Þjóðviljinn - 02.06.1989, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 02.06.1989, Blaðsíða 14
SANNAR Már Jónsson skrifar Á Englandi voru karlar sem fundnir voru sekir um landráö hengdir, en teknir niður lif- andi, skornirákviö og sneiddirísundur. Konurvoru brenndar lifandi. Það þótti mun mildari refsing en sú sem karlarfengu, þvílíkamar kvenna voru aldrei til sýnis, niðurlægðirog illafarnir. Landráð karla voru að svíkja föðurlandið, en einnig að smíða falska mynt. Konur töldust hins vegar sekar um landráð ef þær myrtu eigin- menn sína. Ástæðan var að eiginkonur áttu að vera undir- gefnar eiginmönnum sínum. Með því að myrða þá frömdu þæreinskonardrottinsvik. Ein konafullyrti árið 1678 að hinn myrti eiginmaður hefði ofsótt hana og barið hana með pönnu, en síðan hlaupið á skæri sem hún hélt á. Önnur fyllyrti hálfri öld síðar að eigin- maðurinn sálugi hefði dregið hana á hárinu um húsið, en hnífur slysast í löppina á hon- um. Báðarvorudæmdará bál. Hér á landi var enginn greinar- munur gerður á því hvort eigin- maður myrti eiginkonu eða eigin- kona eiginmann. Hin enska hug- mynd um að verknaður eigin- konu væri á einhvern hátt víta- verðari en verknaður eiginmanns þekktist ekki. Morð var morð. Algengara var að eiginmenn myrtu eiginkonur, en viðurlög voru hin sömu, aftaka og dauði. Frægasta dómsmál íslands- sögunnar er án efa Sjöundármál- ið árið 1802. Þegar þau morð voru framin var annað morð enn í fersku minni, þó aldarfjórðungur væri liðinn frá því það var framið. Til vitnis um það er bréf sem Geir bikup Vídalín skrifaði Steingrími Jónssyni síðar biskupi vorið 1803,. en þá var Steingrímur við nám í Kaupmannahöfn: „Hér að auki er morðsmál úr Barðastrandar- sýslu, sem er eitt það herfilegasta sem ég hef heyrt og enn nú ljótara en það nafntogaða Hellu- dalsmál.“ Á Sjöundá voru eigin- maður og eiginkona myrt, í Hell- udal aðeins eiginmaður. Áðstæð- ur voru svipaðar, kvæntur karl og gift kona tóku saman, makar horfðu áhrifalausir á, nema eigin- maður hennar nöldraði og týndi lífi. Fyrsta frásögn sakborninga Þann 17. júní 1775 kom Stein- dór Finnsson sýslumaður Árnes- sýslu að Helludal í Biskupstung- um, örskammt frá Geysi. Daginn áður hafði Jón Gissursson hús- bóndi þar verið jarðsettur, en sex karlar skoðað áverka á líkinu áður. Jón lést 9. júní og grunur lék á að hann hefði verið myrtur. Hjónin áttu sjö börn, sonurinn Bjarni var við sjóróðra, en hin voru heima þegar Steindór kom: Sigríður’ 18 vetra, Gestur 12 vetra, Jason 11 vetra, Kristrún 9 Eiginmaður myrtur 1775 vetra, Þóroddur 6 vetra og Isak 4 vetra. Guðríður ekkja Jóns fullyrti að hún hefði séð mann sinn seinast á lífi skömmu fyrir hádegi, hann hefði verið að hlaða vegg við eld- húsdyrnar. Þá var hún á leið með börnunum út á tún að taka tað. Jón var einn eftir við bæinn, því Jón Guðmundsson, sem bjó með þeim á jörðinni, var farinn áður út í sveit. Hún hafði fylgst með honum hverfa, því hann reið fet fyrir fet á rauðskjóttri, magurri og fylfullri meri. Fljótlega eftir hádegi komu Guðríður og börnin aftur í bæinn og þá fann hún Jón bónda liggjandi á grúfu í eldhús- inu. Hella var ofan á höfðinu: „þvert um á höfðinu og lá svo langt niður á höfuðið að aftan- verðu að hún náð ofaná sárið svo að þá ég ýtti hellunni frá nuddað- ist sárið.