Þjóðviljinn - 07.06.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.06.1989, Blaðsíða 7
MENNING Deilurit Þorgeirs um réttarfarið Þorgeir Þorgeirs o n AÐ GEFNU TILEFNI Onnur útgúra - icstiús -1989 Leshús hefur gefið út í annarri útgáfu ádrepu Þorgeirs Þorgeirs- sonar rithöfundar, Að gefnu til- efni. Bókin fjallar um réttarfar, valdastóla og stjórnendur okkar í víðasta skilningi. Frá sjónarhóli almennra mannréttinda vekur hún spurningar sem margoft eru fremur óþægilegar - einkanlega fyrir þá sem með völdin fara. Er málfrelsi virt hér? Býr hinn al- menni þegn við réttaröryggi? Njóta dómstólarnir þeirrg^ al- mennu virðingar sem þeim er nauðsynleg? Hversvegna ekki? Eru daglega framin hér í vor gaf Vaka-Helgafell út nýja verðlaunabók Verðlauna- sjóðs íslenskra barnabóka, Alagadalinn eftir Heiði Baldurs- dóttur. Þetta mun vera í fjórða sinn sem sjóðurinn verðlaunar barnabók og hafa verðlaunabæk- ur fyrri ára verið hreinasta af- bragð. Einna best er þó líklega bókin sem út kom í fyrra, Fugl í búri eftir Kristínu Loftsdóttur, að öðrum ólöstuðum. Því var það að þessi lesandi hugsaði sér gott til glóðarinnar að þessu sinni líka, en varð því miður fyrir dálitlum vonbrigðum. Sá gæðastimpill sem viðurkenning verðlauna- sjóðsins var orðin er nú ekki framar alveg samur. Álagadalur- inn er uppkast að ævintýri. Þarna er hrúgað saman algengum ævintýraminnum en útkoman minnir meira á tölvuspil á borð við „King’s Quest“ en fantasíu. Hvað veldur? Það er vandratað um víðar lendur fantasíunnar, því er ekki að neita. Þar er villugjarnt um krákustíga og falleg landabréf koma að litlu gagni, jafnvel þótt Brian Pilkington hafi dregið þau upp af alkunnri snilld sinni. Þeir mannréttindabrot sem fara hljótt og fáir dirfast að nefna? Hver er virðing stjórnmálamanna sem þjarka um krónur og aura á með- an grundvöllur samfélagsins er að molna? Fyrsta útgáfa bókarinnar kom á markað fyrir 8 mánuðum og var lítill gaumur gefinn af fjölmiðl- um. Samt er hún nú uppseld fyrir löngu og fengu færri en vildu. Er það mál dómbærra manna sem lesið hafa þessa bók að hún sé að öllum líkindum komin til að vera um sinn. Enda hreyft í henni mörgum hugmyndum sem hljóta bráðlega að verða til gaumgæfi- eru ekki margir sem lagt hafa í könnunarleiðangur um þessi ó- kunnu svæði með góðum árangri. Þó má nefna höfunda á borð við Lewis Caroll, Mervyn Peake, J.R.R. Tolkien, Michael Moor- cock, Piers Anthony, Astrid Lindgren og ... Guðberg Bergs- son. Heiður Baldursdóttir leggur því heldur betur á brattann með frumraun sína, Álagadalinn, og ekki eru undur þótt henni verði fótaskortur hér og þar. Víst örlar á mörgum góðum hugmyndum, en þær vilja drukkna í kraðaki hefðbundinna „hráefna" ævin - týra. Persónur eru undarlega bragðdaufar og ómarkvissar. Það er helst að Heiði takist vel upp með nornina, en hún kemur óþarflega lítið við sögu - hún er sú fyrsta sem kynnt er fyrir les- endum, en hverfur síðan af sjón- arsviðinu lengst af, einn þessara lausofnu þráða í frásögninni. Þeir eru of margir og reyna nokkuð á lesandann. Þegar aðalpersónan, unglings- stúlkan Gígja, fer ásamt systur sinni Krúsu í ævintýraheiminn, er hún undarlega sinnulaus þegar litla systir týnist og leggst bara til legrar umræðu, ef fólki á að verða líft hér í fyrirsjáanlegri framtíð. Tilefni bókarinnar var upphaf- lega það að ríkissaksóknari hóf mál á höfundinn fyrir skrif hans um lögregluna. Það mál er smá- vægilegt í margra augum og mundi vart þykja umtalsvert ef Þorgeir hefði ekki kosið að láta reyna á