Þjóðviljinn - 03.06.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.06.1989, Blaðsíða 1
Herinn Sjö þúsund manna lið Keflavíkurherstöð á hœttutímum: 118 herflugvélar og 7000 hermanna fótgöngulið. Eru íslensk stjórnvöld tilbúin að samþykkja þennan liðs- auka? r / Iskýrslu Alberts Jónssonar, „Is- land, Atlantshafsbandalagið og Keflavíkurstöðin“, birtast nýjar og ítarlegri upplýsingar en áður hafa birst um eflingu Keflavíkur- herstöðvarinnar á hugsanlegum hættutímum. Samkvæmt skýrslunni er gert ráð fyrir að alls yrðu um 7000 fót- gönguliðar úr landher Bandaríkj- anna sendir til íslands með stutt- um fyrirvara. Annars vegar er um að ræða 3000 manna stórfylki úr fasta- sveitum 7. deildar landhersins sem sendar yrðu til landsins við fyrstu hættumerki, allt að „30 dögum fyrir átök“. Skömmu síð- ar er síðan gert ráð fyrir að 187. stórfylkið úr varasveitum land- hersins kæmi á vettvang og tæki smám saman yfir hlutverk her- mannanna úr fastasveitunum. Báðar þessar sveitir eru létt- vopnaðar sem hafa þó yfir að ráða gagnskriðdrekavopnum, sprengivörpum, þyrlum og jafnvel skriðdrekum. Stærð og samsetning þessara sveita bera með sér að Bandaríkjamenn búa sig ekki undir innrás Sovétríkj- anna í ísland heldur er þessum sveitum ætlað að verjast hugsan- legri árás skemmdarverkasveita, svo kallaðra Spetsnaz sveita. En meira þarf til að verja bandarísk hernaðarmannvirki hér á landi og taka þátt í sóknar- aðgerðum Bandaríkjahers og Nató í Norðurhöfum. Til við- bótar þeim 20 F-15 orrustuþotum sem staðsettar eru í Keflavík er gert ráð fyrir að til landsins komi 24 F-15 þotur og 42 F-4D orrustu- þotur. F-15 þoturnar eru eingöngu ætlaðar til árása gegn öðrum flug- vélum og bera ekki kjarnavopn. F-4D þoturnar eiga hins vegar einnig að taka þátt í árásum gegn skipum og skotmörkum á jörðu. „Þær bera nokkurn veginn allar þær tegundir vopna sem fyrir- finnast í vopnabúri bandaríska flughersins,“ svo vitnað sé í nó- vemberhefti hins virta hernaðar - tímarits „Aviation Week and Space Technology". Það þýðir á venjulegu máli að þær beri kjarn- avopn. Þá er að síðustu gert ráð fyrir að AWACS ratsjárvélunum verði fjölgað úr tveimur í fimm og einnig að fimm eldsneytisþotur verði til staðar í Keflavík. Spurningin er hins vegar: Hafa íslensk stjórnvöld samþykkt þessi áform og eru þau búin undir að samþykkja þennan aukna her- styrk þegar þess verður farið á ieit? VG Laugardagur 3. júní 1989 99. tölublað 54. árgangur Á landstímlnu. Sjómannadagurinn er á morgun, sunnudaginn 4. júní. Að þessu er dagurinn haldinn í skugga ógerðra kjarasamninga við sjómenn en samningar þeirra við útvegsmenn hafa verið lausir frá 15. febrúar. Þjóðviljinn árnar sjómönnum heilla I tilefni dagsins með baráttukveðjum. Mynd: Jim Smart. Heimsókn Páfinn kemur í dag Athöfnin áÞingvöllum síðdegis. Búist við miklum umferðarþunga. Miklar öryggisráðstafanir hjá lögreglunni Heimsókn Jóhannes Páls 11 páfa hefst klukkan 13 í dag er hann ásamt 30 manna fylgdarliði og um 50 blaðamönnum lendir í þotu Flugleiða á Keflavíkurflugvelli. Eftir móttökuathöfn á Keflavík- urflugvelli, þar sem forsætisráð- herra og páfl flytja stutt ávörp, verður haidið í heimsókn til Vig- dísar Finnbogadóttur forseta að Bessastöðum. Þar verður páfa og fylgdarliði hans boðið upp á létt- ar veitingar, kaffi, te eða appels- ínusafa og smákökur. Síðan mun forsetinn ræða einslega við páf- ann skamma stund. Hápunktur heimsóknarinnar mun eflaust verða hin samkirkju- lega messa að Þingvöllum sem biskup íslands býður til. Bæði Jó- hannes Páll páfi og biskup ís- lands, Pétur Sigurgeirsson munu prédika. Athöfnin hefst um klukkan 17.00 og fer fram á Efri Völlum. Búist er við miklum um- ferðarþunga á leiðinni til Þing- valla í dag. Á meðan páfi er á leið til Þingvalla er lokað fyrir alla umferð til og frá Þingvöllum og frá klukkan 16.30 verður Þing- vallavegur lokaður á leið í bæinn. í fyrramálið klukkan 8.30 held- ur páfi kaþólska messu á Landakotstúni sem fram fer á lat- ínu, ensku og íslensku. Messan mun standa yfir í um það bil tvo og hálfan tíma en að henni lok- inni heldur páfi til Keflavíkur- flugvallar. Allt lögreglulið borg- arinnar verður á vakt um helgina og aukalið kallað út. Auk þess eru 6 öryggisverðir eru með í för páfa. -IÞ Sólarhringsheimsókn Jóhannesar Páls II páfa til íslands hefst á há- degi í dag. Flugfargjöld Þau lægstu hækka mest Fargjöld í áætlunarflugi hækk- uðu að meðaltali um 7 af hundr- aði í fyrradag, lægstu fargjöldin mest en dýru ferðirnar minna. Formaður Félags ferðaskrifstofu- eigenda harmar að sönnu hækk- un flugfargjalda en segir hana engum koma á óvart. Að sögn Péturs J. Eiríkssonar hjá Flugleiðum hækka lágu far- gjöldin, „súper-apex“, mest eða um 10 af hundraði. Aðrar og dýr- ari ferðir hækka um 5% þannig að meðaltal fargjaldahækkana er um 7 af hundraði. Karl Sigurhjartarson hjá Pól- aris, formaður Félags ferðaskrif- stofueigenda, sagði Þjóðviljan- um að hækkanir flugfélaganna nú stöfuðu fyrst og fremst af verð- hækkunum úti í heimi og hefðu ekki komið mönnum á óvart. Vissulega hefðu þær slæm áhrif á viðskiptin sem ekki væru burðug fyrir en við því væri því miður ekkert hægt að gera. ' ks

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.