Þjóðviljinn - 02.06.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.06.1989, Blaðsíða 2
Ég, Skaði, er náttúrlega alvörugefinn maður, mér finnst meira en nóg léttúð í þjóðfélaginu. Verðhækkanir hér, gjaldþrot þar, opinber brennivínskaup meiri en ég fái torgað, að ógleymdri sjálfri ríkisstjórn Steingríms Hermannsssonar, sem er langt frá því að vera gamanmál. Þessvegna fannst mér líka nóg um þegar ég sá Árna hér á götunni í dag. Við höfum náttúrlega talast við öðru hvoru, enda plataði hann mig til að skrifa í þennan kommasnepil sinn út á gamlan kunningsskap - auk þess sem ég vil heldur skrifa fyrir rauðliða og aðra sem eru á allt öðru máli en ég, það er vitið meira en að vera að þusa yfir þeim sem eru mér sammála. En nóg um það. Mér fannst semsagt nóg um þegar ég sá Árna, því hann var eitthvað svo léttúðugur í göngulagi og flissandi. Og ég spuröi si sona: Ertu sona kátur yfir standinu á Godda- stöðum, það er að segja þessu blaðræskni þínu? Árni ansaði þessu ekki en sagði: Veistu það Skaði, ég var að lesa í rússnesku blaði fyrstu syrpuna af pólitískum skrýtlum sem birtist á sovésku prenti. Ég hefi að vísu heyrt þær allar áður. (Ekki vantar montið í þetta Þjóðviljalið, hugsaði ég). En mér er sama. Þetta er stórkostlegt og stórbrotið. Sköpunarverk al- þýðu, pólitíska skrýtlan, háskalegasta list í heimi, hún fær nú sinn rétt Jæja, sagði ég. Til dæmis? Til dæmis stóð þessi í blaðinu: Það kemur dómari út úr dómssalnum og hlær og hlær. Er að springa úr hlátri, Og kollega hans spyr hvernig standi á því að hann láti svona. Ég heyrði svo frábæra skrýtlu áðan, sagði dómarinn. Lát heyra, segirhinn. Értu vitlausmaður-ég sem var að láta asnann sem sagði skrýtluna fá fimmtán ára dóm. Þetta finnst þér fyndið? sagði ég. Ef ekki fyndið. þá merkilegt og eiginlega bæði kjarnsætt og táknrænt, sagði Árni. Eða hvað segirðu um þessa hér: Það er verið að halda fund í samyrkjubúinu um kommúnismann sem kemur bráðum. Fyrirlesarinn er meðal annars spurður að því, hvað þessi formúla þýði, að í kommúnismanum fái allir eftir þörfum. Það er ósköp einfalt, segir hann. Alla langar til að fljúga til dæmis. Og í kommúnismanum munu allir eiga sér flugvél. Þá stendur upp karl einn, klórar sér á bak við eyrað og segir: Ég skil þetta ekki alminnilega. Nú ég get skilið að allirfái sitt reiðhjól' eða segjum sinn kæliskáp, en flugvél, hvað hef ég til dæmis að gera við flugvél? Því er nú auðsvarað, sagði fyrirlesarinn. Þú vaknar snemma morg- uns og kveikir á útvarpinu. i útvarpinu er sagt frá því, að í Novosíbírsk veröi seld í dag gúmístígvél. Og þú rýkur á fætur og upp í þína eigin flugvél og flýgur til Novosíbírsk og þar verður þú fyrstur í biðröðina eftir stígvélunum. Þú skilur. Já sagði ég, Skaði, og hló ekki. Það er sem ég segi: markaðslögmál- in sigra. Þú ert alveg húmorslaus Skaði minn, sagði Árni. Hvað segirðu um þessa: Tveir menn sitja í fangabúðum og annar spyr hinn: Fyrir hvað situr þú inni? Fyrir að segja skrýtlu um Stalín. En þú? Ég sit inni fyrir leti. Fyrir leti? Já. Við Petrov sátum saman eitt kvöld yfir vodkaflösku og sögðum hvor öðrum