Þjóðviljinn - 09.06.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.06.1989, Blaðsíða 2
SKAÐI SKRIFAR Ég reyni að skilja mjóikurverkfallið Nú dundu þau ósköp yfir mig, Skaöa, að út til landsins barna barst áskorun frá þeim Ásmundi Stefánssyni og Ögmundi Jónassyni, að eigi skyldi mjólk kaupa í þrjá daga. En það skal strax fram tekið aö ég er vanur að þamba hálfpott af mjólk á morgnana og gefa kettinum mínum að súpa líka. Nú voru góð ráð dýr. Þau voru svo dýr að ég hefi verið mjög klofinn og tættur í málinu eins og hvert annað Alþýðubandalagsfélag. Fyrir það fyrsta: á ég að vera að hlýða kalli svona manna eins og Ásmundar og Ögmundar? Þetta eru kommar alltsaman, Ijóst eða leynt, og vilja engu eira þar sem þeir hlaupa lafmóðir á eftir einhverju sem þeir kalla framfærsluvísitölu og ná henni aldrei sem betur fer. Ekki fer ég að styðja slíka menn. En ef ég nú neita að styðja þeirra mjólkurbann, þá koma önnur vandræði upp. Þá er ég farinn að styðja þessa framsóknarkommastjórn sem situr ofan á hinni íslensku þjóð- armeri og ber fótastokkinn og keyrir í magrar síður hennar skattaspor- ana. Ja þvílíkt líf, ég segi ekki annað en það. Ef óg styð mjólkurbannið þá er ég að styðja kommana. Og ef ég styð það ekki, þá er ég að styðja þá líka. Þessir kommar eru út um allt, bæði með mér og á móti mér en þó einkum upp á móti sjálfum sér og svona hringveltumst við áfram eins og lambaspörð niður hjarnið á fjallinu heima þegar ég var ungur sveinn. Svo voru frænkur mínar að atast í mér út af þessu líka, það er eins og fyrri daginn, aldrei friður fyrir kvenfólki, verðbólgu né kommum. Þetta eru plágurnar þrjár og þrisvar sinnum þrjár sem okkur plaga og pína til endaloka sögunnar. Þær voru báðar fylgjándi mjólkurverkfallinu. En þær tóku ekki sína afstöðu á sömu forsendum. Ég er, sagði Soffía, með mjólkurverkfallinu vegna þess að mjólkur- þamb er óhollt. Ég er með því, sagði Ingibjörg, vegna þess að mjólk er svo holl. Þetta er mikill skoðanaágreiningur eins og hver maður getur séð og þær hefðu náttúrlega ráðist hvor á aðra og rifið hvor úr annarri augun ef ég hefði ekki staðið á milli sárasaklaus og spurt svona hálfringlaður eins og maður er stundum á veikleikastundum sinnar pólitísku sálar: Hvað meinið þið? Ég meina bara það, að af mjólkurþambi verður fólk æðakalkað, fyllist af kólesteróli, æðarnar í heiianum þrengjast, maður verður heimskur og sljór og vambmikill, sefur of mikið og drekkur ekki þann rauðrófusafa sem vera ber. (Innskot: ífyrra trúði Fía á gulrótarsafa, en nóg um það). Því er ég að vona að þessi mjólkurstrækur verði mjór mikils vísir og kýrnar fái að vera í friði með sína mjólk. Hvað eiga þær að gera við hana? spurði ég. Það er ekki mitt mál, sagði Soffía. En hvað segir þú um málið Imba mín? spurði ég. Ég ansa ekki þessu græningjafasistarugli hennar Soffíu um að mjólk sé óholl eins og önnur matvæli úr dýraríkinu. Aldrei skal ég bíta gras og mitt fólk. Eða til hvers heldur þú Soffía að við konur höfum börn á brjósti ef ekki vegna þess að mjólk er holl, nærandi, orkugefandi, örvandi til holds og anda? Og ekki veit ég betur en karlinn