Þjóðviljinn - 01.06.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 01.06.1989, Blaðsíða 9
FRÉTTIR Kvennarannsóknir Sjö fengu styrki Áhugahópur um íslenskar kvennarannsóknir hefur úthlutað styrkjum til rannsókna á kvenn- afræðum en á fjárlögum þessa árs voru veittar tæpar 1,2 miljónir tii þeirra. Styrkjunum er úthlutað í um- boði Háskólans en alls bárust 18 umsóknir. Styrki hlutu að þessu sinni: Agnes Siggerður Arnórs- dóttir, til að rannsaka líf og starf kvenna, er fæddust fyrir tæpri öld. Helga Kress, til rannsókna á karlímynd og kvenleika í íslensk- um fornbókmenntum út frá grót- eskum atriðum í myndmáli þeirra og sjónarhorni. Helga M. Ög- mundsdóttir og Jórunn E. Eyfjörð til rannsókna á eðli brjóstkrabbameins og athugana á erfðafræðilegum þáttum. Mar- grét Guðmundsdóttir til fram- haldsrannsóknar og útgáfu á dag- bókum Elku Björnsdóttur verka- konu í Reykjavík, frá árunum 1915-1923. Ragnhildur Vigfús- dóttir, til framhaldsrannsóknar á íslenskum konum á erlendri grund fram um síðari heimsstyrj- öld og Soffía Auður Birgisdóttir til að rannsaka móðurímynd í ís- lenskum bókmenntum. FLÓAMARKAÐURINN Til söiu Winther reiöhjól fyrir stúlku 5-7 ára. Mjög vel með farið. Verð kr. 5.000. (kostar nýtt kr. 9.300). Upplýsingar í síma 672143 eftir kl. 19.00. Reiöhjól með hjálpardekkjum fyrir 3-5 ára barn til sölu. Mjög vel með farið. Selst á aðeins kr. 3.500. Upplýsingar í síma 36469. Kettlingar 5 fallegir og vel vandir kettlingar fást gefins á góð heimili. Upplýsing- ar í síma 36469. Sem ný svefnherbergissamstæða fyrir ungling til sölu. Samanstendur af Ijósu fururúmi með rauðu og bláu harðplastinnleggi, skrifborði, hillum og náttborði. Upplýsingar í sfma 29105. Trabant station '85 til sölu. Sumar- og vetrardekk fylgja. Verð kr. 30.000. Upplýsingar í síma 18027 á kvöldin. Notuð handsláttuvél óskast keypt Hringið í síma 622197. Gefins ísskápur gamall ísskápur fæst gefins gegn því að vera sóttur. Upplýsingar í síma 611074, eftir kl. 18.00. „Sumarbústaður“ Gömul rúta sem notuð hefur verið sem sumarbústaður til sölu. Upp- lýsingar í símum 98-75098 og 98- 75095. Volgueigendur! Til sölu eru 4 hurðir, 4 bretti, vélar- lok og farangursgeymslulok. Allt nýtt og ónotað. Upplýsingar í símum 98-75098 og 98-75095. Escort og sjónvarp Vegna flutninga er 11/2 árs 21“ Goldstar sjónvarpstæki til sölu fyrir kr. 20.000. Einnig vel með farinn Ford Escort árgerð 1984, ekinn að- eins 37.000 km. Verð kr. 330.000. Upplýsingar í síma 15731. Barnapía Ábyggileg og góð barnapía á aldrin- um 12-14 ára óskast. Hafið sam- band í síma 21917. „Work overseas and make more money" in countries such as Kuwait, Saudi Arabia, Venezuela, Alaska, Yuok- on and Northwest territories. For in- formation, tradespeople, laborers, professionals, etc., should send their name and address, along with two international reply coupons from the post office to: W.W.O., 701 Washington st., Box 37, Buffalo, N.Y. 14205, USA. VW 1301 árgerð 1971 til sölu á vægu verði. Gangfær en þarfnast lagfæringa. Með honum fylgir annar VW til niðurrifs, nokkrir dekkjaumgangar og varahlutir. Upplýsingar í síma 78422 eftir kl. 19.00. Tveir stofustólar til sölu fyrir lítið. Upplýsingar í síma 