Þjóðviljinn - 02.06.1989, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 02.06.1989, Blaðsíða 25
Risaeðlan á góðri stundu, þegar farin að njóta sólarinnar og allt virðist í sómanum. Loksins kemur hún Þá er loksins komið að því að plata Risaeðlunnarsem beðið hef- ur verið eftir með mikilli eftir- væntingu, komi út. Útgáfudagur hefur verið ákveðinn 10. júní og verða fjögur lög á þessari fyrstu plötu hljómsveitarinnar. í tilefni útgáfurnar ætlar Risaeðlan að gleðjast með áheyrendum og halda tónleika í Tunglinu í kvöld, kiukkan 23.23 nákvæmlega. Ásamt Risaeðlunni koma fram Langi Seli & skuggarnir. En það fer nánast að verða hefð að þess- ar tvær grúppur troði upp saman. En það er fleira á döfinni hjá þessum taktvissu eðlum. Seinni partinn í sumar fer Risa- eðlan til Kanalands og heldur tónleika með þremur öðrum hljómsveitum á vegum Smekk- leysu sm/hf. En Smekkleysa ætlar að standa fyrir nokkrum smekk- leysukvöldum í New York í sam- vinnu við fyrirtæki Dead Kenne- dys. Frá dauðum Kennedyum heldur hljómsveitin til sovétlýð- veldisins Armeníu og er fallegt af hljómsveitinni að gera ekki upp á milli stórvelda. Sovéttónleikarnir verða í haust og verða undir merkjum “Next Stop Soviet" hreyfingarinnar. En sú hreyfing stendur fyrir fjöl- mörgum tónleikum vestrænna tónlistarmanna í Sovétríkjunum á þessu ári. Þá er bara að fara í eðluhaminn og skella sér í Tunglið, svona þeg- ar maður er búinn að fóðra hlust- irnar með fádæma góðum djass Cabs Kaye á Hótel Borg. Það er listahátíð í gangi í kvöld. -hmp Keltnesk „mystík“ á Ég hef allt frá því í síðustu jóla- vertíð ætlað í þessu blaði að vekja athygli á sérstökustu plötu sem rak á fjörur mínar það árið. Reyndar var mér í seinni tíð farið að finnast það orðið of seint... nýjungar eru svo örar í poppinu, oa alltaf meira en nóg nýtt efni til ao skrifaumásvonasíðu. Ensvo kemur tvennt til: hið virta og góða bandaríska mánaðarrit Musician birtir í spánnýju maíhefti sínu nokkurs konar kynningarviðtal við konuna sem lék, söng og samdi efnið á þessa sómaskífu, og hins vegar er þetta svo sér- stök tónlist að ekki eru líkur á að slík berist manni til eyrna, nema þá frá þessari sömu manneskju, sem sagt Enyu sjálfri, en þessi margrómaða fyrsta plata hennar heitir Watermark... og hefst nú lesturinn: plötu um stíl og þeir ensku. Samkvæmt því yrkir Roma í sama anda og Enya semur lögin, - og ef ég reyni að útskýra textana get ég sagt að þeir séu um andlegar þreifingar flytjandans, til að ná sambandi við aðra manneskju, og brúa þar með bæði andlega og landfræði- lega fjarlægð; og það er mikið ferðast, sérstaklega yfir sjó og vötn, með tungl, sól og stjörnur sem leiðarljós... og það má segja að textar og tónlist séu trúarlegs eðlis á sinn hátt; að maðurinn sigrist á ýmsu ef hugur og náttúr- uöfl nái að vinna saman. Annars er Watermark Enyu svo sérstök plata, að eina ráðið til að koma áhrifum hennar til skila er auðvitað að spila hana frá upp- hafi til enda... og ég læt ekki Enyu skemma þá sæluvímu sem ég kemst í við að hlusta á hana, þótt hún gefi þá órómantísku skýringu á andblæ plötunnar, að ástæðan sé „reverb“. Og hvað er nú það?, gæti einhver viljað vita, sem ekki skilur. Jú, það notar fólk, þegar það vill fá „sal f sánd- ið“, eins og íslenskir popparar orða það- sem sagt, með reverb- tækinu getur þú látið rödd þína hljóma eins og í besta og stærsta hljómleikasal í