Þjóðviljinn - 07.06.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 07.06.1989, Blaðsíða 12
Anna H. Óskarsdóttir bankastarfsmaður: Já ég er hætt því og styð heilshugar þessi mótmæli. Verðhækkanirnar voru virkilega ósanngjarnar svona strax á eftir nýgerðum kjarasamning- um og með þeim var komið aftan að launþegum. i. —SPURNINGIN- Ertu hætt (ur) að kaupa mjólk og mjólkurvörur? Árni Stefánsson kjallarameistari: Já, en einungis þessa þrjá daga sem áskorun launþegasamtakanna hvet- ur til. Mér finnst alveg sjálfsagt að mótmæla þessum verðhækkunum á þennan hátt. Það er mjög svo óheilbrigt að hækka kaupið og taka það samstundis til baka. Stefán Arnarson sölumaður: Nei. Ég kemst ekki af án mjólkur, en mér finnst alveg rétt engu aÓ síður að mótmæla verðhækkunum á þennan hátt. Þessar verðhækkanir eru kjafts- högg framan í neytendur og eru öðr- um þræði vegna þeirrar óráðsíu sem grasserar hér í þjóðfélaginu. Sigurjón Kristmannsson sjómaður: Nei. Að mínu áliti eru þessi mótmæli launþegasamtakanna gegn verð- hækkunum algjör skrípaleikur. Ég hef ekki trú á forystumönnum þeirra vegna þess að mér finnst þeir vera aular í baráttunni fyrir bættum kjörum launafólks. Inger Gíslason húsmóðir: Já, á meðan þessi mótmæli standa yfir. Það er alveg sjálfsagt að mót- mæla þessum verðhækkunum á þennan hátt. Þær eru hörmung og bitna þyngst á barnmörgum fjöl- skyldum. þlÓÐVIUINN SIMI 681333 Á KVÖLDIN COI0^0 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Listaháskóli Opnar marga möguleika Frumvarp til laga um Listaháskóla lagtfyrirAlþingi íhaust. Ragnar Arnalds: Verður til að styrkja stöðu þeirra listaskóla sem fyrir eru Nýlega kom út fruimarp til laga um Listaháskóla Islands, sem ætlunin er að leggja fyrir Alþingi í haust. Þótt hugmyndin hafi kom- ið upp fyrir þó nokkuð löngu, var það ekki fyrr en Svavar Gestsson settist í menntamálaráðuneytið að skriður komst á málið. Upphaf málsins má rekja til þess að skólastjórar Leiklistar- skóla íslands, Tónlistarskólans í Reykjavík og Myndlista- og handíðaskóla Islands fóru þess á leit árið 1987 við þáverandi menntamálaráðherra, Sverri Hermannsson, að hann skipaði nefnd til að kanna möguleika á stofnun Listaháskóla. En þar sem ráðherraskipti urðu skömmu síð- ar og Birgir ísleifur Gunnarsson tók við embættinu, varð ekki af því að bréfinu væri svarað. Þegar skólastjórarnir fóru þess sama á leit við Birgi, tók hann ekki vel í það og taldi rétt að leggja hug- myndina til hliðar. Það gerðist svo 6. október 1988 að menntamálaráðuneytið skipaði nefnd til að undirbúa frumvarp til laga um Listahá- skóla fslands. 1 þá nefnd voru skipaðir þrír fyrrverandi menntamálaráðherrar, þeir Gylfi Þ. Gíslason, Ingvar Gíslason og Ragnar Arnalds. Auk þeirra störfuðu með nefndinni af hálfu menntamálaráðuneytisins Árni Gunnarsson skrifstofustjóri og Stefán Stefánsson deildarsér- fræðingur. Nefndin skilaði svo tillögum sínum í formi frumvarps til laga 8. mars sl. í frumvarpinu er lagt til að undir Listaháskóla íslands falli Leiklistarháskóli, Myndlistarhá- skóli og Tónlistarháskóli. Sam- eining þessara listaskóla mun styrkja starfsemi og kennslu skólanna, þar sem starfssvið þeirra skarast að verulegu leyti. Með stofnun Listaháskóla er ætlunin að mynda heildstæða skipan æðri menntunar í tónlist, myndlist og leiklist. Einnig kem- ur það til að með sameiningunni er hægt að koma við nokkru meiri hagkvæmni og hagræðingu í bæði kennslu og rekstri heldur en í þremur aðskildum stofnunum. Og þar sem svið þessara list- greina skarast svo mikið sem raun ber vitni, er stefnt að því að þær styðji hver aðra og fái færi á að bjóða nemendum sínum fjöl- breyttari námskosti en áður. Til dæmis væri möguleiki á kennslu í leikmyndahönnun, leikhúsförðun og fleiri slíkum greinum, sem ekki hafa verið kenndar hérlendis fyrr. Fólk gæti þá lært margvíslegar listgreinar sem það hefði ella þurft að fara utan til að læra. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að lög um Listaháskóla öðlist gildi í þremur áföngum, frá 1. júlí 1990 til 1. júlí 1992. Ragnar Arn- alds formaður nefndarinnar leggur áherslu á það, að í frum- varpinu séu ekki fastar og ósveigjanlegar reglur, heldur sé ætlunin að sjá hvernig skólinn muni þróast og taka ákvarðanir út frá því. Helga Hjörvar skólastjóri Leiklistarskóla íslands, sagði í samtali við Þjóðviljann að hún væri mjög ánægð með þetta frum- varp. Það væri löngu tímabært, því kennsla í þessum listgreinum hafi verið á háskólastigi, en óljós staða skólanna í menntakerfinu hafi valdið þónokkrum vand- kvæðum. Þessi sameining opnaði líka leiðir fyrir mörgum spenn- andi samvinnumöguleikum list- greinanna. ns. Með stofnun Listaháskóla munu skapast fjölbreyttari möguleikar í listnámi en nú eru. Svavar Gestsson menntamálaráðherra ásamt hluta nefndarinnar sem hann skipaði til að undirbúa frum- varp til laga um Listaháskóla. Með Svavari á myndinni eru Árni Gunnarsson skrifstofustjóri í menntamála- ráðuneytinu, Ragnar Arnalds formaður nefndarinnar og Ingvar Gíslason. Mynd: ÞÓM. Standurðu ekki með banni verkalýðsfélag anna á neyslu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.