Þjóðviljinn - 09.06.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.06.1989, Blaðsíða 4
Einar Oddur Kristjánsso er á beininu Einar Oddur Kristjánsson fframkvæmdastjóri á Flateyri og nýkjörinn formaöur Vinnu- veitendasambands íslands er á beininu aö þessu sinni. Munu starfshættir VSÍ breytast viö komu Einars í formannsstól- inn? Hefur þaö eitthvaö aö segja fyrir samtökin aö Einar er útvegs- og landsbyggöar- maöur? Treysta atvinnurek- endur Sjálfstæöisflokknum fyrir efnahags- og landsmálun um eftir þá höröu gagnrýni sem þeir hafa haft í frammi á stefnu hans í síöustu ríkis- stjórn? Er formannsstaöan eins áfangi á leiö Einars inná þing í næstu kosningum? Allt þetta og meira á beininu. Hvaða þýðingu hefur það fyrir stefnu og starf VSÍ þegar þú ert orðinn formaður samtakanna og sá fyrsti í langan tíma, svo vitað sé sem kemur úr röðum útgerðar og landsbyggðar? - Það á bara eftir að koma í ljós hvaða þýðingu það hefur. Eg á ekki von á því og það hefur ekki verið boðuð nein stefnubreyting hjá VSÍ. Samtökin hafa reynt að hamla gegn þessari eyðslustefnu sem hér hefur ráðið ríkjum í alltof langan tíma, því miður við allt of litlar undirtektir og stuðn- ing alltof fárra. Áfram verður lögð aðaláhersla á það að reyna að hemja þessa eyðslu. Það er það sem skiptir máli fyrir fram- leiðsluna í landinu. Er ekki kjör þitt sem formanns VSÍ vísbending um stuðning við tillögur þínar og forstjóranefnd- arinnar um niðurfærsluleiðina? - Það á allt sinn tíma. Við sem stóðum að þessum tillögum í fyrrahaust berum persónulega ábyrgð á þeim. VSÍ kom þar hvergi nærri. Við vorum beðnir um að gefa ráð sem við og gerð- um. En framhaldið var ekki á okkar snærum að neinu leyti. Olli framhaldið þér vonbrigð- um? - Þegar við lögðum þessar til- lögur fyrir þáverandi ríkisstjóm þá trúðum við því statt og stöðugt að með þessum aðferðum værum við að lágmarka þá tekjuskerð- ingu sem við vorum alveg vissir um að væri óumflýjanleg. Jafn- framt töldum við þessa aðferð, niðurfærsluna, vera léttbærustu leiðina bæði fyrir fólkið og fyrir- tækin. Ertu enn sömu skoðunar? - Já. Á nýafstöðnum aðalfundi VSÍ gagnrýndi forveri þinn harðlega efnahagsstjórn ríkisstjórnar Þor- steins Pálssonar sem jafnframt er fyrrverandi framkvæmdastjóri ykkar samtaka og núverandi for- maður Sjáifstæðisflokksins. Get- ið þið ekki sjálfum ykkur kennt hvernig komið er í efnahagsmál- unum? - Sko, það þjónar engum til- gangi að einn né neinn sé að fría sig ábyrgð. Við skulum gera okk- ur grein fyrir því að það er heild- areyðslan í þjóðfélaginu sem er búin að koma framleiðslunni þannig að hún er á fallanda fæti og því verðum við að breyta. Það þarf ekki endilega að einblína á hverjum það er að kenna. Við höfum nú verið um langt árabil að eyða miklu meira en við öfluð- um og öllum ríkisstjórnum hefur mistekist það ætlunarverk sitt að hemja verðbólguna og koma hér á stöðugleika í efnahagsmálum. En olli það ykkur ekki alveg sérstökum vonbrigðum að oddviti fráfarandi ríkisstjórnar, sem mörgu leyti ólst upp innan ykkar samtaka skyldi ekki valda ætlunarverki sínu betur en raun varð á? - Sú ríkisstjórn eins og allar aðrar ríkisstjórnir hafa valdið okkur vonbrigðum. Treystir þú Sjálfstæðisflokkn- um til að fara með stjórn efnahags- og landsmála á ný í ijósi reynslu síðustu ríkisstjórnar sem hann veitti forstöðu? - Það er ekkert launungarmál að ég hef verið Sjálfstæðisflokks- maður frá því ég man fyrst eftir mér og það verður engin breyting á því. Þannig að þú berð enn fullt traust til forystu flokksins þrátt fyrir öll mistökin sem hún gerði f síðustu stjórn? - Allir flokkar og þar er Sjálf- stæðisflokkurinn ekki undan- skilinn