Þjóðviljinn - 09.06.1989, Side 11

Þjóðviljinn - 09.06.1989, Side 11
Khomeini - öldungur sem setti allt á annan endann þegar flestir jafnaldrar hans voru örvasa orðnir eða dauðir. Með ayatollah Khomeini er genginn einn þeirra manna, er mestan svip hafa sett á sögu síðasta tíu ára tímabiis, hvað sem menn annars hafa um öldunginn þann að segja. Sérstaklega á vett- vangi trúarbragðanna var Ifldega enginn maður atkvæðameiri en hann á þessum árum. Hafi ein- hverjir verið svo einfaldir ennþá er Khomeini kom fram á svið sög- unnar að halda að trúarbrögðin yfir íran ættin Qajar, tyrknesk að uppruna eins og svo margir aðrir valdhafar, er þar í landi hafa ríkt gegnum aldirnar. Það var fyrst með valdatöku þeirra, sem Te- heran varð höfuðborg landsins. Þeir frændur voru flestir duglitlir menn og miður greindir, og leiddi það ásamt margvíslegu öðru til- dragelsi heimssögunnar um þær mundir til þess, að stjómartíð þeirra varð saga stöðnunar þegar Fulltrúi tólfta ímamsins Khomeini var mótaður af hefðum sjítasiðar og kenningum Platons um fyrirmyndarríki undir stjórn spekinga. Hann leit ásigsem útvalinnforkólfhreintrúaðsíslamsíbaráttugegnhinuilla,eríhans augum var einkum Vesturlönd/Evrópa væru búið spil í henni, þá gat eng- inn vaðið í slíkri villu eftir það. Ýmislegt hefur löngum verið á huldu um mann þennan og marg- víslegar sögusagnir um hann hafa verið og eru á kreiki. Hann kom fram á svið heimssögunnar fyrst á þeim aldri, er flestir eru hættir öllu vasi, ef ekki dauðir. Eigi að síður tókst honum að valda meiri hamagangi í stjórnmálum og trúmálum en flestum öðrum ein- staklingum hefur lánast á síðustu áratugum. Hann náði svo sterk- um tökum á hugarfari mikils þorra landa sinna að með ein- dæmum er. Hann er enn ein sönnunin fyrir því, að persónu- legi þátturinn í sögunni skyldi aldrei vanmetinn. Prestssonur úr smáborg Enginn vissi einu sinni fyrir víst hve gamall hann var, líklega ekki heldur hann sjálfur; í þvísa landi voru hagskýrslurnar ekki merki- legar um síðustu aldamót og með alþýðu lítill siður að leggja á minnið fæðingardaga barna, er tvísýnt var að lifðu af frum- bernsku. En nú er algengast að hafa fyrir satt að karlinn hafi náð þetta 86 til 89 ára aldri. Ættarnafn Khomeinis er dreg- ið af fæðingarstað hans, eins og algengt er í íran. Hann fæddist í smáborginni Khomeyn í austur- hlíðum Zagrosfjalla, rúmlega 100 kílómetra suðvestur af Kúm, höf- uðborg íransks sjítaklerkdóms. Faðir hans var mullah, þ.e.a.s. klerkur. Hann mun hafa látist er sonurinn var ungur, og var hann alinn upp af móður sinni og frænku, sem báðar kváðu hafa verið skörungar nokkrir. Þær á- kváðu að hann skyldi feta í fót- spor föður síns. Eftir að hafa haf- ið guðfræðinám í fæðingarborg sinni hélt hann til framhaldsnáms í Kúm og tók síðan sjálfur að stunda þar kennslu. Qajarar og Reza Shah Til Kúm kom Khomeini ein- hvemtíma á þriðja áratugnum. Þau árin urðu umskipti nokkur í föðurlandi hans. Árin sem franska byltingin stóð yfir í Evr- ópu hafði hafist til keisaradóms AÐ UTAN best lét, en oftast hnignunar. Lík- lega hefur íran aldrei í sinni löngu sögu borið höfuðið lægra gagnvart umheiminum. 1925 var síðasta Qajarkeisar- anum steypt af stóli og tók þá keisaranafn herstjóri að nafni Reza Shah, er þá þegar um nokk- urra ára skeið hafði verið raun- verulegur valdhafi landsins. Hann var af lægstu stigum, risi að vexti og hörkutól sem vann sig upp í gegnum herinn og tók völd- in með tilstyrk hans. Lítið var um fínheit í hátterni hans og þannig kvað honum hafa verið gjarnt að sparka ráðherra sína í klofið, er honum rann í skap við þá á ráðu- neytisfundum. Hann var ekki ó- líkur Kemal Atatúrk og svipaðs sinnis og hann í stómm dráttum; taldi að helsta ástæðan til niður- lægingar lands síns væri stöðnun þess í úreltum