Þjóðviljinn - 03.06.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 03.06.1989, Blaðsíða 2
IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Orðsending til allra nemenda vorannar 1989 Skólaslit og brautskráning útskriftarnema verður föstudaginn 16. júní kl. 14.00 í Halllgrímskirkju Þriöjudaginn 13. júní kl. 11.00-18.00 veröa ein- kunnir afhentar og eru þá jafnframt sýnd próf og valdir áfangar fyrir haustönn 1989. Einnig geta nemendur gengiö frá vali fyrirhaust önn innritunardagana 5. og 6. júní kl. 11.00- 18.00. Utanbæjarnemendur geta notfært sér símatíma (91-26240) kl. 15.30-18.00 alla ofangreinda daga. Ekki verða gerðar stundaskrár fyrir aðra en þá sem ganga frá vali ofangreinda daga. Innritun í úrbótakennslu í haust og haustpróf stendur yfir og lýkur þriöjudaginn 13. júní. Áætlað er að úrbótakennslan í haust hefjist mánudaginn 21. ágúst, en haustpróf 28. ágúst. ||| PAGVIST BAKIVA Fostöðumenn óskast Dagvist barna auglýsir stöður forstöðumanna á eftirtöldum dagheimilum lausar til umsóknar: Iðuborg Kvarnarborg Laugaborg Völvuborg Umsóknarfrestur er til 15. júní n.k. Fóstrumenntun áskilin. Upplýsingar veita framkvæmdastjóri og um- sjónarfóstrur í síma 27277. Umsóknareyðublöð liggja frammi á afgreiðslu Dagvistar barna, Hafnarhúsinu við Tryggva- götu. óskast í eftirtaldar bifreiðar og tœki sem verða til sýnis þriðjudaginn 6. júnf 1989 kl. 13-16,1 porti bak við skrifstofu vora að Borgartúni 7, Reykjavík. Tegundir 1 stk. Buick Electra fólksbifr. Árg. 1980 1 stk. Saab 900 I " 1987 1 stk. Opel Rekord “ 1986 1 stk. Mazda 929 - 2000 " 1985 2. stk. Wolvo 244 ” 1981-85 1 stk. Subaru 1800 St. 4x4 1986 1 stk. Subaru 1800 pick up 4x4 1983 3 stk. Lada WAS 2121 4X4 1984-86 1 stk. Suzuki Fox (pick-up) 4x4 (sk. e. umf. óh.) 1985 1 stk. MMC L-300 panel van 4x4 1983 1 stk. Mazda E2200 sendib. 1985 1 stk. Hino FH222 SA » 1985 1 stk. Dodge Van B - 250 (12 farþ.) 1983 1 stk. Chevrolet sport van sendib. 1981 1 stk. Ford Econoline E-150 » 1980 1 stk. Isuzu P/U LS (diesel) 4x4 1984 1 stk. Ford F - 500 vörubifreið 1956 2 stk. Harley Davidson (lögregluhjól) 1972 Til sýnis hjó Pósti og síma, birgðastöð, Jörfa. 1. stk. LMMC L-300 Mini bus 4x4 (ske. e. umf. óh.)1984 Til sýnis hjá Áburðarverksm. í Gufunesi 3 stk. Vörulyftarar Clark C-500 1974-75 Tilboðin veröa opnuð sama dag kl. 16:30 að viðstöddum bjóðendum. Róttur er áskilinn til að hafna tilboðum sem ekki teljast viðunandi. ysf INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Borgartúni 7, sími 26844 FRETTIR Kennarar Fulltrúaþingi lýkur í dag Mörgstórmál á dagskrá. Kjaramál, skólamál og samstarf kennarfélaganna í brennidepli 5fulltrú3þingi Kennarasam- ■ bands Islands lýkur í dag en það hófst á fimmtudaginn. Mörg stór mál hafa verið á dagskrá þingsins og má m.a. nefna kjara- mál og kjarabaráttu kennara, skólastefnu KI, veigamiklar laga- breytingatillögur og samstarf kennarafélaganna, þ.e. Kennara- sambands Islands og og Hins ís- lenska kennarafélags. í samtali við Svanhildi Kaaber formann Kennarasambands ís- lands kom fram að þeim drögum að kjarastefnu félagsins sem lögð voru fram á þinginu megi skipta í tvo hluta, annars vegar stefnu um mál sem varða kennara sérstak- lega og hins vegar stefnu um kjarabaráttu almennt. Skólastefna sú sem nú er í endurskoðun var samþykkt á síð- asta þingi KÍ sem haldið var 1987. Að