“ Ekki hélt hún að börn- in hefðu tekið eftir föður sínum. Um nóttina vakti Guðríður yfir líkinu. Fyrir sólarupprás morg- uninn eftir kom Jón Guðmunds- son aftur og Guðríður sagði hon- um hvað hefði gerst. Hún bað hann hlaða upp kampinn sem hrundi, en var sjálf inni á meðan. Hellunni hlóð hann í vegginn, því Guðríður vildi ekki að hún yrði sett aftur yfir dyrnar, og varð að brjóta hana. Þegar hann var að þessu komu tveir karlar að smíða kistu utanum hinn látna. Þá voru handleggir og fætur farnir að stirðna. Samkvæmt þessu var hellan yfir eldhúsdýrum að Helludal og datt á höfuð Jóns. Hún var látin í tóma kistu, sem síðan var innsigluð og afhent ekkjunni „í hennar ábyrgð og varatekt til víðara.“ Sjálfur tók sýslumaður blóðuga húfu Jóns í eigin vörslu. Þá var Guðríður búin að sauma fyrir gat sem hafði komið á hana þegar Jón fékk áverkann og dó. Það er greinilegt að sýslumaður trúði Guðríði mátulega. Frá Helludal hélt hann að Tjörn í Biskupstungum þar sem Jón Guðmundsson lá rúmfastur. Jón kvaðst hafa farið frá Helludal snemma morguns. Þegar hann kom aftur morguninn eftir var Guðríður vakandi en börnin sváfu. Hún sagði honum frá dauða eiginmannsins og hann hlóð vegginn fyrir hana, án þess að hafa fengið að vita af hellunni sem átti að hafa drepið húsbónd- ann: „Ég sá þar að sönnu stóra hverahellu, en hvort hún var það eður ei vissi ég ei.“ Þegar hann svo ætlaði að láta hana upp á vegginn „datt hún úr höndunum á mér ofaní dyrnar og brotnaði í tvennt, hvar af ég setti annað stykkið í kampinn en annað innar í vegginn, svo að þetta brot varð mér óvart." Ekki vissi hann til þess að nokkur hefði tekið eftir þvt að hann missti helluna, nema þá helst litlu börnin Kristrún og Þóroddur. Sveitin tekur til máls Guðríður og Jón neituðu að hafa orðið Jóni Gissurssyni að bana. Sveitungar þeirra voru á öðru máli og rannsókn sýslu- manns næstu mánuði leiddi í ljós að mánuðina áður en Jón Giss- ursson lést hafði verið rafmagnað andrúmsloft á Helludal. Yfir- heyrslur hófust að Vatnsleysu 30. október 1775. Á fjórða tug karla og kenna var stefnt til að vitna um það sem þau vissu og höfðu heyrt „þeirri sök til upplýsingar hvar fyrir Jón Guðmundsson og Guð- ríður Bjarnadóttir frá Helludal skulu vera rigtuð eða misþenkt, nefnilega að þau annað eður bæði hafi verið orsök til Jóns sáluga Gissurssonar dauða er skeði á nú umliðnu surnri." Morðsagan fór um sveitina í nokkrúm afbrigðum, en til ein- földunar verða aðeins raktar út- gáfur Hróbjarts Jónssonar og Ingibjargar Ögmundsdóttur á Laug. Þau sögðu ítarlegast frá og höfðu það eftir hinum og þessum. Til aðgreiningar verður Jón Giss- ursson nefndur Jón sálugi, líkt og í dómabókinni, en Jón Guð- mundsson bara Jón. Hróbjartur og Ingibjörg voru sammála um að Jón hefði boðist til að aðstoða Jón sáluga við vegghleðslu, en hann neitað með þessum orðum: „Ekki þarftu þess, farðu inn í baðstoru til konu minnar og vertu hjá henni.“ Þá kastaði Jón í hann steini og Jón sálugi hrökk undan og sagði „Guð hjálpi mér.“ Jón elti og barði hann með staur. Að því loknu fór Jón inn í baðstofu til Guðríðar og sagði: „Nú er ég bú- inn að því sem þú hefur beðið mig um“ og Guðríður svaraði: „á svei því, er hann dauður?