Þjóðviljinn - 08.06.1989, Side 4

Þjóðviljinn - 08.06.1989, Side 4
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Er innflutningur á matvælum eina kjarabótin? Sjálfstæðisflokkurinn og Morgunblaðið hafa að undan- förnu verið í nokkurri kjaramálaklemmu eins og fleiri: það er aðeins það skjól sem stjórnarandstaða veitir sem kemur í veg fyrir að hún verði augljós. Flokkurinn og blaðið hafa, eins og kunnugt er, hamast gegn öllum þeim kjarasamning- um sem gerðir hafa verið á nýliðnum vikum og mánuðum. Allir hafa þeir, að dómi blaðs og flokks, verið reistir á sandi og ábyrgðarleysi - eins þótt allir viti og viðurkenni að ekki var verið að semja um aukinn kaupmátt heldur um einhverskon- ar málamiðlun um skert kjör í kreppustandi. í þessu samhengi hefur það staðið upp á Morgunblaðs- menn að finna einhver önnur svör í kjaramálum, benda á einhverjar aðrar leiðir en kauphækkanir og félagslegar lag- færingar. Og leiðarar blaðsins og Reykjavíkurbréf að und- anförnu benda til þess að svarið sé fundið og það er í sjálfu sér all sögulegt. í leiðara Morgunblaðsins á sjómannadaginn er því slegið fram að „það er að verða eitt helsta hagsmunamál sjó- manna sem annarra launþega, að frelsi verði stóraukið í matvælainnflutningi". í Reykjavíkurbréfi þann 28. maí var enn afdráttarlausar kveðið að orði, en þar segir: „Ekki fer á milli mála að eina raunhæfa aðferðin til að bæta lífskjör fólks er að knýja niður vöruverð með stór- auknum innflutningi frá öðrum löndum og frjálsræði í þeim viðskiptum." Um leið er svo Alþýðubandalaginu og landbúnaðarráð- herra sendur tónninn fyrir að bregðast launafólki, eins og það heitir, með því að mæla gegn þessum boðskap. Morgunblaðið er semsagt búið að komast að þeirri niður- stöðu, að eina raunhæfa kjarabótaleiðin sé að opna fyrir innflutning á matvælum. Og vitanlega er það rétt að með því móti má lækka verð á ýmsum nauðsynjum í búðum. En málið er ekki svo einfalt: slík stefna felur í sér snöggt fráhvarf frá þeirri byggða- og landbúnaðarstefnu sem allir flokkar bera nokkra ábyrgð á- ekki síst Sjálfstæðisflokkurinn. Blað- ið boðar í reynd aðgerðir sem jafngilda því að íslendingar gefist að verulegu leyti upp við eigin verðmætasköpun á sviði matvælaframleiðslu, og fylgir með enn hraðari og stór- felldari byggðaröskun en nú á sér stað, enn örari þróun í átt til „borgríkis á suðvesturhominu", enn grimmari slátrun á bændum og búaliði. í leiðinni má svo geta þess að væntan- lega er matvælainnflutningurinn frjálsi (sem meðal annars hlýtur að auka á viðskiptahalla okkar) hugsaður sem skref til aðlögunar að Evrópubandalaginu. Það er vitanlega ekki nema satt og rétt, að núgildandi landbúnaðarkerfi, sem kastar sjálfkrafa miklum byrðum á ríkissjóð, fær ekki staðist til lengdar - það snýst í vítahring sem menn verða að vinna sig út úr. Og það er ærið og erfitt verkefni þótt menn fari ekki að magna upp vandann með því að kasta á borðið sprengju eins og óheftum innflutningi matvæla (sem það mikla markaðsbandalag meginlands- manna reyndar leyfir alls ekki sjálft). Það væri fróðlegt að vita líka, hvort þeir Morgunblaðsmenn hefðu reiknað út hvað það kostar í erfiðum og dýrum félagslegum vandamálum dreifbýlis að reyna að mjaka kaupmætti launafólks upp með danskri skinku og argentínsku nautakjöti. Og í annan stað væri forvitnilegt að vita, hvað Sjálfstæðisflokknum sjálfum líður í þessu máli, er hann reiðubúinn að skrifa upp á það hjálpræði sem þeir í Aðalstrætinu hafafundið-eðagæti það hugsast að hann væri klofinn í herðar niður í málinu? áb KLIPPT... NY UTVARPSSTOÐ I LOFTIÐ 13DA JUNI Aða»jifitl<rmur Bírolf H, Blröífittórlvóg iv«f Krlstjíinsíujf, 8jí*8i hfrr VJÖ t>*8« »Afkj«h0St8 s«m v.loöln Uúgir »t ÍtU'óV. I**lr Ictoguf scyj.