Þjóðviljinn - 01.06.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 01.06.1989, Blaðsíða 11
FRA LESENDUM I DAG Þjóðviljinn - Frá lesendum - Síðumúla 6 108 Reykjavík Hverjir eru athafnamenn? Eitt sinn spurði mig hálauna- maður, hvort ég væri láglauna- maður. Ég játaði því. Eftir orð- um hans og viðmóti að dæma, mátti glöggt greina, hve maður þessi sperrtist allur, að heldri manna sið, leit niður á mig, þar sem hann sat, og lét humma í sér. Öðru sinni heyrði ég á tal tveggja manna. Annar hafði fæðst með silfurskeiðina í munn- inum og þurfti lítið fyrir lífinu að hafa. Hinn var sjálfur verkamað- ur eins og faðir hans, og fyrir hann var lífið þrældómur og dauðans alvara. Þessir tveir menn töluðu um vinnu og laun, og baráttuna um að koma sér áfram. Skyndilega og sem þruma úr heiðskíru lofti segir sá ríki og drambsami við verkamanninn: „Það er ykkar sjálfskaparvíti, ef þið komið ykkur ekki áfram í líf- inu, því þið eruð djöfuls aumingj- ar og nennið ekki að vinna.“ Orð þessi stungu mig og ég vissi ekki hvort ég fylltist meir heilagri heift, eða magnaðri með- aumkun. Þetta eru ekki einu tilfellin þar sem synir og dætur auðvaldsins lítilsvirða börn alþýðunnar, og þau sem ég hef orðið vitni að. Verkamannabörnin verða oft- ast að byrja með tvær hendur tómar, þegar þau fara út í lífið, meðan auðmannsbörnin fá allt upp í hendurnar. Ég man til að mynda eftir því að einn sonur ríka mannsins fékk rándýran amensk- an sportbíl á afmælisdaginn sinn, sem ekki er neitt einsdæmi, kyssti karlinn á kinnina og brunaði af stað. Svo er einnig sama hvað þessir guttar taka sér fyrir hend- ur. Allt sem þeir gera er kallað athafnasemi og mennirnir at- hafnamenn, þótt þeir þurfi ekk- ert fyrir því að hafa. Én það er aldrei minnst á starfsorku og at- hafnasemi verkamannsins, þótt hann sé við vinnu frá morgni til kvölds, allan ársins hring, hvern- ig sem viðrar. Hvað um starfs- menn gatnamálastjóra, hafnar- verkamanninn, farandverkafólk- ið, fiskvinnslufólkið og sjómenn- ina? Þeim er ekki þökkuð at- hafnasemin. En jafnvel eftir alla þessa vinnu á alþýðan varla fyrir mat, fæði og húsnæði, svo ég tali nú ekki um fatakaup. Nei, fram- koman við hinar svokölluðu lægri stéttir þjóðfélagsins er það for- kastanleg og forneskjuleg, að manni verður ósjálfrátt hugsað til þrælahaldsins í Ameríku hér áður fyrr, þó að sjálfsögðu tíðkist vinnþrælkun þar enn þann dag í dag. Er víst lítill munur á þræla- haldinu þar og framkomu há- launamanna gagnvart láglauna- mönnum á því herrans ári 1989. Láglaunafólk, berjumst fyrir bættum hag, þið hinir sönnu at- hafnamenn. Baráttukveðjur, Einar Ingvi Magnússon Yfirburða- ósvífni Fyrir sextíu árum var hér starf- andi meðal annarra stjórnmála- flokka, einn flokkur sem hafði valið sér nafnið íhaldsflokkur. En það nafn var fljótt að fá svo magnað óorð af flokknum, að flokksmenn sáu þann kost vænst- an að losa sig við það, eftir að það var orðið niðlægjandi skammar- yrði, flestum öðrum skammar- yrðum fremur sem þá voru í um- ferð á íslandi. Til að losna við nafnið varð að gefa flokknum annað nafn, og láta einu gilda hvort það væri réttnefni, ef örðugt yrði að fara með það einsog farið var með nafnið sem ekki var lengur not- hæft. En hugviti flokksmanna var um megn að finna nýtt nafn, sem hafði þá kosti að fela eðli flokks- ins, svo það varð þeirra úrræði að svívirða það sem öðrum var heil- agt, og taka nafnið Sjálfstæðis- flokkur, sem áður var nafn sam- taka er höfðu forystu í frelsisbar- áttu íslendinga, en leystust upp eftir að hafa náð fullum sigri, sem var mikilsmetinn af flestum, svo langur tími yrði að líða og mikið að gerast, til þess að fólk færi al- mennt að hrópa, síst af öllu sjálf- stæði, í staðinn fyrir allt er betra en íhaldið. Stefnuskrá var látin fylgja nafnaskiptunum, þótt hennar hefði ekki áður þótt vera þörf, meðan flokkurinn hét öðru nafni. Sú stefnuskrá var stutt en í tveimur greinum, sem voru svo- hljóðandi: ísland fyrir íslendinga, var sú fyrri, en hin síðari var að segja upp fyrir 1943, tímabundnum samningi um jafnrétti Dana og íslendinga, bæði á íslandi og í Danmörku. Þá sögðu málflytjendur