Þjóðviljinn - 06.06.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 06.06.1989, Blaðsíða 5
1. deild Bræðra- bylta Akureyrarliðin Þór og KA skildu jöfn í hörðum slag á föstu- dag. Hvorugu liðinu tókst að koma tuðrunni í netið þrátt fyrir nokkur ágætis tækifæri, sérstak- lega KA-manna. Þór hefur verið spáð falli í sumar og miðað við það stendur liðið sig bara nokkuð vel það sem af er. KA hefur mun sterkara lið en tókst ekki að nýta sér tækifær- in á föstudag. Ætli liðið að vera við toppinn í sumar er hætt við að nýting á borð við þá á föstudag dugi skammt. 2. deild Allir tapa Heil umferð fór fram í 2. deild á laugardag. Það er athyuglisvert að eftir tvær umferðir í deildinni hafa öll liðin tapað stigum enda má búast við sérlega jafnri keppni í 2. deild í sumar. Það kom einna mest á óvart að Breiðablik vann 0-3 sigur á ÍR á heimavelli ÍR-inga í Breiðholt- inu. Blikarnir skoruðu að vísu tvö marka sinna undir lok leiksins en það eru mörkin sem telja. Heiðar Heiðarsson skoraði fyrir Breiða- blik í fyrri hálfleik. I síðari hálf- leik urðu ÍR-ingar fyrir því áfalli að Tryggvi Gunnarsson þrufti að fara af leikvelli eftir mjög slæmt höfuðhögg. Eftir það var enginn broddur í sókn ÍR-inga og sigur Blikanna var öruggur. Á Selfossi tókst Eyjamönnum að vinna 1-2 sigur á heima- mönnum. Þessi úrslit komu nokkuð á óvart og hefur Selfoss ekki hlotið stig í deildinni. Sævar Sverrisson náði reyndar foryst- unni fyrir heimamenn snemma í leiknum en Tómas Tómasson jafnaði metin um miðjan hálf- leikinn. Hann skoraði síðan sigurmark Eyjamanna með glæsi- legu skoti um miðjan síðari hálf- leik. Á Húsavík gerðu Völsungur og Stjarnan jafntefli, 1-1, og byrja Garbæingar veru sína í deildinni nokkuð vel. Hörður Benónýsson skoraði fyrst fyrir heimamenn en gamla kempan Árni Sveinsson jafnaði úr vítaspyrnu. Völsungar fengu síðan gullið tækifæri á að ná forystunni á ný þegar vítasp- yrna féll þeim í skaut. Jónas Hall- grímsson er allra manna örugg- astur á því sviði en nú kom loks að því að hann misnotaði vítasp- yrnu. Eftir það bar það helst til tíðinda að Árna Sveinssyni var vikið af leikvelli en ekki urðu mörkin fleiri. Leiftur frá Ólafsfirði er eitt fár- ra liða sem er ánægt með slæmt ástand grasvalla þar sem liðið leikur ávallt heimaleiki sína á möi. Víðir úr Garði lék á Ólafs- firði á laugardag og tókst hvor- ugu liðanna að skora í miklum baráttuleik. Bæði lið reyna eftir mætti að endurheimta sæti sitt í 1. deild og bar leikurinn þess merki. Annað markalaust jafntefli var á Sauðárkróki þar sem heima- menn í Tindastóli tóku á móti Einherja frá Vopnafirði. Leikur- inn þótti ekki mjög vel leikinn enda hávaða rok á Króknum á laugardag. -þóm Staðan UBK.............2 110 4-1 4 Völsungur.......2 110 3-1 4 Stjarnan........2 1 1 0 3-2 4 Víðir...........2 110 1-0 4 (BV............2 10 12-2 3 (R.............2 10 13-4 3 Leiftur........2 0 2 0 1-1 2 Tindastóll.....2 0 111-2 1 Einherji.......2 0 111-3 1 Selfoss........2 0 0 2 1-4 0 ÍÞRÓTTIR Fótbolti-L deild Jafnt í Frostaskjóli um hvernig liðunum komi til með fyrsta keppnistímabil sitt í að ganga í næstu framtíð en víst er deildinni með þessum hætti. að Fylkir má vel við una að byrja -þóm Fótbolti-1. deild Skaginn tapaði Það var sannkallaður Reykja- víkurslagur sem fram fó í Frost- askjólinu í gærkvöld. Hið rót- gróna lið KR-inga í Vesturbæn- um tók þá á móti Arbæingunum í Fylki sem nú stíga sín fyrstu spor í deildinni. Svo fór að lokum að liðin skildu jöfn í fjörugum leik og tókst báðum liðum að skora tví- vegis. I fyrri hálfleik leit þó út fyrir öruggan sigur Vesturbæinga. Áður en flautan gall