í ad hiyiafe stðöv«ríj><fi«i‘ sé j,he!iifigur“. StUöio stotnlr Uemt « siimknppni vl« BjlgjunjffStjöi nuna, Oiida eru m»r8(r ntarfvrminn gitmiif 8íar<sm*.f>fi Jjeirra •th«va. Fyrirtæki greiða laun Hvað líður málfrelsinu? Menn eru oft að státa af góðu málfrelsi á íslandi og eiga þar auðvelda leiki vitanlega ef þeir kjósa að bera sig saman við ríki sem búa við ódulbúna ritskoðun. í þeim samanburði öllum verður fljótlega til staðhæfing eins og þessi: hér hjá okkur mega allir segja allt sem þeir vilja. En þótt menn geti hringt inn í þjóðarsálina og sent inn greinar og lesendabréf, þá er málið aldrei svo einfalt. Spyrjið Þorgeir Þor- geirson, sem hefur framið þann höfuðglæp að móðga lögregluna eins og hún leggur sig og hefur margt meinlegt við furður dóm- kerfisins að athuga. Og í fram- haldi af því geta menn spurt sjálfa sig um aila þá sjálfsritskoðun sem hlýtur að vera í gangi í jafnspilltu þjóðfélagi og hið íslenska er, og heldur mörgum óþægilegum sannleika í myrkri og þoku. Frelsi auglýsenda Og svo er annað mál, sem hef- ur í vaxandi mæli skotið upp sín- um selshaus eftir að fjölmiðla- leikurinn tók að æsast hér með nýjum útvarpslögum. En það eru vaxandi áhrif auglýsenda á líf og dauða fjölmiðla. Út um allan heim hafa menn orðið vitni að blaðadauða miklum, sem á sér ekki síst þá skýringu að auglýs- ingar safnast svo rækilega á þau blöð sem hafa forskot í útbreiðslu að keppinautarnir veslast upp í fjársvelti. En á sviði sjónvarps hafa menn glímt við þann vanda, að frelsi þeirra sem efni setja saman fyrir sjónvarp er rígbundið af því, hvort finna megi fyrirtæki sem til eru f að kaupa sig inn á einmitt þetta efni. Niðurstaðan hefur verið sú að aukið framboð á sjónvarpsefni hefur alls ekki Ieitt til aukinnar fjölbreytni, hvað þá sköpunarfrelsis - heldur hefur það neglt menn æ fastar á klafa einhverrar meðaitalsafþreyingar- þarfar Bandaríkjamanna. Skrýtin útvarpsstöð Síðasta dæmi um vaxandi áhrif auglýsenda á fjölmiðlaheiminn mátti lesa um fýrir skemmstu í Pressunni. Þar segir frá því að nokkrir fyrrverandi starfsmenn Bylgjunnar og Stjömunnar, sem hafa misst vinnuna við nýlega sameiningu stöðvanna, ætli að fara í loftið með nýja útvarpsstöð nú í næstu viku. Úm dagskrár- stefnuna, ef stefnu skyldi kalla, segir á þessa leið: „í samtali við aðstandendur stöðvarinnar kom fram að meiningin er að reka vandað tónlistar- og auglýsingaútvarp. Nokkur nýlunda er. fjármögnun einstakra þátta á stöðinni, því þeir verða studdir af ákveðnum fyrirtækjum. Með öðrum orðum: fyrirtæki munu í reynd greiða laun dagskrárgerðarmanna.“ Það merkilega er að frá þessu er sagt eins og sjálfsögðum hlut, eins og engum detti það í hug að með þessu móti séum við ef til vill komin enn neðar í fjölmiðla- kaupskap en gengur og gerist jafnvel í Bandaríkjunum. Ekki nóg með það, að hvorki spyrli né svaramanni finnst ástæða til að hafa minnstu áhyggjur af því að dagskrá heillar útvarpsstöðvar verði á útsölu - það er meira að segja látið að því liggja að fyrir- komulagið bjóði upp á einhverja merkilega kosti umfram t.d. ríkisútvarpið. Eða svo segir tals- maður stöðvarinnar í samtali við Pressuna: „Samningarnir (um borgun fyrir dagskrárþætti) eru ekki af staðlaðri lengd. Þeir geta verið til eins mánaðar eða þriggja mán- aða í senn, svo dæmi sé nefnt. Á •móti kemur náttúrlega fram hvaða fyrirtæki strykti viðkom- andi útsendingu.