Þjóðviljinn - 07.06.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 07.06.1989, Blaðsíða 11
Þorbjörn Broddason, lektor. LESANDI VIKUNNAR ég kosið sama flokkinn." Hvaða stjórnmálamann langar þig mest til að skamma? „Mig langar ekki til að skamma neinn stjórnmálamann." Hvernig myndir þú leysa efna- hagsvandann? „Ég myndi nú sennilega ekki leysa þann vanda, en það ráð sem mér kæmi fyrst í hug væri að herða eftirlit með misnotkun fjármuna, og þá meina ég mis- notkun bæði hjá opinberum aðil- um og einkaaðilum. Einkaaðilar misnota nefnilega annarra fé, op- inbert fé sem þeim láist að greiða skatta af og ég held að opinberir aðilar misnoti mikið af því fé sem þeim er trúað fyrir. Og í tengslum við þetta myndi ég vilja endur- skoða skattakerfið þannig að það yrði árangursríkara og næði betur þeim fjármunum sem liggja á lausu. Til að hjálpa láglaunafjöl- skyldum finnst mér allt í lagi að hækka skatta hjá þeim sem meira mega sín og þá meina ég bæði tekju- og eignaskatta. Þannig myndi ég reyna að leysa efna- hagsvandann." Hvernig á húsnæðiskerfið að vera? „Það á að vera þannig að ungar fjölskyldur geti komið yfir sig sæmilega öruggu skjóli, án þess Myndi afþakka Hvað ertu að gera núna, Þor- björn? „Ég er að fara yfir próf, það er meira en fullt starf.“ Hvað varstu að gera fyrir tíu árum? „Það er nú það, ætli ég hafi ekki verið líka að fara yfir próf þá, ef við miðum við lok maí og byrjun júní. Ég er búinn að vera í þessu starfi í bráðum tvo áratugi, og á þessum árstíma týnist maður í prófum, en ég hef nú haldið því fram að það er hið eina í þessu starfi sem ég gæti hugsað mér að sleppa." Hvað ætlaðirðu að verða þegar þú yrðir stór? „Einu sinni fyrir langa löngu ætlaði ég að verða náttúrufræð- ingur. Það hins vegar týndist ein- hvern tíma á menntaskólaárun- um.“ Hvaða frístundagaman hef- urðu? „Ég hef ákaflega gaman af því að ganga um úti í náttúrunni og oftast reyni ég að hafa með mér myndavél. Það er nú það sem ég geri fyrir utan það að lesa, en það er nú svolítið erfitt að meta hvort lesturinn teljist til frístunda eða vinnu, enda að gönguferðunum frátöldum þá geri ég lítinn greinarmun á vinnu og frístund- um. Nánast allt sem ég les kemur mér að gagni." Hvaða bók ertu að lesa núna? „Ég var akkúrat að ljúka við bók og er eiginlega ekki byrjaður á næstu. Og þá er ég að tala um kvöldle.sturinn. Sú bók heitir Rosa Luxemburg eftir Elisabetu Ettinger og er ævisaga Rosu. Þetta er hin merkilegasta bók að því er mér finnst, og lýsir lífi þess- arar merku og gáfuðu konu af mjög miklu innsæi og segir mér töluvert mikið um grundvöll þess sósíalisma sem menn hafa verið að fást við núna fram á okkar daga. Segirmérm.a. býsna mikið um ófarir sósíalismans í Austur- Evrópu.“ Hvað finnst þér þægilegast að lesa í rúminu á kvöldin? „Það eru ævisögur, sagnfræði og reyfarar, t.d. eftir Agöthu Christie.“ Hvaða bók myndirðu taka með þér á eyðiey? „Biblíuna. Það eru til dæmis ákaflega margar blaðsíður í henni og mikið af forvitnilegum ábend- ingum. Á hverri einustu blaðsíðu snigla kemur fram okkar eigin menn- ingararfur, þannig að hvert ein- asta atvik í biblíunni gefur okkur umhugsunarefni fyrir eigin til- veru og maður finnur sjálfan sig. Það sem maður í grandaleysi hef- ur haldið að sé heimafengið, eða fengið úr annarri átt, finnur mað- ur í biblíunni. Þannig að hún er ein meginundirstaða menningar okkar. Sem slíkur gripur held ég að ekkert væri betra að taka með sér á eyðieyju, jafnvel þótt mað- ur sé þar einn og menning- arsnauður.“ Hver var uppáhalds barnabók- in þín? „Ætli ég segi ekki Bennabæk- urnar, ég held það. Það var heil röð bóka, sem greinilega var til að efla breska drengi og stappa í þá stálinu á eftirstríðsárunum, því að Benni er stríðshetja úr seinni heimsstyrjöldinni. Og ég held að ég geti þakkað Benna- bókunum það að ég hef ákaflega lífsseiga fordóma í garð Þjóð- verja.“ Hvað sástu síðast í leikhúsi? „Ætli það hafi ekki verið Sveitasinfónía Ragnars Arn- alds.“ Er eitthvað í leikhúsunum núna sem þú ætlar ekki að missa af? „Ég er voðalega hræddur um að égmunimissa afþví. Mig lang- ar nefnilega mikið til að sjá þessa uppfærslu Frú Emelíu á leikriti Kafka, en mér skilst að það fari hver að verða síðastur að sjá hana.