vinnubrögð réttvísinnar sem virðist að hafa kolfallið á prófinu, því við blasir hrollvekja sem höfundinum þó auðnast að segja frá með undraverðri gam- ansemi og skilningi sem hverjum manni er hollt að kynnast. En svefns heima hjá píslunum, sem eru eins konar tilbrigði við rass- álfana úr Ronju ræningjadóttur, þótt þeir komist ekki í hálfkvisti við þá. Fremur óyndislegir for- eldrar elta þær systur inn í ævin- ÓLÖF PÉTURSDÓTTIR SKRIFAR UM BARNABÆKUR týraheiminn og eru svo meira og minna úr sögunni. Þannig er margt sem vel hefði mátt missa sín og hefði frásögnin orðið beinskeyttari og markvissari fyrir vikið. Stíll er óþarflega sundur- laus og óagaður. Setningar byrja oft á „en“, janfvel margar í röð. Sem fyrr segir eru þarna samt margar hugmyndir sem vel hefði mátt þróa og útfæra - þær eru þess virði. Til að mynda hefði vel mátt draga betur fram þá þroska- sögu sem þarna örlar á - í upphafi bókar er Gígja sáróánægð með sjálfa sig en í lokin horfir hún með velþóknun á spegilmynd sína, enda telur hún sig hafa drýgt Þorgeiri er það einkar lagið að skemmta um hin óskemmtileg- ustu efni - svo sem kunnugt er. Hin nýja útgáfa bókarinnar er 233 blaðsíður að stærð og kostar kr. 1.750,- í bókaverslunum en kr. 1.250,- hjá forlaginu að við- bættu póstkröfugjaldi. hetjudáð og sjálfsálitið er komið í lag. Eins finnst manni stundum að höfundur hafi ekki hugmynd um hvað gerist næst, hafi ekki gert vægi persóna upp við sig frá upphafi og sé að fikra sig áfram allan tímann. Þessi grunur fylgir lesanda stöðugt og truflar lestur- inn. Niðurstaðan verður því sú að það þarf meira en viljann til að skrifa góða fantasíu - það þarf ntikla vinnu og yfirlegu, mark- vissan stíl og einhvern tilgang. Fantasían verður að vera fleyg eins og blár fugl sem ber þrá höf- undar til skýja, hið ritaða orð á að vera í senn flug- og skrautfjöður, fislétt og loftkennt. Það má ekki njörva hugsunina niður, leggja á hana álög. Þá bera skógar af gulli, silfri og bronsi helst keim af veraldlegum íþróttaverðlaunum og leitin að hnossinu verður lík- ust lífsgæðakapphlaupinu. Ég vil hvetja Heiði til frekari ritsmíða, þar sem hún gæfi sér tíma til að nostra betur við hugverk sitt, því ljóst er að hún er gædd afar frjóu ímyndunarafli. En því miður... Þarna skaut hún fram hjá mark- inu. íslenskur flautu- leikari íNew York Áshildur Haraldsdóttir flautu- leikari hélt á dögunum sína fyrstu einleikstonleika í New York i Cami Hall. Á efnisskránni var einungis nýleg tónlist eftir íslensk og amerísk tónskáld, þar af þrjú verk sérstaklega samin fyrir As- hildi. Aðsókn var mjög góð og eink- um fjölmenntu íslendingar, enda tónleikarnir styrktir af Islend- ingafélaginu. I umsögn um tónleika Áshildar sagði John Rockwell, aðaltónlist- argagnrýnandi stórblaðsins New York Times, meðal annars. „Áshildur Haraldsdóttir er ís- lenskur flautuleikari sem hefur mikla tónlistarhæfileika, töfrandi sviðsframkomu og heitir auk þess þessu yndislega hljómfagra nafni.... Efnisskráin var metnað- arfull þó ekki ættu öll tónverkin það skilið að Áshildur léki þau. Best á tónleikunum voru verk hinna tveggja íslensku tónskálda, „Eco de Passato" eftir Hauk Tómasson, samið 1988 að beiðni Áshildar, og „Xanties“ eftir Atla Heimi Sveinsson frá árinu 1975. Bæði verkin tókust á við tæknileg litbrigði sem Áshildur leysti af hendi með miklum glæsibrag“. Áshildur Haraldsdóttir lauk á síðastliðnu vori Masters-prófi frá Juilliard-skólanum í New York og var fulltrúi íslendinga á Tvíær- ingi Norrænna einleikara sem haldinn