formum íslams. Líklega var Reza Shah eins ná- lægt því að vera trúlaus eða beinlínis trúarhatari og hægt er að ímynda sér að múslími geti verið. Hann reyndi að vekja þjóðarmetnað þegna sinna með því að minna þá á stórveldistíð landsins fyrir tíð íslams, er ír- anskar þjóðir játuðu trú á indó- evrópsk goð og boðskap Zaraþú- stru spámanns. Jafnframt leitað- ist hann við að koma í gang fram- fömm og breytingum eftir evrópsk-vestrænum fyrirmynd- um. Nokkurnveginn sjálfgefið var að slík stefna myndi leiða til áreksturs við klerkdóminn, en keisarinn bætti þar ekki um betur með hrottalegum aðförum og að svæla undir sig miklar eignir per- sónulega, ekki síst á kostnað klerkanna. Lærisveinn Platons Þannig kom til togstreita sú milli keisara og klerkdóms er ekki lauk fyrr en Múhameð Reza Pahlavi, syni Reza Shah, var stökkt úr landi 1979. Khomeini, sem bjó í höfuðborg íranska klerkdómsins svo að segja frá upphafi þeirrar togstreitu, hefur efalaust upplifað hana mjög sterkt. Jafnframt menntaðist hann með ágætum í mosku- skólum borgarinnar, er sem menntastofnanir eru á nokkuð svipuðu stigi og háskólar Evrópu voru, áður en þeir endumýjuðust á upplýsingatímanum og á fyrstu áratugum s.l. aldar. Aðspurður síðar hversvegna tónlist þeirra Bachs og Beethovens hefði verið bönnuð í fran spurði Khomeini: „Og hverjir eru nú það?“ En hann var þeim mun betur heima í ekki aðeins íslömskum fræðum, heldur og þaðan af eldri lærdómi, ekki síst úr forngríska og hellen- íska heiminum. T.d. las hann á fyrstu árum sínum í Kúm rit Plat- ons og er líklegt að hugmyndir fornmanns þessa um fyrirmynd- arríki, er stjórnað væri af heimspekingum, hafi haft djúp áhrif á guðfræðinginn frá Khom- eyn. Og viti menn: þegar sá sami guðfræðingur náði völdum í föðurlandi sínu tók hann a.m.k. upp eina algera nýjung í stjórn- arfari þess. Fram í jan. 1979 hafði íran haft yfir sér konunga og keisara af einhverju tagi alla tíð frá því að fyrst fréttist af konung- um Meda sjö eða átta öldum f.Kr. Á það langa skeið batt Khomeini karl enda með því að breyta hálfvestrænu keisaradæmi Pahlavifeðga í „íslamskt lýð- veldi“ - undir stjórn spekings, þ.e. sjálfs sín. Djöfulsins spilverk En áður en Khomeini lagði leið sína til Kúm hafði hann mótast í afskekktri smáborg í Persaríki Qajarkeisara, í umhverfi þar sem vestræn áhrif voru naumast merkjanleg. Þetta, ásamt með því að hann var sjálfur sprottinn úr prestastétt landsins og til- heyrði henni, hefur væntanlega dugað til þess að hann frá upphafi hefur séð tilraunir Pahlavifeðga til að breyta íran til vestræns horfs sem djöfulsins spilverk. Hann mun snemma hafa tileink- að sér kenningar íslamskrar bók- stafstrúarhyggju (fundamental- isma) sem komst á kreik sem einskonar andsvar eða gagnsókn íslams gegn evrópskum/ vestrænum áhrifum (og náði engu síður fylgi meðal súnníta en sjíta). Á bernskuárum hans höfðu Bretar og Rússar helgað sér hluta írans sem áhrifasvæði, f heimsstyrjöldinni fyrri rufu Bret- ar, Rússar og Tyrkir hlutleysi írans eftir hentugleikum, í heimsstyrjöldinni síðari hemámu Bretar og Rússar landið og eftir þann hildarleik réðu Bretar þar fyrst mestu, síðan Bandaríkja- menn. Allt þetta sameinaðist um að móta hugarfar og heimsmynd Khomeinis, er einkenndist mjög af tvíhyggju, sem ekki minnir síður á Zaraþústru en Múhameð. í hans augum var heimurinn skiptur í tvær stríðandi fylkingar, annarsvegar hreintrúað íslam, er samkvæmt boðskap spámannsins hafði rétt og skyldu til að drottna yfir öllum heimi, hinsvegar öfl hins illa þar sem Evrópa/ Vesturlönd vom þungamiðjan. Kalda stríðið og allt strögglið milli austurs og vesturs var í augum Khomeinis varla annað en sjónhverfingar; að hans mati var enginn teljandi munur á komm- únisma austursins og lýðræði vestursins. Raunar var hann síður en