Þjóðviljinn - 06.06.1989, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 06.06.1989, Blaðsíða 8
Þetta eru tölurnar sem upp komu 3. júní Heildarupphæð vinninga kr. 4.310.810,- Enginn var með 5 rétta, sem var kr. 1.984.477,-. Bónusvinninginn fengu 5 og fær hver kr. 69.016,-. Fyrir 4 tölur réttar fær hver kr. 6.265,- og fyrir 3 réttar tölur fær hver um sig kr. 381,-. Sölustaðir loka 15 mínútum fyrir útdrátt í Sjónvarpinu. Upplýsingasímsvari 681511. FRÉTTIR FRÉTTIR Jóhannes Páll Ilpáfi: Ný viðfangsefni á nýrri ölcL. Hefjum siðferðileg verðmœti aftur til vegs. Getum ekki vanrækt samkirkjulegt starf Iræðu sinni við samkirkjulega bænastund á Þingvöllum sl. laugardag, sagði Jóhannes Páll II páfí m.a. að hraðfara þróun nú- tímalífs benti til að íslendingar og raunar allar þjóðir heims, þurfí að glíma við ný viðfangsefni þeg- ar líður á 21. öldina. „Breytingar á sviði stjórnmála og efnahags- mála og nýir möguleikar í lífsvís- indum heimta af yður að þér leggið skynsamlegt mat á þau sannindi og gildi sem eru tengd þvl besta í sögu þjóðar yðar. Þau sannindi og verðmæti verður að halda í heiðri, ef tryggja á andlegt frelsi og almenna velferð kom- andi kynslóða á íslandi.“ Þá vék páfi að því að djúpstæð- ar breytingar hefðu orðið á fjöl- skyldulífi og ekki ævinlega til hins betra. Nauðsynlegt væri að hefja siðferðileg verðmæti aftur til vegs. „Tilteknar breytingar hafa valdið óvissu og ringuireið í félags- og fjölskyldumálum, og það leiðir hugann að þremur for- gangsatriðum sem eru trúarleg í eðli sínu og í fullu samræmi við þá ákvörðun sem var tekin hér fyrir 1000 árum um að íslendingar skyldu gerast kristnir. Þessi atriði eru kristnum mönnum mikils virði hvar og hvenær sem er.“ Það fyrsta er þetta: Líf vort á að vera grundvallað í Kristi. Hann er „klettur hjálpræðisins“ (Sálm. 92:22), „vegurinn og sannleikurinn og lífið“ (Jóh. 14:6). íslendingar viðurkenndu þetta árið 1000, og þeim er ætlað að endurnýja þá trú á vorum tím- um. Það er eftirtektarvert að eftir að Jesús hefur boðið lærisveinun- um að fara og kenna öllum þjóð- um gefur hann þeim loforð: „Ég er með yður alla daga allt til enda veraldarinnar“ (Mt. 28:20). Já, Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir“ (Hebr. 13:8). Kristur er lífakkeri vort í hringiðu breytinganna. Enginn skyldi ætla að kristinn boðskapur sé á einhvern hátt andstæður framþróun mannkyns eða rétt- mætum vonum manna um frelsi, sannleika og réttlæti. Er því ekki heitið í Jóhannesarguðspjalli að slíkar vonir rætist eins og best verður á kosið þar sem segir: „Sonurinn dvelur þar um aldur og ævi. Ef því sonurinn gjörir yður frjálsa, munuð þér verða sannarlega frjálsir" (Jóh. 8:35- 36)? Annað atriðið er þetta: Úr því líf vort grundvallast í Kristi, verð- um vér að bera honum vitni opin- berlega. Það ætti að vera hverjum kristnum manni eðlislægt að pré- dika guðsorð í tíma og ótíma (sbr. 2. Tím. 4:2), að haga lífi sínu í samræmi við guðspjöllin jafnt á tímum friðsældar og umbyltinga. Þegar breytingar verða í hinum siðmenntaða heimi og svo virðist sem farið sé að leggja nýtt, ver- aldlegt mat á andleg verðmæti, er mannkyninu mest þörf á að heyra fagnaðarerindið um elsku Guðs til vor, þann boðskap að Kristur er fyrir oss dáinn... því urðum vér sættir við Guð...