Þjóðviljinn - 01.06.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.06.1989, Blaðsíða 3
GARÐAR OG GRÓÐUR Teikningar af einum þeirra 7 skrúögarða sem gerðir verða við skólann á komandi ári. Gúrkur eru í tilraunaskyni ræktaðar í mismunandi stærðum. Paprikurækt og tilraunir með þær eru fastir liðir í tilraunaskálanum. legu íþróttahúsi í Hveragerði og sækja nemendur skólans frjálsa tíma í íþróttum tvö kvöld í viku. Sundlaug Hveragerðis er rétt við túnfótinn og má segja að þar sé annað heimili margra nem- enda. Nemendur sjá um sölusýningu í garðskálanum á vorin og rennur ágóði sölunnar í ferðasjóð nem- enda. I sumar munu þeir halda til Bretlands til að kynna sér gróður og garða þar. Nemendur nýta sér einnig vel bókasafn skólans sem er stærsta garðyrkjubókasafn hérlendis. Tilraunir í skólanum er lögð vaxandi áhersla á tilraunastarfsemi. Næg- ur jarðhiti er á svæðinu og til- raunagróðurhúsið vel tæknivætt. Á s.l. hausti hóf Helgi Jó- hannsson ylræktarkennari störf við skólann, og stjórnar hann m.a. athyglisverðum tilraunum með breytilegan jarðveg fyrir grænmeti. f tilraunagróðurhús- inu kennir ýmissa grasa, þar eru m.a. ræktaðar paprikur í Heklu- vikri. í kringum vikurinn er kom- ið fyrir mismunandi umbúðum og markmiðið er að finna hentugar umbúðir um ræktun. Einnig eru gerðar tilraunir með smágúrkur, en þær eru helmingi styttri en gúrkurnar sem við eigum að venjast. Chilipipar, eða rauður pipar, er hvergi ræktaður nema í til- raunaskálunum og eins eru þar ræktaðir bufftómatar. Frá því 1970 hafa verið gerðar sólargeislamælingar og er veður- athugunarstöð við skólann. BBC til Reykja Skólinn tekur þátt í margvís- GARBEIGENDUR ATHUGIÐ! Garður er húsprýði, en verður hann það án blóma? Við höfum langa reynslu í ræktun blóma og úrvalið af sumarblómum, fjölærum blómum og kálplöntum hefur aldrei verið meira en í ár. komið, skoðið eða hringið. ÞAÐ BORGAR SIG. Garðyrkjustöð Ingibjargar Sigmundsdóttur, Heiðmörk 38. Sími 98-34800 (heimasími 98-34259) legu erlendu samstarfi m.a. í al- þjóðasamtökum garðyrkjusér- fræðinga. Á hverju ári fara fram nemendaskipti við önnur lönd. Fyrir nokkrum árum gerði ís- lenski sjónvarpsmaðurinn Magn- ús Magnússon þátt frá Reykjum sem sýndur var í Bretlandi og í sumar er ráðgert að breska sjón- varpsstöðin BBC sendi fólk til landsins og geri nokkra þætti um skólann og starfsemi hans. Fjórir nýir skrúðgarðar í tilefni af afmæli skólans efndu íslenskir landslagsarkitektar til samkeppni meðal félagsmanna sinna um skrúðgarða sem rísa skyldu í hlíðinni fyrir neðan skólann. Samkeppninni lauk þann 23. febrúar í ár og hafði þá borist 21 tillaga. Að sögn Grétars Unnsteinssonar gaf samkeppnin mjög fjölbreytta mynd af þeim morgu möguleikum sem eru á nýtingu garða og mótun þeirra. Sjö af þessum görðum verða útfærðir af nemendum skólans. Það er hlutverk landslagsarki- tekta að teikna og skipuleggja garða, en skrúðgarðafræðinga að vinna úr teikningum til fram- kvæmda. Vinningsgarðarnir verða út- færðir á lóð skólans, en teikning- arnar eru gjöf frá Félagi íslenskra landslagsarkitekta til skólans. Garðarnir verða með mjög mismunandi yfirbragði. Einn er með ævintýrasniði sem höfðar til barna, annar í hefðbundnum hallargarðastíl, sá þriðji sem völ- undarhús og sá fjórði hugsaður fyrir aldraða og hreyfihamlaða og svona mætti lengi telja. Almennur áhugi á gróðri og gróðurvernd hérlendis ætti að tryggja framtíð Reykjaskóla. Þetta er fallegt umhverfi og hefur mikið verið ræktað allt í kring. Það eru margir farnir að notfæra sér fallegar gönguleiðir í hlíðun- um, bæði frá Ólfusborgum og Hveragerði. Náttúrulækningafélag íslands er þegar búið að taka inn í sitt forvarnarstarf göngur og hlaup í fjallshlíðinni fyrir ofan skólann, en þar er kominn vísir að trjá- plöntusafni með skógræktar- svæði til beggja handa. eb GARÐSKIPULAG Einkagarðar og fjölbýlishúsalóðir — endnrskipulag á eldri görðum — garðstofur — leiksvæði — umhverfi atvinnuhúsnæðis — sumarbústaðabyggð — ráðgjöf STANISLAS BOHIC SÍM112056 Eigum til fallegt birki í mörgum stærðum. Einnig sumarblóm og runna. Opið frá kl. 8-21, sunnudaga til kl. 18. Gróðrarstöðin Skuld Lynghvammi 4 Hafnarfirði Sími 65 12 42

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.