svo einn um það í íslams- löndum að taka þá viðureign miðlungi hátíðlega. Kölski hinn mikli Þótt Khomeini yrði ekki heimsþekktur fyrr en rétt fyrir valdatöku sína var hann þá í nokkra áratugi búinn að vera landsþekktur í íran. Hann tók að andmæla keisaravaldinu opin- berlega þegar árið 1941, en það var fyrst eftir 1953, er CIA hafði tryggt stöðu Múhameðs Reza keisara með valdaráni, að áhrif Khomeinis urðu veruleg meðal klerka og almennings. Inokkur ár eftir það var íran beinlínis bandarískt leppríki og áhrif og umsvif Bandaríkjanna voru þar alla tíð til íslamsbyitingar mikil og áberandi. Peningar flæddu inn í landið fyrir olíuna, spilling ráða- manna var gríðarleg, keisarinn lagði síaukna áherslu á að endur- skóla landsmenn eftir vestrænum fyrirmyndum, efnaðra fólk tók í vaxandi mæli upp evrópska og einkum ameríska siði í klæða- burði og lífsháttum. Ofan á allt þetta hélt Múhameð Reza Pahla- vi áfram því sem faðir hans hafði byrjað á, að taka jarðir af klerk- unum. í augum klerkanna, þar á meðal Khomeinis, urðu Banda- ríkin Kölski hinn mikli. Undir það tóku raunar margir þeir íran- ir, sem tekið höfðu upp vestræna h'fshætti en voru þreyttir orðnir á lögregluríki keisarans, spillingu hans og gæðinga hans, gegndar- lausum og meiningarlitlum fjár- austri til vígbúnaðar og fannst af þjóðernis- fremur en trúar- og menningarlegum ástæðum nóg um það hvað Bandaríkjamenn voru allsstaðar nálægir í landinu. Þar sem sjítaklerkdómurinn var eina aflið í landinu, sem að einhverju marki gat boðið keis- aravaldinu byrginn, söfnuðust undir vængi hans margskonar andstöðuaðilar, sem sumir hverj- ir voru klerkunum ekki sérlega hlynntir. Persónutöfrar Khom- einis karls, sem var vörpu- og virðulegur sýnum og í framkomu og bar prestsskrúðann einkar vel, skeggið síða, svört augu með af- brigðum hvöss o.s.frv. tryggðu að áhrif hans í andspyrnu- hreyfingunni jukust smátt og smátt. 1963 tókst honum að fá um 100.000 manns til að hlusta á sig í Kúm, og mæltist hann þá tii þess við herinn að hann setti keisar- ann af. Var hann þá handtekinn og vísað úr landi árið eftir. Það var þó ekki fyrr en 1978, að hann varð án vafa sá leiðtogi and- spyrnuhreyfingarinnar, sem yfir alla gnæfði. Ýmislegt stuðlaði að því, ekki síst píslarvættisgloría sem safnaðist um hann vegna út- legðarinnar, meints dauða sonar hans af völdum keisaralögregl- unnar, skamma sem keisarast- jórnin lét skrifa um hann í blöðin og ókurteislegra aðfara stjórnar fraks við hann, meðan hann var í útlegð þar. í sjítasið er píslar- vættið einkar mikið atriði. Sjálfur var kallinn og slunginn stjórnmálamaður, sem gat þegar á þurfti að halda talað tungum tveim eða fleiri og laðað þannig að sér margvíslegustu keisara- andstæðinga. 3000 ára ríki á enda Heimkominn batt hann enda á sögu konung- og keisaradóms, er átti sér rætur hátt í þrjú árþúsund aftur í tímann. Þessi seint til- komni lærisveinn Platons gamla lýsti sig fulltrúa tólfta ímamsins á jörðu hér. Sá ímam lifir sam- kvæmt sjítasið í yfirnáttúrlegri huldutilveru í sambandi við Allah j og hans vilja er öllum skylt að lúta. Á grundvelli þessarar trú- arsetningar gerði öldungurinn, sem margir höfðu búist við að settist í helgan stein eftir heimkomuna, sig að alvaldi írans. Algera fyrirlitningu sína á evrópskum/vestrænum hefðum auglýsti hann með því að taka starfslið bandaríska sendiráðsins í gíslingu og ótti við nýja íhlutun Bandaríkjamanna, í líkingu við það sem gerðist 1953, átti drjúg- an þátt í að þorri landsmanna ját- aðist undir vald hans til frambúð- ar. Hvað sem kann að gerast í íran á næstunni er heldur ólíklegt að nokkur eftirmanna Khomeinis verði tekinn trúanlegur sem full- trúi hulduímamsins. DAGUR ÞORLEIFSSON Föstudagur 9. júní 1989( NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.