Þjóðviljinn - 07.06.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.06.1989, Blaðsíða 1
AÖalfundur VSI Odýrt að kenna öðrum um Forsœtisráðherra:Aldrei veriðnœr aðglata efnahagslegu sjálfstœði okkaren núna. Atvinnurekendur eiga sinn þáttíhvernig komið er með fjárfestingarbruðli sínu á tímum nýliðinsgóðœris. Höfuðmeinsemd íslensks efnahagslífs er óstöðugleikiþess. Framtíðin er ífiskeldi, fallvötnum ogferðamálum Aaðalfundi Vinnuveitendasam- bands íslands í gær sagði SteingrímurHermannsson forsæt- isráðherra það heldur ódýrt af talsmönnum atvinnurekenda að kenna stjórnvöldum um hvernig góðærinu var sóað og hvernig komið er fyrir efnahagslífi lands- manna. Þeir gætu að mörgu leyti kennt sér sjálfum um með fjár- festingarbruðli sínu á meðan góð- ærið var og hét. Engu að síður væri ábyrgðin hvernig til tókst, hjá þáverandi ríkisstjórn og nú væri svo komið að íslendingar hefðu aldrei verið nær að glata efnahagslegu sjálfstæði sínu en núna. í ræðu sinni til aðalfundarfull- trúa Vinnuveitendasambandsins tíundaði forsætisráðherra nokkur dæmi hvernig atvinnurekendur höfðu að eigin frumkvæði ráðist í fjárfestingar sem núna væru að grafa undan þeim sjálfum, sjáv- arútveginum og öðrum atvinnu- greinum. í því sambandi nefndi forsætisráðherra að á árunum frá 1985-1987 hefði frystitogurum fjölgað úr þremur í 20 og afleið- ingin að mun minni afli berst á land til vinnsiu. Þá væru afl- eiðingarnar hinar sömu í þeim gegndarlausa útflutningi á óunn- um fiski sem gerði ekki annað en að grafa undan samkeppnisstöðu okkar á erlendum mörkuðum. Forsætisráðherra gagnrýndi einnig þær gegndarlausu fjárfest- ingar sem atvinnurekendur hefðu ráðist í á tímabilinu; í byggingu verslunar- og skrifstofuhúsnæðis sem hefði þrefaldast. Þeir hefðu síðan kórónað þetta allt saman með því að fjármagna vitleysuna, ekki aðeins með lánum frá bönkum og öðrum lánastofnun- um heldur og einnig hjá gráa markaðnum. Síðan vældu þeir um hversu vaxtastigið væri hátt og að fjármagnskostnaður væri að sliga þá. Erlent vinnuafl Hundmð atvinnu- leyfa framlengd Vinnumálaskrifstofan: Nokkur hundruð atvinnuleyfa erlends vinnuafls hafa veriðfram- lengd á sama tíma ogfjöldinn allur er atvinnu- laus. Aðallega á svœðum þar sem viðvarandi vinnuaflsskortur hefur verið ífiskvinnu. Lítið sem ekkert umfarandverkafólk á vinnumark- aðnum Það hefur verið töluvert um það að ' fiskvinnslufyrirtæki hafi farið fram á framlengingu atvinnuleyfa fyrir það erlenda vinnuafl sem þau hafa haft í vinnu. Hversu mikið það hefur verið veit ég ekki nákvæmlega en örugglega er hér um að ræða nokkur hundruð manns, sagði Óskar Hallgrímsson forstöðu- maður Vinnumálaskrifstofu fé- lagsmálaráðuneytisins. Á sama tíma og fjöldinn allur af skólafólki er atvinnulaus og tvísýnt um hvort það fái vinnu í sumar vantar víða fólk í fisk- vinnu. Samkvæmt nýlegri könn- un Þjóðhagsstofnunar og Vinn- umálaskrifstofunnar á atvinnu- ástandinu og atvinnuhorfum voru um 175 laus störf í fisk- vinnslu í apríl, 150 í almennum iðnaði og 20 í byggingastarfsemi. Á sama tíma í fyrra vantaði hins- vegar rösklega fjórfalt fleira fólk í fiskvinnu en núna. í öðrum atvinnugreinum ss. í verslun og veitingastarfsemi, samgöngum og öðrum atvinnugreinum er aft- ur á móti vaxandi tilhneiging til að fækka fólki vegna erfiðrar af- komu fyrirtækja og/eða vegna samruna þeirra. Að sögn Oskars Hallgríms- sonar hefur atvinnuleyfum fyrir erlent vinnuafl í fiskvinnu eink- um verið framlengt á þeim svæð- um þar sem viðvarandi skortur á fiskvinnslufólki hefur verið í gegnum tíðina. Það er einkum á Snæfellsnesi, Vestfjörðum, Austfjörðum og á Suðurlandi ss. í Vestmannaeyjum, Þorlákshöfn og Njarðvíkum. Aftur á móti hef- ur sáralítið verið um umsóknir á nýjum atvinnuleyfum. Þess ber þó að geta að Norðurlandabúar þurfa ekki að sækja um atvinnu- leyfi