Þjóðviljinn - 03.06.1989, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 03.06.1989, Blaðsíða 8
Vertíðin var sú besta síðan 1982 Botnfiskkvóti Grindavíkurbáta svo til búinn. Viljum sitja við sama borð og aðrir ísamningum okkar við útvegsmenn. Gerum þá kröfu að ákvörðun um nýtt fiskverð sjái dagsins Ijós fyrir sjómannadaginn Sœvar GunnarssonformaðurSjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur Eftir stanslausar brælur og ótíð frá miðjum descmbcr og fram í miðjan febrúar var útlitið orðið heldur dökkt hjá vertíðarfólki til lands og sjávar suður 'með sjó. Bunkar af ógreiddum víxlum hrönnuðust upp á heimilunum og fátt sem benti til þess að úr mundi rætast. En jafnskjótt og tíðin batnaði og gaf á sjó á hverjum degi birti yfir aflabrögðunum svo um munaði. Næstu vikur á eftir og allt fram að vertíðariokum um miðjan maí var rífandi afli á mið- um vertíðarbáta með bullandi at- vinnu í landi. Þegar upp var stað- ið hafði borist meiri afli á land á vertíðarsvæðunum en gerst hafði í mörg ár og í Grindavík var ný- liðin vertíð sú besta sem komið hefur síðan 1982. Grindavík skartaöi sínu feg- ursta í síðustu viku þegar biaða- maður og ljósmyndari Þjóðvilj- ans sóttu bæinn heim. Himinninn var heiðskír og blár og sólin ein- ráð á himinhvolfinu og þurfti ekki að etja kappi við lymskuleg ský sem oft á tíðum sæta lagi til að hindra leið sólargeislanna niður til þeirra sem búa á norðurhveli jarðar. Hægur andvari var að norðan sem náði ekki að gára hafflötinn sem var sléttur sem spegill. Niður við höfn var formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, Sævar Gunnars- son, klæddur í vinnugalla og var að logsjóða eins og ekkert væri. Þrátt fyrir annríkið í vinnunni hjá ísfélagi Grindavíkur gaf formað- urinn sér tíma til að spjalla lítið eitt um nýliðna vertíð, kröfur sjó- manna um hærra fiskverð, við- horfin til sjómannastéttarinar og sjómannadaginn sem nú er hald-' inn hátíðlegur í 51. skiptið. Botnfiskkvótinn búinn - Ég hef ekki aðra skýringu á þessum góðum aflabrögðum á vertíðinni en það sem fiskfræð- ingar hafa haldið fram. Að þeirra sögn leitaði þorskurinn hingað suður frá Norðurlandi vegna kulda í sjónum þar nyrðra. Fyrir okkur hér skipti þó mestu að ufs- inn gaf sig líka eins og þorskur- inn. Það hefði ekki nægt okkur að fá bara góða þorskgöngur ef uf- sinn hefði ekki látið sjá sig. Þann- ig að þegar á heildina er litið get- um við ekki annað en verið ánægðir með nýliðna bátavertíð sem var sú besta síðan 1982. Enn- fremur er ég líka ánægður með að bátarnir hafa vel flestir klárað sína botnfiskkvóta og náð að veiða fiskinn til verkunar hér í landi. Á síðustu vertíðum hefur það nefnilega viljað brenna við að bátarnir hafa ekki náð að veiða upp í úthlutaða kvóta og það sem eftir hefur verið hafa togaraútgerðir keypt fyrir norðan og vestan. - Fyrir okkur hér kemur það ekki að sök þó að botnfiskkvót- inn sé að mestu búinn hjá bátun- um. Við höfum ekki veitt hér botnfisk á haustin nema nokkrir bátar sem hafa verið á línu. Þá færðu margar útgerðir 10% af kvóta síðasta árs yfir á þetta þannig að þrátt fyrir þessa skerð- ingu á botnfiskaflanum þá höfum við getað veitt sem nemur óskertum kvóta miðað við síðasta ár. Þegar vertíðinni lauk tóku við humarveiðar, þó þær séu nú mun minni að umfangi hér í Grindavík en hér fyrr á árum. Þegar þeim lýkur fara bátarnir að búa sig á síldveiðar og eru við þær fram á síðari hluta ársins og í ársbyrjun hefst hin árlega bátavertíð. Þá er einnig gert hér út á loðnu. - Hinu er heldur ekki að leyna að þegar þessi gegndarlausa ótíð var til lands og sjávar í 11 vikur, frá miðjum desember og fram í miðjan febrúar var risið orðið heldur lágt á fólkinu hér í bæn- um. En um leið oghann stytti upp og menn gátu farið að róa upp á hvern einasta dag, gjörbreyttist bæjarbragurinn til hins betra. Það fann maður þegar með því einu að ganga um bæinn. Állt fullt af fiski og hver sem vettlingi gat valdið í vinnu. - Þó að vel gangi mega menn ekki gleyma því að á bak við þetta allt saman liggur alveg óhemju mikil vinna. Bæði hjá sjómannin- um sem og landverkafólki. Þetta vill oft hverfa í umræðunni þegar verið er að fjalla um vertíðina og þann mikla afla sem barst á land sem er miður. Viljum sitja við sama borð og aðrir Þegar þetta er skrifað var verið að fjalla um nýtt fiskverð í yfir- nefnd Verðlagsráðs sjávarút- vegsins og bar mikið í rhilli