Þjóðviljinn - 02.06.1989, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 02.06.1989, Blaðsíða 20
QI/ÁI/ “ELGI Ol\/AI\ ÓLAFSSON Úrtökumót Stórmeistarasambandsins í Moskvu Hannes lagði þijá stórmeistara Niðurstaða úrtökumóts Stór- meistarasambandsins í Moskvu var í líkum dúr og niðurstaða fyrsta mótsins í Belgrað. Sjö so- véskir stórmeistarar áunnu sér rétt til þátttöku í lokakeppninni sem haldin verður einhverntíma á næsta ári. En áður en að því kemur verður haldið eitt úrtöku- mót í viðbót, líkast til á Spáni í árslok. Ferð okkar Margeirs, Hannes- ar og mín í austurveg náði ekki tilgangi sínum að þessu sinni. Fyrirstaðan var ógnvekjandi. Af 128 þátttakendum voru 77 so- véskir sem nutu þess vel að keppa á heimavelli. Búist var við fíeiri Vesturlandabúum en margir virðast hafa veigrað sér við því að reyna að brjótast í gegnum þenn- an sovéska múr. Þegar upp var staðið var góð- kunningi okkar íslendinga, Bandaríkjamaðurinn Nick De Firmian, eini útlendingurinn sem hafði erindi sem erfiði. Hann komst sem sé áfram í fylgd sjö Sovétmanna. De Firmian hefur getið sér orð fyrir að vera sovéskum skák- mönnum skeinuhættari en flestir aðrir, hefur til að mynda borið sigurorð af Sovétmönnum á tveim síðustu ólympíuskák- mótum. Sergei Dolmatov varð einn efstur að mótinu og tefldi framúr- skarandi vel. Hann hreppti sjö vinninga af níu mögulegum. í 2.- 7. sæti komu De Firmian, sem fyrr segir, Gavríkov, Vladímírov, Khalifman, Akopjan og Vyz- manavín með 6,5 vinninga. í 8.- 10. sæti lentu Pígusov, Tsjernín og Tímósjenkó með 6 vinninga. Margeir Pétursson fékk 5,5 vinninga úr níu skákum. Hann var lengst af í námunda við topp- inn og tefldi nokkrar góðar skákir. Til dæmis lagði hann Tím- ósjenkó að velli en hann er einn af aðstoðarmönnum Garríjs Kasparovs heimsmeistara. Hetja okkar íslendinga var hinsvegar tvímælalaust Hannes Hlífar Stefánsson. Hann var einn þeirra ungu skákmanna sem áunnið höfðu sér rétt til þátttöku í mótinu. Hannes tefldi af mikilli hörku og sigraði þrjá þekkta stór- meistara: Sovétmanninn Rom- anisjín, Vesturþjóðverjann Lo- bron og Ungverjann Csom. En í tveim síðustu umferðun- um varð hann að láta í minni pok- ann fyrir stórmeisturunum Vyz- manavín og Lerner og fór þá for- görðum möguleiki á stór- meistaratitli. Undirritaður komst aldrei á skrið. Það kann að hafa sett strik í reikninginn að umferðirnar hóf- ust kl. 12 á hádegi að staðartíma eða mun fyrr en skákmenn eiga alla jafna að venjast. Oft og iðu- lega fékk ég afar erfiðar stöður sem þó gekk furðuvel að bjarga. Fyrir næst síðustu umferð eygði ég hátt sæti og hefði náð því með tveim sigrum. En ég tefldi á ósannfærandi hátt til vinnings gegn Azmajparashvili og tapaði. En víkjum að Hannesi á ný. Hann vann sinn besta sigur í fimmtu umferð er hann lagði vesturþýska stórmeistarann Eric Lobron að velli: Hvítt: Eric Lobron Svart: Hannes Hlífar Stefánsson Skandinavískur leikur 1. e4 d5 2. exd5 Rf6 3. d4 (Tilraun til þess að halda í e- peðið strandar núorðið á „ís- lenska gambítnum“, 3. ,.e6!? Með honum hafa þeir Hannes og Þröstur Þórhallsson unnið marga frækna sigra. Enski stórmeistar- inn Jonathan Speelman beitti honum nýverið gegn Sovétmann- inum Andrei Sokolov í keppninni „Heimurinn-Sovétríkin" og bar sigur úr býtum.) 3. Rxd5 4. Be2 g6 6. 0-0 0-0 5. Rf3 Bg7 7. Hel c5 (Þessi leikur orkar tvímælis en ástæðurnar þekkja aðeins þeir sem eru innvígðir í þrætubók af- brigðisins. Nákvæmara er 7....Rb6.) 