37103 á kvöldin. Sófasett 3+2+1 (lausir stólar) til sölu ódýrt. Upplýsingar í síma 13944 eftir kl. 17.00. Til sölu fyrir lítið gamall ísskápur, barnakerra, eld- húsborð, Kenwood hrærivél og Amstrad tölva CPC 6128, 128k + leikir, ritvinnsla og stýripinni. Upp- lýsingar í síma 225Ö1. Barnavagn Vel með farinn, dökkbrúnn kerru- vagn til sölu á kr. 8.000. Upplýsing- ar í síma 20953. Til sölu - gefins Til sölu AEG þvottavél sem þarfn- ast viðgerðar. Selst ódýrt. Á sama stað fæst gefins ísskápur. Upplýs- ingar í síma 46232 eftir kl 18.00. Söfasett 3+2ja sæta, vel með farið, til sölu. Verð kr. 25.000. Upplýsingar í sima 78766. Vantar eldavél gefins eða fyrir lítið. Verður sótt. Sími 39640 eða 35261, Stefán. Relðhjól óskast 8 ára strákur óskar eftir að kaupa notað reiðhjól. Upplýsingar i síma 17087. Lítið notuð Macintosh tölva til sölu. íslenskur kerfishugbúnaður fylgir og hypercard. Upplýsingar i síma 78669. Atvinna óskast 36 ára gamall, reglusamur maður óskar eftir vinnu til sjós eða í landi. Upplýsingar í síma 672202. Trabanteigendur athugið! 4 sumardekk á felgum til sölu ódýrt. Sími 18648. Óska eftir einstaklingsíbúð eða rúmgóðu her- bergi með aðgangi að baði í Reykjavík eða Kópavogi. Á sama stað er til sölu s/h sjónvarpstæki á 2-3000 kr., Cortina árg. '70, skoð- aður '88, þarfnast lagfæringa, með lélegri vél, fæst fyrir lítið. Að lokum óskast ísskápur fyrir lítið eða gefins. Upplýsingar í síma 45196. Emmaljunga kerra Vil kaupa vel með farna Emmalj- unga kerru. Upplýsingar í síma 32185. Hnakkur óskast Óska eftir að kaupa notaðan GÖRTZ hnakk. Upplýsingar í síma 78669. Ungur, fátækur námsmaður óskar eftir mjög ódýru sófasetti og bókaskáp. Upplýsingar í síma 39027 og v. 25099. Magnús. Bækur - nám Verðandi íslensku- og heimspeki- nemar og aðrir fróðleiksfúsir athug- ið! Hef til sölu Plató, Basic works of Aristotle, The early Greek Philos- opher, auk ýmissa kennslubóka fyrir fyrsta ár í íslensku við Há- skólann. Ath. Ensk-íslenska orða- bókin með 5.000 kr. afslætti. (Hægt að prútta). Upplýsingar í símum 33543. Til sölu Fiat 128 árgerð '78, ekinn 52.000 km. Nýtt pústkerfi og rafgeymir. Upplýsingar í síma 623683. Bólstrað sófasett með sófaborði til sölu. Upplýsingar í síma 31805 eftir kl. 18.00. Bílskúr til leigu Upplýsingar í síma 31805 eftir kl. 18.00. Útvarp Rót Áhugasamt fólk óskast til að sjá um djass- og blúsþátt. Nánari upplýs- ingar í síma 20045 á kvöldin. Bókband Tek bækur til að binda. Uppl. í síma 73360. Garðeigendur! Tek að mér að slá og snyrta garða. Er vandvirkur og þaulvanur. Jón, sími 685762. íbúð - Hrísey Til sölu u.þ.b. 80 fm íbúð á besta stað í Hrísey. Húsgögn geta fylgt. íbúðin losnar 1. júní. Leiga kemur til greina. Upplýsingar í síma 91- 30834. Til sölu sem ný, nælonhúðuð grjótgrind á yngri árgerðir Ford Fiesta. Upplýs- ingar í sima 39691 fyrir hádegi og á kvöldin. Lítill strákur og mamma hans óska eftir lítilli íbúð Átt þú litla íbúð sem þú vilt leigja ódýrt og fá góða umgengni og ör- uggar greiðslur? Ég er í myndlistar- námi og sonur minn er á öðru ári. Vinsamlegast hringið í sima 32052, Sigrún Ólafsdóttir. Hjónarúm óskast Óska eftir notuðu hjónarúmi með eða án dýna. Upplýsingar í síma 42810. Kettlingar 