Þjóðviljinn - 08.06.1989, Page 1

Þjóðviljinn - 08.06.1989, Page 1
Fimmtudagur 8. júní 1989 102. tölublað 54. órgangur Ólafsfjörður Svikull er máttur töfrabragða Verkalýðsfélagið: Neitun stjórnarFiskveiðasjóðs um aðstoð er verulegt áfallfyrir atvinnulífið í bœnum. Getur haftfordœmisgildi fyrir aðra. Sitjum nánast í sömu óvissunni og fyrr - Satt best að segja áttum við ekki von á þessari neitun frá stjórn Fiskveiðssjóðs og hún kom heldur betur flatt uppá menn. Það sem menn hræðast mest er fordæmisgildið sem þetta getur haft og að fleiri aðilar ss. Lands- bankinn kippi að sér hendinni, sagði Ágúst Sigurlaugssort for- maður verkalýðsfélagsins Eining- ar á Ólafsflrði. Stjórn Fiskveiðssjóðs hafnaði nýlega tillögum Hlutabréfasjóðs um þátttöku sjóðsins i fjárhags- legri endurskipulagningu Hrað- frystihúss Ólafsfjarðar. Á þess- um sama stjórnarfundi Fisk- veiðasjóðs var einnig hafnað allri aðstoð við Hraðfrystihúss Stöðv- arfjarðar en aðstoð var samþykkt við Búlandstind hf. á Djúpavogi. Þessi ákvörðun stjómar Fisk- veiðasjóðs er verulegt áfall fyrir atvinnulífið á Ólafsfirði sem og á Stöðvarfirði. Á báðum þessum stöðum hafa verið miklir erfið- leikar í rekstri hraðfrystihúsanna og voru td. hátt í 100 manns á atvinnuleysisskrá á Ólafsfirði frá síðasta hausti og rættist ekki úr því fyrr en eftir páska. Búist er við að ríkisstjórnin fjalli um af- greiðslu stjómar Fiskveiðssjóðs á fundi sínum í dag. Að sögn Ágústar Sigurlaugs- sonar má ljóst vera að töfrabrögð ríkisstjómarinnar til lausnar svæðisbundnum kreppueinkenn- um hjá sj ávarútvegsfyrirtækj um með aðstoð Atvinnutryggingar- sjóðs og Hlutabréfasjóðs hrökkva skammt þegar á reynir. Ágúst sagði að nokkru fyrir áður- nefndan stjórnarfund hjá Fisk- veiðasjóði hafi þau boð komið frá Hlutabréfasjóði um vilyrði um aðstoð og hvort verkalýðsfélög og lífeyrissjóðir gætu hugsað sér að kaupa hlutabréf í Hraðfrysti- húsinu. Áður en ráðrúm gafst til að boða tíl fundar í stjórnum við- komandi hafi þessari beiðni verið kippt til baka. Fœðingar Ungmömmum fækkar Töluverðar breytingar hafa orðið á fæðingatíðni ungra stúlkna og kvenna á miðjum aldri. Þannig fækkaði barnsfæð- ingum stúlkna undir 18 ára aldri umtalsvert á árunum 1976-80 miðað við fyrri hluta þess ára- tugar. Þessar upplýsingar koma fram í mannfjöldaskýrslum Hagstof- unnarfyrirsl. áratug. Þáereinnig athyglisvert að á þessum sama tíma lækkaði hæsti fæðingaaldur kvenna úr 48 árum í 47 ár. Á fyrri hluta áratugarins ólu stúlkur innan 15 ára aldurs alls 16 böm en þeim fækkaði í 10 á síðari hluta áratugarins. Sömuleiðis fækkaði fæðingum hjá stúlkum allt að tvítugsaldri. Hins vegar vom flestar fæðingar hjá 21 árs stúlkum á síðari hluta áratugar- ins, en hjá 23ja ára stúlkum á þeim fyrri. -|g. - Það er búin að vera rífandi þessari ákvörðun Fiskveiðasjóðs bænum og áður. Það er ljóst að stöðvast með tilheyrandi atvinna hér frá því Hraðfrystihús- sitjum við nánast í sömu óviss- við verðum að fá botn í þetta mál atvinnuleysi sem því fylgir,“ ið fór í gang eftir páska og með unn* urn framtíð atvinnulífsins í sem fyrst ef fyrirtækið á ekki að sagði Ágúst Sigurlaugsson. -grh Perlan á Listahátíð í Washington. Leikhópurinn Perlan leggurupp í ferðlag