var í Reykjavík síð- astliðið haust. Álagadalur: Væri það hálfa ekki nóg? Logi, logi eldur mín Gestaleikur frá Færeyjum í Þjóðleikhúsinu Leikritið Logi, logi eldur mín verður sýnt á Litla sviði Þjóðleik- hússins fimmtudags- og föstu- dagskvöld. Þetta leikverk er leikgerð eftir „Gomlum Götum“ færeysku skáldkonunnar Jóhonnu Maríu Skylv Hansen í leikstjórn Eyðun Johannesen. Leikari er Laura Jo- ensen. Leikritið var frumsýnt í Þórshöfn á annan í jólum 1988 í tilefni 100 ára afmælis hins sögu- lega Jólafundar, þegar Færeying- ar komu saman og strengdu þess heit að hefja færeyska tungu og menningu til vegs og virðingar. Leikritið hefur verið sýnt í allan vetur út um allar Færeyj ar og not- ið mikilla vinsælda. Það er ein- læg, lifandi og falleg lýsing á lífi konu frá vöggu til grafar í litlu og ósnortnu samfélagi, sem lifir í sátt við sjálft sig. Jóhonna María Skylv Hansen (1877-1973) fór ekki að skrifa fyrr en börn hennar voru uppkomin. Þá var hún vitavarðarfrú í Mykju- nesi. Ritsafn hennar er í fjórum bindum undir samheitinu Gaml- ar götur og kom það út á árunum 1950-1973. í því eru sögulegar frásagnir, ljóð, þýðingar og sögur. Frásagnir hennar eru um líf, vinnu og atburði fyrri tíma. Ætlun hennar sem rithöfundar var síst að skrifa um sjálfa sig heldur bera sögurnar þess merki að þeim var ætlað að fræða les- andann. Takmark hennar var að geyma minningar um liðna tíð á breytingarskeiði í þjóðfélaginu; frá gamla ættarsamfélaginu yfir í nútímann. Leikgerðina unnu þau Malan Simonsen, Laura Joensen og Eyðun Johannesen. Logi, logi eldur mín er ekki beinlínis ævi- saga Jóhonnu Mariu Skylv Han- sen, en leikurinn byggir á skáld- skap hennar og gefur innsýn í ríkt og lifandi líf hennar, sem oft var erfitt. í leiknum er skáldkonan látin hafa áhrif á gang leiksins. Rödd hennar heyrist úr útvarps- viðtali, sem tekið var við hana árið 1969, þegar hún var 92 ára gömul. Tónlist og hljóðmynd Sunnleifar Rasmussen eiga stór- an þátt í leiknum, en í þeim á Jóhonna María líka sinn hlut. Hún hafði alltaf óskað þess jað fá að læra á orgel og þegar þau hjón fluttu til Mykjuness, keypti hún sér hljóðfærið. Hún lærði nótur og gerðist tónskáld, en aðeins er þekkt eitt lag eftir hana. Það lag gerði Sunnleif Rasmussen að stefi leiksins. Söngur og raddir fjölda fólks setja sinn svip á leikinn. Leikmynd og ljósmyndir í sýningunni eru eftir lnga Joen- sen. Eyðun Johannesen, leikstjóri, er í hópi merkustu leikhúsmanna Færeyinga. Hann var fyrsti Fær- eyingurinn sem aflaði sér leiklist- armenntunar og starfaði síðan með Havnar Sjónleikarfélagi sem leikari og leikstjóri frá því 1960. Hann var leikari og leik- stjóri við leikhúsið í Árósum 1970-73 og aðstoðarrektor við leiklistarskólann þar. Hann var leikhússtjóri við Sjónleikarhúsið í Þórshöfn frá því 1973 og einn af stofnendum atvinnuleikfélagsins Grímu í Þórshöfn. Hann hefur leikstýrt um öll Norðurlönd und- anfarin ár, þ.á m. Skipinu í Þjóð- leikhúsinu 1977. Laura Joensen er ein af fremstu leikurum Færeyinga og meðlimur atvinnuleikhópsins Gríma. Hún lék Nóru í Brúðu- heimilinu í leikstjórn Sveins Ein- arssonar á Listahátíð í Reykjavík 1985, en sú uppfærsla var frum- flutt í Norðurlandahúsinu í Fær- eyjum. Skrifað hefur verið um einleik hennar í Logi, logi eldur minn sem stórkostlegan leiksigur í færeyskum blöðum. Aðeins verða tvær sýningar á þessum sérstæða leik og sæta- fjöldi takmarkaður á Litla svið- inu. Miðvikudagur 7. júní 1989 ÞJÓÐVILJINN - S(ÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.