Þjóðviljinn - 02.06.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.06.1989, Blaðsíða 4
íslendingar ryðja Japönum braut Dr. Gerd Leipold og dr. Ros Reeve segja herferð Grœnfriðunga gegn íslenskum sjávarafurðum óljúft neyðarúrrœði. Neyða verði ríkisstjórnir tilþess að halda heitstrengingar um umhverfisvernd. Grænfriðungar hafi hvorki miklar tekjur né mikil útgjöld vegna hvalveiðimálsins Einsog kunnugt er úr fréttum komu þrír háttsettir Grænfrið- ungar hingað til íslands í fyrri viku, báru af sér ýmsar sakir sem bornar eru á samtök þeirra í kvik- mynd Magnúsar Guðmunds- sonar, „Lífsbjörg í norðri“, og greindu frá málaferlum sem eru í uppsiglingu vegna meintra rang- færslna og blekkinga í henni. Blaðamaður Nýs helgarblaðs gekk á fund tveggja þessara er- indreka á dögunum. Dr. Ros Ree- ve hefur yfirumsjón með herferð Grænfriðunga til höfuðs hval- veiðum og er bresk að þjóðerni. Dr. Gerd Leipold er hinsvegar þýskur og yfirmaður vestur- þýskra Grænfriðunga. Hér á landi hefur fólk á orði að það sé fáránlegt og óréttlátt af Grænfriðungum að reyna að leggja íslenskt efnahagslíf í rúst vegna þess að sjávarútvegsráð- herra heldur til streitu umdeildri áætlun sem felur í sér veiðar 68 hvala. Dr. Ros Reeve: „Það er Græn- friðungum mjög óljúft að efna til herferðar sem þessarar og hvetja fólk til þess að hundsa íslenskar sjávarafurðir. Þetta er neyðarúr- ræði og menn skyldu hafa það hugfast að baráttuherferðin fyrir hvalvernd hefur staðið óslitið í 11 ár. Hér hangir fleira á spýtunni en örlög 68 eða 80 hvala.“ Einsog hvað? Dr. Reeve: „Við verðum að líta á þetta mál í alþjóðlegu sam- hengi og hlutverk íslendinga í því. í fyrsta lagi grafa þeir undan alþjóðasamþykkt Alþjóða hval- veiðiráðsins með breytni sinni og setja öðrum þjóðum slæmt for- dæmi með því að veiða hvali í nafni vísinda. Með þessu ryðja þeir brautina fyrir t.d. Japani sem hyggjast von bráðar hrinda í framkvæmd sinni eigin 12 ára áætlun um „vísindahvalveiðar". Einar og sér skipta hvalveiðar ís- lendinga ekki höfuðmáli heldur málið í heild sinni og í alþjóðlegu samhengi." Dr. Gerd Leipold: „Ég vil leggja á það áherslu að það voru ekki Islendingar sem bjuggu til hugtakið „hvalveiðar í vísinda- skyni“ en þeir voru fyrstir til þess að nota það til þess að réttlæta hvalveiðar í ábataskyni. Japanir sigldu í kjölfarið. Og þótt þeirra áætlun sé miklu stærri í sniðum þá skipta íslendingar ekki minna máli sem frumherjar í misnotkun vísinda vegna hvalveiða. Geislamengun Það er athyglisvert að bera ör- lög hvalveiðibannsins saman við afdrif annars alþjóðasáttmála eða Lundúnasáttmálans um los- un geislavirkra úrgangsefna í haf- iðfrá 1983. Hann varsamþykktur af miklum meirihluta þjóða en jafnskjótt og það var orðið lýstu bresk stjórnvöld yfir að þau myndu virða hann að vettugi sak- ir þess að hann „væri ekki bind- andi“. Þetta kom náttúrlega fáum á óvart þar eð Bretar voru þeir einu á þessum tíma sem blygðunarlaust fleygðu geisla- virkum úrgangi í sjóinn. En það er bara svo dæmigert að í hvert sinn sem þjóðir heims koma sér saman um eitthvað rísa þeir aðil- ar upp er sjá hagsmunum sínum ógnað og hrópa: „Nei, þetta hef- ur ekki lagagildi. Þetta er ekki bindandi samþykkt" eða eitthvað í þeim dúr. Með slíku er hægt að grafa undan og gera að engu áhrif allra alþjóðasamþykkta. Og ég held að það séu ekki síður hags- munir íslendinga að reynt sé að stemma stigu við þessu.