Þjóðviljinn - 09.06.1989, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 09.06.1989, Blaðsíða 10
Atli Már Bjarnason, einn af hinum efnilegu íslensku billjardspilurum, sem staðið hefur sig með ágæt>- um á heimsmeistaramótinu. Mynd -JimSmart. Ótrúleg snilli hjá strákunum Heimsmeistaramót unglinga í snóker í Hafnarfirði. Billj ardíþróttin á íslandi í stórsókn. Guðbj artur Jónsson form. Billjardsambandsins: Gottunglingastarfskilarárangri. Heimsmeistaramótið hefur vakið mikla athygli á íþróttinni Heimsnieistarainót unglinga í snóker, 20 ára og yngri, hefur staðið yfír í íþróttahúsinu í Hafn- arfirði frá því í fyrri viku, en því lýkur með úrslitaviðureigninni á laugardag. Mót þetta sem er hið fyrsta sinnar tegundar hérlendis, hefur vakið töluverða athygli, ekki síst vegna góðrar frammi- stöðu fjölmargra íslenskra spil- ara og frábærrar leikni margra hinna erlendu spilara, sem sumir hverjir standa hinum þekktu atvinnumöiínum í íþróttinni hvergi á sporði, ein.s og þegar hef- ur sýnt sig og sannað. Hápunktur mótsins til þessa er tvímælalaust heimsmet Bretans Gary Hill, sem gerði sér lítið fyrir sl. sunnudag og hreinsaði borðið, fékk 147 stig, sem er það hæsta sem hægt er að fá í snóker Ótrúlega góður árangur - Árangur strákanna hefur verið ótrúlega góður, en sjö sinn- um hafa þeir náð stuðum yfir 100, fram til þessa, en það er betri ár- angur en oftast næst á stórmótum sem þessu, segir Guðbjartur Jónsson, formaður Billjardsam- bandsins, en hann hefur borið hitann og þungann af undirbún- ingi þessa móts. Það er samdóma álit þeirra sem fylgst hafa með að sérlega vel hafi til tekist og aðstæður allar á keppnisstað séu hinar bestu. „Borðin hafa staðist ströng- ustu kröfur en til að fá metið á sunnudag metið þurfti að mæla borðið upp með sérstökum mæli- tækjum frá alþjóðasambandinu og það gekk allt upp. Fulltrúar alþjóðasambandsins hafa einnig Snillingurinn Gary Hill frá Bretlandi gerði sér litiðfyrirog tæmdi borðið í einu stuði sl. sunnudag. Mynd- Jim Smart. lýst ánægju sinni með allan að- búnað, segir Guðbjartur. Keppni í úrslitariðlum hófst í gær og verður framhaldið í dag en aðalúrslitaleikurinn hefst annað kvöld og verður fram haldið á laugardag. í úrslitaleiknum er spiluð 21 lota, sem er mun meira en í venjulegum leik. Þrír íslensk- ir spilarar, þeir Atli Már Bjarna- son, Eðvarð Matthíasson og Arn- ar Richardsson hafa tryggt sér sæti í 16 manna úrslitum, en Atli hafði átt góða möguleika á sæti í 8 manna aðalúrslitum. REYKJKJÍKURBORG J.audwi Sfödu* ^w Vistheimilið Seljahlíð Hjallaseli 55 Hjúkrunarfræðingar óskast í sumarafleysingar í \ú\\ og ágúst. Upplýsingar gefur Aðalheiður Hjartardóttir í síma 73633. Þeir íslensku hafa staðið sig vel - íslensku strákarnir hafa nær allir staðið sig eins og menn bjuggust við. Það hefur verið lögð mikil áhersla á uppbyggingu unglingastarfsins síðustu ár hjá Billjardsambandinu og við eigum orðið fjölmarga mjög góða spil- ara. Því áttum við von á því að þeir stæðu sig vel í þessari keppni eins og margir hafa gert, en það sem kannski hefur skort fyrst og fremst er keppnisreynsla. Við eigum fjóra mjög góða spilara sem eiga að geta staðið í þeim bestu erlendis frá, eins og þeir hafa sýnt í sumum leikjum, en þeir þurfa að komast í fleirí svona stórmót. Þeir hafa klikkað á at- riðum sem eiga að geta verið í lagi. Þeir spila vörnina ekki nógu vel og hafa verið að taka óþarfa áhættu sem þeir bestu gera ekki. Guðbjartur segist hafa orðið var við mikinn áhuga á þessu móti, bæði gegnum sjónvarpsút- sendingar og einnig hefur verið ágætis aðsókn að mótinu. - Það eru hérna afburða góðir spilarar og fjórir þeirra eru atvinnumenn. Ég veit að einn þeirra hafði í tekj- ur af mótum í maí 12 þús. pund (rúm miljón). Þetta eru strákar sem bíða á þröskuldinum eftir að komast inn í aðalatvinnumanna- hópinn og það er alveg víst að hér verða hörkuúrslitaleikir í dag og á morgun. Breytt og betra yfirbragð Billjardspilurum hefur fjölgað mikið á síðustu árum og jafnvel síðustu mánuðum og virðist vera mikill áhugi á þessari íþrótt um allt land. Billjard hefur verið stundaður hér um langt árabil en á síðari árum hefur þessi íþrótt haft á sér miður gott orð, þar sem spilað var í reykmettuðum búll- um og vín oft haft um hönd. - Það er rétt, ástandið var oft miður gott, en það hefur orðið mikil breyting á í þessum efnum eftir að Billjardsambandið var stofnað árið 1984. Ef vínlykt fyndist af manni í dag, þá yrði hann umsvifalaust rekinn úr keppni og það eru í smíðum regl- ur sem banna allar reykingar í keppni. Yfirbragðið er nú með allt öðrum hætti en þekktist áður, þetta eru prúðir og mjög agaðir strákar, segir Guðbjartur Jóns- son formaður Billjardsambandsins. -lg. 10 SfÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Lögtök Að kröfu gjaldheimtustjórans f. h. Gjald- heimtunnar í Reykjavík og samkvæmt fógetaúr- skurði, uppkveðnum 6. þ. m., verða lögtök látin fara fram fyrir vangoldnum opinberum gjöldum utan staðgreiðslu, sem féllu í gjalddaga 1. fe- brúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí og 1. júní 1989. Lögtök til tryggingar framangreindum gjöldum, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, verða hafin að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, verði tilskildar greiðslur ekki inntar af hendi innan þess tíma. Borgarfógetaembættið í Reykjavík, 6. júní 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.