Þjóðviljinn - 08.06.1989, Page 7

Þjóðviljinn - 08.06.1989, Page 7
AÐ UTAN „Brauðhnífurinn" er klettur í þjóð- garðinum í Warrumbungle. Bannað er að klífa hann. Mynd: L. O’Brien. m.a. í fögru landslagi við næga fæðu jafnt kengúrur sem kóala- birnir og ernir (wedge-tailed eagle og whistling kite) (aquila andax og haliastur sphenurus) svífa yfir hæstu klettunum og gef- ur hinn síðarnefndi frá sér ein- hvers konar hátt garg (sem minnir þó á flaut) og heyrist lang- ar leiðir. Flóran er einstök vegna gróð- ursældar moldarinnar og ekki auðhlaupið að því að gefa greinargóða Iýsingu á ýmsum teg- undum eucalyptustrjáa eða „wattles“ né villiblómunum. Landnemar (ekki frumbyggjar) notuðu þykkan börkinn af rauðri Greinarhöfundur við ástralskt grastré í Warrumbungle. Mynd: Tas Westcott. Sólbrennda land Man einhver eftir að hafa lært kvæðið „Gunnarshólma“ Jónas- ar Hallgrímssonar utanað? Trú- lega. Hér gildir svipað um Ijóðið „Landið mitt“, e.t.v. betur þekkt undir nafninu „Sólbrennda land“, eftir ástralska Ijóðskáldið Dorotheu Mackellar. Kvæðið birtist fyrst árið 1908 í blaðinu „The Spectator“ og er einlægur óður til ógnþrunginnar fegurðar náttúru Astralíu. Dorothea ólst upp á efnuðu heimili í Sydney en dvaldi löngum á sveitasetrum fjölskyldunnar i skauti náttúr- unnar. Á þeim tíma í sögu Ástral- íu sem Dorothea orti Ijóð sitt, var þjóðernishyggja ekki í tísku og tengslin við „Móðurlandið“ voru sterk og ótvíræð. En hin unga kona var stolt af landi sínu og fyr- irleit þá sem mátu það einskis nema sem nýlendu til að græða á peninga. Dorothea vildi hvergi búa nema í Ástralíu þótt hún ferð- aðist víða um veröld og talaði ein fímm tungumál. * Ævi hennar var að því leyti dapurleg, að á meðan hún dvaídi í London, laust fyrir heimsstyrj- öldina fyrri, trúlofaðist hún ljóð- skáldi, Patrick Chalmers, sem var reyndar ríkur fjársýslumaður að auki. Að sönnu var það harla gott og hún fór til Ástralíu til að fá samþykki foreldra sinna en bréf frá henni til unnustans þess efnis komst aldrei til skila. Strangt uppeldi og hið kvenlega stolt þess tíma kom í veg fyrir að hún skrif- aði aftur. Eftir lok styrjaldarinn- ar, 5 árum síðar, fór hún aftur til Englands og komst þá að raun um að unnustinn hafði gifst ann- arri í þeirri trú að hún hefði skipt um skoðun. Dorothea lést, sjúklingur í hárri elli, af völdum áverka sem hún hlaut við fall þegar hún fór fram úr rúminu til þess að horfa á fuglana í grænum garðinum. En ást hennar til landsins brúna, jafnt í ógnum þurrka undir mis- kunnarlausum bláum himni sem í steypiregni og flóðum, til víð- áttu sléttunnar og brimsins við ströndina, mun lifa í ljóði hennar „Sólbrenndu landi“ og eiga sinn sess í menningarsögu Ástrala. Sem risar á verði Að búa í dreifbýlinu hefur sína kosti. Þjóðgarðar í Ástralíu eru margir og íbúar Narrabri eru svo lánsamir að stutt er í heila tvo þjóðgarða. Annar þeirra, Mt. Kaputar, er rétt við bæjardymar eða í 53 km fjarlægð í austur frá Narrabri (570 km í norðvestur frá Sydney), og sem ég sit hér á ver- öndinni blasa þau við mér þessi bláu, fallegu fjöll, eða öllu heldur fjallgarðar „sem risar á verði við sj óndeildarhring“. Vegurinn upp í fjöllin er víða brattur og mjór og því er bannað að fara þangað með hjólhýsi. Taldstæði eru góð og hreinlætis- aðstaða ágæt og var byggingin hönnuð þannig að hún félli inn í umhverfið. Gestir eru þó beðnir að fara sparlega með vatn því að þurrkur ríkir mestan hluta ársins og bera þarf með sér vatn í allar gönguferðir. Leyfilegt er að kveikja eld í sérstökum eldstæð- um, þó ekki þegar um er að ræða algjört bann við slíku. Hér em ærin viðfangsefni fyrir göngufólk, klettaklifrara, jarð- fræðinga og náttúruunnendur yf- irleitt. Hægt er að velja um 12 gönguleiðir, mismunandi erfiðar, allt frá eins tíma rölti og upp í erfiða dagsferð fyrir reynda fjallagarpa. Ekki er í kot vísað, því að reika þarna upp er