flokks- ins, að smáþjóð einsog íslending- um, væri ófært að hafa jafnréttissamband við Dani, sem væru mörgum sinnum fjölmenn- ari og fjársterkari, í landi þar sem fjármagn vantaði vaxtarrúm, og fjölmenni væri umfram það sem landkostir leyfðu, meðan á ís- landi væru margir vannýttir möguleikar. Þótt nú komi þaðan áróður fyrir að íslendingar fari í jafnréttisbandalag við þjóðasam- steypu, sem er hundrað sinnum fjársterkari og fjölmennari en Danir voru meðan þeir höfðu jafnrétti við íslendinga, bæði heima hjá sér og á íslandi. Nú hefur flokkurinn nær því hálfa öld barist leynt og ljóst fyrir að gera landið, svo langt og breitt sem það nær, að víghreiðri stór- veldis í annarri heimsálfu, og koma íslenskum auðlindum í er- lendar hendur, án þess að hirða um hvort nokkuð verður eftir handa fslendingum. Jón Þorleifsson Enn um Haukdal Örfá orð vegna greinar er birt- ist í Þjóðviljanum 18. maí sl. undir fyrirsögninni Síðbúin kvitt- un - kveðja til Eggerts Haukdals, þótt hún sé ekki svara verð sökum þess hve ómerkileg hún er og óþverraleg og skaðar því ekki hið minnsta Eggert Haukdal, þó svo henni hafi verið ætlað það. Ekki er ætlunin með þessari grein að verja Eggert Haukdal, því þess þarf ekki, verk hans sem alþingismanns í Suðurlandskjör- dæmi tala þar skýrustu máli. Heldur lýsir greinin miklu fremur sálarástandi greinarhöf- undar og þeirri andlegu vanlíðan, sálarkvöl og sora, er þar innifyrir býr. Enda vill höfundurinn ekki láta nafns síns getið undir greininni, eða öllu heldur óþverr- anum, en kýs frekar að vera í fel- um með sín myrkraverk. Skrifar því undir greinina L-lista fólk. Það er ekki nóg með að hann reki hníflana í Eggert Haukdal og hann fái mestan skammtinn af óþverranum, heldur virðist hann þurfa að hníflast út í allt og alla, svo sem þá ágætu menn, Þorstein Pálsson ogÁrna Johnsen. Vart er hægt að hugsa sér annað en þeir sem lesið hafa umrædda grein geri sér grein fyrir eftirfarandi: í fyrsta lagi, er ekki eitthvað að hjá þeim sem skrifar slíkan þvætting og óhróður um náunga sinn? I öðru lagi, setur á prent og það í opinberan fjölmiðil, og síðast en ekki síst og það sem lélegast er, hefur hvorki kjark né heilsu til að skrifa í eigin nafni, en reynir þess í stað að koma óþverranum á heiðarlegt fólk. Að fyrrverandi L-lista fólk eigi hér hlut að máli. NEI, FRA- LEITT. f lokin sendi ég greinarhöfundi nokkur síðbúin heilræði. Varast vél brúka gœt sannleiks orða list sú þér verði töm lífs í skóla. pú rit-fúsi maður þín gœta mátt betur syo lifir þú af þennan andlega vetur. Er fóstur þíns huga þú fœrir í letur þá feðra þinn snáða og gangi þér betur. Þorsteinn Þórðarson Sléttubóli Austur-Landeyjum þJÓÐVIUINN FYRIR50ÁRUM Mesta ofbeldisverk sem framið hefur verið af íslenzkum ráð- herra. St. Jóhann sviptir bygging- arfélög verkamanna sjálfsá- kvörðunarrétti og knýr þau til að brjótasín eiginlög. Hitaveitumálið verður útkljáð í Kaupmannahöfn. Borgarstjóri, bæjarverkfræðingurog líklega fjármálaráðherrafara utan með Lyru í dag, til að ganga f rá samn- ingum. 1.JÚNÍ fimmtudagur í sjöundu viku sumars, þrettándidagurskerplu, 152. dagur ársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 3.22 en sest kl. 23.31. T ungl minnkandi á fjórða kvartili. VIÐBURÐIR Fardagar. Hafnarfjörður kaup- staður 1908. Fæddur Þorgils gjallandi (Jón Stefánsson) 1851. ÞjóðhátíðardagurTúnis. DAGBÓK APÓTEK Reykjavik. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúðavikuna 26. maí-1. júní er í Ingólfs Apóteki og Lyfjabergi. Fyrrnefnda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 frídaga). Síðarnefnda apótekið er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík sími 1 11 66 Kópavogur...............sími 4 12 00 Seltj.nes...............simi 1 84 55 Hafnarfj................sími 5 11 66 Garðabær................sími 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabílar: Reykjavík...............simi 1 11 00 Kópavogur...............sími 1 11 00 Seltj.nes...............sími 1 11 00 Hafnarfj................sími 5 11 00 Garðabær................sími 5 11 00 L>EKNAR Læknavakt fyrir Reykjavik, Sel- tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur allavirkadaga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, simaráðleggingar og tíma- pantanir í sima 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gef nar í sím- svara 18888. Borgarspítalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspit- alinn: Göngudeildin er opin 20-21. Slysadeild Borgarspítalans: opin allan sólahringinn sími 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt s. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsími vaktlæknis 985-23221. Keflavík: Dagvakt. Upplýsingar s. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspítalinn: aila daga 15-16,19-20. Borgarspítalinn: virkadaga 18.30-19.30, helgar 15-18, ogeftirsamkomulagi. Fæðingardeild Landspitalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: virka daga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg opin alla daga 15-16 og 18.30-19.30. Landakotsspítali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspitali Hafnarfirði: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spítal I nn: alla daga 15-16 og 18.30-19. Sjúkrahúsið Akureyri: alla daga 15-16 og 19.19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alla daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavik: alla daga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrir ung- linga Tjarnargötu 35. Sími: 622266, opið allan sólarhringinn. Sálfræðistöðin. Ráðgjöf í sálfræðilegum efnum. Sími 687075. MS-félagið Álandi 13. Opið virka daga frá kl. 8-17. Síminn er 688620. Kvennaráðgjötin Hlaðvarpanum Vestur- götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, sími21500, símsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem oröið hafa fyrirsifjaspellum, s. 21500, simsvari. Upplýsingar um eyðni. Sími 622280, beint samband viö lækni/hjúkrunarfræðing á miðvikudögum kl. 18-19, annars sím- svari. Samtök um kvennaathvarf, simi 21205. Húsaskjól og aöstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökin '78. Svaraö er í upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21- 23. Símsvari á öðrum tímum. Síminn er 91-28539. Félag eldri borgara. Opið hús í Goðheim- um, Sigtúni 3, alla þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga kl. 14.00. Bilanavakt (rafmagns- og hitaveitu:s. 27311. Raf magnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sif jaspellamál. Simi 21260 alla virka daga kl. 1 -5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt í sima 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 á fimmtudagskvöldum. „Opið hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opið hús" fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmfudögumkl. 17.00-19.00. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringiö í síma 91 - 22400 alla virka daga. GENGIÐ 31. maí 1989 kl. 9.15. Sala Bandarikjadollar.......... 57,05000 Sterlingspund............. 89,71100 Kanadadollar.............. 47,28000 Dönskkróna................. 7,36130 Norskkróna................. 7,95010 Sænskkróna................. 8,51870 Finnsktmark............... 12,88390 Franskurfranki............. 8,45810 Belgiskurfranki............ 1,36930 Svissn. tranki............ 32.99120 Holl.gyllini.............. 25,43410 V.-þýsktmark.............. 28,66830 Itölsklira................ 0,03957 Austurr. sch............... 4,07310 Portúg. escudo............ 0,34600 Spánskur peseti........... 0,44840 Japansktyen................ 0,39961 Irsktpund................. 76,63200 KROSSGATA 2 rs m 4 a . r^ uj ■ j • 10 11 12 13 14 r^ 1» i« r^i u 10 P 10 20 22 24 2« * Lrétt: 1 eldsneyti4 farga 8 kaupstaðu r 9 skort 11 rum 12meðal 14 struns 15 fræ 17 hagur19gufu21 túlka 22 lengdarmál 24 mæla25fljótinu Lóðrétt: 1 smyrsl 2 hróp 3 titruðu 4 ramma 5 fifl 6 tina 7 hraðanum 10guðshús 13hljóða 16 gapti 17sigað18 grænmeti 20 utan 23 féll Lausn á siðustu krossgátu Lárétt: 1 höft 4 þvag 8 einvígi 9 fell 11 afar12 agaleg 14ðð 15atar17 seggi 19aur21 óra22 rögn 24 atti 25 sáup Lóðrétt: 1 hæfa2fela 3tillag4þvaga5víf6 agað 7 girðir 10 Eggert 13etir16raga17sóa 18gat20Unu23ös Fimmtudagur 1. júní 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.