“ Nú genguð þið á fund forsætis- ráðherra og sjávarútvegsráð- herra og þeir lýstu því yfir að ekki kæmi til greina að semja við ykk- ur um að hætta hvalveiðum gegn því að þið stöðvuðuð herferðina gegn íslenskum sjávarafurðum. Hvað takið þið ykkur fyrir hend- ur nú? Hyggist þið herða áróður- inn? Dr. Reeve: „Viðmunum halda herferðinni til streitu þar til hval- vertíðinni lýkur en það er aldeilis óvíst hvort við herðum áróður- inn. Annars er áróður ekki rétta orðið yfir þetta, upplýsingaher- ferð er nær lagi.“ Nú kom fram á blaðamanna- fundi á Hótel Borg fyrir skemmstu að þú (R. Reeve) hefðir átt fund með Jóhanni Sigurjóns- syni sjávarlíffræðingi sem hcfur yfirumsjón með hvalvísindaáætl- uninni. Gat hann sannfært þig um að áætlunin hefði í raun og veru vísindagildi? Dr. Reeve: „Ég hygg að hvala- talningin og sá hluti áætlunarinn- ar sem ekki krefst þess að dýrin séu drepin kunni að koma að gagni. En þeir þættir hennar sem ganga út frá veiðum færa vísind- unum ekki nokkurn skapaðan hlut. Og Jóhanni tókst ekki að sannfæra mig um hið gagnstæða. Nú segja menn auðvitað sem svo að ég hafi byrgt fyrir skilningar- vitin áður en ég gekk á fund for- mælenda þessarar vísindaáætlun- ar en það er ekki rétt. Ég gat bara ekki komið auga á að þessi vinna þeirra væri einhvers virði. Þetta hefur allt verið gert áður! Kjarni málsins er sá að Alþjóða hval- veiðiráðið hvatti aðildarþjóðir sínar til þess að kanna stærð stofna í sinni lögsögu og þettá er verið að gera. Með talningu....“ Dr. Leipold: „Sé nauðsynlegt að drepa hvalina til þess að kom- ast á snoðir um fjölda þeirra þá verður að drepa þá alla. Þetta þætti ekki skynsamleg aðferð við manntal! Dr.Reeve: „Og það sem veld- ur tortryggni minni og annarra í garð þess starfs sem þeir Jóhann Sigurjónsson og félagar inna af hendi er sú staðreynd að kostnað- ur vegna þess er greiddur af hval- veiðifyrirtæki, hagsmunaaðila, og því spurði ég hann hvort hann treysti sér til þess að gæta hlut- lægni. Hann svaraði því játandi en ég verð að ítreka ótrú mína á vísindarannsóknum sem eru kostaðar af aðilum sem eiga mikilla hagsmuna að gæta varð- andi niðurstöðuna." Dr.Leipold: „Enn er ekki úr vegi að líta á hliðstæður í málum sem snerta geislavirkni, geisla- virkan úrgang og geislavirka kaf- báta. Þegar öldur risu hvað hæst vegna deilunnar um losun geisla- vírkra úrgangseína í hafið gengu ýmsir breskir vísindamenn fram fyrir skjöldu og lýstu yfir að þeir væru „ábyrgir" og að þeim „stæði ekki á sama um höfin blá“ og „við vitum hvað við erum að gera og hér er engin hætta á ferðum fyrir lífríki sjávar." Þessir menn eru í vel launuðum störfum fyrir bresk stjórnvöld. Og það er athyglis- vert að rökin fyrir „hvalveiðum í vísindaskyni" minna um margt á málflutning bresku vísindamann- anna þegar þeir vísuðu úrtölu- röddum á bug og létu að því liggja að „vísindin" teldu að losun geislavirkra efna í hafið væri með öllu hættulaus. Annarskonar samanburður er athyglisverður. Þegar samþykkt var bann við losun