Þjóðviljinn - 08.06.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 08.06.1989, Blaðsíða 12
—SPURNINGIN— Hefuröu áhyggjur af fjár- hagsstööu SIS? <arl Valdimarsson bílstjóri: Auðvitaö er mér ekki sama um að Sambandið skuli búa við lélega afkomu. Við erum jú allir bænda- synir. Rúlli það yfirum er afkoma margra byggðarlaga í hættu sem er hið alvarlegasta mál fyrir íbú- ana. Hreinn Bernharðsson kleinubakari: Nei, ég hef engar áhyggjur af Sambandinu. Ég tel að þeir hafi bruðlað um of með gróðann. Það þarf bara að sníða sér stakk eftir vexti í framtíðinni. Auður Arnardóttir bankastarfsmaður: Já, það hef ég. Mér finnst allt vera fara á hausinn hjá þeim. Vonandi tekst þeim þó að rétta úr kútnum því afkoma fjölmargra er í húfi. Bergljót Benónýsdóttir sölumaður: Já, það hef ég. Það kemur til með að bitna á landsmönnum öllum ef Sambandið rúllar yfirum. Samúð mín er með starfsfólki þess en ekki með samvinnuhreyfingunni sem slíkri. Jón Þór Ólafsson bifreiðasmiður: Nei, það hef ég ekki. Ég hef hins vegar þjóðhagslegar ábyggjur af afkomu SÍS en enga samúð með samvinnuhreyfingunni, heldur fólkinu sem vinnur í fyrirtækjum 36SS. Buóðviuinn Fimmtudagur 8. júní 1989 102. tölublað 54. árgangur Blaðamannafundur Rannsóknaráðs. I forgrunni situr Vilhjálmur Lúðvíksson framkvæmdastjóri, en að baki honum sjást fulltrúar styrkþega fyrr og nú. SÍMI 681333 Á KVÖLDIN ÁLAUGARDÖGUM 681663 Rannsóknaráð Rannsóknasjóður rýmar Raungildi ríkisframlaga í Rannsóknasjóð hefurminnkað um25 af hundraðifrá stofnun hans árið 1985. Össur Skarphéðinsson: Rann- sóknasjóður er ómetanlegur fyrir fiskeldi íslendinga Raungildi framlaga ríkisins í Rannsóknasjóð hefur rýrnað um 25 af hundraði frá því sjóðurinn var settur á laggirnar árið 1985. l>á voru veittar 50 miljónir króna í sjóðinn en í ár eru þær 85, 80 samkvæmt fjárlögum en 5 úr Framkvæmdasjóði. Til þess að halda raungildi stofnfjárins frá 1985 hefðu 112 miljónir þurft að renna í Rannsóknasjóð á því herrans ári 1989. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi Rannsóknaráðs í Rúg- brauðsgerðinni í gær. Vilhjálmur Lúðvíksson framkvæmdastjóri ráðsins gerði þar grein fyrir þessu og úthlutun styrkja í ár. Hann skýrði frá því að þótt Rannsókna- ráð hefði aðeins fengið 85 miljón- um úthlutað að þessu sinni hefði það engu að síður úr 110 miljón- um að moða. Þetta stafaði af því að á öndverðu tilvistarskeiði Rannsóknasjóðs hefðu umsóknir verið færri en nú og því nokkurt fé gengið af sem séð hefði verið um að ávaxta. Á fjögurra ára tímabili hefði sjóður sá gildnað og næmi nú 25 miljónum króna sem afráðið hefði verið að veita umsækjendum í ár. Vilhjálmur sagði að þessi ráðstöfun hefði bjargað málum Rannsóknasjóðs að þessu sinni en algert hrun blasti við á næsta ári. Það væri algert lágmark að sjóðurinn rýrn- aði ekki að verðgildi frá ári til árs. Alls veitir Rannsóknaráð 60 styrki til 69 verkefna í ár. Á móti ofannefndum 110 miljónum sjóðsins leggja styrkþegar fram 173,5 miljónir króna. Um 80 af hundraði verkefna eru unnin með þátttöku fyrirtækja sem ým- ist taka þátt í fjármögnun eða framkvæmd þeirra nema hvort tveggja sé. Opinberar stofnanir standa að baki fimmtungi verk- efnanna. Obbinn af styrkjunum rennur til verkefna á sviði líftækni, fisk- eldis og matvælatækni og mótfra- mlög atvinnulífs eru mest á tveim síðartöldu sviðunum. Að þessu sinni er aukið hlutfall styrkja einmitt til fiskeldis og matvælatækni auk 'oyggingar- tækni og mannvirkjagerðar. Hlutur líftækni og tölvutækni er hinsvegar minni en áður. En þetta er þó ekki einhlítt þar eð þessi svið skarast í mörgum til- fella. Styrkirnir flokkast þannig: Byggingar og mannvirki: 6.000.000 eða 5,5 %. Fiskeldi o. fl.: 25.850.000 eða 23,6% Gæði og framleiðni: 1.900.000 eða 1,7% Lífefna- og líftækni: 22.232.000 eða 20,3% Matvælatækni o.fl.:28.785.000 eða 26,2% Orku- og efnistækni: 7.500.000 eða 6,8% Uppl.- og tölvutækni: 11.182.000 eða 10,2% Ýmislegt: 6.300.000 eða 5,7% Á blaðamannafundinum voru mættir fulltrúar styrkþega fyrr og síðar sem ýmist gerðu grein fyrir merkilegum verkefnum sem unn- in eru nú, í bígerð er að vinna eða hafa verið unnin og skilað glæsi- legum árangri. Öll voru þau eða eru styrkt af Rannsóknasjóði. f þeim hópi er Össur Skarp- héðinsson líffræðingur. í frétta- tilkynningu Rannsóknaráðs kemur fram að fjöldi umsókna hafi borist um styrki vegna til- rauna á svið bleikjurannsókna. Ákveðið hefði verið að kanna forsendur fyrir samstarfi um þær og hefði ráðið skipað starfshóp til þess arna er lyti leiðsögn Össu- rar. 400.000 krónum væri veitt til forkönnunar á þessu sviði en jafnframt legði ráðið 1.500.000 krónur til hliðar í því skyni að hefja rannsóknir að lokinni for- könnun ef samstaða næst um framhaldið. „Fiskeldið hefur verið utanvið hefðbundnar fyrirgreiðslustofn- anir og því er það síst ofmælt að Rannsóknasjóður hafi verið því öldungis ómetanlegur,“ sagði Össur í samtali við Þjóðviljann í gær. Hann sagði mikinn áhuga vera á bleikjueldi hér um þessar mundir og fyrir því væru góðar og gildar ástæður. Markaður væri nægur en þó vægi þyngst að allar aðstæður hérlendis væru sérlega ákjósanlegar fyrir bleikju sem yxi best í hálfsöltu vatni. Og í saman- burði við laxinn hefði hún vinn- inginn á mörgum sviðum. Hún yxi hraðar en hann, þyldi betur sjúkdóma og væri á allan hátt harðgerðari. ks

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.