hefur vissulega þörf á því að líta í eigin barm og gera sér grein fyrir því að þeim hefur mis- tekist þetta, og þær aðferðir sem hefur verið beitt hafa ekki dugað. Að viðurkenna það ekki er bara sjálfsblekking. Hvaða hugmyndir hefur þú fram að færa til lausnar efnahags- vandanum? - Að hemja eyðsluna. Á hvern hátt? - Á öllum sviðum. AUir í þessu þjóðfélagi, og engin undantekn- ing, hafa tamið sér það td. að gera stöðugar kröfur til þess að þjónustustig ríkisins skyldi aukast og aukast. Það eru allir með þessa kröfu. Stjórnmála- mennirnir hafa ekki haft nokkra stöðu til að standa gegn þessu og hafa alltaf látið undan. Ég ætla mér ekki að fara að fordæma þá. Þetta er bara svona og þessu verður að linna. En það gerist ekki nema að menn taki saman höndum um það. Hvað með stefnu og störf nú- verandi rfldsstjórnar? Eruð þið ekki bara ánægðir með hana? Fenguð þið ekki öllu ykkar fram- gengt við gerð síðustu kjara- samninga? - Um stefnu og störf þessarar ríkisstjómar og stöðuna í efna- hagsmálum getum við einfald- lega orðað það þannig að fastir liðir eru eins og venjulega. Það er bullandi halli á ríkissjóði, það stefnir í verulega skuldasöfnun við útlönd í ár eins og fyrri árin og hér er bullandi, sjóðandi verð- bólga. Fenguð þið ekki allt ykkar fram við gerð síðustu kjarasamn- inga við ASÍ sem voru einkar hóg- værir og tóku mið af efnahagsást- andinu eins og þið hafið Iýst því? - Atvinnurekendur og VSÍ bentu á það, margsinnis og alls- staðar að eins og staðan væri í efnahagsmálum þjóðarinnar væri enginn grundvöllur til að lífskjör- in gætu batnað, heldur hið gagn- stæða. Það væri óumflýjanlegt að kaupmátturinn muni rýrna og at- vinnurekendur hafa ekki blekkt einn né neinn. En þegar ríkis- stjórnin tók forystu í málunum og kaus að fara þá leið að hækka kaupið þó að allir mættu vita það frá fyrri reynslu að það mundi ekki íeiða til að bæta kjörin held- ur hið gagnstæða. Atvinnurek- endur höfðu þá út af fyrir sig enga stöðu aðra en þá að fallast á kröfii Verkamannasambandsins og Al- þýðusambandsins um að kauptaxtar í þeim geiranum yrðu svipaðir og hjá ríkinu. Má vænta þess að VSÍ taki upp harðari launastefnu með þig f formannsstóli en áður hefur ver- - Við skulum ekkert vera að segja neitt til um það. Við skulum bara bíða og sjá. Á sögufrægum kvótafundi vest- ur á ísaflrði um síðustu helgi mót- mæltu Vestfirðingar kvótaskerð- ingum harðlega. Koma þessi mót- mæli ekki flmm árum of seint? - Vestfirðingar, að ég held, hafi verið í upphafi á móti þessum kvóta. Persónulega var ég mjög á móti honum strax haustið 1983 og gat ekki trúað því að þau ráð sem þama átti að beita mundu koma að gagni. Sá tími sem er liðinn síðan þá hefur ekki haft annað í för með sér en að ég hef styrkst í þessari vissu minni. Er ekki kvótinn kominn til að vera og eru nokkur þau teikn á lofti sem benda til að stjórnvöld muni slaka á honum á næstunni? - Það held ég að enginn sé í stakk búinn til að segja um. En ég get fúslega viðurkennt það að meirihluti útgerðarmanna er meðmæltur þessum kvóta og við sem höfum verið á móti honum og emm enn, höfum alla tíð og emm enn í minnihluta meðal út- gerðarmanna. Persónulega hef ég aldrei getað gert vini mínum greiða með því að þykjast vera sammála honum ef ég er það ekki. Að lokum Einar. Er ekki skjót- ur frami þinn innan VSÍ áfangi á leið þinni inná Alþing fyrir Vestfirðinga? - Það hefur aldrei höfðað til mín um dagana að sitja á Alþingi. Það er óbreytt enn þann dag í dag. -grh Öllum ríkisstjómum hefur mistekist 4 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ íFöstudagur 9. júní 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.