sögn Svanhildar hafa ýmsar breytingartillögur verið lagðar fram en þó engar sem fela í sér Um 200 manns hafa setið fulltrúaþing Ki sem lýkur í dag á skóla- grundvallarbreytingu stefnunni. Lagabreytingatillögur þær sem lagðar hafa verið fram á þinginu fela í sér veigamiklar breytingar á kosningu í stjórn og skipan full- trúaráðs sem jafnframt er samn- inganefnd félagsins. Atkvæða- greiðsla fór fram seinni partinn í gær. Sameining kennarafélaganna er einnig til umræðu á þessu þingi og að sögn Svanhildar eru menn almennt jákvæðir þótt skiptar skoðanir hafi komið fram. Ekki lá ljóst fyrir hvaða ályktanir yrðu samþykktar í þessum efnum þeg- ar blaðið fór í prentun í gær. •Þ Dagsbrún Sljómin hefur brugðist Stjórn og trúnaðarmannaráð Verkamannafélagsins Dagsbrún- ar hefur mótmælt harðlega þeim verðhækkunum sem ganga yfir. Ríkisstjórnin hafi nú með alvar- legum hætti brugðist því trausti sem til hennar var borið vegna yfirlýsinga ráðherra við síðustu samningagerð um að hamla gegn verðhækkunum. Dagsbrún varar ríkisstjórnina alvarlega við þessum vinnu- brögðum og krefst þess að hún afturkalli þær hækkanir sem sannanlega eru ekki vegna er- lendra verðhækkana. Verði stjórnin ekki við þessari kröfu verði hún að taka afleiðingum þeirrar synjunar, sem hún í dag geri sér greinilega ekki grein fyrir hverjar verða. -Ig. ABR Verð- hækkunum mótmælt Aðalfundur Alþýðubandalags- ins I Reykjavík mótmælir harð- lega þeirri verðhækkanaskriðu sem þessa dagana ríður sem hol- skefla yfir alþýðuheimili í landinu. Nægir að nefna land- búnaðarvörur, hita og rafmagn, bensín, að ógleymdum breyting- um á gengi krónunnar og skatta- hækkunum. Fundurinn bendir á, að aðhald í verðlagsmálum var eitt af grundvallarloforðum ríkisstjóm- arinnar við gerð kjarasamning- - anna og ein af meginforsendum þeirra, segir í samþykkt aðal- fundarins. Fundurinn hvetur samtök launafólks og launafólk allt, að standa vörð um kjarasamningana og berjast gegn stöðugum verð- hækkunum. Jafnframt hvetur fundurinn alla félaga Alþýðu- bandalagsins, jafnt utan sem innan verkalýðshreyfingarinnar að taka virkan þátt í þessari bar- áttu. ________^ Þríkross Blessun í þágu blindra Við messuna á Landakotstúni á morgun mun páfi blessa þrí- kross sem hefur verið hannaður hér á landi og ætlaður er til sölu hér heima og erlendis. Ágóðinn af sölu þríkrossins á að renna til blindra á viðkomandi sölustað. Forseta íslands, Vigdísi Finnbog- adóttur var færður kross að gjöf í gær og biskup íslands, Pétur Sig- urgeirsson tók einnig við þrí- krossinum á sjötugsafmæli sínu sem var í gær. iþ Frá Hagskiptum hf. og Verðbréfasjóði Hagskipta hf. TIL EIGENDA GENGISBRÉFA Með hliðsjón af kröfum nýrra laga nr. 20/1989 um verðbréfaviðskipti og verðbréfasjóði er Ijóst að Hagskipti hf. mun ekki uppfylla kröfur laga s.s. um lágmarksstærð skv. 11. og 12. gr. o.fl. til að reka verðbréfafyrirtæki og verðbréfasjóði. Af þessum sökum hafa Hagskipti hf. farið þess á leit við Fjárfestingarfélag íslands hf. að það yfirtaki Verðbréfasjóð Hagskipta hf. Fjárfestingarfélagið hefur orðið við þeini beiðni og hefur því yfirtekið reksturinn frá og með 2. júní 1989. Eigendur Gengisbréfa eru beðnir um að snúa sér til Fjárfestingarfélagsins varðandi upplýsingar um sjóðinn s.s. varðandi gengi, innlausn o.fl. IS h 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.