta af störfum. Trúlega viltu ekki láta fjárhaginn stoppa þig þegar þú loksins hefur tíma til að njóta lífsins. Til þess að það gerist ekki verður þú sjálfur að gera þínar ráðstafanir, því enginn annar gerir það nógu vel fyrir þig. Og eins og máltækið segir, ekki er ráð nema í tíma sé tekið. HVERNIG FIÁRHAGUR MNN VERÐUR ÞEGAR ÞÚ LÆTUR AF STÖRFUM ? ✓ FRJALSI LÍFEYRISSJÓÐ- URINN Frjálsi Lífeyrissjóðurinn ávaxt- ar iðgjöldin á öruggan og arðbæran hátt og tryggir þér góðar tek.jur þegar þú lætur af störfum. Frjálsi Lífeyrissjóður- inn er hentugri leið til að undirbúa sig betur undir ævikvöldið enflestar aðrar sparnaðarleiðir. BYRJAÐU STRAX!... Ef þú byrjar snemma að greiða í Frjálsa Lífeyrissjóðinn, þá færð þú verulega mikið hærri lífeyrisgreiðslur vegna margföldunaráhrifa vaxta. NJÓTTU ÞESS SÍÐAR Frjálsi Lífeyrissjóðurinn er séreignasjóður en ekki lána- stofnun. Féð í sjóðnum helst því alltaf óskert. Sérfræðingar Fjárfestingarfélags íslands sjá um að ávaxta það með kaup- um á verðbréfum, sem bera hæstu vexti á hverjum tíma. Pannig er þér tryggður hámarks lífeyrir miðað við framlag þitt. ALLIR GETA VERIÐ MEÐ Fáðu upplýsingar um fulla aðild eða viðbótaraðild í Frjálsa Lífeyrissjóðnum. Pví fyrr sem þú gengur í sjóðinn, því fyrr geturðu vænst þess að fá hærri lífeyrisgreiðslur, þegar þar að kemur. <227 FJARFESriNGARFELACIÐ Hafnarstræti 7 S (91) 28566, Kringlunni S 689700 Ráöhústorgi 3, 600 Akureyri S (96) 25000 Fjármál þín - sérgrein okkar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.