Þjóðviljinn - 06.06.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.06.1989, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 6. júní 1989 100. tölublað 54. árgangur Aðalfundur SÍS Heitur fundur um kaldar staöreyndir Tap SÍS gífurlegt. Eigiðférýrnaði uml,5 miljarð á síðasta ári. Tekistá umframtíð verslunardeildar. ÞrösturÓlafsson:KRONgetur gengið úr verslunardeildinni, ef... Tap varð á rekstri Sambands íslenskra samvinnufélaga á árinu 1988 um 1156 mUjónir króna og jókst tapið um 2259% frá árinu þar á undan er var 49 mUjónir króna. Eigið fé rýrnaði svo á árinu um 1038 mUjónir króna eða úr 3,1 miljarði í tæp- lega 2,1 miljarð. Væri reiknað með að eigið fé hefði haldið verð- gildi sínu nenuir rýrnun eiginfjár um einum og hálfum miljarði. Þessar hrikalegu tölur komu fram í ræðu Guðjóns B. Ólafssonar for- stjóra SÍS sem hélt á aðalfundi Sambandsins í gær. Verður fund- inuin framhaldið í dag og verður þá kosið til stjórnar. Á aðalfundi í gær var fulltrúum eðlilega tíðrætt um þessa slæmu stöðu og voru allir á því að sam- vinnumenn þyrftu að vinna betur saman. Hins vegar voru ekki allir sammála um leiðirnar að mark-. inu, né hvert markið ætti að vera. Bar fyrst og fremst á ágreiningi um skipulagsmál og þá ekki síst hvað verslunardeildina varðaði en hún tapaði um 352 miljónum króna á síðasta ári og 219 miljón- um árið 1987. Kristallast í þessari deilu að nokkru átök landsbyggð- ar og þéttbýlis og vaxandi áhrif KRON innan SÍS, en KRON hef- ur nú flesta fulltrúa einstakra fé- laga á aðalfundi eða 39 af 131. Voru fulltrúar KRON á fundin- um óhræddir við að stíga í pontu í gær og sagði einn þeirra, Ás- mundur Asmundsson m.a. að samvinnuverslunin á þéttbýlis- svæðum, bæði á Reykjavíkur- svæðinu og á Akureyri þyrfti að „sprengja af sér verslunar- deildina," yrðu þar ekki ákveðn- ar breytingar. „Við höfum aðrar áherslur en blönduðu kaupfélögin," sagði Þröstur Ólafsson í samtali við Þjóðviljann í gær. Sagði Þröstur að sjálfur vildi hann kannski ekki vilja nota sama orðalag og Ás- mundur, en „það þarf að breyta verslunardeildinni. Við þurfum ekki að sprengja hana af okkur en við getum einfaldlega gengið úr henni. Ef það er fullreynt að við högnumst ekki á viðskiptum við verslunardeildina drögum við einfaldlega úr þeim," sagði Þröstur. Hann sagði að KRON yrðí þá að versla víð aðra heild- sala en verslunardeildina, sem gæti út af fyrir sig haldið sinni starfsemi áfram en þá fyrir aðra en KRON. Sagði Þröstur að verslunardeildin þyrfti fyrst og fremst að verða ódýrari ætti KRON að halda viðskiptum við hana áfram og þyrfti að bregðast við þeirri staðreynd að KRON fengi allsstaðar núorðið betri kjör og meiri magnafslátt en verslunardeildin veitti. Þá teldi KRON það óþarfa að keyptu þeir inn vörur frá óskyldum heildsölum, að flytja þyrfti þær vörur fyrst í birgðageymslu versl- unardeildar áður en hún kæmi til KRON. Það væri betra að KRON fengi vörurnar beint því hægt væri að fá sama afslátt í inn- kaupum og verslunardeildin og innkaup í gegnum verslunar- deildina gerðu innkaup KRON aðeins dýrari. phh Sjá síðu 2 Páfaheimsókn Hvemig vetur ef þetla er sumar? Páfinn lét kuldann ekki slá sig út af