heimi, enda þótt þú sitjir í kústaskápnum heima hjá þér. Því hljómar Enya eins og hún syngi sinn seið í göfugri kirkj uhvelfingu, og þar ætla ég að halda áfram að hugsa mér hana. ANDREA JÓNSDÓniR Eitt lag af plötunni Watermark ætti að vera þeim kunnugt sem hlusta á útvarp, a.m.k. Rás 2, en það er lagið Orinoco Flow, sem var nokkuð vinsælt hér kringum áramót, en það komst á toppinn í Bretlandi. Ekki finnst mér þó lík- legt að fleiri lög af plötunni rati þangað, þótt síður en svo megi skilja það þannig að restin sé svo miklu slakari. Watermark er ein- faldlega ekki hitt-laga-plata; stemmningin yfir henni er eins og á göfugum stað, sem maður vill ekki láta rífa sig úr eftir eina venjulega popplagslengd. Reyndar er Enya nú að dunda sér við að gera myndband við lagið Storms in Africa, og hver veit svo sem nema henni takist að heilla fólk til að kaupa sig aftur upp á sölulistann... en frá verðmæta- mati og lista-... Enya er 27 ára, ættuð af Norð- vestur-írlandi. Mikið hlýtur að hafa verið sungið á hennar heim- ili, því að hvorki meira né minna en 3 systkini hennar eru í þjóðlagakvintettinum Clannad, þau Máire, Pól og Ciarán Braon- áin. Sjálf heitir Enya fullu nafni Eithne, og er yngst þeirra systkina, eins og hún fékk að finna fyrir eftir nokkra veru í Clannad. Hún lék á hljómborð og söng bakraddir inn á eina plötu með hljómsveitinni árið 1982 og á hljómleikum í kringum það, en eitthvað voru þau í sveitinni treg til að flytja tón-. smíðar hennar, svo að hún gafst upp á samstarfinu og fór að mús- isera á eigin spýtur. T.d. má nefna að hún skreytti með tónlist sinni sjónvarpsþættina um Kelt- ana, sem hér voru sýndir í Ríkis- sjónvarpinu. En nú hefur Enya sem sagt skotið systkinum sínum í Clann- ad ref fyrir rass hvað varðar vin- sældir og athygli, ef marka má viðtökur þessarar fyrstu plötu hennar. Á henni eru 11 lög, öll samin, sungin og leikin af Enyu, nema hvað hún fær til liðs við sig sekkjapípuleikara í einu lagi, Enya, eða fullu nafni Eithne Ni Braonáin, er nútímaleg þarna sem hún hallar sér upp að lúxus- bifreiðinni... en látið ekki blekkj- ast, platan hennar er umvafin keltneskri dulrænu fornri. flautuleikara í öðru, klarinettu- leikara í því þriðja og þar að auki ásláttarmann í tveim. Tónlistin er öll draumkennd og falleg; 3 laganna eru instrúment- al, en textarnir við hin átta eru eftir Romu Ryan. Roma þessi er eiginkona upptökustjóra Enyu, Nickys Ryan, en hann var búinn að starfa sem slíkur í 8 ár með Clannad, er hann yfirgaf það fjöl- skylduband með Enyu 1982. Heyrst hefur reyndar sú saga, að þau í Clannad hafi rekið tvímenn- ingana er þeim þótti samband þeirra of ástúðlegt orðið. Ekki varð Enya þó fjölskyldulausari við það, því að hún flutti einfald- lega inn til Ryan-hjónanna og hófst þar með gott samstarf þeirra þriggja... En sem sagt, textana yrkir Roma á ensku, nema hvað Enya sneri þrem þeirra yfir á þá tungu sem hún er alin upp við, gelísku, og einn er á latnesku. Sá síðast nefndi er við aldeilis yndislegt lag, Cursum perficio. - Ég lýk leið minni hér, en svo hljóðandi var áletrun á súlnagöngum við innganginn að síðasta heimili Marilynar Monr- oe, og er textinn innblásinn af henni. Ekki skil ég gelísku textana, en geri ráð fyrir að þeir séu í svipuð- DÆGURMÁL Föstudagur 2. júni 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 25

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.