Þjóðviljinn - 02.06.1989, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 02.06.1989, Blaðsíða 10
ÍÞRÓTTIR Stöndum ágætlega að vígi ísland hefur raunhœfa möguleika á að komast í úrslit eftir jafnteflið íMoskvu. Verðum að sigra hér heima. Ríkir stefnuleysi í uppbyggingarstarfi HSÍ? Jafntefli íslendinga og Sovét- manna í knattspyrnulands- leiknum í Moskvu hlýtur að vera merkasti íþróttaviðburður vik- unnar. íslandi tókst að verða fyrsta þjóðin til að ná stigi af So- vétmönnum í heimsmeistarak- eppninni frá því þeir hófu þátt- töku fyrir rúmum 30 árum. Að ná jafntefli í Moskvu eftir að hafa ient 1-0 undir er því meira afrek en margan grunar. Jafnteflið hleypir enn meiri spennu í 3. riðil undankeppninn- ar en nú berjast fjögur lið um annað sætið i riðlinum. Sovét- menn eru nær öruggir um sæti í úrslitakeppninni á Italíu á næsta ári, en þeir hafa hlotið átta stig. Tyrkland, Austurríki, ísland og A-Þýskaland kljást um hinn far- miðann, en Tyrkland hefur hlotið fimm stig og hin þrjú stig hvert. A-Þjóðverjar standa verst að vígi vegna lélegrar markatölu og þeir hafa leikið fimm leiki af átta. Tyrkir hafa einnig leikið fimm leiki, fslendingar fjóra og Austurríkismenn aðeins þrjá. Tyrkland og Austurríki virðast því eiga hvað mesta möguleika á öðru sætinu en ísland á þrjá heimaleiki eftir og aðeins einn úti þannig að staða landans er einnig góð. Það hlýtur að teljast nokkuð merkilegt að Sovétmenn hafa unnið alla leiki sína nema gegn íslandi. Þeir hafa ekki fengið á sig mark nema á móti íslandi, og það meira að segja tvívegis. Þetta vekur óneitanlega vonir okkar ís- lendinga um að komast í fyrsta skipti í úrslitakeppni HM en það er langt í land með að það takist. í fjórum leikjum okkar höfum við gert þrjú jafntefli og tapað einum leik. Við erum eina þjóðin í riðl- inum sem ekki hefur unnið leik en eigum inni leiki á heimavelli sem verða að vinnast til að ná ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið - Fundur um utanríkismál: Störf Alþingis og stefna ríkisstjórnarinnar Alþýðubandalagið boðartil fundar um utanríkismál þriðjudaginn 6. júní kl. 20:30 í Miðgarði, Hverfisgötu 105. Dagskrá: 1. Stjórnarsáttmálin og framkvæmd utanríkisstefnu. Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins og fjár- málaráðherra. 2- Alþingi og utanríkismál. Hjörleifur Guttormsson alþingismaður. 3- Hver er stefna Alþýðubandalagsins? Vigfús Geirdal sagnfræðingur. 4- Umræður. Starfshópur um utanrfkismál Fundir á Austurlandi Hjörleifur Guttormsson alþingismaður verður á opnum fundum á Austurlandi á næstunni sem hér segir: Breiðdal, Staðarborg, föstudaginn 2. júní kl. 20.30. Höfn í Hornafirðl, í Miðgarði, laugardaginn 3. júní kl. 13. Fundarefni: Störf Alþingis og hagsmunamál byggðarlaganna - Fyrirspurnir og umræður. Allir velkomnir. Álþýðubandalaglð 'i í '!'"/li Hjörleifur Sigurður Grétarsson er annar tveggja leikmanna sem skorað hafa gegn Sovétríkjunum í HM. Hinn er Halldór Áskelsson en hann skoraði í Moskvu í vikunni. settu markmiði. Við megum ekki byggja okkur of háar skýjaborg- ir, heldur halda okkur við jörðina og berjast af sama fítonskrafti og einkenndi leik okkar manna í Moskvu. Leika tii sigurs Næsti leikur í riðlinum verður á Laugardalsvelli þann 14. júní. Þá ríður á að halda rétt á spöðunum og er nauðsynlegt að leika til sig- urs í þeim leik. Hugsanlega gæti orðið um fjögurra stiga leik að ræða því bæði liðin berjast um sama sætið í riðlinum. Riðillinn er mjög jafn og er hugsanlegt að 8-9 stig nægi til að hreppa annað sætið. Við þurfum sumsé 5-6 stig í fjórum leikjum sem er í raun mjög erfitt, sé árangur íslands á síðustu árum hafður í huga. Sigur gegn Austurríki hér heima og jafntefli í hinum þremur gæfi alls 8 stig en það er á því tæpasta að það dugi. Tap gegn Austurríki hér heima gerði drauminn að engu þannig að sá leikur er mjög mikilvægur. Línurnar í riðlinum skýrast því ekkert fyrr en í fyrsta lagi 14. júní eða jafnvel enn síðar í sumar. ís- land leikur síðan í Austurríki í ágúst og í september koma A- Þjóðverjar og Tyrkir í heimsókn. Aðrir leikir í riðlinum eru Aust- urríki-Sovétríkin, A-Þýska- land-Sovétríkin, Tyrkland-Aust- urríki, Sovétríkin-Tyrkland og Austurríki-A-Þýskaland. Hinar þjóðirnar eiga því allar