aðila. Eins og svo oft áður telur fisk- vinnslan sig ekki í stakk búna til að greiða hærra fyrir fiskinn en verið hefur vegna bágborinnar rekstrarstöðu fyrirtækjanna. Þá hafa kjarasamningar sjómanna við útgerðarmenn verið lausir frá því 15. febrúar sl. þegar bráða- birgðalög ríkisstjórnarinnar um afnám samningsréttarins og fryst- ingu launa féllu úr gildi. Sjómenn gera þá kröfu að fá að sitja við sama borð og aðrir launþegar og ná fram hliðstæðum hækkunum í samningi sfnum við útgerðar- menn. - Ég vil sem minnst tjá mig um þessi mál núna þar sem þau eru á viðkvæmu stigi og orð eru dýr. Hinu er þó ekki að leyna að við gerum þá kröfu að launaliður sjó- manna hækki svipað og samið var um á milli ASI og atvinnurek- enda. Það þýðir um 8%-10% hækkun. Að auki fórum við fram á ýmsar aðrar lagfæringar svo sem þær sem varða landanir í gáma, hækkanir á tryggingum vegna slysa og dauðsfalla. En það er hinsvegar á hreinu að við mun- um ekki ganga til samninga við útgerðarmenn fyrr en fiskverð liggur fyrir. Við og útgerðarmenn höfum sett fram þá kröfu að fisk- verð hækki strax um 5% þann 1. júní og um 3% 1. október. 7 sjógöllum á þingpalla - Það er mér lífsins ómögulegt að spá né geta mér til um hvernig þessi mál munu þróast á næstu dögum. En hitt er víst að við leggjum höfuðáherslu á að fá nýtt fiskverð fyrir komandi sjómann- adag, 4. júní. Þá erum við líka minnugir þess hvernig stjórnvöld komu fram við okkur sjómenn í fyrra þegar sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur í 50. skiptið. Þá eins og nú var verið að þjarka um nýtt fiskverð nema hvað þáverandi ríkisstjórn var nýbúin að setja sín frægu bráða- birgðalög þess efnis að þeir sem áttu þá ósamið fengju ekki minna en þeir sem lokið höfðu samning- um, sem þýddi um 10% hækkun. Þess í stað fengum við í afmælis- gjöf tæp 5% fiskverðshækkun sem varð til þess að fulltrúar okk- ar í Verðlagsráði hættu að mæta á fundum þess um tíma. - í verkfallinu 1987 stóð til að þáverandi ríkisstjórn ætlaði að sér að setja lög á okkur til að leysa verkfallið. í umræðum á Alþingi fjölmenntu sjómenn á þingpalla og við hér í Grindavík ætluðum SJOMANN#DAGURINN Á landleið. Á morgun sunnudaginn 4. júní er sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur út um land allt og verður þá mikið um dýrðir í sjávarplássum landsins. Þjóðviljinn óskar sjómönnum til hamingju með daginn með baráttukveðjum M\/nH- lim Qr einnig að mæta sem og við gerð- um. Nema hvað okkar sjómenn mættu algallaðir í sjógöllum og vegna þess var okkur meinaður aðgangur á pallana. Þessi ákvörðun þingvarða varð til þess að við náðum fundum við marga málsmetandi þingmenn þar sem við kynntum þeim málstað okk- ar. Hvort það varð til þess að lög- in voru ekki sett skal ég ekkert um segja en búnaður okkar vakti mikla athygli á sínum tíma. - Af öðrum uppákomum má nefna þegar flotinn sigldi allur í land að ég held 1976 út af sjóða- kerfinu og einnig 1981. Þá sigldi allur sfldarflotinn í land um haustið út af síldarverðsákvörð- un. Aftur á móti má segja að sam- búðin við útgerðarmenn hér í Grindavík sé traust þó svo að menn greini að sjálfsögðu á um málefni eins og gerist og gengur. Hetjur hafsins Á hátíðis- og tyllidögum tala stjórnmálamenn oft á tíðum fjálglega um hetjur hafsins með rómantískum blæ og þá er ekki verið að spara stóru lýsingarorð- in. Þá er sjómannsstarfið lofað upp í hástert sem það starf sem öll undirstaða þjóðfélagsins hvfli á. En að öðru leyti er hlutur sjó- mannsins nánast sem afgangs- stærð í þjóðfélagsumræðunni og á stundum má ætla að gjaldeyrir þjóðarinnar verði til í salarkynn- um verslunarhalla eða með verðbréfabraski. - Á síðustu árum hefur sjó- mannsstarfið gjörbreyst frá því sem það var hér fyrr á árum í nær öllum atriðum sem betur fer. Engu að síður höfum við fremur verið í vörn í okkar baráttu en í sókn. - Við getum ekki kvartað undan stéttvísi sjómanna hér í Grindavík og samstaða manna hér er að mínu mati mjög góð miðað við það sem maður heyrir útundan sér að sé á öðrum stöð- um úti á landi. Fundasókn er hér góð og þá hefur nýliðun í stjórn og trúnaðarmannaráði félagsins verið það einnig. Á heildina séð Mynd: Jim Smart. getum við ekki annað en verið ánægðir með starf okkar í Grindavík og horfum bjartsýnir fram á veginn. -grh 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Uugardagur 3. júní 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.