“ Tveir möguleikar voru á framhaldi: Sá fyrri var að Jón og Guðríður gengu út, tóku beisli og létu það um hálsinn á Jóni sáluga, drógu hann inn í skemmu og hengdu við bita. Nokkru síðar fóru þau með hann inn í bæinn og lögðu hann á grúfu á moldargólfið. Guðrún hafi þá tekið pál og slegið Jón sáluga í hnakkann og látið hell- una ofaná. Hinn var að Guðríður skipaði Jóni að koma sér burt, hún skyldi sjá um þetta. Hann fór þá að Tjörn og sagði fólki frá því sem gerðist. Á meðan gekk Guðríður til Jóns sáluga þar sem hann lá og áttu þrjú yngstu börnin að hafa séð Jón hafa hendur í hárinu á henni úti á hlaðinu, en ekki kem- ur fram hvort hún drap hann eða hvernig hann dó. Morð í bígerð Allir sem yfirheyrðir voru töldu Jónana báða bestu menn og Guðríði heiðvirða konu. Þó var það almannarómur að undan- farna þrjá vetur hefðu Guðríður og Jón Guðmundsson samrekkt nokkrum sinnum. Hinn kokkál- aði eiginmaður virðist hafa vitað hvað klukkan sló, því ljóst er að hann reyndi að koma í veg fyrir að Jón Guðmundsson kæmi til búsetu í Helludal ásamt konu sinni Sigríði Sveinsdóttur vorið 1774. Tvo kunningja sína bað hann um aðstoð við að hindra komu þeirra. Sjálfur þóttist hann ekki geta staðið á móti þessu áformi, „þar kona sín fylgdi því svo fram.“ I Helludal virðast samfarir Guðríðar og Jóns hafa verið reglulegar. Um páskana 1775 kom stúlka af nálægum bæ að Heiludal og sá eitt barna Guð- ríðar liggja í rúmi Sigríðar. Hún spurði hvort ekki væri þröngt um þau þrjú í rúminu þegar Jón væri heima, „hvar til barnið átti að svara: Jón svæfi ekki hér, hann hefði sofið hjá móður sinni.“ Þegar þetta gerðist var Jón farinn til róðra. Um það leyti virðist Sig- ríður hafa farið af bænum og ekki var hún þar daginn sem Jón sálugi dó. Heimilishættir í Helludal hafa þróast í sömu átt og á Sjö- undá og spenna aukist með hverj- um degi. Um vorið reyndi Jón Gissursson að koma nafna sínum burt og má ætla að það hafi orðið hans banabiti. Fullvíst er að Jón sálugi óttað- ist nafna sinn og dag einn um vor- ið kom hann að Neðradal og sagði við Sigurð bónda þar „að það væri ljótt stand á í Helludal og sagðist vera hlessa á því að hann kæmi ei Jóni þaðan burtu. Hann sagði víðara að Jón Guð- mundsson væri búinn að lofa sér góðu, en ei vissi hann hvort Jón hleypti á sig galdri eður hvað hann ætlaði að gjöra við sig.“ Öðrum karli sagði hann eftir vertíðarlok um vorið: „Mikill djöfull hefur ágengið hjá mér síð- an ég kem honum ekki Jóni Guðmundssyni í burtu... Við deildum á deginum og lá við að við mundum fljúgast á, og þó var konan mín verri því hún heldur fram úr öllu lagi með honum, en ég held það mundi batna nokkuð aftur samlyndið á millum okkar ef hann kæmist burt.“ Enn versnaði ástandið og á manntals- þingi sagði hann við kunningja sinn: „Það er nú komið svo fyrir mér að ég er nú hvorki dag né nótt óhræddur um líf mitt.“ Af þessu má ráða að Jón Guð- mundsson og Guðríður hafa ekki viljað skilja. Þau hafa verið stað- ráðin í því að njótast lengur. Um ást þeirra er það til merkis að Guðríður hafði heyrst segja sem svo „að hún vildi ekki eiga meira eftirlæti á jörðunni en að eiga Jón Guðmundsson fyrir mann.