Þjóðviljinn - 02.06.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 02.06.1989, Blaðsíða 6
Skýrsla Alberts Jónssonar, „Island, Atlantshafs- bandalagið og Keflavíkurstöðin“, sem nýverið kom út á vegum Oryggismálanefndar er hið merkasta plagg og á margan hátt einstætt. Þar er fjallað ítar- lega um skipulag Nató, skipulag og starfsemi Kefla- víkurstöðvarinnar og samskipti íslenskra stjórnvalda við bandarísk hernaðaryfirvöld og þátt- töku þeirra í samstarfi innan Nató. Það er óhætt að fullyrða að þau eru ekki mörg ritin til þar sem reynt er að draga saman eins og gert er í skýrslu Alberts hvernig hernaðarkerfi Nató ann- ars vegar og hernaðarkerfi Bandaríkjanna hins veg- ar verka og hvernig örlög okkar íslendinga blandast inn í þessi risavöxnu bákn, hvernig ákvarðanataka innan þessara kerfa fer fram, hvaða svigrúm við íslendingar eigum til þess að hafa áhrif á innan þessara kerfa og hvernig íslensk stjórnvöld hafa í raun forðast að vera fullgildur þátttakandi hvort heldur er í tvíhliða bandalagi við Bandaríkin eða á vettvangi Atlantshafsbandalagsins. í skýrslunni eru einnig ítarlegar upplýsingar um Keflavíkurstöðina, skipulag hennar, vígbúnað og helstu mannvirki og hvar eftirlitssvæði kafbátarl- eitarvélarinnar eru o.s. frv. Skýrslan á eflaust eftir að verða umdeild bæði meðal andstæðinga Nató og einlægra stuðnings- manna og vissulega er margt sem gagnrýna má í skýrslunni. Engu að síður er óhætt að fullyrða að í skýrslunni er mikið magn gagnlegra upplýsinga. Enginn sæmilega upplýstur maður ætti því að láta hjá líða að kynna sér þessar upplýsingar og draga síðan sjálfstæðar ályktanir af þeim eftir á. Hér á síðunni verður drepið á nokkur þau atriði sem drepið er á í skýrslunni með beinum eða óbeinum hætti. -VG Varnarmálaskrifstofan Veit hún ekki að Keflavíkurstöðin er bandarísk? Eitt af því sem Albert Jónsson gerir skýra grein fyrir í skýrslu sinni um Island, Nató og herstöð- ina í Keflavík er að íslenskir ráða- menn og embættismenn utan- ríkisráðuneytisins virðast ekki hafa hugmynd um að herstöðin í Keflavík er í reynd bandarísk herstöð sem heyrir undir her- stjórn Bandaríkjaflota í Norfolk. íslensk stjórnvöld kunna ekki að greina á milli herstjórnar Bandaríkjaflota á Atlantshafi, USCINCLANT, og Atlantshafs- herstjórnar Nató en hluti hersins í Keflavík yrði settur undir stjórn hennar á hættu- eða ófriðartím- um. Á friðartímum er stöðin al- farið undir stjórn Bandaríkja- flota. Gott dæmi um þessa vanþekk- ingu íslenskra stjórnvalda er eftirfarandi klausa um verkefni varnarmálaskrifstofu utanríkis- ráðuneytisins eins og hún er birt í skýrslu Alberts: „....Herfræðileg og her- tæknileg málefni, er lúta að i lýsingaöflun og rannsóknum, þannig að hægt sé hverju sinni að leggja hlutlægt mat á hernaðar- stöðu landsins, varnarþörfina og fyrirkomulag varnanna.....Sam- starf við varnarliðið og yfirher- stjórn Atlantshafsbandalagsins á Atlantshafi (ACLANT) um gerð áætlana varðandi varnir íslands. Samskipti við varnarmálaráðu- neyti ríkja Atlantshafsbandalags- ins og annarra ríkja eftir ákvörð- un utanríkisráðherra.... Skýrslu- gjöf og ráðgjöf fyrir ríkisstjórnin- a...Samstarf við almanna- varnaráð og landhelgisgæslu...