“ (Róm. 5:8-10). Nú er einmitt rétti tíminn fyrir alla kristna menn að bera kröftugt vitni þessu sáttarverki sem Guð vann fyrir oss vegna sonar síns, Jesú Krists. Þriðja forgangsatriðið er ábyrgð vor á einingu. Er ekki augljóst að þeir sem vitna um Krist, „sem vér höfum öðlast sáttargjörðina fyrir“ (Róm. 5:11), verði einnig að semja sátt hverjir við aðra? Við getum ekki vanrækt samkirkjulegt starf. í þessu landi þar sem Lúterstrú er ríkjandi vil ég lýsa ánægju minni með þær viðræður sem nú fara fram milli Lúterska heimssam- bandsins og Samkirkjuráðs páfa- garðs, í því skyni að ryðja úr vegi sögulegum og trúarlegum hindr- unum milli Lúterstrúarmanna og kaþólikka. Vér skulum styðja þessa viðleitni og biðja þess að vel megi til takast. Vér lifum á tímum mikilla um- brota. En vér bindum vonir vorar við fagnaðarerindi Jesú Krists. Kristnir menn óttast ekki breytingatíma. Þeir byggja upp andlegan styrk sinn og flytja boð- skap hjálpræðisins. Á þeim ára- tug sem fram undan er, þar til þriðja árþúsund kristinnar kirkju hefst, býðst kristnu fólki þessarar gagnmenntuðu þjóðar land- könnuða, hraustra sæfara, dug- mikilla bænda og iðjusamra karla og kvenna einstætt tækifæri til þess að bera fagnaðarerindinu vitni þegar sinnt er brýnustu þörf- um samfélagsins. Vér erum samankomin hér í Almannagjá. Getum vér þá ekki hugsað oss íslenska kaþólikka og Lútertrúarmenn vinna saman að því að leysa verkefni komandi áratugar? Bænastundir og við- ræður geta skýrt betur það sem sameiginlegt er og hvar helstu ágreiningsefnin er að finna. Þér kynnist þá hverjir öðrum betur og getið styrktþau veiku en raun- verulegu tengsl sem þegar eru fyrir hendi milli kristinna manna í krafti skírnarheitis þeirra og trú- ar á Krist. Megi þessi ræðupallur, sem var smíðaður sérstaklega fyrir þessa sögulegu bænastund, verða tákn um þann ásetning yðar að leiðast hönd í hönd eins og bræður og systur í Drottni. Það var bæði kuldi og strekkingur sem mættu páfa í íslandsheimsókninni en hann lét veðrið ekki á sig fá. Mynd - Jim Smart. Pólsku nunnumar í Karmelítaklaustrinu í Hafnarfirði fengu útivistarleyfi og sóttu messu páfa síns. Mynd - Þóm. Klerkar landsins fjölmenntu til samkirkjulegrar samkomu lúterskra og kaþólskra á Þingvöllum, þar sem kaþólskir predikuðu í fyrsta sinn í meira en hálfa fimmtu öld. Mynd - Jim Smart. Jafnt ungir sem aldnir fylgdust með páfamessunum og margir veifuðu fánum Vatíkansins. Mynd - Jim Smart. Bæði menn og gripir hlutu blessun páfans. Þessa Maríumynd komu Karmelítanunnur með á fund páfa sem blessaði bæði þær og myndina. Mynd - Jim Smart. Torfi Ólafsson með Jóhannesi Páli við messuna á Þingvöllum. að sjálfsögðu mjög mikið upp til hans. Kirkjan er elsta menning- arstofnun í heiminum og yfir- maður hennar hlýtur að njóta sérstakrar virðingar og vera vel- kominn.