8. dxc5 Ra6 9. Bxa6 bxa6 10.c3 (?) (Slappur leikur sem svarar engan veginn kröfum stöðunnar. Betra er Re5! og -Rd3 við tæki- færi. Aðeins á þann hátt tryggir hvítur sér frumkvæðið. Vera má að Lobron hafi sést yfir tólfta leik Hannesar sem er mjög sterkur.) 10. ...Bb7 11. Rd4 Dc7 12 c6 Bc8! (Vegna máthótana upp í borð- inu tapar hvítur óumflýjanlega liði. Lobron hefði getað gefist upp strax.) 24. Rel Hdl 25. KÍ1 (Á hann annarra kosta völ?) 25. ...Rd3 26. Ke2 Hxcl 30.Kc2 Rb4+ 27. Hxcl Rxcl+ 31.Kb3 Hb8 28. Kd2 Rxa2 32.He4 Rd3+ 29. Hxe5 Hd8+ 33.Kc2 Rxb2 Og hér gafst Lobron loksins upp, saddur lífdaga. Állar aðstæður voru til fyrir- myndar í Moskvu og átti heims- meistarinn Garríj Kasparov þar stærstan hlut að máli. Hann vann gífurlega mikið starf á meðan mótið fór fram og lét ótrúlegustu mál til sín taka. Óneitanlega hvarflar það að manni að öll sú vinna sem hann leggur á sig fyrir Stórmeistarasambandið bitni á taflmennsku hans. Hvað sem því líður þá hafa sigrar hans uppá síð- kastið ekki verið jafn glæsilegir og oft áður. Hannes Hlífar Stefánsson. (Eftir þennan öfluga leik er frumkvæðið í höndum svarts. Þetta er mun máttugra en 12....Bxc6.) 13.DÍ3 Hd8 14.Rd2 e5 (Svartur bætir stöðu sína með hverjum leik.) 15. Rc2 Dc6 18.Re4 f5 16. c4 Re7 19.Rc5 Bf8 17. Dxc6 Rxc6 20.Ra4 f4! (í raun teflir svarta staðan sig sjálf eftir þennan öfluga leik. Lo- bron fær ekkert að gert.) 21. Rc3 Bf5 22. Re4 Bxe4 23.Hxe4 Rb4! Jón er stigakóngurinn Vormeistarastigaskrá Bridge- sambandsins er nýkomin út, og verður dreift til félaganna innan skamms. í skránni (sem er prent- uð út úr tölvu) er að finna nöfn alls 3530 spilara, sem hlotið hafa stig í keppni á vegum BSÍ frá 1. mars 1976 til 20. maí 1989. 24 spilarar hafa áunnið sér æðstu viðurkenningu, gullnál, 94 spilarar hafa hlotið spaðanál, 192 spilarar hlotið hjartanál, 425 spil- arar hlotið tígulnál og 1088 spilar- ar hlotið laufanál. Án viðurkenn- ingar eru 1707 eða samtals 3530 spilarar, einsog fyrr sagði. Mann- flestu félögin innan hreyfingar- innar eru: Akureyri 210, Bri- dgefélag Reykjavíkur 171, Bridgefélag Breiðfirðinga Reykjavík 169, Bridgedeild Skagfirðinga Reykjavík 149, Bri- dgefélag Breiðholts 146 og Bri- dgefélag Kópavogs 132. Stigefstu spilarar landsins eru: Jón Baldursson 1233, Sigurður Sverrisson 1110, Þórarinn Sig- þórsson 1106, Guðlaugur R. Jó- hannsson 1105, Örn Arnþórsson 1093, Valur Sigurðsson 1053 og Ásmundur Pálsson 1007. Stigefstu spilarar í einstökum flokkum (brons, silfur, gull), eru: bronsflokkur (aðeins spilað um þau í félögum): Sigfús Þórðarson Selfossi 9148 Valur Sigurðsson B. Reykjavík 7570 Ármann J. Lárusson Kópavogi 7215 Hrólfur Hjaltason B. Reykjavík 7187 Lárus Hermannsson B. Skagfriðinga Reykjavík 6929 Vilhjálmur Þ. Pálsson Selfossi 6721. Silfurflokkur (aðeins spilað um þau í svæðamótum og opnum mótum): Jón Baldursson 1926 Valur Sigurðsson 1825 Jón Sigurbjörnsson Siglufj. 1608 Sigfús Þórðarson 1580 Ásgrímur Sigurbjörnss. Siglufj. 