þinn væri dauður úr timburmönnum ef hann gæti ekki þambað tvo potta af kaldri mjólk á mánudögum. Stopp, sagði ég. Öngvar persónumeiðingar hér! Og þú ert ekki búin að segja mér hvers vegna þú ert þá fylgjandi mjólkurstræknum fyrst mjólk er svona góð. Ég geri það vegna vitundarvakningarinnar, sagði Ingibjörg. Vitundarvakningarinnar? hváði ég. Já, sagði Imba. Það verður að sýna þessari ríkisstjórn að alþýðunni er alvara. Og þá þýðir ekkert að vera að stræka á bensín eða eitthvað slíkt sem öllum er sama um og mundu byrgja sig upp af fyrirfram ef þeir kærðu sig um. Það verður að finna táknræna strækvöru, einhverja sem snertir djúpt ieyndardóma sálarlífsins sem felast langt undir hinu hagpólitíska yfirborði. Og hvað er þá betra en mjólkin, lífmagnið sjálft, sem eitt sinn streymdi fram úr brjóstum vorra mæðra og skemmdi aldrei sín börn, eins og skáldið kvað. Og ef að almenningur hefur lært að fóma því sem er honum mikils virði, hefur þjálfað sig svoiítið í þjáningunni, þá mun eftirleikurinn auðveldari í næsta kjaraslag þegar við endanlega steypum kapítalistunum, SÍS, verklýðsforystunni og ríkisvaldinu. Þá munum við leyfa okkur að svamla eins og okkur lystir í spenvolgu mjólkurhafi framtíðarinnar, væni minn. 2 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 9. júní 1989 ROSA- I GARÐINUM VANDASAMT SPURSMÁL Það mætti líka velta því fyrir sér hvort það beri góðum aga vitni að kveikja í mannvirkjum eins og gerst hefur á liðnum árum. Bæjaríns besta SJALDGÆF HREIN- SKILNI Þessi viðbjóðslegi hryllingur verður nú sýndur aftur af annar- legum ástæðum. Bíóauglýsing í Bæjaríns besta AF SKIPAÁSTUM Gunnvör þótt þú sért orðin gömul og fúin eins og ég þá er botninn á þér svo þokka- fullur að mér fór að standa þegar ég sá þig fyrst upp í slipp. Vestfirðingur SÁ SEM Á FJÁR- SJÓÐ í JÖRÐU... Hefðu borgarráðsmenn verið sammála um að Kirkjugarðarnir ættu fremur að jarða fólk en ekki fjármuni. Tíminn VITURLEG ÁLYKTUN Gurr gurr,segir froskurinn og heimskulega opnar stóran munn- inn. Hljóðin virðast koma ein- hversstaðar neðan úr rassi, enda dettur fæstum í hug að trúa einu einasta orði sem hann segir. Morgunbiaðiö LAUSNÁGJALD- PROTAVANDA LOÐ- DÝRABÚSKAPAR- INS? Uppvíst er orðið að nokkrir þeirra poppfasistanna sem til- heyra samtökunum Örkin voru hér á ferð í fyrra í þeim hugleið- ingum að hleypa minkum úr búr- um sínum. Tíminn ER TIL ANDLEGUR PJÓFNAÐUR? Því virðist sem einhver hafi efnislega stolið skjölunum. MÖRG ER KJARALEIÐIN Tíminn Mjög misjafnt er eftir lífeyris- sjóðum hversu stór hluti iðgjalda fer í rekstrarkostnað. Þess eru nýleg dæmi að allt að 41% af ið- gjöldum fari í rekstrarkostnað við skrifstofu. Tíminn EIGUM VIÐ EKKIAÐ HÆTTA PESSU RUGLI DENNI? Kjósendur eru á móti stjómum og vilja engar stjómir hafa, allt frá því að Danir vom að ríða hús- um á Bessastöðum. Tíminn SKELFILEG ER SÚ FIRRING Skjólstæðingar Jóns em ekki vanalegar göturottur heldur hvít- ar og rauðeygðar rannsóknarstofurottur... Að- spurður kvaðst Jón forðast að mynda tilfinningatengsl við skjól- stæðinga sína. Morgunblaðið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.