hérlendis. - Það sem einkennir kannski vinnumarkaðinn öðru fremur er, að hér er sáralítið um farand- verkafólk sem fer á milli svæða í atvinnuleit. Þó að vanti fólk í td. fiskvinnu í næsta bæ eða þorpi leitar fólk ekki þangað heldur bíður eftir að rofi til í atvinnumál- um þess fyrirtækis sem það hefur verið hjá í vinnu. Hið sama er upp á teningnum þegar annað af tveimur fiskvinnsluhúsum á ein- hverjum stað hættir starfsemi tímabundið," sagði Óskar Hall- grímsson. -grh Þá gagnrýndi forsætisráðherra bankakerfið harðlega. Hann sagði brýna þörf á hugarfars- breytingu þar sem tekið væri mið af langtímasjónarmiðum í stað skammtímasjónarmiða. í því sambandi nefndi hann ma. fisk- eldið. Vegna þeirra tregðulög- mála sem ríkja í bankakerfinu væri svo komið fyrir þeirri atvinnugrein að seiðin eru nánast alin á dráttarvöxtum f stað fóð- urs. Steingrímur sagði höfuðmein- semd íslensks efnahagslífs vera þá að ekki hefði enn tekist að ná tökum á þeim efnahagssveiflum sem einkenndu hagkerfið. Sem dæmi um hugarfarið nefndi hann að eftir gjöfula bátavertíð væru Eyjamenn að kaupa skip í gríð og erg í stað þess að nota tekjurnar til að greiða niður skuldir. Til að ná tökum á núverandi efnahags- vanda sagði forsætisráðherra það vera númer eitt tvö og þrjú að koma böndum á verðbólguna og peningamál þjóðarinnar. Að því væri núverandi ríkisstjórn að vinna. Forsætisráðherra sagði að þrátt fyrir svartsýnið og barlóm- inn í þjóðfélaginu hefðu fslend- ingar ótal möguleika til að rétta úr kútnum og halda áfram upp- byggingu þess velferðarþjóðfé- Iags sem hér er. Nefndi hann ma. fiskeldið, fallvötnin og ferðamál. í þessum þremur F-um liggur sér- staða okkar og styrkur í næstu framtíð. -grh Friðleifur Jakobsson hafði ekki mikið að gera í mjólkursölunni hjá Hagkaupum í gær. Þar dróst salan stórlega saman eins og raunar í flestum öðrum verslunum. Mynd: Þóm. Mótmœlaaðgerðir Mjólkursala snaiminnkaði Áskorun ASÍ og BSRB til almennings um að kaupa ekki mjólkurvörur vel tekið. Sala á mjólkurvörum minnkaði um allt að 75 % ígœr. Steingrímur Hermannsson lýsir eftir lausnum Sala á mjólkurvörum dróst stórlega saman í verslunum um land allt í gær. Það er því Ijóst að almenningur hefur brugðist vel við áskorun ASÍ og BSRB um að kaupa ekki mjólkurvörur til að mótmæla þeim verðhækkun- um sem orðið hafa á undanförnu. í stórmarkaði Hagkaupa í Kringlunni var salan á mjólkur- vörum 75% minni klukkan fjögur í gær en hún er venjulega. For- ystumenn samtaka bænda hafa brugðist illa við áskorun verka- lýðsfélaganna og það hafa nokkr- ir verslunarmenn gert líka. Þegar Þjóðviljinn fór í stór- markað Hagkaupa í gær sáust ákaflega fáir viðskiptavinir með mjólkurvörur í innkaupakörfum sínum. Fólk hafði almennt á orði að það styddi þessi mótmæli og sagðist verá búið að fá nóg af hækkandi verðlagi. Þeir sem voru með mjólk í innkaupakörfunum sögðust yfirleitt verða að kaupa mjólk vegna barnanna. En Frið- leifur Jakobsson sem sér um að fylla kæliborðið í Hagkaupum, sagði að dagurinn hefði verið ró- legur hjá sér. Venjulega fyllti hann kælinn þrisvar yfir daginn en klukkan rúmlega fjögur voru grindurnar enn hálffullar frá því klukkan 9 um morguninn. Frið- leifur sagði að sömu sögu væri að segja úr verslun Hagkaupa í Skei- funni. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sat fyrir svörum á rás 2 í gær. Þar lýsti forsætisráð- herra eftir lausnum á verðhækk- anavandanum frá almenningi og sagði enga peninga til í frekari niðurgreiðslur; nú þegar væri fyrirsjánanlegur 3,5 milljarða halli á ríkissjóði í ár. Mjólkurlítrinn kostar nú 67 krónur. Fyrir fjölskyldu sem kaupir þrjá lítra á dag kostar mjólkin ein 73,365 krónur á ári og ef lítrarnir eru 5 kostar árs- skammtur af mjólk 122,275 krón- Sjá síðu 3 -hmp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.