Þjóðviljinn - 09.06.1989, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 09.06.1989, Blaðsíða 8
Helgarblad plÓBMUINN ur Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýöshreyfingar Síðumúla 6, 108 Reykjavík Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Ritstjóri: Árni Bergmann Umsjónarmaður Nýs Helgarblaðs: Sigurður Á. Friðþjófsson Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson Útlit: ÞrösturHaraldsson Auglýsingastjóri: Olga Clausen Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson Afgreiðsla: 'fí' 681333 Auglýsingadeild: ® 681310 - 681331 Verð: 140 krónur Hrikaleg misskipting Nýja Helgarblaöið birtir í dag upplýsingar um tekju- og eignaskiptingu þjóðarinnar sem sýnir hrikalega misskipt- ingu í „velferðarríkinu" (slandi. 13,5% framtalsskyldra ein- staklinga eiga nær helming allra skuldlausra eigna í þjóðfé- laginu en um helmingur framteljenda á einungis 7,6% af skuldlausum eignum þjóðarinnar. Þessar tölur voru reiknaðar út af hagdeild fjármálaráðu- neytisins að ósk Nýs Helgarblaðs og eru tölumar unnar eftir skattframtölum fyrir árið 1988 og færðar til meðalverð- lags þess árs. Ef við skoðum þessar stærðir í krónum kemur í Ijós að hrein skuldlaus eign landsmanna nemur rúmum 328 milj- örðum króna. Þar af eiga áðumefnd 13,5% framteljenda að meðaltali skuldlausa eign sem nemur rúmum 6 miljónum króna. Helmingur framteljenda á hinsvegar að meðaltali skuld- lausa eign sem nemur um 270 þúsund krónum. Ríkustu 410 einstaklingarnir eiga svo að meðaltali eignir upp á 33,8 miljónir króna hver. Það sama verður uppi á teningnum þegar tekjur framtelj- endanna eru skoðaðar, þar kemur í Ijós að launamisræmið í landinu er himinhrópandi. 41 % framteljenda er með 10,7% atvinnutekna í landinu en 0,1 % með eitt prósent tekna, eða tífaldar meðaltekjur. Þetta eru um 253 einstaklingar og námu mánaðarlaun hvers og eins um 462 þúsund krónum á mánuði. Þessar upplýsingar sýna að hér á landi ríkir miklu meiri stéttaskipting en í veðri hefur verið látið vaka. Þær benda líka á það að það eru víðar matarholur fyrir stjórnvöld að leita íen ímagra pyngju launamanna. Ríkisstjórnin leitarnú leiða til þess að mæta auknum halla ríkissjóðs og almenningur hlýtur að krefjast þess að augu þeirra þriggja ráðherra, sem hefur verið falið að finna lausn á vandanum, skoði vandlega hverjir það eru sem eiga ísland og láti þá taka þátt í að rétta við skútuna. Við hljótum að krefjast þess af ríkisstjórn sem kennir sig við félagshyggju. LR kveður Iðnó Merk kaflaskil verða í íslenskri leiklistarsögu um þessa helgi. Síðustu sýningar Leikfélags Reykjavíkur í Iðnó eftir nær aldarbúskap í Leikhúsinu við Tjömina eru staðreynd. Næsta leikár hefst í haust í nýja Borgarleikhúsinu í Kringl- unni. Hann er vandfundinn sá íslendingur, sem kominn er til manns, sem ekki á góðar minningar úr þessu húsi. Þarna hefur Leikfélagið við þröngan kost oft á tíðum lyft grettistaki, bæði í listrænum skilningi og ekki sjaldnar hefur þvítekist að skemmta landsmönnum með óborganlegum sýningum. Leíkfélag Reykjavíkur hefurekki bara verið leikfélag borg- arbúa, heldur allrar þjóðarinnar, engu síðuren Þjóðleikhúsið og verður það eflaust áfram þegar það flytur í ný húsakynni. Þeir flutningar verða mikil umskiþti fyrir starfsmenn leikhússins. öll starfsaðstaða verður einsog best verður á kosið og sömuleiðis verða þægindin sem áhorfendum er boðið upp á mun betri en í gamla Iðnó. En það eru ekki þægindin og aðstaðan sem skipta höfuðmáli, heldur hvort leikhúsið í Kringlunni verður jafn lifandi og nátengt áhorfend- um og Leikhúsið við Tjörnina hefur verið. Framtíð Iðnó er enn óráðin. Menntamálaráðherra hefur lýst því yfir að hann telji að húsið eigi áfram að vera leikhús og þá leikhús frjálsra leikhópa í borginni, sem hafa