Þetta er nýjung og minnkar alla yfirbyggingu fyrirtækisins. Það getur tekið miklu skjótari ákvarðanir en ríkisútvörpin þrjú.“ Jamm. Mikill er andskotinn. Vitanlega mundi það „minnka yfirbyggingu" t.d. dagblaðs ef blaðamennirnir kæmu sér fyrir tvær til fjórar vikur í senn sem lausamenn hjá fyrirtækjum, sem þeir væru að auglýsa upp beint og óbeint. En slíkt jukk á vitaskuld minna en ekkert skylt við frelsi. Að kaupa ekki mjólk í gær voru allir fullir af við- brögðum við áskorun ASÍ og BSRB um að mótmæla verhækk- unum á ýmsum nauðsynjum með því að kaupa ekki mjólk og mjólkurvörur í þrjá daga. Fólk hafði bersýnilega hlustað á þessa áskorun og breytt eftir henni. En bændur voru lítt hrifnir: formað- ur kúabænda sagði að aðgerðir af þessu tagi sköðuðu aðeins kúa- bændur, en ekki ríkisstjórnina á neinn hátt, eins og vafalaust hefði þó verið til ætlast. Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ segir, að það sé slæmur misskilningur að ... OG SKORIÐ aðgerðin beinist gegn kúabænd- um - það sé verið að reyna að knýja ríkisstjómina til að aftur- kalla hækkun á mjólk og mjólk- urvöram. Og ögmundur Jónas- son forseti BSRB segir að hér sé um að ræða táknræna aðgerð sem eigi að sýna stjórninni að fólki sé alvara. Klippari hefur í tveim sím - tölum verið beðinn fyrir skilaboð um þetta mál. Símtalendur, traustar áhugamanneskjur um stéttabaráttuna, höfðu ekkert á móti því að verðhækkunum væri mótmælt. En þau voru reið yfir því að mjólkurvörur skyldu vald- ar. Þau sögðu það ekki leiða til annars en leiðinda ýfinga milli bænda og verkafólks - og gengi þetta þvert á gamla og góða við- Ieitni til að stilla saman hagsmuni og krafta erfiðismanna. Þau höfðu reyndar fleira að segja um málið. Konan hafði áhyggjur af því að skynsamleg manneldisstefna yrði fyrir skakkaföllum þegar einmitt mjólk væri höfð að skotspæni með þessum hætti. Karlmaður- inn sagði að það hefði verið nær að hvetja menn til að kaupa ekki bensín - m.a. vegna þess að ekk- ert gerði nú til þótt olíufélög misstu spón úr sínum aski. Þessum boðum er hér með til skila komið. áb Þjóðviljinn Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórl: Ámi Bergmann. Fréttastjóri: Lúövík Geirsson. Aftrlr blaðamenn: DagurÞorleifsson, ElíasMar(pr.),Guftmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristófer Svavarsson, ÓlafurGíslason, Póll Hannesson, SiguröurÁ. Friftþjófsson (umsjm. NýsHelgarblaös), ÞorfinnurÓmarsson(íþr.), Þröstur Haraldsson. Framkvœmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Sfcrifstofa: Guörún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. AuglýsingastjórhOlgaClausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Sigriöur Kristjánsdóttir, Þorgeröur Sigurðardóttir. Bdstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóftlr: Eria Lárusdóttir Útbrelöalu-og afgreiftslustjóri: Ðjöm Ingi Rafnsson. Afgrelftsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaftur: Katrín Báröardóttir. Útkeyrsla, afgreiftsla, ritstjórn: Síftumúla 6, Reykjavifc, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóöviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verft í lausasölu: 90 kr. NýttHelgarblaft: 140kr. Áskriftarverft á mánufti: 1000 kr. 4 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 8. júni 1989

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.