sögur. Þegar ég var á leiðinni heim þá datt mér sisona í hug, að ég ætti nú að líta við hjá löggunni og kæra hann. En ég nennti því ekki þegar til kom og fór beint heim. En hann, hann var ekki eins latur. Jamm, sagði ég. Eða spurningar og svör armenska útvarpsins, sagði Árni. Það er andskoti merkilegur bálkur. Til dæmis kemur ein svona spurning til armenska útvarpsins: Er til nokkur leið út úr vonlausri stöðu? Svar: Við svörum ekki spurningum um landbúnaðinn. Jájá, sagði ég, Skaði. Ég veit þetta allt saman. Ég gæti sjálfur bætt heilmiklu við. Hvenær var það að fíllinn kviðslitnaði? Manstu það? Nei, það er ekki von. Það var þegar hann reyndi að lyfta sovéskum land- búnaði. Og bera ekki allar sögur í sér alþjóðlegan kjarna? Væri ekki upplagt fyrir þig að snúa sovéskum sögum upp á Þjóðviljann þinn? Þar hæfir svo sannarlega skel tranti. Til dæmis þessari: Spurt er: Hvenær verður líf á Mars? Svar: Hvenær verður líf á Þjóðviljanum. Hehe. Nú var það Árni sem hló ekki. Það tölum við ekki um í öðrum sóknum, Skaði minn, sagði hann. Og meðan ég man: þessi Sjálfstæðisflokkur þinn, hann er svo djöfull leiðinlegur að það hefur aldrei tekist að segja um hann eina einustu skrýtlu. Ég skal segja þér eitt, Árni, sagði ég. Sæll er sá flokkur sem eignast aldrei púður í skrýtlu, það er sko víst og satt. Hann ætlaði að fara að mótmæla eitthvað, en ég nennti ekki að hlusta á hann. Ég þoli ekki þetta alvörulausa útúrsnúningalið, og hafiðið það. HVAÐ UM STJÓRN STEINGRÍMS HER- MANNSSONAR? Skottulæknar óþekktir hér. Fyrírsögn í Tímanum ÖLLU FER AFTUR Með þessari aðferð er Jón Steinar Gunnlaugsson lögfræð- ingur að koma því á framfæri við alþjóð að íhaldið drekki ekki vín.. Öðru máli gegnir um framsókn- armenn. Tíminn PÍSLARVÆTTI LÖG- MANNA Mikil brögð eru að því í seinni tíð, að kröfur þær sem lögmenn fá til innheimtu reynast með öllu ónýtar og afleiðingar innheimtu- tilrauna eru þær einar að þeir sitja uppi með útgjöldin ein af þeim tilraunum. Morgunblaðid VAXANDIGRIMMD í ÞJÓÐFÉLAGINU Það er lágmarkskrafa til þing- manna að þeir mæti á þingfundi og sitji kyrrir, til dæmis klukku- stund í senn. Morgunblaðið BÓSASAG A FÆR DALLASLENGD? Skoðar 300 ára ástalíf í bað- stofum okkar. Fyrírsögn í Tímanum KRATAR ENDUR- HEIMTASINN STÉTTARÓVIN Það hefur lengi verið draumur þeirra Alþýðuflokksmanna að endurskipuleggja landbúnað- inn... Þessi viðureign hefur tekið á sig skrýtnar myndir og einn dag- inn var spurt: Hver á landið? - líklega með það fyrir augum að geta þrengt að sauðkindinni. Tíminn enn erkjarkurí VORRI ÞJÓÐ Þjóðin kaupir svínakjöt meðan óseljanlegar birgðir hlaðast upp af kindakjöti. Það er vísbending um að neytendur láta ekki lengur draga sig á asnaeyrum. Morgunblaðið PETTA ER HOLL- USTUVERNDASN- INNÞINN Víkverji var nýlega á ferð í Par- ís. Þar kostar einn og hálfur lítri af Kóka Kóla tæplega 5 franka eða rúmlega 40 krónur. Hér á ís- landi kostar þetta sama magn frá 139 krónum upp í 160 krónur. Hvernig má þetta vera? Morgunblaðið 2 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 2. júní 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.