“ Að þau hafa jafnvel haft morð í huga um nokkurt skeið er ljóst af því sem haft var eftir Bjarna Hjörts- syni. Hann svaf einhverju sinni í samarúmi ogJón: „hafiJónGuð- mundsson eigi getað sofið og haft mikinn ókyrrleik í rúminu, hvar til þá Bjarni spurði Jón um orsök- ina. Hafi Jón þá átt að svara að hann væri að hugsa um hvernig hann ætti að fara að því að drepa hann Jón Gissursson." Þá kom Jón Guðmundsson tilJónsSig- urðssonar á Stekkholti skömmu eftir vertíðarlok „og bar mér kveðju Guðríðar Bjarnadóttur á Helludal, með þeim skilaboðum að ég vildi leggja einhver ráð til þess að Jón sálugí Gisursson yrði drepinn, en hann sagðist vera svo huglaus að hann sagðist ei geta það.“ Blóð úr líkkistu Sú hugmynd var þekkt í Evr- ópu á 16. og 17. öld að blóð ætti að renna úr kistu myrts manns ef morðinginn nálgaðist hana. Ekki þekki ég dæmi um þetta af íslandi önnur en veikindi Jóns Guð- mundssonar sumarið 1775. Fá- einum dögum eftir að Jón sálugi dó lagðist hann í rúmið. Hann þóttist hafa dottið af hestbaki og sagðist slæmur í læri. Ekki tók fólk á Tjörn þó eftir því að hon- um liði illa eða væri þvingaður af máttleysi, enda var ástæða rúm- legunnar allt önnur. Við yfir- heyrslu skýrði Þórður Þorsteins- son á Tjörn frá því að Jón hefði sagt þegar hann lá „að sér væri ei um að vera við gröftinn hans Jóns sáluga Gissurssonar því hann héldi það mundi renna blóð úr kistunni ef hann kæmi nærri henni.“ Ingunn á Tjörn hafði þá sagt Þorsteini að hún hefði séð „blóð renna úr kistunni úr höfð- agaflinum.“ Sjálf sagði Ingunn frá því að hún hefði farið inn í skemmuna þar sem kistan stóð. Skömmu síð- ar hefðu Jón Guðmundsson og Guðríður komið inn. Að vísu „sigtaði nokkuð blóð úr kistunni á meðan ég var þar ein,“ en rennslið jókst þegar þau voru komin: „Þegar við öll þrjú vorum inni í skemmunni hjá líkinu sagði Jón Guðmundsson er hann sá blæða úr kistunni: „Ég er tapaður ef ég er við gröftinn hans.“ Guð- ríður þaggaði niður í honum: „Það er vessi en ekki blóð, það skal ekki blæða.“ Þegar Ingunn fór aftur að Tjörn bað Guðríður hana að leita ráða hjá Þórði „ef hann vissi einhver ráð til að Jón Guðmundsson gæti verið við gröft Jóns sáluga Gissurssonar svo að ekki blæddi úr kistunni, þá skyldi hann gefa þau.“ Þetta hafði Ingunn borið undir Þórð, „en hann svarað að hann gæti það ekki.“ Þess vegna lagðist Jón veikur og var hvergi nærri þegar Jón sálugi var borinn til grafar. Engu að síður draup blóð úr kist- unni þann dag, að minnsta kosti ef mark er takandi á orðum Páls Snorrasonar í Úthlíð: „í vor, dag- inn sem Jón sálugi var jarðsettur, hallaði ég mér fram að kistunni hvar líkið var og sagði með sjálf- um mér: Guð almáttugur auglýsi hvort þú hefur dáið af manna- völdum. I því ég var búinn að tala þetta kom Guðríður Bjarnadóttir í dyrnar, en gekk ei að kistunni öldungis, og þá sá ég einn blóð- dropa leka niður úr höfðagaflin- um á kistunni sem líkið var í, síð- an engan dropa meir.“ Jón játar að hluta en Guðríður ekki Þegar Ingunn á Tjörn var yfir- heyrð kom í ljós að daginn sem Jón sálugi dó hafði Jón Guð- mundsson sagt henni allt af létta. Frásögn hans hafði verið á þessa leið: Hann stökk upp á garðinn sem Jón sálugi var að hlaða til að taka hamar sem lá þar. Garður- 55 í Helludal virdast samfarír Guðríðar og Jóns hafa veríð reglu- legar. íí 14 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 2. júní 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.