hreinasta ævintýri. Hér una sér Kengúrur spóka sig í Warrumb- ungle. Mynd: L. O’Brien. eucalyptustegund í þök kofa sinna eftir að hafa þurrkað hann og pressað og fengu þar með vatnsþétt þök. f einni gönguferðinni er farið fram hjá „bora“ sem var helgur staður frumbyggjanna þar sem vígsla unglinganna inn í heim hinna fullorðnu fór fram. Hæsta fjallið er Kaputar, 1524 m, og þaðan er frábært útsýni yfir fjöllin og slétturnar. Sérstæðasti og áhugaverðasti staðurinn (e.t.v. einkum fyrir jarðfræð- inga) er þó trúlega Yulludunida Crater (sem er þó enginn gígur) og þarna blasir líka gígtappinn skemmtilegi Ningadhur við ekki langt frá. Veðrunin hefur verið gífurleg og eru þessi fjöll það sem eftir er af eldfjalli sem virkt var fyrir 18 miljónum ára. Ekki laust við að hugurinn leiti heim til landsins unga þegar gengið er á ævafornu hrauninu. Þjóðgarðurinn Wárrambungle Sólveig Einars- dóttir skrifarfrá Ástralíu er óviðjafnanlegur. Hann er í u.þ.b. 150 km fjarlægð frá Narra- bri og mynda klettar og fjöll hin undarlegustu en jafnframt hin til- komumestu form sem tæplega verður jafnað á við neitt það sem íslendingur þekkir að heiman. Honum finnst hann vera staddur í tilbúnu landslagi, jafnvel á leiksviði, og trúir vart sínum eigin augum. Allt er frábrugðið; fjöll og hæðir skógi vaxin, blóm- strandi tré og runnar, makinda- legar kengúrur á beit, Iaufin á trjánum sem breiða ekki úr sér mót sólu heldur drúpa löng og mjó, og það er enginn bunulæk- ur, blár og tær, aðeins brúnleitt vatn í farvegi sem oft er skraufa- þurr. Og hvernig get ég lýst fugl- alífinu? Þeir skarta öllum regn- bogans litum og eru unun á að horfa. Eftirlætisfuglarnir mínir eru „galah“ (cacatua roseicap- illa), þeir fljúga í hópum, gráir á baki og með rauða bringu, flug þeirra er klunnalegt en þeir heilla samt og „crimson rosella" (plat- yceras elegans) sem er páfa- gaukstegund með fagurrauða bringu og gefur frá sér ýmis fögur hljóð. Annars er fuglalífið kapítuli fyrir sig. Tjaldstæði í Warrumb- ungle eru afar rúmgóð og dreifð um þjóðgarðinn og fyrir utan prýðilega hreinlætisaðstöðu er upplýsingamiðstöð sem i alla staði er til fyrirmyndar. Þar eru t.d. hlutir úr náttúrunni sem böm eru hvött til að handfjatla og skoða; stór, litrík veggspjöld af fegurstu stöðum í garðinum og mjög góð kort á veggjum um gönguleiðir, jarðsögu o.fl. Veljirðu lengstu gönguleiðina sem er 15 km (fram og tilbaka), þá ferðu upp á og umhverfis hæstu toppana og kemst í návígi við klettinn „Brauðhníf", og hef- ur reynt eitthvað nýtt, ævintýra- legt og ógleymanlegt. Mundu að- eins að hattur, sólgleraugu, sól- krem og vatnsbrúsi eru lífsnauðsynlegir hlutir í öllum slíkum ferðum. Litbrigði himinsins era stór- kostleg við sólsetur en þau standa stutt, hverfa jafnvel meðan þú hleypur eftir myndavélinni. Tunglið er ekki fullt en kastar engu að síður birtu yfir skóginn og íbúa hans, dýr og menn, og virðist vera aðeins í seilingarfjar- lægð. Og þótt þú komist vart lengra að heiman en til Ástralíu, þá gerir það einhvern veginn gott í sálarhornið að þetta sé nú einu sinni sama tunglið og þið heima horfið á. Tjaldbúi sem skríður út um miðja nótt sér þrjú kynjadýr hjá eldstæðingu, þögul og kyrr eins og trjádrumba. Kengúrumar eru ekki fælnar hér og það er heillandi að horfa á þær. Sjá stór eyrun hreyfast, svartan dílinn á rófunni og hvernig þær horfa á þig, þennan ókunna gest sem traflar friðsælt líf þeirra ómak- lega. Þegar við ókum sfðasta spölinn út úr þjóðgarðinum stökk hópur af kengúram þvert yfir veginn. Við stöðvuðum bílinn og horfð- um á þær. Þá sá ég loksins lítinn kengúraunga. Hann rak nefið upp úr poka móðurinnar og ég hugsaði að þetta hlyti að vera sældarlíf og fjarskalega gaman að láta stökka svona með sig um heilan þjóðgarð. Með kveðju heim, 20.5. ’89 Sólveig Einarsdóttir Flmmtudagur 8. júní 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.