3 fallegir, vel vandir kettlingar fást gefins á góð heimili. Upplýsingar í sima 12176 eftir kl. 16.30. AUGLÝSINGAR AUGLÝSiNGAR Símaskráin 1989 komin í gildi Athygli símnotenda er vakin á því að nýja síma- skráin tók gildi 28. maí sl. Um leið fóru fram númerabreytingar hjá all mörgum símnotendum m.a. vegna nauðsyn- legra breytinga á jarðsímakerfinu og tengingar við nýjar símstöðvar. Af þessum ástæðum og vegna margvíslegra annarra breytinga er nauðsynlegt að símnot- endur noti strax nýju símaskrána. Undantekning er þó 95 svæðið en þar verða fyrirhugaðar númerabreytingar gerðar um miðj- an júní nk. og verður það auglýst nánar síðar. Ritstjóri símaskrár Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir aprílmánuð 1989 hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 2. júní. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknastdráttarvextirtil viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. júní. Fjármálaráðuneytið Nordísk Industrrfond Nedre Vollgt. 8 N-0158 Oslo 1 Tlf.: (02) 41 64 80 Telefax: (02) 41 22 25 ENVIRONMENTAL BIOTECHNOLOGY Líftækni í umhverfisvernd Norræna líftækniáætlunin lýsir eftir tillögum/ umsóknum um rannsókna- og þróunarverkefni þar sem áhersla er lögð á notkun líftæknilegra aðferða við hreinsun, afeitrun og endurvinnslu úrgangsefna og frárennslisvatns frá atvinnu- starfsemi. Gert er ráð fyrir að verkefnin sem auglýst er eftir á öllum Norðurlöndunum verði samræmd innan stærri áætlunar sem standi 4 ár og hefst það 1. október 1989. Um öll verkefnin gilda eftirfarandi skilyrði: - samvinna skal höfð við aðila í a.m.k. einu hinna Norðurlandanna, - áhugi á aðild fyrirtækja þarf að vera fyrir hendi, - 20% kostnaðar við verkefnin komi úr sjóðum í heimalandinu, 30% kostnaðar greiðist með stuðningi eða þátttöku fyrirtækja, - hlutur Norræna Iðnaðarsjóðsins verður að hámarki 50% af heildarkostnaði eða 4 milljónir norskra króna á ári (nú 31,5 millj. íslenskra króna). Tillögur að verkefnum verða metnar af er- lendum sérfræðingum (ekki norrænum) og stýr- ihópur, skipaður 1 fulltrúa hvers Norðurland- anna býður að því loknu þeim umsækjendum sem hæfir þykja til samráðs í september áður en endanleg umsókn um styrk verðursend Nor- ræna Iðnaðarsjóðnum. Umsóknareyðublöð og upplýsingar fást hjá Norræna Iðnaðarsjóðnum. Umsóknirog tiilögur að verkefnum skulu berast sjóðnum fyrir 1. júlí 1989. Nánari upplýsingar veita Morten Laake, VKI, Vandkvalitets Instituttet, Danmörku, sími 9045- 2-865211, bréfsími 9045-2-867273 og Eiríkur Baldursson, Rannsóknaráði ríkisins, sími 91- 21320, bréfsími 91-29814. Laust embætti er forseti íslands veitir Sýslumannsembættið í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu og bæjarfógetaembættið í Ólafsvík er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 18. júní 1989. Embættið veitist frá 1. júlí 1989. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 30. maí 1989 Laust embætti er forseti íslands veitir Bæjarfógetaembættið í Ólafsfirði er laust til um- sóknar. Umsóknarfrestur er til 18. júní 1989. Embættið veitist frá 1. júlí 1989. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 30. maí 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.