“ Samkvæmt þessu er það ekki í verkahring varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytis fslands að hafa nein samskipti við herstjórn Bandaríkjaflota á Atlantshafi sem þó er yfirherstjórn „varnar- liðsins“ í Keflavík. Það er í samræmi við þessa vanþekkingu utanríkisráðun- eytisins að þegar hermálafulltrú- ar ráðuneytisins eru sendir utan í læri þá fara þeir til Brússel í Belg- íu en ekki til Norfolk í Bandaríkj- unum sem þó liggur beinast við því að þar eiu bæði höfuðstöðvar Bandaríkjaflota á Atlantshafi og yfirherstjórnar Nató. _VG upp Óríon kafbátarleitarfiugsveitin er ekki hluti af svokölluðu „Varn- arliði íslands“ (Iceland Defense Force) ef marka má nýútkomna skýrslu Alberts Jónssonar. Því hlýtur sú spurning að vakna hvort þessi flugsveit fellur undir ákvæði herstöðvasamningsins. Fram kemur að yfirmaður hersins í Keflavíkurstöðinni, sem er varaaðmíráll að tign, ber nokkra aðskiljanlega titla. Hann er í fyrsta lagi yfirmaður Varnar- Iiðs Islands og lýtur sem slíkur stjórn yfirmanns Bandaríkjaflota á Atlantshafi. í öðru lagi er hann yfirmaður flugþjónustu flotans í Keflavíkurstöðinni sem ræður yfir bandarísku Óríon kafbáta- leitarsveitinni og einnig hol- lensku Óríon kafbátaleitarvél- inni. Með þennan titil lýtur hann stjórn yfirmanns flugherstyrks Bandaríkjaflota á Atlantshafi. Fari herstöðin í Keflavík hins vegar undir Atlantshafsstjórn Nató á hættutímum breytast þessir titlar þannig að hann verð- ur yfirmaður eyjaherstjórnarinn- ar a íslandi og yfirmaður gagnkafbátaflugdeildar í Kefla- víkurstöðinni. Samkvæmt þessu er rekstur kafbátarleitarvélanna algerlega óháður Varnarliðinu og eyja- herstjórninni. Enda hafa Óríon- vélarnar í rauninni ekki fast að- setur á Keflavíkurflugvelli heldur er heimaflugvöllur þeirra í flest- um tilvikum í herstöð Banda- ríkjaflota í Brunswick í Maine ríki. Sú spurning vaknar því hvort þessi flugsveit er undanþegin ákvæðum herstöðvarsamningsins þar eð tæknilega er hún aðeins í heimsókn, rétt eins og herflug- vélar frá Bretlandi, Kanada og Vestur-Þýskalandi eða herskip. Þessi spurning er þeimun mik- ilvægari þegar hún er skoðuð í ljósi þess að Óríon flugvélarnar geta borið kjarnavopn. Þá er einnig áhugavert að velta íslenskir ráðamenn virðast ekki vita að Keflavíkurflugvöllurer bandarísk herstöð. Yfirmaður hersins virðist hinsvegar ekki í neinum vafa um hverrar þjóðar kakan er. Óríonflugsveitin erekki hluti af varnarliði íslands og því er ástæða til að spyrja hvort hún falli undir ákvæði varnarsamnings- ins. Slíkt er umhugsunarefni því þessar vélar geta borið kjarna- vopn. fyrir sér dvöl hollensku kafbátal- eitarvélanna hér á landi í þessu samhengi. Haustið 1985 gerði Ólafur Ragnar Grímsson fyrir- spurn á Alþingi vegna þeirrar á- kvörðunar að heimila Hollend- ingum að hafa kafbátaleitarvél í Keflavík. Hann spurði hvort utanríkisráðherra hefði „form- lega séð einn heimild til að taka ákvörðun af þessu tagi“ án sam- þykkis ríkisstjórnar, utanríkis- málanefndar Alþingis eða Al- þingis sem heildar. Svör utan- ríkisráðherra urðu sem hér segir: „f 3.gr. varnarsamningsins segir að það skuli háð samþykki ls- lands hverrar jsjóðar menn eru í varnarliðinu. I 4.gr. er kveðið á að íslenska ríkisstjórnin þurfi að samþykkja fjölda varnarliðs- manna. Ljóst er að málið þarf að koma til umfjöllunar í ríkisstjórn sem varð og raunin. Jafnljóst er að samkvæmt verkaskiptingu ráðherra innan ríkisstjórna hér á landi er framkvæmd málsins í höndum utanríkisráðherra. Hvað varðar Alþingi og utanrík- isnefnd Alþingis mun ekki vera lagaleg kvöð að taka þar fyrir framkvæmdaatriði varðandi varnarsamninginn. “ Ef Óríon vélarnar og þ.á.m. þær hollensku eru ekki hluti af föstu varnarliði hér á landi og þá hugsanlega ekki háðar ákvæðum varnarsamningsins þá er ástæða til að ætla að íslenskum stjórnvöldum hafi borið að leita samþykkis Alþingis vegna ák- vörðunar um að heimila Hollend- ingum að hafa kafbátaleitarvél í Keflavíkurstöðinni. VG Island, Nató og Keflavíkurstöðin 6 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ . Föstudagur 2. júní 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.