eftir að leika gegn Sovétríkjunum sem hlýtur að koma sér vel fyrir okkur og að líkindum hrifsa þær stig hver af annarri. Við sjáum hvað setur. Heldur hljótt hefur verið um handboltahetjur okkar að undan- förnu. Heyrst hefur að þeir séu einn af öðrum að leggja land undir fót og ætla sér í atvinnu- mennsku erlendis næsta vetur. ís- landsmeistarar Vals virðast ætla að fara verst út úr þessum breytingum og er líklegt að fjórir leikmenn í byrjunarliði þeirra leiki ekki með á næsta ári. Þetta eru þeir Sigurður Sveinsson, Geir Sveinsson og Júlíus Jónasson sem ætla utan, og komið hefur til tals að Jakob Sigurðsson verði næsti þjálfari Eyjamanna. Það verður kannski einhver spenna í deildinni næsta vetur í stað þeirra yfirburða sem Hlíðarendaliðið hafði á nýliðnum vetri. Annars hafa leikmenn 21-árs landsliðsins verið mest í sviðsljós- inu á handknattleikssviðinu að undanförnu. Liðið lék sína síð- ustu leiki í undankeppni heimsmeistaramótsins um síð- ustu helgi. Leikið var gegn Sviss og átti upphaflega að leika heima og heiman en HSÍ ákvað að báðir leikirnirfæru fram í Sviss. Þannig var hætta á að leikirnir töpuðust og liðið kæmist ekki í úrslita- keppnina næsta haust. I kjölfarið sagðist Jóhann Ingi Gunnarsson ætla að hætta að þjálfa liðið. Ákvörðun Jóhanns er vel skiljanleg og í raun virðing- arveið. Stefna, eða öllu heldur stefnuleysi sem þetta í málum yngri landsliða er með öllu víta- vert. Við höfum á að skipa mjög góðu landsliði í þessum aldurs- flokki og HSÍ á að sjá til þess að liðið fái alla þá þjálfun og keppni sem þarf til að ná árangri. Það er hvimleiður tvískinnungur að leggja allt af mörkum til að fá að halda heimsmeistarakeppnina 1995 og hafa síðan ekki áhuga á að undirbúa það lið sem kemur til með að leika fyrir íslands hönd á heimavelli. Strákarnir sem skipa 21-árs landsliðið munu að öllum líkindum verða uppistaðan í A- landsliðinu eftir sex ár og er þetta því í raun okkar mikilvægasta landslið, þótt auðvitað sé slæmt að gera þannig upp á milli aldurs- hópa. Stjórnarmenn á villigötum Það hefur sýnt sig að beint sam- band er á milli getu 21-árs lands- liðsins og A-landsliðsins nokkr- um árum síðar. ísland náði mjög góðum árangri í keppni 21-árs landsliða árið 1979 og hefur kjarninn í þeim hópi skipað A- landsliðið á blómaskeiði þess síð- ustu árin. Þá má minna á að árið 1983 ákvað HSÍ að taka ekki þátt í úrslitakeppninni sem 21-árs lið- ið hafði unnið sér þátttökurétt í, vegna peningaskorts. Liðið var þá aðallega skipað strákum fædd- um 62 og 63 og hefur komið á daginn að þeir hafa ekki náð langt í A-liðinu, sé Þorgils Óttar Mathiesen undanskilinn. En sé sú skýring, sem Jóhann Ingi gaf á ákvörðun HSÍ, rétt er sambandið á hálli braut. Hann segir að ákveðnir aðilar innan HSÍ hafi ekki viljað að 21-árs landsliðið færi með sigur af hólmi gegn Sviss því þá riðlast 1. deildar keppnin svo mikið næsta vetur. Við skulum vona að þessi sjón- armið séu hvergi ráðandi og að þeir sem ákváðu að leika báða leikina erlendis snúi frá villu síns vegar. -þóm ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið á Akureyri Aðalfundur bæjarmálaráðs Aðalfundur bæjarmálaráðs Alþýðubandalagsins á Akureyri verður haldinn í Lárusarhúsi Eiðsvallagötu 18, mánudaginn 5. júní klukkan 20,30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Staða bæjarmála þegar eitt ár er til sveitarstjórnarkosninga. 3. Stjórnskipulag - nefndakerfi bæjarins. 4. Dagskrá aðalfundar bæjarstjórnar 6. júní. Félagar hvattir til að fjölmenna. St]órnin Borgarmál Borgarmálaráð Alþýðubandalagsins hefur ákveðið að hefja undirbúning borgarstjórnarkosninga 1990 með hópastarfi um ákveðin málefni. Félagar og stuðningsmenn eru eindregið hvattir til þess að taka þátt í starfinu. Fyrstu fundir hópanna verða: Mánudaginn 5. júní: Umhverfi - skipulag - samgöngur. Þriðjudaginn 13. júni: Heilbrigðismál - félagsmál - öldrunarmál. Miðvlkudaginn 14. júní: Atvinnumál - veiturnar - jafnrétti kynjanna. Miðvikudaginn 21. júní: Skólamál - dagvistir - æskulýðsmál - íþróttir. Fundirnir eru haldnir á Hverfisgötu 105, 4. hæð og hefjast kl. 20.30. Ráðgert er að hefja starfið nú, en aðalvinnan fer fram að loknum sumar- leyfistíma.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.