Þjóðviljinn - 09.06.1989, Page 9

Þjóðviljinn - 09.06.1989, Page 9
Gaman að vínna svo mörg verðlaun íslendingar náðu mjög góð- um árangri á Norðurlanda- móti fatlaðra sem fram fór í Vestmannaeyjum um síðustu helgi. Alls unnu íslensku keppendurnirtil51 verðlauna, þar af 16 gullverðlauna. Þá settu þau 5 Norðurlanda- mótsmet en tvö þeirra setti Sigrún Huld Hrafnsdóttir. Hún vann reyndar bestu afrek ís- lendinganna, nældi sér í fimm gullverðlaun og tvenn silfur- verðlaun. - Mér fannst auðvitað mjög gaman að vinna svona mörg verð- laun en það er alltaf gaman að vinna. Ég vann gull í 100 metra baksundi, 100 metra skriðsundi, 100 metra bringusundi, 400 metra skriðsundi og 200 metra fjórsundi. Silfurverðlaunin vann ég í boðsundum en ekki einstakl- ingsgreinum, sagði Sigrún við blaðamann Nýs Helgarblaðs í vikunni. - Þau Gunnar Þór Gunnarsson hirtu nær öll verðlaunin í U- flokki sem er flokkur þroska- heftra, sagði Kristín Erlingsdótt- ir, móðir Sigrúnar. - Árangur ís- lendinganna er sérstaklega gæsi- legur því það liggur alveg gífur- lega mikil sálfræði á bak við þjálf- un á öðrum Norðurlöndum. Keppendurnir frá Svíþjóð eru td. nánast atvinnumenn í greininni og þau voru öll á dagpeningum hér á landi, sagði Kristín. Sigrún keppir fyrir íþróttafé- lagið Ösp en hún hefur æft og keppt með félaginu í sjö ár. Ár- angur hennar hefur verið mjög góður undanfarin ár og á hún Sigrún Huld Hrafnsdóttir náði bestum árangri á nýloknu Norður- landamóti fatlaðra í Vestmannaeyjum Sigrún með verðlaunin sem hún vann á Norðurlandamótinu og á bak við Sigrúnu má sjá hluta þeirra verðlauna sem hún hefur unnið síðustu árin. Mynd-þóm myndarlegt safn verðlaunapen- inga. - Síðast keppti ég á móti í Malmö í Svíþjóð og vann þá fern gullverðlaun og bikar að auki. Ég byrjaði að æfa sund hjá Ösp árið 1982 en þá var ég tólf ára. Ég man að ég var agalega vatnshrædd þegar ég var sjö ára en þá var mér kennt að synda í Öskjuhlíðar- skóia. Svo hef ég æft vel síðustu sjö árin og var einmitt að útskrif- ast nú úr skólanum. - Sigrún er mjög dugleg við æfingar þótt hún sé bæði í skóla og vinni hálfan daginn. Enda fer það oft svo að hún vaknar klukk- an hálfsjö á morgnana, fer í skólann og síðan vinnuna og kemur ekki heim fyrr en um hálf tíu á kvöldin, sagði Kristín. - Þá er ég stundum þreytt en mér finnst svo gaman að synda að það er þess virði. Ég æfi sundið fjórum sinnum í viku en æfi einn- ig frjálsar einu sinni í viku og þar finnst mér skemmtilegast í há- stökki. Sundið er það skemmti- legasta sem ég geri en mér finnst líka gaman að vera úti meðvin- konum mínum. En ætlar Sigrún ekki að halda áfram á sömu braut? - Jú, auðvitað. Nú æfum við á fuilu fyrir Heimsleikana sem fram fara í Svíþjóð um næstu mánaðamót. Það verður erfiðara að vinna þá heldur en á Norður- landamóti en ég geri mitt besta. -þóm Föstudagur 9. júní 1989|NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.