Þjóðviljinn - 01.06.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.06.1989, Blaðsíða 4
GARÐAR OG GRÓÐUR Rikki í flaginu sínu. Mynd: Jim Smart Taktu fíag í fóstur! Jafnvel dauður melur getur lifnað með dálítilli natni. Ríkharður Ásgeirsson: í landi blindra er sá eineygði kóngur! Það er ekki búsældarlegt um að litast á leiðinni frá Keflavíkurveginum vestur í Hafnir. Á einum stað má þó sjá nokkur stingandi strá - meira að segja blóm og staka runna. Það er þar sem Rík- harður Ásgeirsson hefur „tekið flag í fóstur“ eins og hann orðar það. Hafnamenn kalla staðinn Bringar og þarna setti Elísabet Jensdóttir í Keflavík fyrst niður þrjú gren- itré sem nú eru orðin myndar- leg. Á þessum stað er líka skotgröf sem Bretar gerðu sér í hernáminu 1940, vel falin í grjótinu; utan um hana er að vaxa fram villtur „garður". Ríkharöur á sér þá hugsjón að rækta hrjóstruga mela og mold- arflög þessa lands, og hann ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Fyrir þrem til fjórum árum fann hann þetta flag og hef- ur síðan flutt allt lífrænt afrak úr garðinum sínum í Kópavogi þangað, gras, lauka og afleggjara af öllu tagi, í stað þess að troða því í svartan plastpoka og aka með það á haugana. „Eftir að fréttist um þetta hefur fólk komið til mín og spurt hvort ég vilji ekki hirða afrakið þeirra líka og nota það þarna suðurfrá," segir Rík- harður, „og ég þigg það. Mér finnst mikil sóun að henda svona gagnlegu rusli.“ En er þetta ekki vanþakklátt starf? „Þetta lifnar! Það sýnir að þetta er hægt. Jarðvegurinn er auðvitað ákaflega rýr og leirkenndur, en hann hefur tekið vel á móti þessum leifum þó að við berum engan áburð á. Þarna vaxa orðið bæði víðir og ösp sem upphaflega voru stilkar frá grisjun sem ég stakk fyrst í vatn og svo í moldina og dafna ágæt- lega. Sama má segja um sólberja- runna og rifs, Kanadakoll, valm- úa, skarðsóley, dúnurt og mjað- arjuri, þessar jurtir sem fólk kall- ar stundum illgresi. Það eina sem er „illt“ við þessar plöntur er að þær eru duglegar að bjarga sér og hemjast illa í görðum. Þess vegna eiga þær vel heima á svona stað. Hér eru allar jurtir merkilegar - í landi blindra er sá eineygði kóng- ur! Mér hefur líka reynst vel að taka fræ af hvönn og birki, það tekur furðuvel við sér. En af hverju hirðirðu ekki frekar um stað þar sem eitthvað er fyrir til að hugsa um? „Móagróður verður að fá að vera í friði,“ svarar Ríkharður. „Það er annað með svona flag. Þar þarf ekki að hafa áhyggjur af að maður raski neinu jafnvægi. Svo er alveg sérstaklega ánægju- legt að sjá svona stað í blóma, og ég skora á garðeigendur að taka flag í fóstur, nóg er af þeim og árangurinn lætur ekki á sér standa.“ SA Garðyrkj n verkfæri Orðsending til viðskiptamanna Á síðastliðnu ári sameinuðust fimm verksmiðjur í Danmörku, Noregi, Finnlandi og Svíþjóð undir nafninu GRIPIT International. Þessar verksmiðjur eru: • Zinck - Lysbro A-S • D.S.I. • Norge Redskap • WEDEVÁG Redskap AB • FISKARS Q Q Q Framvegis verður öll framleiðsla þessara verksmiðja seld undir nafninu GRIPIT og öll verkfæri merkt með því nafni. Höfuðstöðvar og lager fyrir allar verksmiðjurnar verða í Danmörku. Við erum umboðsmenn hér á landi fyrir GRIPIT International. K. Þorstelnsson & Co. Skútuvogi 10 E -104 Reykjavík - simi 685722 Handbók Tré og runnar Út er komin hjá Erni og Örlygi endurútgáfa bókarinnar Tré og runnar, - Handbók rækt- unarmannsins - eftir Ásgeir Svanbergsson. Bókin kom fyrst út 1982 en var fyrir löngu orðin ófáanleg. f bókinni eru 170 litmyndir af trjám og runnum, allar fengnar úr safni Skógræktarfélagsins. Höfundurinn Ásgeir Svan- bergsson hefur verið græðireits- stjóri félagsins í mörg ár og kynnst vandkvæðum garð- eigenda. í bókinni er m.a. fjallað um það hvernig á að grisja, klippa og hirða, svo og fræðsluþættir um jarðveg, áburð og gróðursetn- ingu. Oll latnesk plöntuheiti eru þýdd á íslensku og skýrð eru helstu fræðiorð grasafræðinga. Fulltrúar grasafræðinga, skóg- ræktarmanna og garðyrkjufræð- inga hafa starfað að því síðan 1987 að samræma íslensk plöntu- nöfn svo að samstaða megi nást um eitt nafn á hverja tegund. Bókin er handhæg með skýrum leiðbeiningum jafnt fyrir fræði- menn sem áhugafólk. eb 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvikudagur 31. maí 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.