Þjóðviljinn - 09.06.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.06.1989, Blaðsíða 6
13,5%framteljendaeiga47% skuldlausraeigna. Rúmur helmingur skiptir á milli sín 7,6%. 50-59 ára eru best stæðir. 41,3% framteljanda voru undir 500 þúsundum í árslaunum Ísland nútímans er stéttlaust þjóðfélag. Þessi staðhæfing hefur heyrst svo oft og víða að eflaust eru margir farnir að trúa henni, jafnvel þeir sem einhvern tíma hafa talið sig vita betur. Samanteknar tölur um tekju- skiptingu og eignaskiptingu þjóð- arinnar hafa ekki legið á lausu, jafnvel pótt allar séu upplýsing- arnar til. Nýtt Helgarblað fór þess á leit við hagdeiid fjármála- ráðuneytisins að taka saman tölur um þetta efni og var góðfús- lega orðið við þeirri beiðni. Bygg- ir hagdeildin á tölum úr skatt- framtölum landsmanna. Úr samantekt hagdeildarinnar má sjá að fjöldi framteljanda er alls 181.915. Hagdeildin vinnur tölur sínar annars vegar eftir eignarskattstofni framteljanda samkvæmt skattaframtölum 1988 og hins vegar eftir atvinnutekjum framteljanda samkvæmt skatta- framtali 1988. Eignarskattstöl- urnar segja til um hver nettóeign, eða hrein skuldlaus eign framtelj- anda var í árslok 1987 og eru þær tölur framreiknaðar miðað við áætlað verðlag í árslok 1988. At- vinnutekjurnar eru hins vegar framreiknaðar á áætluðu meðal- verðlagi ársins 1988. 13,5% eiga 47% eigna Og þá er komið að nokkrum staðreyndum um hvernig eignum og tekjum er skipt á milli lands- manna. Hrein skuldlaus eign framteljenda var í heild 328 milj- KjjÖfcSfcÖÖÍl* Q 68 5168 OPIÐ s 2L laugardögum tilkl. 4 KjÖtstóðÍR ^* Glæsibæ 68 5168 í í í arðar og 86 miljónir króna. Ekki verður sagt að þessar eignir skipt- ist jafnt á milli landsmanna, en 51,1% framteljanda eða 92.958 þeirra eiga aðeins 7,6% eignanna. Að meðaltali er eign þeirra því um 270 þúsundir króna. Hins vegar eiga. 13,5% eða 13.475 framteljendur sín á milli alls um 46,8% eignanna. Þeir eiga því hver um sig að með-a altali skuldlausar eignir að upp-* hæð 6,25 miljónir króna. Ríkasta prósentan á hins vegar 10% allra skuldlausra eigna í landinu og skipta sín á milli 17 miljónum 422 þúsundum króna. Ríkustu 410 einstaklingarnir sem eru 0,2% framteljanda eiga 4,2% eignanna og eiga að meðaltali 33,8 miljónir króna hver í hreinar eignir. Miðaldra ríkastir Skipting eigna eftir aldri er einnigáhugaverð. Framteljendur tvítugir og yngri eru 20.471 og jafngilda eignir þeirra 2,26 milj- ónum króna eða um 110 þúsund krónum á mann að meðaltali. Meðaleignir aldurshópsins 20-29 ára nema um 612 þúsundum króna, 30-39 ára eiga að meðalt- ali eignir fyrir eina miljón átta- hundruð og tuttugu þúsund, 40- 49 ára eiga að meðaltali eignir að jafngildi 2,97 miljónir króna, 50- 59 ára eru komnir í 3,26 miljónir króna og er þessi aldurshópur best stæður. Þeir sem eru á ald- ursbilinu 60-69 ára eiga að meðal- tali skuldlausar eignir fyrir 3,05 miljónir og sjötugir og eldri eiga 2,13 miljónir skuldlausar. Að meðaltali eiga framteljendur hreinar eignir að upphæð 1,8 miljónir króna. 41,3% með 10,7% teknanna Það er fyrst til að taka að 23.905 framteljendur eða 12,1% allra framteljenda hafa sam- kvæmt skattaframtali engar skattskyldar atvinnutekjur. At- vinnutekjur hér eru sem fyrr segir fengnar samkvæmt skattafram- tölum ársins 1988 eða m.ö.o. eru tekjur skattlausa ársins 1987 og eru tölur framreiknaðar á áætl- uðu meðalverðlagi síðasta árs. Séu 41,3% tekjulægstu framtelj- endanna skoðuð, en það eru alls tæplega 77 þúsund einstaklingar kemur í ljós að þeir skipta á milli sín 10,7% atvinnutekna í landinu. Þessi hópur samantek- inn hefur því um 190 þúsund króna meðaltekjur yfir árið. Sá hópur sem sleppur yfir núllið en hefur tekjur allt að 500 þúsund krónum er býsna stór eða rúm- lega 53 þúsund manns eða 29,2% framteljanda. Þessi láglaunahóp- ur hafði að meðaltali 277 þúsund krónur í árstekjur eða um 23,133 krónur á mánuði. Og þetta eru tekjur á skattlausa árinu þegar allir sem vettlingi gátu valdið unnu sem berserkir, fram- reiknaðar sem fyrr segir miðað við meðalverðlagsvísitölu ársins 1988. Tæp 60% undir 52 þúsundum Ríflega helmingur framtelj- enda, 106 þúsundir eða 57,3% framteljenda voru með meðal- talstekjur um eða undir 52 þús- undir króna á mánuði. Þeir sem eru þar fyrir ofan eða 41,6% framteljanda voru með meðalt- alslaun upp á 1,38 miljónir eða um 115 þúsund á mánuði, sem eru rúmlega tvöfalt hærri at- vinnutekjur en tekjulægri helm- ingur landsmanna hefur. Ef hald- ið er upp á við í skalanum og skoðaðar meðaltalstekjur 28,6% þeirra sem tekjuhæstir eru, sem er hópur 52 þúsund einstaklinga, kemur í Ijós að meðaltekjur þeirra eru um 1,6 miljónir á ári eða 134 þúsund á mánuði. Nífaldur tekjumunur Efstu 12,5% hafa um 2,1 milj- ón í meðalárstekjur eða um 175 þúsund á mánuði, efstu 5% hafa rúmlega 2,6 miljónir í árstekjur og um 220 þúsund á mánuði. Tekjuhæsta prósentið sem í eru 1951 einstaklingur var með tæp- lega 3,8 miljónir í árstekjur að meðaltali eða um 314 þúsund krónur í mánaðarlaun. Alls voru 520 einstaklingar með um 360 þúsund í meðalatvinnutekjur, 241 var með um 410 þúsundir króna í atvinnutekjur á mánuði að meðaltali og þeir sem kórón- uðu velsældina voru 253 framtelj- endur með rúmlega fímm og hálfa miljón í árslaun að meðal- tali eða rúmlega 460 þúsundir á mánuði. Þessi laun eru um níföld laun þess stóra hóps sem taldi um 30% framteljanda og var með árslaun upp að 500 þúsundum króna. Ljóst er af þessum upplýsing- um að tekju- og eignaskipting er mikil í landinu. Jafnvel þó tölurn- ar séu fengnar frá árinu 1987 eru þær uppfærðar til síðasta árs. Hlutföllin milli ríkra og fátækra á íslandi hafa þó vart breyst mikið síðustu tvö árin, nema þá til hins verra. phh 6 SfÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 9. júní 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.