geislavirkra úrgangsefna í hafið lýstu Banda- ríkjamenn og Bretar yfir aö þeir hygðust hafa það að engu. Þessu mótmæltu þjóðir sem sækja lífs- björg í sjávardjúpin, til að mynda íslendingar og Spánverjar. En svo þegar samþykkt er tímabund- ið hvalveiðibann hafa íslendingar það að engu en Bretar og Banda- ríkjamenn taka undir verndunar- sjónarmið. Grænfriðungar vilja ætíð að verndunarsjónarmið hafi forgang fram yfir skammsýn hagsmunasjónarmið. Því eiga þeir samleið með íslendingum í fyrra tilfellinu en Bandaríkja- mönnum og Bretum í því síðara. “ En hafa Grænfriðungar ekki hagnast mjög fjárhagslega á hval- veiðimálinu? Dr. Leipold: „Nei, því fer fjarri. Fjársöfnun vegna hvala- málsins aflaði aðeins 6 af hundr- aði tekna breskra Grænfriðunga í fyrra. Vesturþýskir Grænfrið- ungar afla sáralítils fjár vegna baráttunnar gegn hvalveiðum. Á mínum heimaslóðum er efna- og geislamengun mál málanna, ör- dauð vötn, fjólubláar og vínrauð- ar ár, súrt regn og fúnir skógar og svo framvegis. 400 þúsund Vestur-Þjóðverjar hafa svo mikl- ar áhyggjur af þessu að þeir greiða okkur félagsgjöld og vilja veg Grænfriðunga sem mestan. Og þeim fjölgar jafnt og þétt. Við höfum ekki efnt til sérstakrar fjársöfnunar vegna hvala- og selaveiða síðan 1986. Staðr- eyndin er sú að herferðin gegn hvalveiðum íslendinga hefur hvorki mikil útgjöld í för með sér né aflar hún tekna sem nokkru nema.“ Dr. Reeve: „Ég spurðist fyrir um þetta hjá bandarískum Græn- friðungum og fékk þau svör að fyrst og fremst tvö baráttumál þeirra snertu fólk svo að það léti fé af hendi rakna. Það væri ann- ars vegar baráttan gegn efna- mengum en hinsvegar baráttan gegn höfrungadrápi túnfiskveiði- manna á Kyrrahafi." Hefur komið til tals að Græn- friðungar opni skrifstofu hér í Reykjavík? Dr. Reeve: „Ja, nei og já, eiginlega ekki. Mér barst til eyrna að einhverjir aðilar væru reiðubúnir til þess að Ijá okkur húsnæði undir skrifstofu en það var nokkru áður en kvikmynd Magnúsar Guðmundssonar, „Lífsbjörg í norðri“, var sýnd í íslenska sjónvarpinu og olli andúð í okkar garð. Með rang- færslum og útúrsnúningum og grófum blekkingum! En það er sem sé ekki á dagskrá í augna- blikinu.“ Dr. Leipold: „Við reynum eftir föngum að opna skrifstofur hvar- vetna þar sem Grænfriðungar láta til sín taka í einhverjum mæli. Staðreyndin er sú að það er ekki jafn brýnt að opna skrifstofu hér og víða annars staðar vegna þess að í samanburði við aragrúa ríkisstjórna hefur sú íslenska til- tölulega óflekkað mannorð. Engu að síður hefðum við fulltrú- ar Grænfriðunga átt að leggja leið okkar oftar hingað til íslands til þess að útskýra stefnu okkar og markmið og eyða allavega misskilningi um okkur hérlendis. Því burtséð frá hvalveiðimálinu hafa íslendingar mikla samúð með baráttu okkar fyrir umhverf- isvernd og skilja að í þeim efnum, einkum þó verndun lífríkis sjáv- arins fyrir efna- og geislamengun, eigum við sameiginlegra hagsmuna að gæta.“ ks Dr. Gerd Leipold og dr. Ros Reeve. „í samanburði við ótalmargar ríkisstjórnir hefursú íslenska tiltölulega óflekkað mannorð í umhverfismálum." 4 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 2. júni 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.