Þjóðviljinn - 01.06.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 01.06.1989, Blaðsíða 2
GARÐAR OG GRÓÐUR 1939-1989 Gróðursæld á landnámsjörð Garðyrkjuskóli ríkisins sem stendur á landnámsjörð að Reykjum í Ölfusi áfimmtíu ára starfsafmœli í ár Úr gróðurskálanum sem myndar hjarta hússins. Myndir: Jim Smart. Grétar Unnsteinsson skólastjóri Garðyrkjuskólans. manna bjó að Reykjum, en sú tilgáta hefur komið fram, að það hafi verið Karli, þræll Ingólfs Arnarsonar. Um aldir fara litlar sögur af Reykjum, að því undanskildu er Gissur jarl Þorvaldsson bjó þar og Oddur Gottskálksson lögmað- ur. Talið er að fyrstu eintökum Nýja testamentisins, sem Oddur Gottskálksson þýddi, hafi verið dreift frá Reykjum. Námsbrautir Námsbrautir við skólann eru fjórar, garðplöntubraut, skrúð- garðayrkja, ylræktun, útimat- jurtaræktun og umhverfisbraut. Garðyrkjunámið er þriggja ára nám að loknum grunnskóla. Vissar námsgreinar eru sameigin- legar öllum nemendum, aðrar eru sérgreinar fyrir hverja náms- braut. Umhverfisbrautin er ný náms- braut við Garðyrkjuskólann og í vetur sem leið var hún starfrækt í fyrsta sinn. Raunar er þetta í fyrsta skipti sém umhverfismál eru kennd sem aðalgrein náms- brautar við skóla hérlendis. Hólmfríður Sigurðardóttir jarðvegslíffræðingur hefur yfir- umsjón með umhverfisbrautinni. Markmið brautarinnar er að mennta fjölhæft og fært fólk til þess m.a. að sjá um umhverfis- túlkun, landgræðslu, mengunar- varnir og fleira á sviði umhverfis- mála. Nemendur Nemendur koma alls staðar að af landinu og hefur aðsóknin að skólanum farið sífellt vaxandi á síðustu árum. Á nýliðnum vetri voru nemendur 35 talsins, þar af 26 í heimavist. Garðyrkjuskólinn á hlut í ný- í tilefni afmælisins er efnt til fjölbreytilegrar dagskrár á ár- inu sem hófst með opnu húsi á sumardaginn fyrsta. Við það tækifæri tók skólinn á móti rúmlega fimm þúsund gest- um. Sumardagurinn fyrsti er í rauninni afmælisdagur skól- ans, á þeim degi í blíðskapar- veðri fyrir fimmtíu árum var skólinn vígður og vígslu- ræðuna hélt þáverandi land- búnaðarráðherra Hermann Jónasson. Afmælishátíð skólans verður 19. ágúst fyrir fyrrverandi og nú- verandi nemendur, starfsmenn, garðyrkjumenn og boðsgesti og þá um leið verður opnuð garð- yrkjusýning sem opin verður al- menningi frá 20.-27. ágúst. Dagana 21. og 22. ágúst verður síðan haldið garðyrkjuþing fyrir allar greinar garðyrkjunnar, þar sem fyrst og fremst verður fjallað um framtíö íslenskrar garðrækt- ar. Þing þetta er haldið í minn- ingu fyrsta skólastjórans, Unn- steins Ólafssonar, sem jafnframt var fyrsti íslendingurinn sem lauk háskólaprófi í garðyrkju. Hjarta skólans Skólinn er í glæsilegum húsa- kynnum í hlíðinni undir Hengli, og þótt úti blási kaldir vindar og rigni úr öllum áttum opnast undraveröld óháð veðráttu þegar inn er komið. Mikill gróðurskáli myndar hjarta hússins og örvar hjartslátt þeirra er um hann ganga, þvf hann er einna líkastur aldingarðinum Eden, slíkt er úr- val trjáa og blóma. Gróðurskálinn nær yfir 1100 fermetra svæði og á þaki hans er trefjaplast sem birtan nær að streyma gegnum. Mót suðri eru stórir gluggar og í miðjum skálan- um rennur lækur sem seytlar fram af stalli og myndar lítinn foss. Lækurinn rennur ófan í tjörn, og í henni speglast gróðurinn allt í kring. f gróðurskálanum og and- dyri hússins eru ræktaðar 152 teg- undir trjáa og blóma auk laukjurta og fjölærra plantna. Auður Sveinsdóttir landslags- arkitekt annaðist skipulagningu gróðurskálans og anddyris. Þess má geta að í skálanum eru engin þrep og er þar greiðfært jafnt fyrir gangandi fólk sem fólk í hjólastólum. Skólinn fékk sér- staka viðurkenningu frá Ferli- nefnd 1984. Markmið skólans Grétar J. Unnsteinsson skóla- stjóri Garðyrkjuskólans segir að markmið skólans sé að veita sér- fræðslu í garðplönturæktun og trjárækt, í skrúðgarðyrkju, yl- ræktun, útimatjurtaræktun og í umhverfis- og náttúruverndar- málum. Markmið skólans er einnig að stuðla að aukinni fræðslu og endurmenntun þeirra er við garð- yrkju starfa. Skólinn stendur fyrir námskeiðum, fræðslufund- um, útgáfu fræðslurita, ásamt leiðbeiningaþjónustu og birtingu tilraunaniðurstaðna. Skólinn lét gera könnun árið 1982 á því hvaða atvinnu nem- endur skólans stunduðu. Þá kom í Ijós að af hópnum sem útskrifast hafði frá upphafi störfuðu 75% við garðyrkju. Vegna aukins áhuga á garðyrkju og grænmetis- ræktun ættu því framtíðarhorf- urnar að vera góðar fyrir ungt og velmenntað fólk á þessu sviði. Reykir í Ölfusi Það var Jónas frá Hriflu sem beitti sér fyrir því að ríkissjóður keypti Reykjatorfuna í Olfusi árið 1930. Til Reýkjatortunnar heyra fimm jarðir, þar sem Reykir eru aðaljörðin, en alls nær þetta land yfir um 3600 hektara. Náttúrufar og lífríki Reykja er mjög fjölbreytt og býður upp á mikla möguleika til náttúruskoð- unar. Ekki er vitað hver fyrstur Helgi Jóhannsson ylræktarkennari með bananatré sér við hlið. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.