“ Langar þig að sjá eitthvað í bíó? „Ég fer nú ákaflega sjaldan í bíó, en ef ég fer í bíó á næstunni þá fer ég að sjá Sean Connery sem mér þykir afskaplega skemmtilegur. Ég man að vísu ekki hvað myndin heitir en ég held að hún sé í Háskólabíói." En í sjónvarpi? „Ég hef nú eiginlega misst áhugann á sjónvarpi eftir að Matador hætti, og það er nú bara ef ég rekst á tækið að ég horfi á það sem er í því.“ Eitthvað sérstakt í útvarpi? „í útvarpi hlusta ég á fréttir og ef ég er á ferðinni í bflnum mínum þá hlusta ég á Þjóðarsálina.“ Hefurðu alltaf kosið sama stjórnmálaflokkinn? „Já, það hef ég alltaf gert. Þeg- ar ég hef kosið á annað borð hef að hálfdrepa sig og án þess að vera að byggja upp einhvergífur- leg verðmæti í eigin þágu. Ég tel Búsetakerfið alveg fádæma gott kerfi, en það er kannski ekki al- veg það eina rétta. Og ég hef mjög mikla trú á þessu húsbréfa- kerfi hennar Jóhönnu, þótt ég hafi ekki sett mig mjög vel inn í þau mál. Ég held nefnilega að Jó- hanna sé alveg hörkukvenmaður og treysti henni til góðra verka. Þess vegna held ég að þetta kerfi hennar gæti leyst þessar skelfi- legu viðj ar af ungu fólki sem er að hálfdrepa sig á byggingum, í stað þess að auðga andann.“ Hvaða kaffitegund notarðu? „Ég hætti nú kaffidrykkju fyrir nokkuð mörgum árum, en heima hjá mér er drukkið mikið dýrind- iskaffi sem heitir Cafe Noir. Það er afskaplega gott kaffi þótt ég þekki það bara á lyktinni. Og al- veg rándýrt." Hvað borðarðu aldrei? „Ég borða það sem er sett fyrir mig. Það er kannski að ég hafi einhvern tíma afþakkað snigil." Hvar myndirðu vilja búa ann- ars staðar en á íslandi? „Helst vildi ég búa í Lundi, og það er eingöngu vegna þess að það er annar af tveim stöðum sem ég hef dvalið langdvölum á er- lendis og kunni betur við mig á. Hinsvegar er þetta ákaflega frá- leit tilhugsun, því ég vil alls ekki búa annars staðar en hér og þótt Lundur sé ágætisstaður þá væri það alger neyðarkostur." Hvernig fínnst þér þægilegast að ferðast? „Það fer nú eftir því hvað ég ætla langt. Ég er nú orðinn óvan- ur siglingum, því síðast sigldi ég á milli landa með Gullfossi 1964 og þótt það sé ágætt í sjálfu sér, þá myndi ég heldur vilja fljúga. Mér finnst afskaplega gaman að fljúga, og því skemmtilegra sem vélarnar eru minni.“ Hvernig sérðu framtíðarlandið fyrir þér? „Það verður barátta, áfram- haldandi barátta. En ég vona að hún verði friðsamleg.“ Hvaða spurningu langar þig til að svara að lokum? „Ég held ég verði að svara þessu þannig, að við þeim spurn- ingum sem mig langar mest til að svara, kann ég sjálfur engin svör. Það þýðir þessvegna ekkert að spyrja mig að þeim.“ ns. þlOÐVILIINN FYRIR 50 ÁRUM Dagsbrún vann glæstan sigur. Loks haf a f engist samningar um forgangsrétt Dagsbrúnarmanna viðTrésmíðafélagið. Uppkomast svik um síðir. Fasistaforingjar Þýskalandsjátaásig lygar, lög- brot og glæpi í sambandi við spænsku borgarastyrjöldiná. Krafa íslenskrar æsku er skólar sem hún fær greiðan aðgang að. I DAG 7.JÚNÍ miðvikudagur í sjöundu viku sumars. 158 dagur ársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 3.09 og sestkl. 23.46. VIÐBURÐIR FæddurTómasSæmundsson árið 1807. íslandsbanki opnaður 1904. DAGBÓK APÓTEK Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lytj- abúöavikuna 2.-8. júnl er I Laugarnesapóteki og Ár- bæjarapóteki. Fyrrnef nda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 frldaga). Siðarnef nda apótekið er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavik sími 1 11 66 Kópavogur...........sími 4 12 00 Seltj.nes...........sími 1 84 55 Hafnarfj............sími 5 11 66 Garðabær............sími 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabílar: Reykjavík..........slmi 1 11 00 Kópavogur..........sími 1 11 00 Seltj.nes...........sími 1 11 00 Hafnarfj...........sími 5 11 00 Garðabær...........sími 5 11 00 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavik, Sel- tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- verndarstöö Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, símaráðleggingar og tima- pantanir í sima 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gef nar I sim- svara 18888. Borgarspitalinn: Vaktvirka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspít- alinn: Göngudeildin er opin 20-21. Slysadeild Borgarspítalans: opin allan sólahringinn sími 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt s. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsimi vaktlæknis 985-23221. Keflavík: Dagvakt. Upplýsingar s. 3360. Vestmannaeyjar: Neyöarvakt lækna s. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartimar: Landspitalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspitalinn: virkadaga 18.30-19.30, helgar 15-18, og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Landspitalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: virka daga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstöðln við Barónsstíg opin alla daga 15-16 og 18.30-19.30. Landakotsspítali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadelld: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspítali Hafnarfirði: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spítalinn: alladaga 15-16og 18.30-19. Sjúkrahúsið Akureyri: alla daga 15-16 og 19.19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alladaga 15.30-16og 19-19.30.Sjúkra- húsið Húsavík: alladaga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyöarathvarf fyrir ung- lingaTjarnargötu 35. Sími: 622266, opið allansólarhringinn. Sálfræðistöðin. Ráðgjöf í sálfræðilegum efnum. Sími 687075. MS-félagið Álandi 13. Opið virkadagalrá kl.8-17.Slminner 688620. Kvennaráðgjötin Hlaðvarpanum Vestur- götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, sími21500, símsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrirsifjaspellum, s. 21500, símsvari. Upplýsingar um eyðni. Simi 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarfræðing á miðvikudögum kl. 18-19, annars sim- svari. Samtök um kvennaathvarf, simi 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafaverið ofbeldi eða orðið fyrirnauðgun. Samtökin ’78. Svarað er I upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21- 23. Símsvari á öörum tímum. Síminn er 91-28539. Félag eldri borgara. Opið hús í Goðheim- um, Sigtúni 3, alla þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga kl. 14.00. Bilanavakt (rafmagns- og hitaveitu: s. 27311. Raf magnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sif jaspellamál. Simi 21260allavirka dagakl. 1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt í síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 áfimmtudagskvöldum. „Opið hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlið 8 er „Opið hús“ fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aöstandendur þeirra á fimmtudögumkl. 17.00-19.00. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka og aöstandendur þeirra. Hringið í síma 91 - 22400 alla virka daga. GENGIÐ 6. júni 1989 kl. 9.15. Sala Bandarikjadollar......... 57,85000 Sterlingspund............ 90,43700 Kanadadollar............. 48,11400 Dönskkróna................ 7,46210 Norsk króna............... 8,03030 Sænskkróna................ 8,63050 Finnsktmark.............. 13,04100 Franskurfranki............ 8,55140 Belgiskurfranki........... 1,38600 Svissn.Lanki............. 33.51680 Holl. gylliní............ 25,76840 V.-þýskt mark.......... 29,03310 Itölsk líra............... 0,03999 Austurr. sch.............. 4,12700 Portúg.escudo............. 0,34970 Spánskurpeseti............ 0,44910 Japansktyen............... 0,40419 Irskt pund............. 77,64900 KROSSGÁTA ' 2 3 * * • 3 Lárétt: 1 óánægja 4 prettur 8 trötlin 9 fúlgu 11 hressu 12málgefni 14 til 15bleyða 17stétt 19 lik 21 gljúfur22 skynfæri 24 æðir 25 mið Lóðrétt: 1 sófl 2 tóbak 3sól4flaga5skjól6 spyrja 7 kurf ar 10 landið 13 kjass 16 ilma 18 fóðra 20 forfeður 23 varðandi Lausn á eiðustu ikrossgAtu Lárátt: 1 pund 4 maul 8 árgæska9akra11 taug 12 teista 14 M A15 Iæra17ansir19urt21 lit 22 töðu 24 tróð 25 ;samt • ■ • 10 9 11 12 - l j 14 m 11 10 L J V? 10 p 10 20 LJ 22 n 24 — 9 2% • Lóðrótt: 1 plat 2 nári 3 I drasli 4 mætar 5 asa 6 ukum 7 lagast 10 kenn- - ir 13 tært 16 auða 17 alt 18stó20rum23ös Mi&vikudagur 7. Júní 1989 þjÓÐVIUINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.