undan- farin ár oft verið með athyglisverðustu leiksýningarnar sem boðið er upp á, en stöðugt verið á húsnæðishrakhólum. En Iðnó er í sölu og því mikilvægt að strax sé gripið í taumana og það tryggt að húsið gegni áfram því hlutverki sem það hefur gegnt í nær öld. A þessum tímamótum Leikfélagsins þökkum við fyrir þær ánægjustundir sem við höfum átt í Iðnó og óskum LR góðs gengis í nýju leikhúsi. -Sáf Símon ívarsson Einar Kristján Einarsson Nú er röðin komin að okkur Fáir hafa stutt j afn mörg góð málefni og tónlistarmenn, og þeir eiga því inni stuðning hjá almenningi svo þeir komi upp félagsheimili yfir sig. Uppákomur í Kringlunni og happdrættissala hjátónlistar- mönnum Tónlistarbandalag íslands verður með tónlistaruppákomu í Kringlunni á laugardag þar sem seldir verða happdrættismiðar fyrir Félagsheimili tónlistar- manna að Vitastíg 3. (næstu viku verða einnig tónlistaruppákomur í Kringlunni daglega og hefjast þær á þriðjudag en lýkur föstu- daginn 16. júní. Takmarkið er að selja 1000 happdrættismiða á þessum tíma. Jóhann G. Jóhannsson tón- listarmaður sagði að öll helstu fé- lög tónlistarmanna í landinu ættu aðild að félagsheimilinu, en um þessar mundir hillir undir stór- kostlega möguleika á að nýta það hús. Tónlistarmenn eignuðust þriðju hæð í húsinu við Vitastíg fyrir 10 árum þegar þeir fengu aðild að félagsheimilasjóði. Síð- an hefur verið unnið við að stand- setja húsnæðið, en þar sem á neðri hæðunum hefur verið starf- semi sem hentaði ekki í nábýli við félagsheimilið hefur húsnæðið ekki nýst sem skyldi. Nú stendur til að á jarðhæð komi staður þar sem lifandi tónlist verður flutt og á annarri hæð verði veitingahús, en þetta sambýli býður upp á ótal möguleika að sögn Jóhanns. Við hverja hundrað miða sem seljast verða dregnir út 5 hljóm- plötuvinningar, en hljómplatan er Landslagið 1989, sem nýlega var gefin út. Einnig eru dregnir út tveir matarvinningar á eikargrill. Bjartmar Guðlaugsson Ef þúsund miða markið næst verður dreginn út ferðavinningur upp á 75 þúsund krónur, „sæl- keraferð til Portúgal á vegum Evrópuferða". 17. júní verða svo dregnir út vinningarnir í happ- drættinu en aðalvinningurinn þar er Skoda Favorite bifreið sem er til sýnis í Kringlunni. Jóhann sagði að samstarfið við verslunareigendur í Kringlunni hefði verið mjög gott. „Eða eins- og einn sagði við okkur: Tón- listarmenn hafa stutt svo mörg góð málefni í gegnum tíðina að það er kominn tími til að ykkur sé sýndur stuðningur." Dagskráin í Kringlunni hefst á hádegi. Skólakór Garðabæjar mun syngja undir stjórn Guð- finnu Ólafsdóttur. Gítarleikar- arnir Símon ívarsson og Einar Kristján Einarsson leika. Þá mun Bjartmar Guðlaugsson koma fram og einhverjir fleiri tónlistar- menn munu einnig birtast. Orkin hans Nóa í Reiðhóllinni Skrautfiskar, geitur, kalkúnar, hamstrar, angóra- naggrísir, kanínur, hundar, kettir, folöld, kálfar, hænuungar, skrautf uglar, páfagaukar, finkur, dúfur, eldisfiskar, hrafnaro.fl. fulltrúar úrörkinni hans Nóa verða til sýnis í Reiðhöllinni nú um helgina. Á morgun, laugardag, verður opnuð mjög fjöl- breytt dýrasýning íReiðhöllinni og lýkur henni á sunnudagskvöld. Þarna verða fulltrúar íslensku húsdýranna, skrautfuglar flögra um og bréfdúfur sýndar. Stjörnulið Hundaskólans sýnir afrakstur góðrar þjálfunar. Litskrúðugir skrautfiskar synda í stórum búrum og eldisfiskar í stóru keri. Þá verða hestasýningar auk þess sem börnin fá að bregða sér á bak. í anddyrinu bjóða bæjarhrafnar fyrstu gestina velkomna, kl. 13 á laugardag og kl. 10 á sunnudag en sýningunni lýkur kl. 22 bæði kvöldin. Aðgangs- eyrir fyrir börn er 200 krónur en fyrir fullorðna 400 krónur. 8 SÍÐA-NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 9. júní 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.