laginu Það eru allir á einu máli um að þetta hafi tekist vel og verið ölluni tU sóma. Veðrið var að vísu kaldranalegt og honuin varð kalt en hann skUdi sólina cftir hjá okk- ur, segir Torfi Ólafsson formaður félags kaþólskra leUunanna um heimsókn Jóhannesar Páls II páfa tU landsins. Góð þátttaka var í hátíðar- messum páfa á Þingvöllum og í Reykjavfk þrátt fyrir kuldalegt veður. Páfi lét veðrið ekki á sig fá en einn kardínálinn spurði þó dr. Sigurbjörn Einarsson biskup: Hvernig er veðrið hjá ykkur þeg- ar kaldast er, fyrst það er svona á sumrin? Eftir að hann hafði veitt okkur sína blessun og fyrirbænir þá birti upp og gerði sólskin. Það má því segja að páfi hafi komið með sól- skinið með sér og skilið það hér. eftir, sagði Torfi Ólafsson í gær. Sjá nánar um páfaheim- sóknina síðu 8-9. Kjaramál Enga mjólk Mjólkurvörur hafa hœkkað langt umfram lágmarks- laun Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og Alþýðusamband íslands hvetja allan almenning til að snið- ganga mjólk og allar mjólkur- vörur í verslunum í dag, á mið- vikudag og á fímmtudag. Al- menningur sýni með þessu and- stöðu sína við almennar verð- hækkanir að undanförnu og þá kröfu sína tU stjórnvalda að þau dragi þær til baka. Frá því í des- ember hafa egg og mjólkurvörur hækkað um 20 - 26,9% á meðan lægstu laun hafa hækkað um 6%, samkvæmt upplýsingum frá ASÍ. í tilkynningu frá miðstjórn ASÍ og stjórn BSRB er lögð áhersla á að það sé mikið og sameiginlegt hagsmunamál neytenda og bænda að hin mikla hækkun mjólkuryara verði látin ganga til baka. Ögmundur Jónasson for- maður BSRB, sagði á blaða- mannafundi ASÍ og BSRB í gær, að kveðið hefði verið á um það í samningum við ríkisstjórnina að nauðsynjar eins og landbúnaðar- afurðir hækkuðu ekki umfram lægstu laun. Þetta hefði ríkis- stjórnin ekki staðið við. Þetta ákvæði sagði Ásmundur Stefáns- son forseti ASÍ, að ríkisstjórnin hefi talið sig vera að þrengja enn frekar í viðræðum við ASI. Ríkisstjórnin hefur heimilað hækkanir á landbúnaðarvörum á bilinu 5 - 15%. Þetta þýðir sam- kvæmt upplýsingum hagdeildar ASÍ, að þessir vöruflokkar hafa hækkað um allt að 27% frá því í desember. Þá vöktu forystumenn verkalýðssamtakanna athyggli á því að bensín hefði nýlega hækk- að um 18,7% en stór hluti bensín- verðsins væri skattur sem færi beint í ríkissjóð. Ásmundur sagð- ist sannfærður um að launafólk tæki áskoruninni um að snið- ganga mjólkurvörurnar vel. Fjöldafundurinn á Lækjartorgi sýndi að einhugur væri í fólki. Næstu aðgerðir hlytu því að vera ríkisstjórnarinnar, aðgerðir sem drægju síðustu verðhækkanir til baka. Og lýstu forsystumenn þessara tveggja stærstu launþeg- asamtaka landsins yfir furðu sinni á sinnuleysi stjórnvalda eftir úti- fundinn, þar sem vilji launafólks hefði varla getað komið skýrar fram. Orn Friðriksson varaforseti ASÍ sagði einn ráðherra hafa ver- ið „vonsvikinn og sáran" með verðhækkanirnar og annar hefði sagt að svona væri bara kerfið, það framkallaði sjálfvirkar hækk- anir. Hvor sem hefði rétt fyrir sér yrðu ráðherrarnir að skilja að verkalýðssamtökin gerðu kröfu til að þessu kerfi yrði breytt. -hmp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.