hafði KR náð tveggja marka forskoti og út- litið ekki gott hjá Fylki. Pétur Pétursson og Björn Rafnsson skoruðu mörk KR-inga eins og endranær. En Árbæingar voru ekki á þeim buxunum að gefast upp og tókst þeim strax á upphafsmín- útum síðari hálfleiks að minnka muninn í eitt mark. Það gerði Baldur Bjamason og eigi löngu síðar jafnaði Hilmar „týndi son- urinn“ Sighvatsson úr víta- spymu. Þar með höfðu KR-ingar misst það sem hafði virtst unninn leik niður í jafntefli sem er ekki algengt í Frostaskjólinu. Bæði lið hafa eins og raunar þrjú önnur lið í deildinni hlotið fjögur stig í fyrstu þremur um- ferðunum með því að vinna einn, gera eitt jafntefli og tapa einum leik. Lítið er hægt að geta sér til Víkingar komu mjög á óvart með sigri sínum á IA á Skipa- skaga á laugardag. Skoruðu þeir tvívegis án þess að heimamönnum tækist að svara fyrir sig. Andri Marteinsson og Júgó- slavinn Goran Micic skomðu mörk Víkinga í sanngjörnum sigri. Víkingar hafa ekki unnið á Akranesi í átta ár. -þóm Greiðslur almennings fyrir læknishjálp og lyf (skv. reglugerð útg. 26. maí 1989) 1. Greiðslur hjá heimilislækni og heilsugæslulækni 190 kr. — Fyrir viðtal á stofu læknis. Innifalin er ritun lyfseðils. 390 kr. — Fyrir vitjun læknis til sjúklings. Ofangreindar greiðslur eru hámarksfjárhæðir, og má læknir ekki krefja sjúkling. um viðbötargjald, nema vegna lyfja eða umbúða, sem sjúklingur kynni að þurfa að fara með burt með sér. 2- Greiðslur fyrir sérfræðilæknishjálp, rannsóknir og röntgengreiningu 630 kr. — Fyrir hverja komu til sérfræðings. 215 kr. — Elli- og örorkulífeyrisþegar, fyrstu 1 2 skiptin hjá sérfræðingi á hverju almanaksári, síðan ekkert. (Sjá nánar hér að neðan). Aldrei má krefja sjúkling um nema eina greiðslu fyrir hverja komu ásamt rannsókn/röntgengreiningu í fram- haldi af henni. Til nánari skýringar er eftirfarandi tafla: Greiðslur almennings fyrir sérfræðilæknishjálp, nokkur dæmi. TAFLA Heimilis- læknir Sérfræð- ingur Ranns./ Röntg.gr. Sérfræð- ingur Aðgerð hjá Svæfing/deyfing sérfræðingi hjá sérfræðingi Dæmi 1 190 630 Dæmi 2 190 440 Dæmi 3 190 630 630 Dæmi 4 190 630 0 Dæmi 5 190 630 0 630 Dæmi 6 190 630 0 630 0 630 Skýringar: Taflan lesist frá vinstri til hægri og sýnir samskipti við a.m.k. tvo lækna. Dæmi 4: Sjúkl- ingur leitar til heimilislæknis og greiðir þar 190 kr. Heimilislæknir vísar síðan sjúklingi til sérfræð- ings, og þar greiðir sjúklingur 630 kr. Þessi sérfræðingur sendir sjúkling í röntgengreiningu, og þarf sjúklingur ekki að greiða sérstaklega fyrir hana, þar sem hún er í beinu framhaldi af komu til sérfræðings. Ofangreindar greiðslur eru hámarksfjárhæðir, og má læknir ekki krefja sjúkling um viðbötargjaid, nema vegna lyfja eða umbúða, sem sjúklingur kynni að þurfa að fara með burt með sér. Allir eiga að fá kvittanir fyrir greiðslum sínum hjá sérfræðingum. Elli- og örorkulífeyrisþegar, sem leggja fram hjá sjúkrasamlagi sínu kvittun fyrir 1 2 greiðslum á sérfræði- læknishjálp á sama ári, fá skírteini, sem veitir þeim rétt á þessari þjónustu ókeypis það serh eftir er ársins. 3. Greiðslur fyrir lyf 550 kr. — Fyrir lyf greidd af sjúkrasamlagi. 170 kr. — Elli- og örorkulífeyrisþegar, fyrir lyf greidd af sjúkrasamlagi. Eitt gjald greiðist fyrir hvern 100 daga lyfjaskafnmt, eða brot úr honum. Gegn framvísun sérstaks lyfjaskírteinis í lyfjabúð fást ákveðin lyf, við tilteknum langvarandi sjúkdómum, ókeypis. Læknar gefa vottorð til sjúkrasamlags í þeim tilvikum, sem réttur á skírteini kann að vera fyrir hendi. Greiðslur þessar gilda frá og með 1. júní 1989. STRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.