“ -Hvað finnst þér um skoðanir hans, t.d. um að leyfa ekki getn- aðarvarnir og vígslu kvenpresta? „Menn þurfa ekki endilega að vera á sama máli og hann eða kirkjan. Við erum t.d. ekki ánægð með öll lög í landinu eða dóma, við bara tilheyrum þessari þjóð og sættum okkur við það þótt það sé ekki allt nákvæmlega eins og við viljum. Maður er því misjafnlega ánægður með ýmis- legt í reglum kirkjunnar og það eru hlutir á móralska sviðinu sem mest er deilt um. Hvað á að ganga langt í ýmsum málum eins og takmörkun barneigna og þess háttar. Og með vígslu kvenpresta held ég að það geti komið með tímanum, en sá tími er bara ekki kominn. Ég spurði konu að þessu í Danmörku fyrir einu ári, konu sem er mikið í kaþólsku lífi þar, og hún sagðist halda að þetta ætti eftir að koma. Tíminn væri ekki 1 kominn, því þetta þyrfti að undir- búast og þróast lengi,“ sagði Torfi. Almennt eru menn því ánægðir og glaðir með komu Jóhannesar Páls II. páfa til landsins, nema hvað veðrið hefði verið leiðin- legt. Torfi sagði að það væri hægt að túlka þetta þannig, að páfi hafi komið með sólskinið með sér. „Eftir að hafa veitt okkur sína blessun og fyrirbænir, þá birtir upp og gerir sólskin,“ sagði Torfi Olafsson. ns. Páfaheimsókn Páfinn skildi eftir sól Almenn ánægja hjá kaþólskum með heim- sóknpáfa til landsins. Torfi Ólafsson: Athygl- isverðastað páfi skuli koma til þessa litla lands Torfí Ólafsson er formaður Fé- lags kaþólskra leikmanna á ís- landi og var með Jóhannesi Páli II. páfa þegar hann kom fram op- inberlega. Hvernig fannst Torfa heimsóknin hafa heppnast? „Mér finnst, svona á heildina litið, þetta hafa heppnast mjög vel,“ sagði Torfi. „Það var mikil undirbúningsvinna við þetta og maður var alltaf hræddur um að einhver brestur kæmi í ljós, en ég held að ekkert teljandi hafi gerst, nema kannski helst veðrið. Ann- ars hef ég hitt mjög marga eftir að páfi fór, og það eru allir á einu máli um að þetta hafi tekist mjög vel og verið öllum til sóma sem hafi unnið við þetta“. -Hvernig fór þetta kalda veður í páfa? „Honum var náttúrlega kalt. Og ég hef það eftir Sigurbirni Einarssyni, fýrrverandi biskupi að einn kardináli hafi spurt sig að því hvemig veðrið væri þegar kaldast er, fyrst það er svona á sumrin.“ -Mun þessi heimsókn hafa ein- hveráhrif arins á irifá starf kaþólska safnað- 1 íslandi? „Fólk er náttúrlega ákaflega ánægt og glatt yfir þessu og verð- ur því til mikillar uppörvunar, en hvort þetta verði til þess að fjölgi mikið í söfnuðinum veit ég ekki. En um hvort heimsóknin muni hafa einhver áhrif á almenna trú í landinu er erfitt að segja. Ég á nú ekki von á neinum sinnaskiptum í þeim málum.“ -Manstu eftir einhverjum orð- um sem páfi lét falla óopinber- lega, einhverju sem ekki kom fram í ræðunum hans? „Nei, ekki er það nú. Ég af- henti honum að vísu gjöf frá Fé- lagi kaþólskra leikmanna sem var ný útgáfa af Þorlákssögu, sér- bundið eintak sem ég afhenti honum. Hann þakkaði mér mjög vel fyrir það og svo tók einhver aðstoðarmaður við henni.“ -Hvað finnst þér svo athyglis- verðast við þessa heimsókn? „Það er fyrst og fremst að páfi skuli koma hingað til þessa litla lands, þar sem eru einungis 2300 kaþólskir menn. Okkur finnst það ansi stór viðburður að hann skuli líta til okkar, því við lítum 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrl&judagur 6. júní 1989 Þrlðjudagur 6. júnf 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.