1555 Sigurður Sverrisson B. Reykjavíkur 1538. Gullflokkur (aðeins spilað um þau í landsmótum/á Norður- löndum og öðrum mótum á veg- um landssambandsins): Jón Baldursson 977 Guðlaugur R. Jóhannsson 940 Örn Arnþórsson 925 Þórarinn Sigþórsson 916 Sigurður Sverrisson 905 Ásmundur Pálsson 809 Að sögn hótelstjóra Hótel Eddu að Kirkjubæjarklaustri hafa bókanir verið nokkrar á Alslemmu-mótið, sem spilað verður þar um næstu helgi. Heimafólk hefur mikið spurst fyrir um mótið, og sýnt mikinn áhuga. Á höfuðborgarsvæðinu er einnig mikill áhugi fyrir þessu móti, enda Kirkjubæjarklaustur rómað fyrir einstaka náttúrufeg- urð. Skráning í mótið er í símum: 91-623326 og 673006 (Ólafur). Fyrirkomulag verður með sama sniði í öllum Alslemmu- mótunum, sem þýðir að hægt er að mæta á keppnisstað, án fyrir- fram skráningar. Spilamennska hefst kl. 13 og spilað er að Hótel Eddu. Aðalfundur Bridgefélags Reykjavíkur verður að líkindum haldinn á miðvikudag í næstu viku, óstaðfest að vísu. Fundur- inn verður í húsi BSÍ v/Sigtún 9 og hefst væntanlega um kl. 20. Skráning í Bikarkeppni Bridgesambandsins gengur enn dræmlega, en henni lýkur 10. júní n.k. Skráð er á skrifstofu BSÍ (689360). Sú hugmynd hefur skotið upp kollinum, hvort ekki sé tímabært að huga að breytingum á fyrir- komulagi í Bikarkeppninni. Ein hugmyndin er sú, að leikir í hverri umferð fari fram á sama tíma og sama stað, þ.e. keppend- um verði stefnt til fyrirfram á- kveðins staðar. Ein umferð verði í hverjum mánuði, að jafnaði. Tökum dæmi: Allt að 64 sveitir hefja þátttöku (metþátttaka er 61 sveit). 1. umferð verður spiluð á Hót- el Húsavík í byrjun júní. 32 sveit- ir halda áfram keppni. 2. umferð verður spiluð á Hót- el Höfn í byrjun júlí. 16 sveitir halda áfram keppni. 3. umferð verður spiluð í Vest- mannaeyjum í byrjun ágúst. 8 sveitir halda áfram keppni. 4. umferð verður spiluð á Siglufirði í endaðan ágúst. 4 sveitir halda áfram keppni, í und- anúrslit og úrslit, sem yrðu í Reykjavík um miðjan septemb- er. Keppnisgjaldi yrði haldið í lágmarki, segjum kr. 5-6 þús. á sveit, og allur ferðakostnaður greiddur af viðkomandi kepp- endum eða félögum þeirra (styrkir). Til að styrkja mótið sjálft (gera spilamennsku jafnari) mætti skipa stigefstu sveitir til að sitja yfir í 1. umferð. Er vert að skoða þessa hugmynd nánar? Stigefsti spilari landsins í dag er Jón Baldursson. Jón hefur getið sér gott orð við græna borðið, langt út fyrir landsteinana. Jón er af þeirri kynslóð spilara hér- lendis, sem ruddu brautina fyrir þeim nýjungum, sem nútíma æska hefur tileinkað sér. Halda sjálfsagt að bridgespilið innifeli í sér þessa þróun, eða hefur ekki Esjan alltaf verið á sínum stað? Lítum á handbragðið hjá Jóni: S:G S:953 H:DG9 T:ÁK109 S:ÁD84 H: 10542 L:KD7 H:86 T:G5 L:Ágl0543 S:K10762 H:ÁK73 T:8643 L:— T:D72 L:9862 Spilið kom fyrir í sveitakeppni. Á öðru borðinu voru spilaðir 4 spaðar, sem fóru tvo niður (spilið liggur frekar illa...). En Jón, hann nennti ekki að eiga við smáaurana í þessu spili og vatt sér í 6 spaða. í vörninni var landsliðspar (á þessum árum). Útspil Vesturs var ekki af betri endanum (verri), laufás. Það vandamál leyst. Trompað heima, hjarta að drottningu og spaðanía af stað. Heilladísir Jóns hölluðu sér þunglega á öxl Austurs, sem að lokum gaf eftir og stakk upp ás. Þegar gosinn kom frá Vestri, var eftirleikurinn auðveldur hjá Jóni. Hjarta inn á gosann, og spaðanum tvíhleypt heim á kóng-tíu. Laufahjónin sáu svo um tígultaparana. Það skal tekið fram, að þetta er mjög, mjög gamalt dæmi um þró- un Jóns í íþróttinni. (tekið úr Hringsvíningum Guðm. Sv. Herm.) BRIDDS t , , __________________ 20 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 2. júní 1989 Ólafur Lárusson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.