til Bandaríkjannaáföstu- dag þar sem krakkarnir ætla að taka þátt í Alþjóð- legri listahátíð fatlaðra sem haldin verður í Was- hington. Alls fara 10 leikarar og 3 aðstoðarmenn utan, en leikararnir ætla að sýna tvö verk á hátíð- inni, Síðasta blómið, sem vakið hefur mikla athygli og hópurinn sýndi m.a. á Kvennaráðstefnunni í Osló sl. sumar og einnig nýtt verk er nefnist Sólin og vindurinn. Mikill tími hefur farið í æfingar og undir- búning en leikið verður á ensku. Á meðan á hátíð- inni stendur verður öllum boðið í heimsókn í Hvíta húsið. Þessa mynd tók- Þóm í gær áður en hópurin hélt á lokaæfingu í Bjarkarási. Ríkisfjármálin Auknar S úgandafjörður álögur íbúamir í blokk syðra? VerkalýðsfélagiðSúgandi.’Harkalegaraðgerðirhjá sýslumanni. Vafasamt hvað hœgt er að ganga langt í aðgerðum sem þessum þegar heilt byggðarlag er í veði — Vissulega kom okkur þessi aðgerð sýslumanns mjög svo á óvart að innsigla vélar togarans Elínar Þorbjarnardóttur ÍS vegna vanskila útgerðarinnar á staðgreiðslusköttum. Fólk hér bíður með óþreyju að málið leysist hið bráðasta. Ef ekki þá bíður okkar ekki annað en að verða pakkað niður og flutt í ein- hverja blokk á höfuðborgarsvæð- inu, sagði Lilja R. Magnúsdóttir þjá verkalýðsfélaginu Súganda á Suðureyri við Súgandafjörð. Talið er að skuldir útgerðarfyr- irtækisins Hlaðsvíkur hf. við rík- issjóð nemi um 4-5 miljónum króna en það hefur þó ekki feng- ið staðfest í fjármálaráðuneytinu. Eigendur þess eru mikið til þeir sömu og eiga Fiskiðjuna Freyju á Súganda sem er Samband ís- lenskra samvinnufélaga. Fram- kvæmdastjóri Freyju er farinn suður til fundar við hæstráðendur í SÍS á Kirkjusandi og binda íbúar þorpsins vonir sínar við að Sam- bandið sjái sóma sinn í að leysa togarann út svo hann komist til veiða á nýjan leik. Ef ekki, blasir nánast við landauðn á Suðureyri við Súgandafjörð en 90 manns hafa verið á launaskrá hjá Freyju og um 15 manns eru í áhöfn tog- arans, mest heimamenn. - Við ætlum að sjá til fram yfir helgi hvernig málin þróast áður en við boðum til almenns fundar í verkalýðsfélaginu um ástandið. En okkur er engin launung á því að okkur finnst mikil harka vera í þessum aðgerðum sýslumannsins á ísafirði og vafasamt hvað á að ganga langt í aðgerðum sem þess- um þegar heilt byggðarlag er í húfi, sagði Lilja R. Magnúsdótt- ir. -grh Nú stefnir í að halli á fjárlögum verði um 3,5 miljarðar króna í stað 600 miljóna króna tekjuaf- gangs. Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra segir að þetta þýði ekki að áætlanir um ríkis- fjármálin hafl verið rangar, held- ur hafl bætst við ófyrirséðir út- gjaldaliðir, svo sem skuldbind- ingar ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga, auk þess sem út- gjöld vegna búvörusamninga séu farin úr böndunum. Til að rétta þennan halla af mun Ólafur Ragnar viðra hug- myndir á ríkisstjórnarfundi í dag um tekjuaukningu ríkissjóðs, m.a. að skattar verði hækkaðir og að niðurskurður ríkisútgjalda verði aukinn. Þriðju leiðina til að rétta hallann af, þ.e. að ríkis- stjórnin taki aukin erlend lán, tel- ur fjármálaráðherra sísta kostinn enda stríði hann gegn stefnu ríkisstjórnarinnar. phh

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.